Tíminn - 20.04.1995, Page 5

Tíminn - 20.04.1995, Page 5
5 Fimmtudagur 20. apríl 1995 Örnólfur Thorlacius: Til vamar strútnum VETTVANGUR Þegar stjórnmálamenn bera hverjir á abra — því miður stund- um með réttu — að þeir loki aug- unum fyrir staðreyndum, er þeim tamt að grípa til samlíkingarinnar við strútinn sem stingi höfðinu í sandinn þegar háska ber að. Þessi staðhæfing er tilhæfulaus. Annab hvort vita pólitíkusarnir ekki betur eða þetta er staðfesting á því hve sumum úr þeirri stétt er tamt ab sneiða hjá því sem sann- ara reynist. Það er sama hvaða dýrategund er athuguð. Eðlileg viðbrögð dýranna auka likurnar á þvi ab einstaklingarnir, eða teg- undin, komist af. Út af þessu get- ur raunar brugðið ef skilyrði brejdast verulega. Þegar hætta stebjar ab hjörð saubnauta skipa fullorðnu dýrin sér í skeifu eða hring utan um kálfana og snúa höfðunum út. Aðferðin gefst vel gegn flojdd soltinna úlfa en hörmulega þegar veiðimenn með byssur sækja að og fella .dýrin í varðstöðunni eitt og eitt. Strúturinn, Struthio camelus, er stærstur núlifandi fugla og lifir á eyðimörkum og þurrgresjum í Norður-Afríku. Karlfuglar verða allt að 2,5 m á hæð - þar af er hálsinn nærri helmingur - og 135 kg. Kvenfuglar eru minni. Strútar eru ófleygir en þeim mun fljótari og þolnari á hlaupum, með afar öfluga fótleggi og tvær tær á hvorum fæti. Á stuttum spretti nær strútur hraða er svarar til 70 km á klukkustund og getur rásað lengi á 30-35 km hraöa. Strútar ferðast 5-50 saman, oft innan um grasbíti. Þeir lifa eink- um á plöntum en leggjast líka á smádýr og geta komist lengi af án þess ab drekka. í tilhugalífinu berjast karlarnir um kvenfugiana og einn karl getur náð til sín allt að fimm kvenfuglum sem verpa svo saman í hreiður 15 til 50 hvít- um eggjum, um 15 cm löngum og rúmlega 1 kg. Kvenfuglarnir skiptast á um ab liggja á hreiðrinu á daginn en faðirinn sér um næt- urvaktina. Eftir um 40 daga skríða ungarnir úr eggi og mánuði síðar hlaupa þeir með hjörðinni. Fiðrið er allt úr mjúkum dún- fjöðrum meb lausum geislum. Strútsfjaðrir voru áður eftirsóttar og fuglarnir voru aldir á búgörð- um í S-Afríku og víðar. Alistrútar urðu allt ab 50 ára. Búgreinin er nú úr sögunni. Þab ætti að vera ljóst ab þessir fuglar geta ekkert gagn haft af því að stinga hausnum í sandinn þeg- ar þeir verða fyrir styggð. Raunar trúi ég a6 sandsléttan sem þeir ganga á sé víða of hörð til að þeir gætu holaö höfbinu niður í hana. Þegar hætta steðjar að eiga fugl- arnir til að leggjast niður með framteygðan háls. Þessi hegðun er sjálfsagt rótin að þjóðsögunni um ab strúturinn stingi höfðinu í sandinn. Höfundur er rektor. Gulir tónleikar TONLIST SIGURÐUR STEINÞÓRSSON Tónleikum Sinfóníuhijómsveitar- innar 6. apríl stjórnaði Austur- Þjóöverjinn Stefan Sanderling, Steinunn Birna Ragnarsdóttir spilaði einleik á píanó, en efnis- skráin spannaði hið víða svið frá leiftrandi strengjaspili forleiksins Ruslan og Ludmila eftir Glinka (1804-57), um gagn-rómantískan a-moll píanókonsert Edvards Gri- eg (1843-1907) til himingnæfrar 10. sinfóníu Sjostakóvitsj (1906- 75). Sanderling sýndi sig að vera hinn ágætasti stjórnandi, sem innblés hljómsveitina til átaka sem risu hæst í Sjostakóvitsj. Um forleikinn að Ruslan og Ludmilu segir í tónleikaskrá að tónlistin sé leiftrandi fjörug og