Tíminn - 11.03.1995, Side 18
18
wunmi
Láúgardagur 11. mars 1995
KROSSGÁTA
r~ -r- n
■r g p '
■ ■ \.
■
P ■
r _ ■ "
272. Lárétt
1 starfandi 5 hir&uleysi 7 viö-
kvæma 9 bogi 10 lausamjöll 12
feiti 14 sál 16 merk 17 megnar
18 þakhæö 19 eyri
Lóbrétt
1 blástur 2 lofi 3 orku 4 þykkni
6 dræmt 8 galgopi 11 auöur 13
nem 15 beö
Lausn á síöustu krossgátu
Lárétt
1 rösk 5 eldur 7 refi 9 gá 10 trafs
12 aumi 14 önn 16 lán 17 dytti
18 bit 19 arg
Lóörétt
1 rýrt 2 sefa 3 klifa 4 hug 6 rák-
in 8 erindi 11 sulta 13 máir 15
nyt
t ANDLAT
Pétur Guömundsson
lést á Sólvangi 2. mars.
Rebekka Friöbjarnardóttir,
Aöalgötu 5, Reykjavík, lést á
Sjúkrahúsi Suðurnesja aö-
faranótt föstudags 3. mars.
Agnar Kjartan Hreinsson,
Hrafnistu í Reykjavík, áður
Leifsgötu 14, lést 3. mars.
Gísli Ólafsson
frá Eyri í Svínadal, áöur til
heimilis aö Droplaugarstöö-
um, lést 3. mars.
Gísli Kristinsson
andaöist þann 24. febrúar sl.
Jaröarförin hefur fariö fram í
kyrrþey.
Vilborg Runólfsdóttir
frá Hvammsvík andaöist á
Hrafnistu í Reykjavík laugar-
daginn 4. mars.
Þóra Mýrdal,
Hátúni 12, er látin.
Jónína Steinunn
Siguröardóttir,
Óöinsgötu 21, Reykjavík,
lést á hjúkrunardeild Landa-
kotsspítala föstudaginn 3.
mars.
Jón Jónsson,
Broddanesi, er látinn. Útför-
in hefur farið fram í kyrrþey
aö ósk hans.
Erlingur Valur Árnason,
Sólheimum 40, lést í sjúkra-
húsinu á Egilsstöðum 3.
mars.
Gísli Kristinsson
frá Hlemmiskeiði andaöist
þann 24. febrúar sl. Jaröar-
förin hefur fariö í kyrrþey.
Guömundur Guðmundsson,
fyrrverandi stýrimaöur, Týs-
götu 8, lést í Borgarspítalan-
um laugardaginn 4. mars.
Dagmar Kr. Hannesdóttir,
Aflagranda 40, lést í Land-
spítalanum 24. febrúar. Út-
förin hefur fariö fram í kyrr-
þey að ósk hinnar látnu.
Kristín Eggertsdóttir,
Snorrabraut 73, Reykjavík,
andaðist í Borgarspítalanum
sunnudaginn 5. mars.
Guörún Elísabet Vormsdóttir,
Lyngbrekku 12, Kópavogi,
lést í Borgarspítalanum að-
faranótt 7. mars.
Hermann Guöjónsson,
Langholtsvegi 146, Reykja-
vík, lést í Borgarspítalanum
28. febrúar sl. Jaröarförin
hefur fariö fram í kyrrþey.
Björn Júlíusson
barnalæknir, Stóragerði 11,
er látinn.
Valgeir Sigurösson
kennari, Seyöisfiröi, lést í
Landspítalanum 7. mars.
Hulda Marvinsdóttir,
Uppsölum. Eyjafjarðarsveit,
lést í Fjórðungssjúkrahúsinu
á Akureyri 7. mars.
Svanborg Sæmundsdóttir
vefnaöarkennari, Furugrund
34, lést að kvöldi 8. mars í
Borgarspítalanum.
Snorri S. Welding
lést 26. febrúar. Útförin hef-
ur fariö fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Magnús Brynjólfsson,
Vífilsgötu 22, Reykjavík, lést
í Landspítalanum 8. mars sl.
fff ÚTBOÐ
Endurnýjun veitukerfa og gangstétta.
