Tíminn - 11.03.1995, Page 19

Tíminn - 11.03.1995, Page 19
Laugardagur 11. mars 1995 $tlS$Í9l$t 19 C unnar Þorsteinsson. Bergur Þorsteinsson Fæddur 22. júlí 1903 Dáinn 15. febrúar 1995 Eöli málsins samkvæmt um- gekkst ég tengdafööur minn minna en Gunnar bróöur hans, en fram er komiö aö Jórunn konan mín ólst upp frá tveggja ára aldri á heimili Gunnars. Má segja, að í rauninni hafi Jórunn átt tvö heimili. Auövitaö bar viö að fundum okkar Bergs bar saman, en ég haföi þaö á tilfinningunni aö Bergur vildi helst vera útaf fyrir sig meö sitt grúsk, sem fáum var hleypt í. Sem dæmi um ólík viöhorf Bergs, þá vildi hann skrúfa fyrir útvarp þegar ég kaus aö hlusta á fjöruga tónlist, Bergur Þorsteinsson. þá helst í stereó og stilla hátt, en oft hefur verið sagt við mann: „Er ekki hægt að lækka?" Þó aö Bergur væri held- ur fáskiptinn, þá bjó hann fjöl- skyldu sinni, barnabörnum og öðrum gott heimili, en fátt er kaupstaðarbörnum mikilvæg- ara en aö fá að komast til sum- ardvalar á góðu sveitaheimili. Rúnar heitinn, sonur okkar Jómnnar, fékk aö dveljast mörg sumur heima á Bæ, eins og sagt var á Litla-Hofi um heimili Bergs og Pálu. Bróðir Bergs, Magnús, bjó meö sinni fjöl- skyldu á sama hlaðinu og er óhætt aö segja að oft hefur ver- ið líflegt á Austurhúsahlaðinu þegar krakkaskarinn var aö ærslast. Þó aö Bergur hafi verið nokk- uö alvörugefinn, að ég tel, þá bættu þeir Magnús bróöir hans, sem bjó meö honum félagsbúi, hvor annan upp, en Magnús var spaugsamur, þó aö hann væri ekki jafn mikill sagnamaö- ur og Gunnar. Mér er kunnugt um að Magnús var að pukrast viö aö kenna Rúnati stökur. Gullkornin skráði Rúnar í blokk, sem hann geymdi vel. Ekki er ég viss um aö allir hafi talið að þessar vísur hafi haft mikiö uppeldislegt gildi. Ég tel að Bergur hafi átt vanda til að taka nokkuð inn á sig þegar aðrir fóru ógæti- lega. Þannig var þegar hann og Gunnar lentu í margfræg- um rauðvínskút. Bergur, grand- var að vanda, gætti þess aö halda sér mátulegum og fara ekki yfir strikiö, en litli bróöir hans af óvitaskap haföi sopiö drjúgt á. Síðar kvartaði Gunnar undan því að hann hefði verið sídettandi á heimleiðinni. Þá varð Bergi aö orði: „Þér var nær." Þegar Gunnar var að gera sig kláran fyrir ættarmót afkom- enda Sigrúnar Jónsdóttur og Þorsteins Gissurarsonar, sem haldiö var í fyrrasumar viö mik- inn fögnuö, sagöi Bergur viö „litla" bróöur; „A nú aö fara aö drekka vín." Börnin níu: Örn, Helga, Þrúða, Guðjón, Steinn, Jórunn, Guðrún, Sigrún og Palli, barna- börnin tuttugu og fimm, barna- barnabörnin níu, svilar, Gerða og Brynja og aðrir vandamenn. Ég votta ykkur samúö mína viö fráfalls aldins höföingja og ást- vinar. Bjami Jónasson DAGBÓK rJ'JWVAAJ'JUUVAJUU Lauqardaqur uqardaqi 1l mars 70. daqur ársins - 295 daqar eftir. 10. vika Sólris kl. 08.02 sólarlag kl. 19.15 Dagurinn lengist um 6 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Leikritið Reimleikar í Risinu sýnt þriðjudag, fimmtudag og laugardag kl. 16, sunnudag kl. 18. Sunnudag í Risinu: Bridskeppni kl. 13 og félagsvist kl. 14. Dansað í Goðheimum kl. 20. Brei&firbingafélagi& Félagsvist á morgun, sunnudag, kl. 14 í Breiðfirðingabúö, Faxafeni 14. Bláa nótan, Grensás- veqi Hljómsveitin Stykk frá Stykkis- hólmi mun sýna snilli sína á Bláu nótunni, Grensásvegi 