Tíminn - 11.03.1995, Page 11

Tíminn - 11.03.1995, Page 11
Laugardagur 11. mars 1995 9M*s» 11 Kaupmaöur segir: Bónus er oð stela frá ríkinu. Jóhannes í Bónus: Þetta voru mannleg mistök Kaupmaöur, sem hafði sam- band vib Tímann, segir aö Bónusbúöirnar séu aö svindla undan viröisaukaskatti. Jó- hannes Jónsson kaupmaöur í Bónus sagöi í gær aö hér heföi veriö um aö ræöa mistök í einni Bónusverslun. Ríkiö missti ekki eina krónu. „Ef ég ætlaði aö fara aö stela, þá mundi maöur nú varla láta stuldinn birtast á strimlun- um," sagöi Jóhannes. Kaupmaöurinn sem sendir tvær sölunótur með bréfi til blaðsins, aðra frá 23. janúar og hina frá 6. mars. Á báðum nót- unum kemur fram að Coca Cola í 2 lítra flöskum ber 14% virðis- aukaskatt, en á að vera með 24,5% skatti. „Ef sölunóta-Vífilfells til Bón- us ber 24,5% virðisauka, sem er þá innskattur Bónus hf., en þeir skila 14% VSK sem útskatti, þá fá þeir mismuninn endur- greiddan úr ríkissjóöi," segir kaupmaðurinn. Hann segir að Bónus hafi stát- að af að selja milljón kókflöskur á ári og þyrfti ekki að leggja á nema eina krónu til að ná einn- ar milljón króna hagnaði. Sýnir kaupmaðurinn fram á að ef BcSNUS E:VíiUR BETUR SKúTUUOGUR SÍMI 888033 ‘lCiONr I\m 5J3RNS0. UERP nlLLOGG/5 kOf iK -.300 16 17? 22í.h 8 i-.ok :lt.mppijt!l?.ú5 7 S 6A 2592 ;■ 19 SðKTfiLS 5456 1? ShSTALS 5456 PENINGftR Í456 TIL BfiKfi 0 ÍENNITflLfl : 021144428? V.S .K M VSK VSK fiLLS :: = 14.02 4786 470 Oöl 03 3 8036 12:17: :10 22JftNi 2 GERTfi UERnsnMANBUR-fiB VESIB 'ÆUGKIH flFTUR í SúNUS Eins og sést á þessarí kassakvittun frá Bónus var kaupmaburínn ab kaupa þrjár tveggja lítra kippur af Coca Cola, trúlega fyrir verslun sína, enda verbib lœgra en hann fengi hjá Vífilfelli, framleibanda kóksins. Bónus stundi slík viðskipti sem fyrr er lýst, þá fái verslunin nærri 8 milljónir króna úr vö- sum skattgreiðenda fyrir sölu á kóki á einu ári. „Við erum ekki sáttir við að ein verslun sé að halda niðri vöruverði á þennan hátt, það er á kostnað hins almenna skatt- greiðanda," segir kaupmaður- inn, en hann vill ekki láta nafns síns getið „vegna ótta við að komast í ónáö hjá Bónus- verslunum," eins og hann orðar það. „Þetta var bara í Skútuvogs- búðinni sem þessi mistök urðu, en tölvan reiknaði eftir sem áö- ur 24,5% VASK á vöruna. Þetta voru mannleg mistök. Ef ég ætl- aði að stunda svona nokkuð, sem er fjarri mér, þá mundi ég ekki setja þetta á strimlana," sagði Jóhannes Jónsson íiBónus ígær. „Þessi kaupmaður virðist hafa mikla þörf fyrir að versla hér. Kaupmenn sækja mikið hingað til okkar og eru stórir kúnnar. Þar sem kaupmennirnir versla, þar ætti neytendum að vera óhætt," sagði Jóhannes Jónsson að lokum. „Strandir og Norðurland vestra, norb austan sjö, snjókoma, frost fjögur stig" Frá Einari Ólafssyni, Drangsnesi. Það má heita að íbúar hér á Ströndum þori vart að hlusta á veðurfréttir lengur og fá jafnvel „grænar bólur" ef þeir sjá veður- fræöing í sjónvarpinu. Þó gerðust þau undur og stór- merki í morgun að sól skein í heiði og „bongóblíða" gefur fyr- irheit um betri tíð. Annars eru Strandamenn þekktir fyrir æðruleysi og góða kímnigáfu. Þess vegna hafa menn dregið upp úr pússi sínum lag og texta eftir Bjartmar Guðlaugsson sem er eitthvað á þessa leið: „Hér kemur aldrei engisprettu faraldur, Haraldur, hér er ofkalt! Hér koma aldrei málaðar manncetur, hér er ofsvalt!" En hvort hér er um svikalogn ab ræða, láta menn sig litlu skipta, fagna góðum degi og bíða spenntir eftir því hvort grá- sleppan gefi sig í ár. 1. apríl má hefja veiðarnar og þá ætla menn að vorið sé komiö á Ströndum. í lokin má taka það fram að heilsufar hefur verið með ein- dæmum gott í vetur, þannig ab elstu menn muna vart annab eins. Samt hefur það gerst ab ör- fáir einstaklingar hafa komist sjóleiðina til Hólmavíkur og komið með bakteríur og vírusa tii baka. Menn spyrja sig núna hvort „pestargemíingar landsins" muni ekki hafa vetursetu hér á komandi vetrum og hvaða ráð- stafanir þurfi að gera til að taka á móti þeim! ■ Fimm efstu í unglingaflokki. Vetrarleikar Sörla Vetrarleikar Sörla voru haldnir á Sörlavöllum í frábæru veðri og var mikil þátttaka. Keppt var í tölti og 150m skeiði. Helstu úrslit voru: Börn: 1. Daníel Smárason og Aska. 2. Eyjólfur Þorsteinsson og Ógát. 3. Hinrik Sigurðsson og Hrókur. 