Áfangi 1 1995 Árbæjarhverfi
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur o.fl. er óskaö eftir tilboöum í endurnýj-
un dreifikerfis hitaveitu og jarövinnu fyrir rafveitu og síma auk yfir-
borðsfrágangs í eftirtöldum götum: Ystibær, Heibarbær, Fagribær,
Glæsibær, Þykkvibær, Vorsabær, Hlaðbær og Hábær.
Helstu magntölur eru:
Lengd hitaveitupípna 9.500 m
Skurðlengd 5.100 m
Gangstéttarsteypa 2.700 m2
Malbikun 1.200 m2
Útbobsgögn veröa afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja-
vík, gegn kr. 15.000 skilatryggingu.
Tilbobin verba opnuö á sama stab þriöjudaginn 28. mars 1995, kl.
14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
(REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800
Elskuleg móbir mín
Halldóra Kristín Sturlaugsdóttir
Hamarsholti
andaöist á Ljósheimum, Selfossi, ab morgni 9. mars.
Guöbjörg Kolbeinsdóttir
V ^
Brœbrominning:
Gunnar og Bergur
Þorsteinssynir
Gunnar
Þorsteinsson
Fæddur 20. september 1907
Dáinn 8. febrúar 1995
Nú er kveikur Gunnars Þor-
steinssonar uppbrunninn, en
oft lá viö aö Gunnar yrði
kvaddur héöan, en hans tími
var ekki kominn.
Þegar Gunnar var barn að
aldri, lagöist kíghósti mjög
þungt á hann og var hann þá
milli heims og helju í sjö vikur í
gæslu móður sinnar. Þegar
Gunnar var ungur maður
kenndi hann sjúkdóms í skjald-
kirtli og bar hann merki hans
alla tiö.
Eins og fram er komiö annars
staðar, þá reyndi það mjög á
Gunnar ab ienda í snjóflóði
meö Sigga á Kvískerjum, en
honum lánaöist að losna úr
flóöinu og sækja hjálp, svo tak-
ast mætti að bjarga Sigurði, sem
sat fastur í flóðinu, en söng
sálma sér til dægrastyttingar svo
björgunarmenn gátu runniö á
hljóöið.
Þrátt fyrir þá heilsufarserfiö-
leika, sem ég hef nú talið, lét
Gunnar ekki bugast og tók öll-
um erfiðleikum með æðruleysi
og geröi jafnvel gys að öllu
saman.
Nú, þegar ég spóla til baka, ef
svo mætti segja, koma margar
minningar upp í hugann. Ég
minnist þess aö í gamla torf-
bænum á Litia-Hofi bjó dæmi-
gerð stórfjölskylda. Ef ég byrja
á ab telja þá sem eldri voru,
vil ég nefna Sigrúnu, móður
þeirra systkina Gunnars, Gróu
og Jórunnar eldri (stóru). Þá vil
ég nefna Jónsa gamla og dóttur
hans Sigrúnu, konu Gunnars,
og börn þeirra Höllu, Sigurjón
og Bryndísi. Loks vil ég nefna
Jórunni yngri (litlu), sem var á
þessum tíma tilvonandi eigin-
kona mín. Ekki man ég lengur
nákvæmlega hvenær Schram-
börnin komu eða fóru, þó veit
ég aö Bjöggi var í átta sumur á
Litla-Hofi og Óli í sjö, aö
ógleymdri Möllu heitinni, auk
annarra barna. Síöar bættust
börn okkar Jórunnar í hópinn.
Jónas var oftast og lengst, eöa
frá því að hann kom kornabam
með móður sinni fyrst, Rúnar
heitinn var eitt sumar að Litla-
Hofi og Bergur okkar dó fyrir
austan 1960, þá á ööru ári. Val-
geröur og Bergþór hafa ekki lát-
iö sig vanta, en hafa haft styttri
viðkomur.
Nú, þeir eldri voru kallaðir yf-
ir móöuna miklu hver af öörum
og aörir fluttu burt. Þannig er
gangur lífsins.
