Tíminn - 19.04.1995, Side 6

Tíminn - 19.04.1995, Side 6
6 &mtom Mi&vikudagur 19. mars 1995 UR HERAÐSFRETTABLOÐUM SAUÐARKROKI Helgi Jónsson einbúi á Merki- gili í Austurdal um veturinn: Allt ab sex tíma gangur eftir mat of pósti þegar verst var „Ég er búinn aö hafa þaö mjög gott í vetur. Þaö er líka hægt aö hafa þaö gott, þótt maöur búi einn," segir Helgi Jónsson, einbúi á Merkigili í Austurdal, en Merkigil er af- skekktasti bær í byggö í Skaga- firöi og víöar. Ófært hefur veriö frá í Merki- gili frá áramótum. Það plagar Helga þó ekki mikiö og í vetur hefur hann gengiö lausfóta tvisvar í viku yfir Merkigilið, níu kílómetra leiö aö næsta bæ, Stekkjarflötum, til aö ná í póst og vörur til daglegra þarfa. Þaö er Matthías, bóndi á Stekkjar- flötum, sem kaupir vörur fyrir Helga í Kaupfélaginu. Helgi ber síöan vörurnar í bakpoka heim og hefur förin tekið allt upp í sex tíma. Helgi hefur kú til heimilis og vetrung aö auki. Hann er meö 140 fjár og byrjar sauöburð um miðjan maí. Hann kvartar ekki sérstaklega undan snjóþyngsl- unum og segir óveöur engin sérstök áhrif hafa á sig. 1262 SELFOSSI Garbyrkubændur hvattir til ab nota hjálma í gróbur- húsum Almannavarnanefnd Hvera- geröis hefur sent frá sér tilkynn- ingu til garöyrkjubænda í Hverageröi þar sem þeir eru var- aðir viö jarðskjálftahættu. Ástæöuna fyrir tilkynningunni má rekja til þeirra miklu jarð- hræringa sem hafa verið í Hveragerði síöustu vikur. í tilkynningunni segir m.a.: „Ragnar Stefánsson jaröskjálfta- fræðingur segir ýmislegt benda til þess að upptök skjálfta eigi aö færast enn nær Hverageröi og gerist þaö má gera ráö fyrir aukinni hveravirkni en ekki er talin hætta á skemmdum á burbarvirki húsa en minnihátt- ar skemmdum má búast vib. Gler kann t.d. aö falla úr þekj- Helgi jónsson, bóndi á Merkigili. um einhverra gróðurhúsa. Al- mannavarnanefnd Hverageröis telur af þessu tilefni, ástæðu til þess að vara garðyrkjubændur við þeim hættum sem fylgir at- buröum af þessu tagi. Ihuga mætti hvort notkun öryggis- hjálma í gróðurhúsum með glerþekju sé ekki skynsamleg viö þessar aðstæður." HAFNARFIRÐI Músíktilraunir Tónabæjar: Þær bestu eru úr Hafnarfirbi Það er óhætt að segja aö ung- ir hafnfirskir tónlistarmenn hafi komið séð og sigrað á Músíktil- raunum Tónabæjar sem lauk nýlega. Hafnfirskar hljómsveitir náðu bæöi fyrsta og öðru sæt- inu í keppninni en alls tóku 32 sveitir af öllu landinu þátt. Hljómsveitin Botnleöja varö í fyrsta sæti og Stolía í öbru sæti í keppninni. Þess má til gamans geta að trommuleikararnir í báðum hljómsveitunum eru bræður. Botnleðja sem leikur pönk- skotiö rokk er skipuð þeim Heiðari Erni Kristjánssyni á gít- ar/söngur, Haraldi Frey Gísla- syni á trommur og Ragnari Páli Steinssyni á bassa. Heiöar segir aö þeir hyggist halda sínu striki og næst á dag- skrá sé aö gefa út geisladisk meö frumsömdu efni. Þeir fengu samtals 35 upptökutíma í tveimur hljóðverum í verölaun og ætla að nýta sér þaö. Fyrsta fegurbar- drottning Reykja- víkur sem kemur úr Hafnarfirbi Berglind Ólafdóttir, 17 ára stúlka úr Hafnarfiröi, var kjörin Ungfrú Reykjavík á dögunum. Þetta mun í fyrsta sinn sem hafnfirsk stúlka hlýtur þennan Vísindamenn framtíbarinnar: Aldís H. Egilsdóttir, Ármann Höskuldsson, Björn Matthíasson, Cunnar Friöfinnsson, jóhann Örn Friösteinsson, Margr- ét Þorsteinsdóttir og Reynir Hjálmarsson. Á myndina vantar Sighvat Bjarnason, Emi! Hadzic og Markús 0. Másson. eftirsótta titil, aö vera kosin ungfrú Reykjavík. VESTMANNAEYJUM Frábær árangur nemenda Framhaldsskólans: Loönu og þykkva- lúruverkefnin í úrslit Tilkynnt hefur verið hvaða verkefni í Hugvísindakeppni framhaldsskólanema fá tækifæri til að keppa um sæti í Evrópu- keppninni sem fram fer í Newc- astle í vor. