Tíminn - 11.03.1995, Qupperneq 5
5
Laugardagur 11. mars 1995
Jón Kristjánsson:
Að vefja
Nú er kominn tími fyrir frambjóöendur til
ab meta árangur síðasta kjörtímabils og
kynna stefnu sína fyrir næstu kosningar.
Ekki síst á þetta viö um þá sem leita eftir
endurnýjuöu umboði kjósenda. „Hvab
hefur oröib okkar starf, höfum vib gengið
til góös, götuna fram eftir veg," eins og
skáldið sagöi foröum.
Atvinnuleysi og peninga-
vandræbi
Þab stendur upp úr eftir síðasta kjör-
tímabil að sex til sjö þúsund manns eru at-
vinnulausir og í einstökum byggöarlögum
fer árstíöabundið atvinnuleysi í tveggja
stafa tölu í prósentum. Þessi staöreynd er
uggvænleg. Ástandið í þessu efni hefur
breyst til hins verra á undraskömmum
tíma. Ég var nýlega að glugga í fjögurra ára
gamalt efni, sem tilheyröi kosningum í
mínu kjördæmi, og líta yfir þær áherslur
sem viö notuðum þá. Þar var getið um at-
vinnumál, en hins vegar var hvergi getið
sérstaklega um baráttu gegn atvinnuleysi.
Takmarkið var að halda fullri atvinnu.
Nú er öldin önnur, enda kemur þab fram
í viðhorfskönnun, sem Gallupstofnunin
gerði í mínu kjördæmi á Austurlandi, að
nær 56% kjósenda nefna atvinnumál í
fyrsta sæti yfir mál sem brýnast sé aö
stjómmálamenn takist á við á næsta kjör-
tímabili. 27% nefna samgöngumál, sem
þó brenna mjög á Austfirðingum. Kjara-
mál koma í þriðja sæti, sjávarútvegsmál í
því fjórða og menntamál í því fimmta.
Fylgifiskur atvinnumálavandans eru
peningavandræði almennings, sem valda
vanskilum í bankakerfinu og ekki síst í
húsnæðiskerfinu.
Ab hætti strútsins
Strúturinn er frægur og föngulegur fugl
fyrir margra hluta sakir. Eitt af einkennum
hans er að stinga höföinu í sandinn, ef
eitthvað óþægilegt hendir. Þessi árátta er
Tímamynd GS
handklæbi um höfuðib
svipub eins og henti manninn, sem var í
baði og gleymdi að loka aö sér og allt í einu
birtist ókunnug kona. í fátinu, sem á hann
kom, vafði hann handklæðinu um höfub-
ið á sér.
Talsmenn stjórnarflokkanna virbast vera
í svipubum stellingum um þessar mundir.
Það heyrist gjarnan í umræðum um at-
vinnumál að atvinnuleysi hérlendis ætti
eiginlega ab vera meira og ASÍ hafi ein-
hverntíma spáb 25% atvinnuleysi hér-
lendis. Þar aö auki sé atvinnuleysi lífsstíll,
og peningavandræði og vanskil séu vegna
þess ab fólk lifi um efni fram. Reyndar
heyrði ég alla leið austur á land lesnar upp
úr Alþýðublaðinu í Rík- _____________
isútvarpinu staðhæfing-
ar um að þetta með van-
skilin væri tóm vitleysa.
Þetta væru allt saman
gamlar skuldir.
Staðreyndirnar stang-
ast hins vegar á við þessa
óskhyggju. Þess vegna er
áríbandi að breyta um
stjórnarstefnu og koma
mönnum til valda, sem hafa einhverja
hugmynd um þab sem er ab gerast í þjóð-
félaginu.
Vöxtur þjóöartekna
Ein af þeim staðreyndum, sem fyrir
liggja eftir kjörtímabilið, er sú að ríkis-
sjóbshallinn nálgast 40 milljarba á tíma-
bilinu. Ljóst er ab sú leið, ab eyða þessum
halla með skattahækkunum, er ekki fær.
Eina leibin til þess að ráða við hann er að
auka þjóðartekjurnar og ná árangri í bar-
áttunni við atvinnuleysið, sem er óhemju
dýrt fyrir ríkissjóð bæði í beinum útgjöld-
um og í tekjumissi.