Segja má að ég hafi orðið fyrir
menningarsjokki, eins og nú er
sagt, þegar ég kom fyrst í Ör-
æfasveit 1954. Til að skýra þann
heim, sem ég er sprottinn úr,
vil ég vitna í bók Asa í Bæ, en
þessi tilvitnuö orö hans gæti ég
vel gert aö mínum:
„Loks þegar haföi tekist aö
reka fénaðinn inn í stofuna og
setjast í bekki byrjuöu hijóm-
leikarnir: nokkrir lömdu í borð-
in, aðrir blístruðu, sumir span-
góluöu, bauluöu og þeir sem
músikalskir vom sungu fullum
hálsi, en þau sem ekki höföust
aö verklega hlógu eins og idjót-
t MINNING
ar." (Skáldað í sköröin, bis. 149.
Iðunn 1978)
Það voru önnur gildi í háveg-
um höfð í Öræfum, en Ási í Bæ
lýsir í bók sinni. í sveitinni
lærðu börnin lexíurnar sínar
upp á tíu og fólk leysti störf sín
af hendi af alúö og samvisku-
semi. Ráðdeildarsemi og nýtni
var mikil, sem mér fannst á
þessum tíma ganga úr hófi
fram, en síöar læröist mér aö
skilja gildi sparnaðar og ráð-
deildarsemi. Þaö væri sennilega
betur komið þjóðarbúskap Is-
lendinga, ef sjónarmið Öræf-
inga hefðu komist betur að. En
þarna mættust ólíkir menning-
arheimar. Sláninn úr Vest-
mannaeyjum, grindhoraöur eft-
ir erfiða vertíö og nýtrúlofaður
aö auki, en Gunnar í sínum Ma-
ójakka og á sínum gúmmískóm
sem þá tíðkuðust í sveitinni
(límdir úr bílslöngum og hafa
veriö nefndir dreifbýlistúttur
eða framsóknarbullur í slangur-
orðabókum). Gunnar fór hratt
yfir þegar eitthvað stóð til, en
hann minnti mig oft á þekktan
skopleikara þegar hann fór mik-
inn, en ég held að þeir hafi ekki
vitaö mikið hvor af öbrum.
Ekki þarf að orðlengja það, að
með okkur Gunnari tókst ágæt-
ur vinskapur sem hélst alla tíð,
þó að ferðirnar austur yrðu
strjálli meö árunum. Ég fékk
stundum að grípa í verk með
heimilisfólkinu við heyskap og
annaö. Gunnar var mikill verk-
maður, en með honum fékk ég
að kynnast byggingu útihúsa úr
torfi og grjóti að gömlum siö.
Ennfremur fengumst við við aö
rista og fletta rekaviðardrumb-
um með stórviöarsög. Lengi var
í gangi dráttarkerra að Litla-
Hofi, sem viö Gunnar, Sigurjón
o.fl. áttum mörg handtök í. Að
fara í sel var sérstakt ævintýri,
en ekki verður fjallað um verk-
manninn Gunnar Þorsteinsson
nema að geta þess hve gott lag
hann hafði á að beita orfi og
ljá. Ljáförin voru breiö, en
fremur stutt, og þegar Gunnar
var í góðu formi þá óð hann
áfram. Það beit hjá honum.
Það hefur komið fram að
Gunnar gekk aldrei heill til
skógar og hefur þaö plagaö
hann þó aö hann væri ekki aö
kvarta, en konurnar og krakk-
arnir á Litla-Hofi stóðu þétt að
baki bónda sínum og gengu í
öll störf jafnt eftir því sem
ástæöa var til, án þess að
múöra. Hann var óárennilegur
Litla-Hofsherinn, þegar hann
fór fram vollinn grár fyrir járn-
um, vopnaður sínum handverk-
færum.
Gunnar og hans fólk reynd-
ust minni fjölskyldu vel alla tíð.