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum getur vel við unað, því tvö af þremur verk- efnum sem nemendur skólans sendu inn hlutu náð fyrir aug- um dómnefndar en alls voru valin sex verkefni af 35. Alls tóku tíu krakkar þátt í verkefnunum og stóðu þau öll að báöum verkefnunum. Þau eru Aldís H. Egilsdóttir, Ár- mann Höskuldsson, Björn Matthíasson, Emil Hadzic, Gunnar Friðfinnsson, Jóhann Örn Friðsteinsson, Margrét Þor- steinsdóttir, Markús O. Másson, Reynir Hjálmarsson og Sighvat- ur Bjarnason. Rannsökuöu þau matarvenjur þykkvalúru og könnuöu atferli loðnu. Guörún Þórisdóttir, ritari dómnefndar, segir aö þssi verk- efni eigi þaö sameiginlegt að vera gagnleg fyrir þjóðhag og skemmtileg. Þetta sé í fyrsta skipti sem Islendingar taki þátt í þessari keppni en Evrópusam- bandiö haldi hana nú í 6. skipti. „Höfundar þessara verkefna fá nú tíma til 15. maí til ab full- vinna verkefni sín enn frekar og semja um þau stutta lýsingu á ensku. Laugardaginn 20. maí veröa verölaun og viðurkenn- ingar afhent í Geröubergi í bobi íssaga og íþrótta- og tóm- stundaráös Reykjavíkur," sagði Guörún. Krakkarnir nutu aðstoðar Náttúrugripasafnsins og Rann- sóknarsetursins og má segja aö báöar þessar stofnanir hafi sannab gildi sitt fyrir bæinn. UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Grálúbudeilan: Grunnt á því góba með Bretum og Spánverjum Lundúnum - Reuter Breski sjávarútvegsráöherrann, William Waldegrave, vísabi því á bug í Neöri málsstofunni í gær ab breski sendiherrann í Madrid hefði fengiö ákúrur hjá Javier Solana, ut- anríkisráðherra S[ ánar, fyrir að Bretar skyldu styðja Kanadamenn í grálúðudeilunni við Evrópusam- bandið. Waldegrave kvaöst fagna lausn deilunnar, en Solana hefur látiö svo ummælt að sendiherra Breta hefði verið kallaður í utanrík- isráðuneytið í Madrid þar sem hon- um hafi verið gert ljóst að Spán- verjar væru ósáttir við afstöðu Breta til málsins, allt frá því að deilan hófst og þar til hún leystist nú um helgina. Samkomulag Evrópusambands- ins viö Kanadastjórn kveður á um 41% hlutdeild ESB í heildarkvóta grálúðunnar sem er 27 þúsund tonn en helmingaskipti kvótans á árinu 1996, auk þess sem kveðið er á um stórlega'hert eftirlit með veiðum. Gífurleg óánægja er með þetta samkomulag meðal sjómanna á Spáni og stjórnarandstæðingar þar saka ríkisstjórnina um að láta und- an þrýstingi. Skorað er á stjórnina ab staðfesta samninginn ekki, en af hálfu hennar er því haldiö fram aö hagkvæmari lausn deilunnar hafi ekki verið möguleg. Atvinnumála- ráðherra Spánar, José Antonio Grinan, segir að til greina komi að- stoð handa þeim sjómönnum sem verði fyrir búsifjum vegna samn- ingsins. Spænskir sjómenn hafa hótað að hefna sín á breskum sjómönnum fyrir að láta stuðning sinn við Kan- adamenn í ljós með því að sigla undir kanadískum fána meðan á deilunni stób, en John Major for- sætisráðherra segir ab bresk herskip veröi í viðbragðsstööu á miðunum og muni þau skerast í leikinn, ger- ist þess þörf. Vilja 4.5 milljarða dala til ab loka Kænugarbi - Reuter Yfirmaður kjarnorkumála í Úkraínu, Míkaíl Úmanets að nafni, segir ab án fjárhagsaðstobar frá Vesturlöndum verði ekki unnt að standa við fyrirheit um að loka kjarnorkuverinu í Tsérnóbyl fyrir árið 2000. Á fundi með fréttamönnum í gær sagði Úmanets að vestræn ríki þyrftu að leggja fram 4.5 milljaröa bandaríkjadala, ef unnt ætti aö vera aö loka kjarnorkuverinu ill- ræmda og koma á fót öðru orku- veri í staðinn. Pólitísk ákvörðun um aö loka orkuverinu er ekki annað en beinaprind, þótt hún sé ágæt, sagöi Úmanets. „Til að setja kjöt á beinin vantar tæknilega lausn og blóbið sem koma mun þessu sköp- unarverki á fætur er fjármögnun. Eldur kom upp í þessu illræmda kjarnorkuveri fyrir níu árum og varð þá mikil sprenging sem leiddi til þess að geislavirkt ský sveimaði yfir mestum hluta Evrópu og mengaöi flæmi í Rússlandi, Hvíta- Rússlandi og Úkraínu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Menntamálaráöuneytið auglýsir stööu deildarsérfræbings í lista- og safnadeild í menningarmálaskrifstofu ráðuneytisins lausa til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokib háskólaprófi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist menntamálarábuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. maí n.k. Menntamálaráðuneytið, 18. apríl 1995. K I IV G A LfTTtt Vinningstölur 12.04.1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING Cl eata 0 44.239.000 GJ 5 af 6 LŒ+bónus 1 898.350 fcl 5 af 6 3 74.880 E1 4 316 162 2.200 3 af 6 Efl+bónus 670 220 Aðaitölur: (9)(27)(3l) (37) (42) (48) BÓNUSTÖLUR @@(g) Heildarupphæð þessa viku: 45.865.790 A Isl.: 1.626.790 vinningur er tvöfaldur næst UPPLVSINQAR, SlMSVARI 91-86 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 8IR1 MEO FYBIRVARA UM PRÍNtVIUUR

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.