Aukning þjóðartekna er hér minni en í
nágrannalöndunum. 3% aukning þjóðar-
tekna á ári, eins og þar gerist, mundi skipta
sköpum, bæði fyrir atvinnustig og afkomu
ríkissjóðs. Slík aukning ætti að vera höfub-
markmið stjórnmálamanna, sem ætla sér
að ráöa málum eftir kosningar.
Það er ekkert aubvelt að ná þessum
markmiðum, og það er ekki von að það
gerist meðan menn sitja við stjórnvölinn
sem neita að taka mið af staðreyndum og
ríghalda í kenningar um að atvinnulífið
geti gengib, hvaö sem yfir dynji, og þeir
hæfustu lifi og hinir fari á hausinn. Biess-
un gjaldþrotaleiðarinnar var lengi vel aðal-
leiðarljós stjórnvalda.
Nýsköpun
Ég er manna fyrstur til þess að viður-
kenna það, að veiðitak-
markanir í sjávarútvegi
og framleibslutakmark-
anir í landbúnaði gera
erfitt fyrir að skapa fleiri
störf í þessum greinum.
Þó held ég því hiklaust
fram að, hvorug þessara
atvinnugreina sé komin
að endimörkum vaxtar-
ins. Þab liggja miklir
möguleikar í aukinni fullvinnslu í sjávar-
útvegi og þrátt fyrir mikla erfibleika í land-
búnaði er leitað þar að nýjum leiðum.
Hins vegar þarf ríkisvaidið að veita öflugan
bakstuðning við þessa viðleitni.
Þrátt fyrir þetta er ljóst ab þetta stendur
ekki eitt undir því að skapa þau 12000
störf, sem þarf til aldamóta til þess að
vinna á atvinnuleysinu og taka við nýju
fólki á vinnumarkaðinn. Veruleg nýsköp-
un í annarri starfsemi þarf að koma til.
Undanfarin ár hafa þjónustugreinar tekið
vib stórum hópi fólks, ekki síst opinber
þjónusta. Það verður tæplega framhald á
þeirri aukningu.
A& gera hugmynd
aö veruleika
Það er kostnaðarsamt að gera góöa hug-
mynd ab veruleika og fjármagn til þess
Menn
°9
málefni
liggur ekki á lausu. Þaö er einnig flókib
verkefni að stofna og reka fyrirtæki. Það er
undantekning að ungt og hugmyndaríkt
fólk sé með fullar hendur fjár. Það er held-
ur ekki víst ab það liggi opið fyrir slíku
fólki aö reka fyrirtæki. Hér þarf að koma til
ráðgjöf og stofnanir sem hafa heimildir til
þess að veita fé til þess ab styrkja góöar
hugmyndir og til hlutafjárkaupa. Við
framsóknarmenn höfum sett fram ákveðn-
ar tillögur um að breyta Byggðastofnun í
þróunarstofnun sem hafi þessi verkefni, og
hafi einnig það verkefni að tengja saman
störf atvinnuþróunarfélaga víða um land.
Aðalhlutverk stofnunarinnar á að vera að
berjast við vanda í atvinnumálum með því
að þróa nýjar atvinnugreinar og veita ráð-
gjöf og leiðbeiningar við stofnun og rekst-
ur nýrra fyrirtækja. Það á ekki að skipta
máli hvar þessi vandi er, gegn honum
verður ab ráðast.
Sjálfumgleöi ér
hættuleg
Stjórnarflokkarnir hafa nú ákveðiö að
ganga til kosninga sjálfumglaðir og hæla
sér af stöðugleika, sem aö hluta til byggir á
samdrætti og atvinnuleysi, og jákvæðum
efnahagsstærðum sem byggja á því aö
þrátt fyrir allt er sjávarútvegurinn svo öfl-
ugur að framleibsla í greininni og útflutn-
ingsverömæti hefur vaxið þrátt fyrir afla-
samdrátt í verbmætustu tegundinni. Þetta
er firring og andvaraleysi og það er ekki
hægt að afgreiöa hin alvarlegu skulda-
vandamál einstaklinganna í landinu með
því að þab sé lífsstíll. Stjórnmálamenn eiga
aö hafa þann metnað að reyna að rífa
þjóðfélagið upp úr þessu fari. Það er erfitt,
en það skal takast.
Hins vegar virðast ráðherrar ríkisstjórn-
arinnar kjósa ab vefja handklæbinu um
höfuð sér, þegar kosningar nálgast, og
standa strípaðir frammi fyrir kjósendum.