Tíminn - 11.03.1995, Qupperneq 10

Tíminn - 11.03.1995, Qupperneq 10
10 VíNtitm Laugardagur 11. mars 1995 Ný orbabók frá Orbabók Háskólans Út er komib hjá Or&abók Há- skólans þribja bindib í ritröb- inni Orðfrcedirit fyrri alda. Er þar um ab ræba latnesk-íslenska orbabók, Nucleus latinitatis, sem Jón biskup Árnason vann ab og lét prenta í Kaupmanna- höfn árib 1738. Flettiorbin eru rúmlega 19 þús- und og var bókin upphaflega ætl- uð til nota viö latínukennslu í Skálholtsskóla. Hún átti ab nýtast jafnt vib klassíska texta og ís- lenska miöaldatexta sem skrifaðir voru á latínu. Þrátt fyrir háan ald- ur kemur oröabókin að góöu gagni við latínukennslu jafnt í framhaldsskólum sem í háskóla. Fyrirmynd bókarinnar er sam- nefnd latnesk-dönsk orðabók eftir Hans Gram, prófessor í Kaup- mannahöfn, sem gefin var út snemma á 18. öld. íslenska frumútgáfan er 2090 dálkar í fremur litlu broti. Megin- flettiorð voru sett upp með há- stöfum, en innan hverrar flettu var afleiddum orðum rabaö í staf- rófsröð. Til að auðvelda notend- um aðgang aö latínunni er aftar í nýju bókinni skrá yfir flettiorðin í stafrófsröð (alls 19.632). Nucleus latinitatis er afar merk heimild um íslenska tungu á fyrri hluta 18. aldar og sýnir góðan þverskurb af málinu á þeim tíma. Hún hefur því mikið gildi fyrir sögu íslensks orðaforöa og er ómissandi þeim sem vilja fræöast um hana. Aftan við orðabókar- textann er nú prentuð skrá um flest íslensk orð sem koma fyrir í textanum (alls 17.777). í formála þessarar nýju útgáfu er sagt frá ævi höfundar og störf- Fréttir af bókum um hans að fræðslu- og útgáfu- málum. Þá er fjallað um oröabók- artextann og einkenni hans og að lokum um tilhögun útgáfunnar. Niicleus latinitatis er 701 blað- síba. Guðrún Kvaran, forstöðu- maður Orðabókar Háskólans, og Friðrik Magnússon sérfræðingur önnuðust útgáfuna. í sömu röö hafa áöur komiö út: Orðabók sem inniheldur flest fágœt, framandi og vandskilin orð er verða fyrir í dönskum bókutn eftir Gunn- laug Oddsson (1991) og Orðabók íslensk- latnesk-dönsk eftir Björn Halldórsson (1992). Hið íslenska bókmenntafélag, Síöumúla 21, sér um sölu og dreif- ingu bókanna. ■ Titilsíba frumútgáfu. i m NUCLEUS tATINlTATIS, Qyö ileræq; Romani fermonis /occs, cx claíTicis Auckoribus aureæ rgenteæq; attatis, ordine Bcywoiogico adduébe, & Interpretatione vernacuU expofitæ comprehen- duntur, In ufum Scholæ Schalholtinæ, HAFNIÆ. Ex Reg. Majeft. & Univerfit. Typographéo, Anno MDCCXXXVHJ. Nibursetningar nútímans Tveir borgarfulltrúar Sjálfstæöis- flokksins skrifa greinar í Morgun- blaðið 28. febrúar s.l. Tilefnið er aö þeir vilja fjandskapast við styrkþega Félagsmálastofnunar og koma höggi á Svía fyrir vel- ferðarkerfiö. Þetta eru þau Guö- rún Zoéga og Gunnar Jóhann Birgisson. Ég vil hvetja alla til ab lesa þessar greinar. Ef þeir eiga ekki fyrir blabinu, er hægt að fá þaö lánaö á Borgarbókasafninu. Þau telja að nú borgi sig ekki fyrir „stóran hluta Reykvíkinga" LESENDUR að vinna. Ekki eru þá kjörin beis- in sem atvinnurekendur bjóða upp á. Sannleikurinn er, aö mikill fjöldi íslendinga, sem eru styrk- þegar, hafa á undanförnum ára- tuguni flúiö land og þá aðallega til Danmerkur, en einnig nokkuð til Svíþjóðar þar sem þeir hafa get- að framfleytt sér betur en á ís- landi. Þeir hafa flúið stjórnarfar sjálfstæöismanna. Einn