Tíminn - 03.03.1995, Side 5

Tíminn - 03.03.1995, Side 5
Föstudagur 3. mars 1995 5 Gubmundur Birkir Þorkelsson: Launamunur og staba kennara í íslensku samfélagi viröist vera samstaöa um aö launamunur eigi aö ríkja á milli starfsgreina. Þannig eigi aö launa erfiöis- vinnu, sem hefur mikla þýö- ingu fyrir þjóöarbúiö, betur en önnur störf. Sjómennska er dæmi um slíkt viðhorf. Sú var tíö að hún var illa launub og út- geröarfyrirtæki voru í stökustu vandræöum meö aö manna skipin og margar sögur eru til um að menn hafi verið gripnir ofurölvi og viti sínu fjær á öld- urhúsum aö nóttu til og vaknað úti á rúmsjó sem fullgildir skip- verjar á togara. 1 Með breyttum samningum og hlutaskiptum er sjómannsstarf- iö orðið svo vel launað, aö sleg- ist er um hvert pláss sem losnar, og skipstjórar geta alltaf tryggt sér úrvalsmannskap, sem hefur keðjuverkandi áhrif til góðs fyr- ir útgerðina. Á sama hátt birtist launamunurinn meöal áhafnar- innar. Skipstjórinn hefur tvöfalt á við hásetann og þar á milli koma stýrimenn, vélstjórar og kokkur. Langskólanám er launaaukandi Langskólagengiö fólk hefur til þessa getaö átt von á að fá hærri laun fyrir vinnu sína en þeir sem fara út á vinnumarkað eftir grunnskólapróf. Þaö er sá hvati sem rekur það til aö mennta sig til ákveöinna sérhæfbra starfa og taka til þess lán, sem oft nema 4-5 milljónum eftir 4-6 ára nám. Niðurstöbur kjara- rannsókna sýria að margar starfsstéttir meö langskólanám að baki hafi miklu hærra kaup en ómenntað verkafólk, jafnvel þó opinberir starfsmenn séu. Má þar nefna til sögunnar lækna af öllum gerðum. Ríkis- stjórnir síðustu áratuga eru þó búnar að eyöileggja launataxta- kerfið, því nú fá þeir hærra launuðu laun fyrir næstum hvert handtak, auk heföbund- inna taxtalauna, sem eru aðeins í kringum 80 þúsund á mánuði. Þessvegna talar Sighvatur núna um að læknar skammti sér sín laun sjálfir í baráttu sinni fyrir tilvísanakerfinu Stjórnun er vel launuð Vinnumarkaðurinn metur stjórnun vel til launa. Dæmið um skipstjórann sýnir það og hægt er að finna mörg dæmi um margfalt hærri laun stjórnenda í fyrirtækjum heldur en óbreyttra starfsmanna (bankar, Eimskip, Flugleiðir o.s.frv.). Öll verk- stjórn þar sem fólk ber mikla á- byrgð er líka miklu betur launuð en almenn störf. Landsstjórn er til fárra fiska metin Laun alþingismanna og ráb- herra hafa alla tíð verið fremur lág. Á síðustu öld og langt fram ,,... langskólagengnir kennarar, sem allir gegna ábyrgðarmiklum stjómun- arstörfum oggeta haft gríðarlega jákvœð áhrifá möguleika einstaklinga og þjóðarinnar allrar, eiga að vera mjög ofarlega í launastiganum." á þessa var þingtíminn svo stutt- ur að litiö var á starfið líkt og nefndastörf nútímans, einhver málamyndagreiðsla kom fyrir til að mæta útlögðum kostnaði. Þegar sá tími kom, fyrir nokkrum áratugum, að líta mátti á starf alþingismanns sem fullt starf og greiöa ætti laun í VETTVANGUR samræmi við það, var talið hæfi- legt að miða við laun mennta- skólakennara, enda voru þau ágæt á þeim tíma í samanburði við aðrar stéttir. Nú er þó svo komiö að menntaskólakennarar eru ab- eins hálfdrættingar á við alþing- ismenn og eru þeir þó ekki sælir af launum sínum, ef tilgangur- inn er að laða að því starfi viturt og ráðagott fólk til að setja þjóð- inni góð lög. Sama má segja um ráðherra. Laun kennara verða ab hækka Margir telja að launamunur eigi ekki að ríkja, allir eigi að hafa jöfn laun án tillits til erfið- is, menntunar, ábyrgðar eða nokkurra annarra þátta. Þessar skoðanir eru þó í reynd í minni- hluta hér á landi, eins og dæmin sanna. Launamunur er mikill hér á landi, þó ekki sé hann á við það sem mest gerist í lönd- um sem gjarnan er miðað við þegar það hentar atvinnurek- endum og ríkisvaldi, svo sem eins og nýleg dæmi um viðmið- un við kauphcekkanir í sam- keppnislöndum sýna. Þá gleymist