Tíminn - 11.03.1995, Qupperneq 4
4
Laugardagur 11. mars 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugeró/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf.
Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö ílausasölu 150 kr. m/vsk.
Krafa um
ööruvísi stjórn
Skoðanakannanir vegna komandi alþingiskosninga birtast
nú ótt og títt og er misjafnlega til þeirra vandað. Hins veg-
ar eru meginlínurnar nokkuð svipaðar og að sumu leyti
skýrar. Svo er til að mynda í afstöðu til ríkisstjórnarinnar.
Spurningum um það efni er undantekningalaust svarað á
þann veg að drjúgur meirihluti er á móti henni og af sjálfu
leiðir að fáir vilja styðja hana til áframhaldandi setu.
Þetta er þeim mun einkennilegra fyrir þá sök að saman-
lagöir fylgjendur stjórnarflokkanna eru mun fleiri en þeir
sem styðja samstarfið. Ríflega helmingur þeirra, sem segj-
ast styðja Sjálfstæöisflokkinn, eru á móti áframhaldandi
samstarfi vib Alþýðuflokkinn eftir kosningar. Þetta kom
skilmerkilega fram í könnun sem birt var fyrir nokkru.
Hins vegar voru mun fleiri kratar fylgjandi samvinnu við
íhaldið, og er þá átt við hlutfall þeirra sem svöruðu og
kváöust ætla að kjósa Alþýðuflokkinn.
Sé litið yfir.þær kannanir í heild, sem birtar hafa verið,
er mjótt á munum hvort stjórnarflokkarnir fá meirihluta í
kosningunum til áframhaldandi samstarfs. Samkvæmt
sumum könnunum ná þeir nægu fylgi til að framlengja
Viðeyjargjörninginn, en í öðrum ekki. En meirihlutinn er
ávallt mjög naumur.
En út úr öllu þessu má lesa að kjósendur kæra sig ekki
um áframhaldandi stjórnarsamvinnu Sjálfstæðisflokks og
Alþýðuflokks, án þess þó að í ljós komi hvaða aðra kosti
þeir muni kjósa. Svo virðist sem vinstri stjórn eigi erfitt
uppdráttar nema með þátttöku Alþýðuflokks, og þaö er
kostur sem kjósendur sýnast ekki ýkja hrifnir af, sé mið.
tekið af svörum í skoðanakönnunum.
Eins og andúbin á ríkisstjórninni, gengur eins og rauður
þráður gegnum allar skoðanakannanir að Kvennalistinn er
á leið út úr íslenskri pólitík. Hvort fylgið dugir til að koma
einni til þremur konum á þing, skiptir ekki öllu máli. Tími
Kvennalistans er liðinn. Tími Jóhönnu Sigurðardóttur er
aftur á móti kominn og mun hún deila jafnaðarstefnunni
með öðrum krötum næsta kjörtímabil, hvað sem það ann-
ars kann að bera í skauti sér.
Samkvæmt margendurtekinni reynslu fær Sjálfstæbis-
flokkurinn ávallt mun meira fylgi í skoðanakönnunum en
í kosningum. Því er lítt marktækt þótt hann hangi í kosn-
ingafylginu í könnunum. Það þýðir að fylgið reytist af
flokknum á kjörtímabilinu.
Hins vegar er reynslan sú, að Framsóknarflokkurinn fær
ávallt meira fylgi í kosningum en könnunum. Því geta
fylgjendur hans veriö fullvissir um að flokkurinn mun
bæta við sig í kosningum, því yfirleitt er hann mjög nærri
eða yfir kosningafylgi sínu frá 1991.
Að því er að gætaf, aö á milli 30-40 af hundraði þeirra,
sem lenda í úrtaki kannananna, svara ekki eða láta ekki
hug sinn uppi. Sá hundraðshluti kann ab ákvarða hvernig
landinu veröur stjórnað næstu fjögur árin. En sé haft í
huga að mikill meirihluti er á móti því að samstjórn íhalds
og krata haldi velli aö kosningum loknum, er eölilegt að
álykta að kjósendur varist að greiða núverandi stjórnar-
flokkum atkvæði.
Skylt er að taka fram að skoöanakannanir eru ekki kosn-
ingar, en enginn neitar því ab þær eru marktækar til að sjá
hug kjósenda fyrir. í þeim fjölmörgu skoðanakönnunum,
sem birtar hafa verið, ber allt að sama brunni: kjósendum
finnst áframhaldandi stjórnarsamvinna Alþýðuflokks og
Sjálfstæbisflokks ógebfelld.
Krafan er sú að mynduð verði öðru vísi ríkisstjórn ab
kosningum loknum, en það er undir kjósendum sjálfum
komið hvernig hún verður saman sett.