af forystumönnum sjálf- stæðismanna var kallaður „vinur litla mannsins". Hann sagði sjálf- ur að þeir hefðu hrakið sig í út- legö til Frakklands. Meðferð íslendinga á niður- setningum var löngum víðfræg og stundum var ekki gott við að gera, en nú eru komnir aðrir tím- ar. En auðvitað verða alltaf ein- hverjir sem vilja láta skrúfa löpp- ina af Beinteini í Króknum. J.M.G. GEISLADISKAR Ný plata frá Skífunni: Party Zone '94 Skífan hf. hefur gefið út nýja geislaplötu, sem inniheldur 13 af betri lögum útvarpsþáttarins Party Zone á síðasta ári. Útvarps- þátturinn Party Zone hefur átt miklum vinsældum að fagna hjá skemmtanafíklum og unnendum danstónlistar. Hann er á dagskrá X-ins á laugardagskvöldum og í umsjón Helga Más Bjarnasonar og Kristjáns Helga Stefánssonar. Tveir af bestu plötusnúöum landsins settu „diskinn" saman í 75 mínútna stanslausa tónlistar- veislu. Það voru þeir DJ Margeir og DJ Grétar úr SCOPE sem hljób- blönduðu „diskinn" með tveimur SL-1200 Technics Vinyl- spilur- um, sem skapa það andrúmsloft sem plötusnúðar vinna við á skemmtistöðum borgarinnar. Á Party Zone '94 er þverskurbur af heitustu lögum PZ á árinu 1994: Klúbb-tónlist eins og hún gerist best. Meðal laganna er topplag árslista Party Zone, Throw meö Paperclip People, sem geröi allt vitlaust í heitustu klúbbum Evrópu og Bandaríkjanna. Einnig er nýtt „mix" af laginu In the Arms ofLove með Scope. Flytjendur: Sagat, Jamiroquai, South Street Players, D-Mob, Hea- drush, S.U.A.D. (Jay-Dee), Trans- global Underground, River Oce- an, Paperclip People, Scope, Fire Island, Aphrohead, Phuturescope (DJ Pierre). ■ Bridqe UMSJÓN: BJÖRN ÞORLÁKSSON - Undankeppni íslandsmótsins í sveitakeppni um nœstu helgi: Búib að draga í riöla Undankeppni Islandsmóts- ins í sveitakeppni fer fram um næstu helgi og taka 40 sveitir þátt. Búið er aö draga í riðlana en tvær sveitir fara upp úr hverjum riðli í lokakeppnina sem fram fer í Dymbilvikunni skv. hefð. Þannig drógust sveit- irnar saman: A-ribill: Tryggingamibstöðin Roche Metró Björn Friðriksson Jón Stefánsson Hermann Tómasson Sparisjóður Mýrarsýslu Júlíus Sigurjónsson B-ribill: Slökkvit.þj. Austurlands Kristinn Kristjánsson Vinir og vandamenn Samvinnuferðir-Landsýn Jón St. Ingólfsson S. Ármann Magnússon Eðvarð Hallgrímsson Óskar Elíasson C-ribill: Landsbankinn, Reyöarfirði Borgey Magnús E. Magnússon Málning hf. íslandsbanki, Selfossi Rúnar Einarsson Landsbréf Herðir D-ribill: Kaupfélag Skagfirðinga Samskipti Dröfn Guðmundsdóttir Stefán Stefánsson VÍB Ormarr Snæbjörnsson Ólafur Lárusson Hallgrímur Rögnvaldsson E-ribill: Kristján Már Gunnarsson Kjötvinnsla Sigurðar Borgfirskir bændur Auðunn Hermannsson Flugleiðir innanlands Ólína Kjartansdóttir Hjólbarðahöllin Ragnar Jónsson Hverjir komast áfram? Það er alltaf gaman að spá fyrir um árangur í íþróttum en það er oft vandasamara í bridge en öðrum íþróttum. í A-riðli er staöan galopin og eiga fjórar til fimm sveitir möguleika á að komast áfram. Sveitir Roche, TR. og Júlíusar eru þó líklegastar. í B-riöli má heita öruggt að sveit Samvinnuferða og S. Ár- manns Magnússonar komist áfram. Landsbréfasveitin er sterk- asta sveit landsins og þykir sjálfskipuð áfram úr C-riðli. Erfiöara er að spá um annað sætib. Umsjónarmaður tippar á Magnús og félaga frá Akur- eyri. Sveit VÍB er nánast trygg í D- riðli