launaupphæðin, enda vont við- mið fyrir þá. Ef hægt er að ætlast til einhverrar sanngirni af þeim sem eiga að fara meb völdin, rík- isstjórn sem hefur á að skipa hæfustu einstaklingum Alþing- is, en þar eiga aö sitja vitmstu og ráðabestu fulltrúar þjóðarinnar, þá gefur þab augaleið að Iang- skólagengnir kennarar, sem allir gegna ábyrgöarmiklum stjórn- unarstörfum og geta haft gríðar- lega jákvæb áhrif á möguleika einstaklinga og þjóðarinnar allr- ar, eiga að vera mjög ofarlega í launastiganum. Það dugir til dæmis alls ekki að nemendur þeirra fái töluvert hærri laun, jafnvel á námstíma, að ég tali nú ekki um þegar námi er lokið í framhaldsskóla, en sú er raunin í dag. Ómerkilegar upphrópanir um lítið og léttvægt vinnufram- lag, langt sumarfrí og gæslu- í stað menntunarhlutverks og fjandsamleg afstaða verkalýðs- hreyfingar og atvinnurekenda (þar ná fjandvinirnir vel sam- an!) mega ekki glepja lands- stjórninni sýn í atkvæbaveiðum dagsins í dag. Vandi morgun- dagsins verður þá því stærri, sem lengur er neitað að horfast í augu við hann. Höfundur er skólameistari vib Fram- haldsskólann á Húsavík. Hátíðleg þögn á þingi Þegar þetta er skrifab, er libin rúm vika frá upphafi kennara- verkfalls og sér ekki enn fyrir endann á því. Athygli vakti, ab í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í síðustu viku sá enginn ræðu- manna ástæðu til aö minnast einu aukateknu orbi á þetta bagalega ástand. Hátt > fimmþús- und kennarar taka þátt í verWall-' inu og sextíuþúsund nemendur eru frá námi af þeim sökum. En þetta nægir ekki til ab Austur- vallarbændur vakni af sínum væra Þyrnirósarsvefni. Hvað veldur svo þungum dróma? Vafalaust er ekki til nein ein- hlít skýring á því, fremur en svo mörgu öðru. Þó hygg ég, að í þessu sambandi sé ástæða til að staldra við eitt atriði öbrum fremur. Okkur íslendingum hættir til að telja það eitt til verðmæta, sem hægt er að meta til fjár, hér og nú. Slíkur hugsunarháttur er svo sem ekkert einsdæmi. Þvgrt á móti er hann fylgifiskur allra frumstæbra þjóba. Mörgum okk- ar er að vísu ljóst að mikilvægi menntunar fer vaxandi, sérstak- lega ef við viljum koma í veg fyr- ir að lífskjör okkar versni enn frekar en orðiö er. í þeim efnum höfum við nú þegar dregist svo langt aftur úr nágrannaþjóðum okkar, að mörgum stendur stuggur af. En menntun er tímafrek og krefst mikils skipulags og sam- hæfingar ólíkra þjóðlífsþátta. Og þar stendur hníhirinn í kúnni. Öll langtímaskipulagning hef- ur alltaf verið okkur íslendingum um megn. í stað þess ab skipu- leggja sjávarútveginn, sáldruð- um við togurum á hvert krummaskuð, uns nú er svo komið ab varla fæst bein úr sjó. Ekki var hægt að samhæfa land- búnaðinn breyttum markaði. Þess í stað vom bændur gerðir að opinberum starfsmönnum. Iðn- aðinum var ekki gert kleift ab keppa viö innflutning. Og þann- ig mætti lengi telja. Samt höldum vib áfram strögl- inu, eins og ekkert hafi í skorist. Það er því ofmat að segja, ab vib lifum fyrir líðandi stund. í raun SPJALL PjETUR HAFSTEIN LÁRUSSON lifum við fyrir liðna stund! Við högum okkur Jíkast því sem enn sé nægur fiskur í sjón- um og vandalaust sé aö hagnast á viðskiptum við þjóöir, sem fyr- ir alla muni verði að tapa á við- skiptum vib okkur. Og við telj- um jafnvel að viðskiptaþjóðir okkar séu alveg til í ab tapa á samskiptum við okkur, vegna þess að hér sé svo heilnæmt loftslag. Ég er ekki að grínast. Þetta með ferska loftið og þrá út- lendinga til aö tapa peningum sínum til okkar út á margnefnt loft, er nokkub sem ég hef oft heyrt á tali fólks og meira ab segja lesið í blöðum. Ég kalla þetta markaðssetningu á vak- úmi. . Sannleikurinn er auðvitað sá, að ef tryggja á mannsæmandi lífsafkomu á íslandi, verðum við að draga úr efnahagslegu mikil- vægi frumstæbra atvinnugreina eins og fiskveiða og landbúnaðar og innflutningi