Þó er tvennt sem stendur upp
úr, en það var þegar drengurinn
okkar Jórunnar, Bergur, dó
rúmlega ársgamall, en ég víðs-
fjarri á síldveiöum. Þá var þab
Gunnar og annaö tengdafólk
sem tók aö sér aö sjá um þab,
sem mér annars hefði borið. Ef
til vill hef ég ekki gengiö fast
fram í því að fá mig leystan
undan skyldum mínum á sjón-
um, eða mig hefur brostið kjark
til að sjá á eftir barninu mínu
ofan í gröfina. Þá vil ég nefna
þegar Gunnar tók sér langa ferð
á hendur til að styrkja okkur í
sorg okkar og vera viðstaddur
og fella tár yfir moldum sonar
okkar Jórunnar, Rúnari, en
hann fórst í slysi 1980, í blóma
lífsins. Sagt er að tíminn græði
öll sár, en það er ekki rétt, sum
sár eru svo djúp aö þau gróa
aldrei til fulls.
Gunnar haföi góban smekk
fyrir gamansögum og var ævin-
lega með eina góða þegar mað-
ur leit inn, en hann hafði nokk-
uð fyrir því að segja sögu vegna
sjúkdóms sem bagaöi hann við
frásögnina. En þegar Gunnar
sagbi sögur, hló hann svo hjart-
anlega smitandi hlátri, að hann
var ekki kominn nema í miðja
sögu þegar allir viðstaddir grétu
af hlátri. Stundum svelgdist
honum á og varð að taka sér hlé
meðan hann jafnaði sig. Það er
ekki laust við aö þá hafi manni
fundist gamanið vera farið að
grána. En svo kom botninn í
söguna og allir skemmtu sér
konunglega.
Fyrir mörgum árum leitaði
Gunnar sér lækningar hér í
Vestmannaeyjum og hitti þá
fyrir kunnan hrekkjalóm héðan
úr Eyjum. Þeir drengirnir létu
sér ekki leiðast, þó að á sjúkra-
húsi væru, og fundu sér ýmis-
legt til dundurs. Þeir gerðu tölu-
vert af því að spila, en þriðji
spilafélaginn var eldri dama úr
Eyjum, sem tapaði næstum allt-
af. Hún var heldur tapsár, en
þeir höfðu gaman af. Þetta
hafði þann dapurlega enda, að
þeir félagarnir hlógu svo mikið
aö magasáriö rifnaði á hrekkja-
lómnum og þeir félagar voru
settir í straff og sviptir fótavist-
arleyfi.
Ég hef talað um valkyrjurnar
á Litla-Hofi, en þær sem yngri
eru ætla ekki ab vera neinir eft-
irbátar. Þær Sigrún Logadóttir
og Sólrún Sigurjónsdóttir,
barnabörn Gunnars, hafa lagt
fyrir sig sjómennsku og líkar
vel, ab ég held.
Þaö var fyrir nokkru, aö
starfsmenn og vistmenn Skjól-
garðs lyftu rauðvínsglösum við
hátíðlegt tækifæri. Þá hafbi
Gunnar orö á því að hann hefði
sneitt hjá rauövíninu í sjötíu ár
vegna slæmrar reynslu sinnar
þegar hann komst í rauðvín-
skútinn af fjörunni forðum.
Ég tel að Gunnar hafi gert sér
vel grein fyrir aö endalokin
voru í nánd. Þegar hann frétti
lát vinar síns, Þórðar rakara,
varð honum ab orði: „Nú, hann
var nú miklu yngri en ég."
Kæra Sigrún. Þú hefur lifað
tímana tvenna. Margir vinir og
venslamenn hafa nú fariö yfir
móöuna miklu, eða flutt brott
og nú horfir þú á eftir þínum
lífsförunaut, sem þú hefur
gengiö með gegnum þykkt og
þunnt. Þaö er mikil reynsla og
hlýtur ab snerta hvern mann
djúpt sem fyrir veröur, en þetta
er gangur lífsins, sem viö fáum
ekki ráðið við. Ég er viss um aö
það er fjöldi fólks, sem hugsar
hlýtt til þín og annarra aö-
standenda Gunnars á þessum
erfiöu tímum. Ég votta þér og
öðrum abstandendum Gunnars
samúð mína.
Bjami Jónasson