4. Ómar Theodórsson og Óbinn. 5. Margrét Guðrúnardóttir og Hrímnir. Unglingar: 1. Sigríbur Pjetursdóttir og Skagfjörð. 2. Hrafnhildur Gubrúnar- dóttir og Robi. 3. Ingólfur Pálmason og Blossi. 4. Kristín Ósk Þórðardóttir og Síak. Ungmenni: 1. Asmundur Pétursson og Rauður. 2. Sigrún Magnúsdóttir og Sjarmör. 3. Björgvin Sverrisson og Gosi. 4. Alma B. Ástþórsdóttir og Þokki. 5. Ragnar E. Ágústsson og Vorboði. Konur: 1. Þóra Ólafsdóttir og Stjarna. 2. Halldóra Hinriksdóttir og Trygg. 3. Guðrún Guðmundsdóttir og Muggur. 4. Anna Ólafsdóttir og Sviðar. 5. Margrét Vilhjálmsdóttir og Arvakur. Karlar: 1. Magnús Guðmundsson og Birta. 2. Sveinnjónsson og Hljómur. 3. Sævar Leifsson og Blakkur. 4. Ingólfur Magnússon og Tappi. 5. Sindri Sigurðsson og Geisli. 150m skeib: 1. Þorvaldur H. Kolbeins og Hreggur 16.87 2. Jón Páll Sveinsson ogFálki 17.17 3. Sverrir Sigurösson og Glotti 1 7.33 4. Sveinn Jónsson og Lúta 17.45 5. Adolf Snæbjörnsson og Svalur 17.47 Fimm efstu í karlaflokki. Tímamyndir. Elsa Framsóknarflokkurinn Kópavogur Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofan a& Digranesvegi 12, sími 41590, ver&ur opin kl. 16-20 virka daga og 10-12 laugardaga. Frasmsóknarfélög Kópavogs Framsóknarflokkur- inn í Reykjavík Sunnudaginn 12. mars kl. 14.00 ver&ur Hei&ar Jónsson snyrtir me& létta skemmtidagskrá á kosningaskrifstofu Fram- sóknarflokksins vi& Hverfisgötu 33. Á sinn létta og hispurslausa hátt mun Heibar ræ&a vi& gesti og gangandi um ýmislegt sem vi&kemur daglegu líTi okkar allra. Gómsaetar veitingar á vegum framsóknarkvenna, allir vel- komnir me&an húsrúm leyfir. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík Mosfellsbær — Kjalarnes — Kjós Kosningaskrifstofan Háholti 14 verbur opnub í dag, laugardag, kl. 13.00. Frambjóbendur koma í heimsókn. Kaffiveitingar. Opnunartími ver&ur framvegis virka daga 17.00-20.00 og laugardaga 13.00-20.00. Sími 666866. Allir velkomnir. Aðalfundur A&alfundur Framnes h.f., Kópavogi, ver&ur haldinn mánudaginn 27. mars n.k. kl. 21.00 a& Digranesvegi 12. Dagskrá: 1. Venjuleg a&alfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Stjórnin Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Abalfundur félagsins ver&ur haldinn þribjudaginn 13. mars kl. 20.30 á kosninga- skrifstofunni, Hverfisgötu 33. Dagskrá: Venjuleg a&alfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin ÚTBOÐ fVesturlandsvegur í Reykjavík, Höf&abakki-Su&urlandsvegur, Viöarhöföi meö undirgöng- um og tengivegum Borgarverkfræbingurinn í Reykjavík og vega- málastjóri óska eftir tilbobum í byggingu undir- ganga Viðarhöfða undir Vesturlandsveg, gerb Vibarhöfba meb gatnamótum vib Hest- háls/Grjótháls/Hálsabraut, rampa upp á Vesturlandsveg og nokkra verk- þætti á Vesturlandsvegi. Helstu magntölur: Gröftur - 18.000 mJ Fylling 1 7.000 m1 Fjarlægja gamalt slitlag 3.300 m2 Steypumót 2.500 m2 Steypa 1.300 m3 Verkinu skal lokið að hluta 1. ágúst 1995, en ab öllu leyti eigi síðar en 18. ágúst 1995. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegageröinni í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og með 13. mars 1995. Skila skal tilboöum á sama stab fyrir kl. 14:00 þann 27. mars 1995. Vegamálastjóri UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Rá&uneytiö flytur Frá 10. mars 1995 ver&ur utanríkisráðuneytib til húsa ab Raubarárstíg 25, 150 Reykjavík. Símanúmer rábu- neytisins er óbreytt: 560-99-00. Dagana 13.-1 7. mars er inngangan frá Þverholti, en frá og meb 20. mars frá Raubarárstíg. Utanríkisrábuneytið, Reykjavík, 10. mars 1995.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.