á varningi, sem viö getum sjálf framleitt. Þar með er ekki sagt, aö við eigum að kæfa þessa atvinnuvegi. Við þurfum einfaldlega að stokka spilin upp á nýtt, því vib sitjum ekki lengur ein úti í ball- arhafi og leggjum kabal. Nauðug viljug emm við orbin ab þátttak- endum í því alþjóblega bridds- móti sem kallast heimsviðskipti. Ef við ætlum okkur ekki að hafna í neðsta sæti á mótinu, þá verðum við m.a. að auka veg menntunar, raunar ekki síður verklegrar en bóklegrar, þótt best sé vitanlega að þab fari saman. Alltjent höfum við ekki efni á hátíðlegri þögn á þingi, þar sem lamað menntakerfi telst handan þess sem um þurfi að ræða. FOSTUDAGS- PISTILL ÚR DAVÍÐ í GOLÍAT Fyrir um fimmtán árum bauð borg- arfulltrúinn Davíb Oddsson sig fram til varaformanns á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins og keppti um sætið við enga smákarla: Dr. Gunnar heit- inn Thoroddsen, ríkjandi varafor- mann, og Matthías Bjarnason al- þingismann. Dr. Gunnar hélt velli og Matthías varð annar, en Davíð þriöji. Þá brá Davíð Oddsson á glens og sagði fleyg orð úr pontu: „Það sigrar enginn Davíð tvo Golíata sama dag- inn!" Síðan hefur mikiö vatn til sjávar runnið og Davíð Oddsson hitt marg- an naglann á höfuðib. Varð leiötogi sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur og seinna borgarstjóri. Sló á létta strengi. Varaformaöur Sjallans og seinna formabur. Hrókur alls fagnaðar. Loks skilaði atburðarás- in karlinum inn á Alþingi og upp í stól forsætisrábherra. Þar saup hann marga fjöruna og gamanið tók ab kárna. Síðan hafa skipst á skin og skúrir á ferli ráöherrans. í dag er að rofa til. Síðustu misseri hafa oröið umskipti á Davíb Odds- syni og elstu menn muna ekki önnur eins stakkaskipti. Gelgjuskeið er á enda runnið. Ráðherrann hefur gengib í pólitískar mútur og er nú orðinn annar maður. Klæðir sig eftir litrófi heimsborganna og kembir jafnvel hærurnar. Formaður Sjallans er orbinn stálpabur og langt um ald- ur fram. Að undanförnu hefur hon- um gengið allt íhaginn: Á ögurstundu birtist Davíð Odds- son í Karphúsinu og kjarasamningar á vinnumarkaði voru í höfn. Um óttubil kallabi rábherrann til sín kennara og samdægurs varð grunn- skólafrumvarp að lögum. Á krossgöt- um Norburlanda gekk rábherrann fram fyrir skjöldu og norrænu sam- starfi var borgib. í næstu viku tekur Davíð Oddsson vafalaust til sinna rába og kennsla hefst aftur í skólum. Forsætisrábherrann er því manna lík- legastur til ab lyfta einu Grettistaki í hverri viku fram ab kosningum og jafnvel vinna önnur smærri krafta- verk á milli mála. Engum blöbum er um þab ab fletta að Davíb Oddsson er ab ná aft- ur vopnum sínum og heimta aftur fornaldar frægb. Strákapör á borb vib Rábhús og Perlur heyra nú sög- unni til og framvegis verða sam- ferbamenn vafalaust spurbir álits í hvert skipti sem rábherrann stefnir tjörnum landsins í voða. Og ekki er ennþá öllu til skila haldið: Ugluspeglar í þingflokki Sjallans eru að renna sitt skeið á enda í þing- sölum: Matthías Bjarnason heldur kvótalaus vestur á firði og Pálmi jónsson snautar hundlaus heim ab Akri. Eyjólfur Konráb sest í helgan stein í Brekkugerði og Ingi Björn er aftur kominn á takkaskóna úti á Vals- velli. Eggert Haukdal er lagstur í vík- ing austan Rangár og vonandi verb- ur Árni johnsen veðurtepptur í Eyj- um fram á sumar. Andstæðingar íhaldsins skyldu því ganga hægt um gleðinnar dyr í vor. Engin máttarvöld eru öflugri en stálpabur formabur í Sjálfstæbis- flokki. Kjörfylgi flokksins er því sýnd en ekki gefin gæs fyrir pólitíska lukkuriddara. Háða jafnt sem óháða og vinstrimenn jafnt og hægrimenn. í Reykjavík eba Brussel. Á Bergþórs- hvoli eba Hlíðarenda við Öskjuhlíð. Jafnvel Björn Bjarnason sjálfur þarf ab bíða um hríð eftirformannssætinu sínu í Sjálfstæbisflokknum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.