en litlu er hægt aö spá um Þessir kappar verba allir í eldlínunni um ncestu helgi í undankeppni Islandsmótsins í sveitakeppni. Þeir eru frá vinstri Abalsteinn Jörgensen, Jón Baldursson, Gubmundur Páll Arnarson, Örn Arnþórsson, Gublaugur R. Jóhannsson, Þorlákur Jónsson og Björn Eysteinsson. annab sætið. Hjólbarðahöllin og Flugleiðir innanlands koma sterklega ,til greina í E-riðli. Kvennalandsliöiö valiö Búið er að velja landslið kvenna í bridge sem fer utan til Algarve, Portúgal til að spila á Evrópumótinu í sveitakeppni 17. júní til 1. júlí í sumar. Kvennalandsliðið er skipað Esther Jakobsdóttur, Valgerði Kristjónsdóttur, Ljósbrá Bald- ursdóttur, Hjördísi Eyþórsdótt- ur, Önnu ívarsdóttur og Gunn- laugu Einarsdóttur. Þetta er sama liö og spilaði fyrir íslands hönd á síöasta Evrópumóti og náði 12. sæti þar. Fyrirliði er Guðmundur Sv. Hermannsson. Landslið opna flokksins er skipab Jóni, Sævari, Jakob, Matthíasi, Guðmundi P. og Þorláki. Karl Sig.hj. er fyrirliði. Hermann og Þröstur unnu afmælismótiö Afmælismót Lárusar Her- mannssonar var haldið í Þönglabakka 1 um síðustu helgi. Hermann Lárusson (son- ur Lárusar) og Þröstur Ingi- marsson sigruðu eftir góðan lokasprett meb 752 stig en aðr- ir urðu Aðalsteinn Jörgensen og Sverrir Áramannsson meö 733 stig. Sigfús Þórðarson og Gunnar Þórbarson höfnubu í þriðja sæti meö 729 stig. Alls tóku 46 pör þátt í mót- inu sem fór hið besta fram og var prúðmannlegt í alla staði. Keppnisstjóri var Ólafur Her- mannsson (einnig sonur Láms- ar),- I seinni lotu afmælismótsins kom þetta spil fyrir: V/AV ♦ ÁD97 V 4 ♦ DGT4 + KD87 A 6543 V ÁKDG8 ♦ 63 * 93 N V A S 4» G V T532 ♦ K98753 * T4 * KT82 V 976 * Á * ÁG652 Sagnir gengu: Vestur Norbur Austu r Subur 1* IV dobl ? Hvab myndi lesandinn segja meb spil suöurs? Það koma nokkrar sagnir til greina en við borðið hitti subur á óskastundina þegar hann lagði nibur handfylli af miöum á borðið, 5 hjörtu. Nú var búiö að stilla vestri upp viö vegg, dobl makkers hafði lofað 4-lit í spaða og 8+ punktum en það var samt engan veginn sjálfgef- ib ab 5 spaöar á 4-4 samleguna myndi vinnast og 6 laufa sögn- ina er nánast vonlaust að finna. Þannig að eftir mikla og kvalafulla umhugsun doblabi vestur til sektar og útilokabi þannig makker sinn frá frekari sögnum. Vestur Norbur Austur Subur 1* IV dobl 5 V dobl pass pass pass Útspilið var tígulás og austur skipti í spaða. Vestur drap með ás og gaf félaga sínum stungu í tígli. Þá kom laufás og meira lauf á kóng vesturs. Hann spil- aði aftur tígli sem sagnhafi trompaöi hátt, tók hjörtun og átti rest. Spilið fór því þrjá nið- ur en 500-kallinn var nánast hreinn botn fyrir AV, þar sem bæði 6 lauf og 6 spabar vinnast á þeirra hendur. Það var þó fremur sjaldgæft ab AV pörin næðu slemmunni en 4 eða 5 spaðar (680) var algengasta skorið. Sögn suðurs er ekki hættu- laus en þar sem hún fannst veröur ekki séð að AV nái að segja slemmuna. Lokastaðan: 1. Hermann Láruss.-Þröstur Ingimarss.752 2. Aöalsteinn Jörgensen-Sverrir Árm.733 3. Sigfús Þóröarson-Gunnar Þóröarson.729 4. Páll Valdimarsson-Ragnar Magnússon ...711 5. -6. Sveinn R. Þorvaldss.-Vignir Haukss. ...710 S.-6. Þórir Leifsson-Óskar Karlsson.710 7. Halldór Svanbergss.-Kristinn Kristinss. ..698 8. Bjöm Þorláksson-Jón Björnsson .672.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.