7, í kvöld. Hinn frábæri píanisti, Ragtime Bob, mun leika fyrir matargesti frá kl. 20. Einnig munu Maggi og Þórunn frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar sýna suöur- ameríska dansa og tískusýning verður frá versluninni Ég og þú. Ath. frítt inn á dansleik fyrir matargesti, kr. 500 fyrir aðra. Á sunnudagskvöld verður alvöru danskvöld haldið á Bláu nótunni frá kl. 22. Spilaöir verða samkvæmis- og gömludansarnir. Fjölbreyttur matseðifl er á boðstólum fyrir þá sem vilja til kl. 23. Ath. enginn að- gangseyrir. Samkoma í Fíladelfíu- kirkjunni í kvöld í kvöld, laugardag, verður sam- koma í Fíladelfíukirkjunni og hefst hún kl. 20.30. Samkoman er liður í samkirkjulegu bænavikunni, sem nú stendur yfir. Ræðumaður kvölds- ins verður Eric Guömundsson, for- stöðumaöur Aðventsafnaðarins. Fulltrúar hinna ýmsu safnaða lesa ritningarorð og flytja bænir. Heima- menn leiöa almennan söng og lof- gjörö. Tilgangur bænavikunnar er m.a. að efla einingu og vináttu kristinna manna og eru allir hjartanlega vel- komnir. Einar Már Gu&munds- son í Deiglunni á Akur- eyri í dag, laugardag, stendur Gilfélag- ið ásamt Máli og menningu fyrir bókmenntakynningu í Deiglunni á Akureyri. Handhafi Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs, Einar Már Guðmundsson, les úr verkum sínum bæöi gömlum og nýjum. Kristján Kristjánsson flytur inn- gangsorð, Kristján Pétur Sigurðsson, Haraldur Davíðsson og Þórarinn Hjartarson syngja og spila. Dagskrá- in hefst kl. 16 og aðgangur er ókeypis. Gu&sþjónusta í Dóm- kirkjunni á morqun Undanfarið hefur staoiö yfir sam- kirkjuleg bænavika um einingu kristinna manna og lýkur henni á morgun, sunnudag, með guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni kl. 11. Prédik- un flytur Hafliði Kristinsson, for- stöðumaður Hvítasunnusafnaðar- ins, og sr. Hjalti Guðmundsson þjónar fyrir altari. Fulltrúar hinna kristnu safnaða lesa ritningarorð. Organleikari verður Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti, sem stjórnar söng Dómkórsins, sem leið- ir sönginn og syngur m.a. lag Hjálmars H. Ragnarssonar, Jesús, sonur Maríu við ljóð Jóhannesar úr Kötlum, Tónsmi&ja í Ger&ubergi Tónsmiöurinn Hermes hefur nú sett saman nýja tónlistardagskrá fyrir börn á aldrinum 3-10 ára. Tón- skáldiö Atli Heimir Sveinsson verö- ur að þessu sinni heiðursgestur Tón- smiöjunnar og verða tónleikar töframannanna í Menningarmið- stööinni Gerðubergi sunnudaginn 12. mars, kl. 15. Á efnisskrá tónleik- anna eru m.a. barnalög eftir Atla Heimi úr leikritinu Dimmalimm kóngsdóttir og Kvæðiö um fuglana viö ljóð Davíðs Stefánssonar. Einnig spila þeir saman og syngja ný lög eftir tónskáldið. Aörir gestir Tón- smiðjunnar eru nemendur úr Nýja Tónlistarskólanum og spila þeir lítið tríó eftir Joseph Haydn. Dagur harmonikunnar verður haldinn í Danshúsinu við Glæsibæ v/Álfheima á morgun, sunnudag, kl. 15. Leikin verður létt tónlist úr ýmsum áttum og eru flytj- endur á öllum aldri. Fram koma Léttsveit Harmonikufélags Reykja- víkur, auk ýmissa minni hópa og einleikara. Kaffiveitingar. Aukasýning á Karnivali dýranna í Njar&vík I síðustu viku fluttu Tónlistarskól- inn í Keflavík og Jassdansskóli Emil- íu hið sívinsæla og þekkta verk: Karnival dýranna, eftir franska tón- skáldið Saint-Saens í félagsheimil- inu