Tíminn - 11.04.1995, Blaðsíða 8
8
mmz-x.—
wmmm
Þribjudagur 11. apríl 1995
Brotib blaö
í hrybju-
verkasögu
Af atburðum síbustu vikna
hefur eiturgastilræbib í
nebanjarbarbrautakerf-
inu í Tókíó (10 látnir, um 5000
veikir) vakib hvab mestan
óhugnab. Sagt er ab þetta geti
verib fyrirbobi þess ab hrybju-
verkamenn, sem hingab til
hafa einkum beitt skotvopnum
og sprengiefni, muni þess í stab
taka ab beita gereybingarvopn-
um.
Hrybjuverkamenn
hafa hingaö til eink-
um beitt skotvopnum
og sprengiefnien nú
er óttast oð þeir séu
ab hefja herferb meb
gereybingarvopnum
Grunur hefur fallib á japansk-
an sértrúarflokk undir forystu
manns ab nafni Shoko Asahara.
Fulltrúar hans segja ab hann
geti flogib, hafi kynnt sér ta-
óisma, spádóma Nostradamusar
og Opinberun Jóhannesar og
mettað hungraða í Afríku og As-
íu. Asahara hefur spáb ab heim-
urinn muni farast í síbasta lagi
1997, og muni þab hefjast meb
kjarnavopnastríbi eba náttúru-
hamförum. Lærisveinar Asa-
hara, sem gera sér vonir um að
þeir muni lifa þau ósköp af fyrir
kraft meistara síns, telja jarb-
skjálftann í Kobe sanna spádóm
hans.
Æðsti sannleikur
Lærisveinar Asahara, sem
skipta kannski þúsundum í Jap-
an og eru einnig margir erlend-
is, a.m.k. í Rússlandi þar sem
hann sjálfur hefst vib, eru flestir
miklu yngri en hann. Þegar þeir
ganga í trúflokkinn gefa þeir
honum allt sem þeir eiga og
hlýba leibtoganum síban í smáu
sem stóru. Þeir vinna fyrir hann
tólf stundir á dag og nærast ekki
á öbru en þunnri grænmetis-
súpu. Algeng höfuðföt hjá þeim
eru húfur úr ull, sem málm-
þræbir, er minna á loftnet,
standa út úr. Meb þessum höf-
uðfötum segjast þeir komast í
beint samband við meistara
sinn og í hugleiðsluástand. Þeir
þamba vatn, þar til það rennur
upp úr þeim, til ab „hreinsa lík-
ama og sál". Refsingar fyrir þá,
sem ekki aubsýna næga undir-
gefni, eru strangar, að sögn fyrr-
verandi meblima. Stúlka ein
skýrbi svo frá, ab höfbi hennar
hefbi verib haldib niðri í vatni,
uns henni hélt vib drukknun, á
þeim forsendum’ að þeir sem
meb sanni hefbu gefist sann-
leikanum þyrftu ekki ab anda til
að geta lifað.
Trúflokkurinn heitir á jap-
önsku Aum Shinri Kyo, og þýða
tvö síbustu orðin Æbsti sann-
leikur. Aum (Om) er þekkt
máttarorb í búddasib, sérstak-
lega tíbetskum, sem lærisveinar
Asahara segja þýða bæbi „sköp-
un" og „tortímingu". Þar ab
baki kvábu vera hugmyndir úr
hindúasið um guðinn Síva (Shi-
va), sem í senn er guð tortím-
ingar og frjósemi og þar meb
endurnýjunar. Hann er oft
sýndur dansandi svokallaban
tandava-dans, en í sveiflum
þess dans mun heimurinn um
síbir tortímast, samkvæmt trú
Sívadýrkenda.
Æfing?
í flokk Æbsta sannleiks kvábu
Asahara á flugi.
einkum ganga konur og karlar,
sem telji sig ekki fá vibhlítandi
lífsfullnægju í ibnabar- og há-
tæknisamfélaginu og upplifi líf
sitt þarafleibandi sem tilgangs-
laust. í Rússlandi, þar sem flest
er í upplausn og fjöldi fólks í leit
að nýjum sjálfsímyndum, nýj-
um tótemstaurum ab stybjast
viö, má ætla ab trúflokkar af
þessu tagi eigi meb auðveldara
móti ab hreiðra urn sig.
í Japan hefur mikið gengið á
síbustu hálfa öldina og þar m.a.
Eftir fjöldasjálfsmorö trúarhóps í
Cvœönu 1978. Ýmsir abrir álíka
kunna ab vilja útrýma öbrum frem-
ur en sjálfum sér.