Birgir Guömundsson:
Stjórnmála-
skemmtikrafturinn
vitandi uppspuni. Þegar títt-
nefnd frétt um framboö
Þjóðvaka i Reykjavík var
unnin, var Mörður
Árnason einn þeirra
sem blaðamaðurinn
ræddi viö, og Meröi
var og er fullkunn-
ugt um það af öðr-
um vettvangi að
þessi tiltekni blaöa-
maður er flokksbund-
inn sjálfstæöismaður.
Möröur er að því leyti
óheppinn meö blaða-
mann! Tíminn er vissu-
lega, samkvæmt skilgreind-
um samningi um útgáfuna,
tengdur Framsóknarflokknum,
enda þingmaöur flokksins rit-
stjóri. Það er síöur en svo feimnis-
mál. Tíminn býr hins vegar ekki til
fréttir sem henta Framsóknar-
flokknum, og því síöur hag-
ræðir blaöiö stað-
reyndum í fréttum
sínum. Raunar
hefur blaðið
lagt rækt við
að segja
áreiðanleg-
ar fréttir og
umfram
allt rétt-
ar frétt-
Skipan framboðslista stjórnmála-
flokkanna fyrir kosningarnar í vor
hefur verið fréttaefni í fjölmiðlum
að undanförnu. Eöli málsins sam-
kvæmt er þaö síöur fréttnæmt, ef
skipan þessara lista gengur
snurðulaust fyrir sig en ef ágrein-
ingur og deilur rísa vegna skipan-
arinnar. Þannig fór talsvert rúm í
. aö greina frá prófkjöri sjálfstæðis-
manna í Reykjavík fyrir áramót,
deilurnar sem risu vegna annars
sætis á lista Framsóknar í höfuö-
borginni vöktu athygli, sem og
það hvemig Alþýöubandalagið
skipaði á sinn lista í höfuðborg-
inni og þær tilfæringar sem uröu í
kringum það mál allt saman.
Miklu, miklu fleiri dæmi mætti
nefna um fréttir af listauppstill-
ingum og m.a. hefur Þjóbvaki Jó-
hönnu Sigurðardóttur komiö þar
við sögu, enda fréttnæmt að fylgj-
ast meb framgangi framboðsmála
þessa nýja framboðs. Þar hafa deil-
ur sett mark sitt á umræbuna og á
ýmsu hefur gengið. í raun má
segja aö þar hafi ágreiningur síst
veriö minni og jafnvel meiri við aö
stilla upp á lista en hjá gömlu
flokkunum.
í Reykjavík var nokkur titringur
við uppstillinguna á Þjóðvakalist-
ann, en þar kom Ásta R. Jóhannes-
dóttir inn í annað sætið nokkub
óvænt, því almennt hafbi verið
búist vib aö Sólveig Ólafsdóttir
myndi verða þar. Tíminn greindi
frá þessu í frétt, ásamt því aö skipt-
ar skoöanir væru um þessi málalok
innan Þjóövaka í Reykjavík, nokk-
uð sem er ekki ósvipab því sem
blaöið hefur gert, ef sambærileg
tilvik hafa komiö upp varðandi
framboðsmál annarra flokka.
Nú, hins vegar, bregöur svo við
að írambjóðandinn í þriðja sæti á
lista Þjóðvaka í Reykjavík, Möröur
Árnason, bregst ókvæöa við þegar
hann er spurður um þessa
óánægju af öðrum fjölmiblum.
Hann gefur út yfirlýsingar um aö
menn geti ekki tekið alvarlega
fréttir úr Tímanum, vegna þess að
það blaö sé skrifað á einhverri
„flokksskrifstofu úti í bæ". í DV
talaði Mörður um græn flokksgler-
augu og í „Þriöja manninum" á
Rás 2 um síöustu helgi hélt hann
áfram þessum ónotum um áreið-
anleika frétta Tímans. Meðal þess,
sem Möröur gaf í skyn, var aö
hvatirnar að baki fréttaskrifum
blaösins væru að þar væru menn
að hefna sín á Ástu Ragnheiði fyr-
ir að hafa hætt í Framsókn.
Þessi geðvonska Marðar bendir
eindregiö til þess aö ágreiningur-
inn vegna framboðsmálanna hafi
veriö sárari en Tímafréttin gaf til-
efni til að ætla, ef eitthvaö er. Og í
sjálfu sér er ekki ástæöa til að gera
geövonskufjasi af þessu tagi of
hátt undir höfbi meö því að tala
sérstaklega um það, allra síst ef
viðkomandi frambjóöandi er fyrst
og fremst frægur sem skemmti-
kraftur, pólitískur „trúöur" Al-
þýöubandalagsins á svipaðan hátt
og Hannes Hólmsteinn er pólitísk-
ur „trúður" Sjálfstæðisflokksins.