Stapa í Njarðvík. Viðtökur voru frábærar og var uppselt á allar 3 sýningarnar. í framhaldi af því var ákveöiö að hafa aukasýningu annað kvöld, sunnudag, í Stapa kl. 20. Miðasala opnar í Stapa ki. 19 sama dag. Málþing um gæ&a- stiórnun í skólum Mánudaginn 13. mars verður haldið málþing á vegum NKHÍ um gæðastjórnun í skólum. Veröur það haldið í Skála Kennaraháskólans og hefst klukkan 20. Fyrirlesarar verða: Börkur Hansen dósent, Guðrún Alda Harðardóttir, form. Félags ísl. leikskólakennara, Smári Sigurðsson frá Gæðastjórnunarfélagi íslands, og Hannes Þorsteinsson grunnskóla- kennari (svo fremi hann forfallast ekki vegna samningafundal). í lokin gefst kostur á fyrirspurnum og um- ræðum. Kaffi og kökur í hléi. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestur í Norræna húsinu Mánudagskvöldið 13. mars kl. 20 verður í Norræna húsinu haldinn 7. fyrirlesturinn af 8 í röb fyrirlestra og fræöslufunda um byggingarlist og hönnun. Þaö eru Arkitektafélag ís- lands, byggingarlistardeild Lista- safns Reykjavíkur og Norræna húsið sem að þessum fyrirlestrum standa. Fyrirlesari marsmánaðar verður breski arkitektinn Peter Wilson, sem ásamt konu sinni Julia Bolles starfar í Miinster í Þýskalandi. Hann mun sýna og tala um verk þeirra, en þau er að finna í Englandi, Þýskalamji og Japan. Fyrirlesturinn er ókeypis og öllum opinn. Fréttir í vikulok Hagnabur hjá Eimskip og aukin umsvif Hagnabur Eimskipafélags íslands nam 557 milljónum kr. á síðasta ári og er aukning um 189 milljónir frá síóasta ári. Þetta svarar til um 5,5% af rekstrartekjum. Þá keypti dótturfyrirtæki Eimskips 80% hlutafjár í erlendu flutningsmiölunarfyrirtæki, en þaö er vel þekkt á hollenskum flutningsmarkaði. Siglfirbingar meb sérlista Unnið er að sérframboði á Siglufirði fyrir alþingiskosning- arnar, þar sem Siglfiröingar eru gramir yfir að hafa engan þingmann. Ef af verður, verður framboðið þverpólitískt og hafa ýmis nöfn verib nefnd í fyrsta sætið. Alls eru 11 kjósend- ur á Siglufirði og litlu munar að þeir kæmu manni á þing ef samstaða næst. Stígamót minna á sig Stígamót efndu til göngu gegn kynferðisofbeldi á baráttu- degi kvenna, .8. mars. Forstöðukonur samtakanna eru óánægðar meb kerfið og segja að neyðarþjónusta þeirra hafi veriö afþökkuð af neyðarmóttöku Borgarspítalans. Ingi Björn úr leik Ingi Björn Albertsson hyggst ekki í sérframboð, eins og hann hafði stefnt að fyrir alþingiskosningarnar í apríl. Hann ætlar að draga sig tímabundið í hlé frá stjórnmálum og helga sig fyrirtækjarekstri sínum. Fé lagt til höfubs bruggurum Samtökin Stöðvum unglingadrykkju heita verblaunum fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku bruggara. Ábendingin er metin á 10.000 kr. og er nafnleynd heitið. Þetta er liður í bar- áttu samtakanna gegn vímugjöfum. íþróttamabur Reykjavíkur aöeins 12 ára gamall Guðmundur Stephensen er yngsti íþróttamaður sem kosinn hefur verið íþróttamaður Reykjavíkur. Hann er aðeins 12 ára gamall og hefur náð framúrskarandi árangri í borðtennis. Súbvíkingar flytja inn Fyrstu íbúarnir fluttu inn í sumarhúsin sem komib hefur verið fyrir á Súðavík í vikunni. Sumarbústaðimir verða heim- kynni 68 Súðvíkinga næstu mánuði, en alls eru bústaðirnir 18 talsins.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.