BAKSVIÐ
DAGUR ÞORLEIFSSON
verið um ab ræöa mikla gerjun á
trúarsviöinu. Fjölmargir nýir
trúflokkar hafa sprottið upp, og
margir þeirra sameina í sér sitt-
hvab frá hinum ýmsu trúar-
brögðum, eins og eölilegt má
kalla á þessum tímum mikils
upplýsingastreymis landa og
heimshluta á milli. Þessi gróska
á akri trúarbragðanna hefur
raunar veriö um alla jörð á
þessu tímabili. Sumt af því, sem
sagt er af Aum Shinri Kyo,
minnir mjög á marga aöra trú,-
flokka, á Vesturlöndum og ann-
arstabar, sem komið hafa til
sögunnar á síðustu áratugum.
Tilhneiging til sjálfsútrýmingar
(sbr. t.d. fjöldasjálfsmorð kali-
fornísks trúarhóps í Gvæönu
1978 og fylgjenda Davids Kor-
esh vib Waco í Texas 1993) er
mebal einkenna, sem gætt hef-
ur hjá nýlega fram komnum
trúflokkum. Um Æösta sannleik
hefur vaknaö sá grunur, ab
hann ætli ekki endilega ab út-
rýma sjálfum sér, en vilji hins
vegar abra feiga. Tilræðib í neð-
anjarðarbrautinni í Tókíó kunni
ab hafa verið æfing meö stærri
aðgerðir af því tagi í huga.
Aðilar, sem fylgst hafa með
sögu hryöjuverka, hafa lengi
óttast aö til einhvers svona
kynni ab koma. Sérfræöingar
telja aö sú hætta aukist meö því
Eftir gastilrœbib í nebanjarbar-
brautum Tókíó. Án þess sam-
göngunets myndi risaborgin lam-
ast.
að þessi árin fari ákefö í þjób-
ernishyggju og trúarbrögðum
vaxandi og þess gæti ekki síst í
hryöjuverkageiranum. Lengi vel
hafi hryðjuverkamenn flestir
haft í bakiö pólitísk hugmynda-
kerfi og framið hryðjuverkin
meö mesta mögulegan pólitísk-
an ávinning fyrir augum. Af
þeim ástæbum hafi þeir stillt
hryðjuverkum sínum ab vissu
marki „í hóf". Ákafir þjóðernis-
sinnar og heittrúarmenn, sem
leggi fyrir sig hryðjuverk, sjái
hins vegar ekki alltaf ástæbu til
slíkrar varkárni. Hjá þeim hafi
þaö e.t.v. forgang að drepa sem
flesta af þeim sem þeir hafa van-
þóknun á, og gangi þeir t.d. út
frá því að guð vilji að fjölda-
morð séu framin, finnist þeim
út í hött að hafa hliðsjón af
öðru.
Tabú rofiö
Marvin J. Cetron, félagsfræð-
ingur með rannsóknir viðvíkj-
andi hryðjuverkum sem sér-
grein, segir að í sögu hryðju-
verka hafi verið brotið blað
1993 með sprengjutilræði bók-
stafssinnaðra íslamskra hryðju-
verkamanna í World Trade
Center í New York. Þá hafi
hryðjuverkamenn í fyrsta sinn
ráðist á „eina af taugamiðstöðv-
um" risaborgar í þeim tilgangi
að koma þar öllu á ringulreið.
Tilræðið í Tókíó um daginn hafi
verið annað skref á sömu braut.
Þá hafi hryöjuverkamenn og
rofið „tabú" með því að beita
gereyðingarvopni í fyrsta sinn.
Vopnið, sem beitt var þá, var
sarín, taugagastegund sem eitt
gramm af nægir til að drepa allt
að þúsund manns. í stöðvum
Æðsta sannleiks fann lögregla
svo miklar birgðir af baneitruö-
um efnum, að úr því mætti
framleiða nógu mikið sarín til
að þurrka japönsku þjóðina út.
Kunnáttunnar, sem við þarf
til að framleiða sarín, fleiri efna-
vopn, ýmis sýklavopn og geisla-
virkar sprengjur, er til þess að
gera auðvelt að afla sér, kostn-
aður við slíka framleiðslu þarf
ekki aö vera mikill og rann-
sóknastofa til framleiðslunnar
gæti sem best rúmast í kjallara
einbýlishúss. Um möguleika
iðnaðarríkja á að tryggja risa-
borgir sínar gegn atlögum með
slíkum vopnum að t.d. neðan-
jarðarbrautum, vatnsbólum,
íþróttaleikvöngum og verslana-
miðstöðvum eru sérfræðingarn-
ir ekki bjartsýnir.