Og þó.
Gegn betri vitund
Sannleikurinn í þessu máli er
nefnilega sá, aö öll ræbuhöld
Marðar um aö fólk skuli ekki taka
alvarlega fréttir í Tímanum, vegna
þess að blaðiö sé skrifað á flokks-
kontórum úti í bæ og af einhverj-
um annarlegum hvötum, eru vís-
ir. Eina
pólitíkin, sem kemst inn í fréttir
blabsins, felst í ákvörðuninni um
þab af hvaða málefnum viö segj-
um fréttir. Launafólk og málefni
félagshyggjumanna eru meðal
þess sem Tíminn telur fréttnæmt,
auk aö sjálfsögöu allar almennar
fréttir.
Mörður var um skeib ritstjóri
Þjóöviljans sáluga og hugmyndir
hans um blaðamennsku eru e.t.v.
litaðar af þeirri reynslu. Yfirlýsing-
ar hans og viöbrögð hins vegar
geta ékki stafað af því að hann hafi
í raun og veru haldib að fréttin um
Þjóðvaka hafi „oröið til úti í bæ"
og af annarlegum hvötum. Þvert á
móti kýs hann að gera lítiö úr
heiðarlega unnum fréttum Tím-
ans, til að eiga auöveldara með að
svara einhverjum spurningum um
framboðsmál flokks síns. Hann
beitir mjög ódýru og í raun auð-
virðilegu bragði, sem meðal-
mennsku-stjórnmálamenn hafa
oft gert á undan honum, ef fréttir
birtast um eitthvaö sem þeim
finnst óþægilegt: hann skammar
fjölmiðilinn fyrir óvönduö vinnu-
brögð. í þessu tilfelli er þab meira
að segja gert gegn betri vitund!
Frambjóðandi
sibbótar?!
Möröur Árnason er í framboöi í
alþingiskosningum fyrir Þjóðvaka,
flokk sem kennir sig jöfnum
höndum vib siðbót og félags-
hyggju. í rauninni er það spaugi-
legt, í ljósi þess hvernig maðurinn
lætur. Felst kannski siðbót Þjóð-
vaka í því að hagræða hlutum
þannig að þeir líti sem best út fyrir
flokkinn? Er þaö félagshyggja að
þagga niður með öllum tiltækum
ráðum umræðu og ágreining um
framboðsmál?
Gebvonska Marðar í garð Tím-
ans ber ekki vott um að málflutn-
ingurinn almennt sé vandaöur eða
heiðarlegur. Siðbótarframbjóðandi
Þjóðvaka getur svo sem hellt sér út
í kosningabaráttuna meö því aö
hreyta ónotum í blaðamenn og
gera sjálfan sig breiöan með þyí aö
gera lítiö úr þeirra störfum. Enda
dæmir hann sig einfaldlega sjálfur
úr leik meö því. Hitt er þó kannski
alvarlegra, ab Möröur Árnason,
sem gengur milli fjölmiöla lítils-
virbandi blaðamenn í því skyni að
verða flokki sínum og framboði til
framdráttar, er varaformaöur siða-
nefndar Blabamannafélags ís-
lands. Sem slíkur situr hann í
dómarasæti yfir siöferði og vinnu-
brögöum blaðamannanna, sem
hann er þess á milii að gefa skít í
og varar fólk við aö taka mark á.
Þetta er eiginlega of ömurlegt til
að vera spaugilegt.
í nýju hlutverki
í rauninni er ekkert sem mælir
gegn því, í sjálfu sér, að stjórn-
málamaður sitji jafnframt í siða-
nefnd Blaöamannafélagsins sem
varaformabur. Hins vegar veldur
Mörður miklum vonbrigöum og
bregst gjörsamlega því trausti sem
blaöamenn, m.a. á Tímanum,
hafa þrátt fyrir allt haft á honum.
En vonandi er þessi geðvonska
Marðar einangrað fyrirbæri og
öllum getur orðið fótaskortur, sér-
staklega þegar þeir eru að byrja í
nýju hlutverki og stökkva beint
frá því ab vera pólitískir skemmti-
kraftar með Hannesi Hólmsteini
yfir í að vera alvöru stjórnmála-
menn og frambjóbendur. Hvort
kjósendur kunna að meta Mörð í
hlutverki stjórnmálamannsins
hjá Þjóðvaka á einfaldlega eftir ab
koma í ljós. Hins vegar er ólíklegt
aö blaðamenn taki hátíblega
dómgreind hans, þegar kemur að
störfum hans í siöanefnd blaöa-
manna. ■