talsvert sé lagt á hljóbfæraleikar- ana, einkum strengina, sem þurfi að sýna mikla leikni í hrööum hlaupum. Það lukkaðist vel, og raunar svo vel, að blásararnir höfðu ekki tíma til að koma sín- um fáu og örstuttu sólóum að — augnablikið var liðið áður en þeir vissu. Steinunn Birna hefur á skömm- um tíma getiö sér mjög gott orb sem kammer-tónlistarmaður, ög nú kom hún í fyrsta sinn fram með Sinfóníuhljómsveit íslands. Þá prófraun stóðst hún með mik- illi prýði, og ætti endilega að halda áfram á þeirri braut — t.d. væri vel til fundið að fara með þennan vinsæla konsert í reisu um landið í sumar. Steinunn Birna valdi að leggja höfuð- áherslu á rómantíkina og tilfinn- ingarnar í konsert Griegs, með fremur hægu hraðavali, og þótt- ust menn kenna þar áhrif meist- ara hennar Árna Kristjánssonar. Á vorri öld hraöans þarf nokkra dirfsku til aö taka konsertinn þessum tökum, því oss virðist hæg tónlist oftar en ekki þung- lamaleg. Þegar Sjostakóvitsj ber á góma í tónleikaskrám er jafnan fjallað mest um slag listamanns- ins viö Jósef Stalín og kerfið, enda tókst kerfinu ekki að kæfa sköp- unarmátt tónskáldsins fremur en fátækt og tómlæti kæfðu Jónas Hallgrímsson eða landnemapúlið andagift Stephans G. Stephans- sonar. Sjostakóvitsj var þrátt fyrir 'allt sovéskt tónskáld fyrst og fremst, og raunar mikils metinn af flokknum með köflum. Enda hertist hann af hremmingunum, sem efldu hann til átaka — sjálfur segir hann um 10. sinfóníuna að hún fjalli um Stalín og Stalínárin. „í öðrum hlutanum, scherzo-kafl- anum, er brugðið upp mynd af Stalín í tónum. Að sjálfsögðu kennir þar fleiri grasa, en þetta er grunnurinn." (Tónleikaskrá). Mótlæti er sennilega þúsund sinnum betra fyrir listamenn en tómlæti. Flutningur Sinfóníuhljómsveit- arinnar á þessu mikla, marg- slungna og magnþrungna verki var stórkostlegur, í einu orði sagt, og gríðarlega áhrifamikill — hrein snilld. ■ Um Launasjóð rithöfunda Jæja, þá hefur mannskapurinn kosið til þings og pólitíkin sú því afgreidd í bili, a.m.k. af hálfu vor sauðsvartra. En pólitíkina er víðar að finna en í háum sölum Alþingis. Má í því sambandi nefna, að mikil óánægja kraumar nú í pottum rit- höfunda varðandi sjóð þann, sem vib þá er kenndur, Launasjóð rit- höfunda. Úr honum eru árlega veitt starfslaun og stendur jafnan nokkur styr um þá veitingu. Er það að vonum, enda útilokað að gera þar öllum til hæfis. Það getur raunar ekki talist tilgangur í sjálfu sér, að þóknast einstökum rithöf- undum meb opinberum fjárveit- ingum. Tilgangurinn hlýtur að vera efling bókmenntasköpunar. Sú var tíð, að ráðandi öfl í bókmenntaumræðunni töldu útilokað að aðrir en sósíalistar gætu valdið penna. Þá dugði ekki annað en að hafa flokks- skírteini Alþýðubandalagsins upp á vasann, ef menn vildu komast í náðina. í þab minnsta urðu rithöfundar að þóknast menningarklíku Alþýðubanda- lagsins, ættu þeir að geta gert sér vonir um gagnlegar úthlut- anir úr Launasjóði rithöfunda. Því þótt sjóðurinn ráðstafi al- mannafé, þá er stjórn hans til- nefnd af stjórn Rithöfundasam- bands" íslands og hafa alþýðu- bandalagsmenn og þeirra við- hengi lengst af verið þar í meiri- hluta. En nú eru breyttir tímar. Kommúnisminn er farinn fjand- ans til og hib menningarlega vígi kúltúrsmáborgaranna í Alþýðu- bandalaginu, Mál og menning, er í bókmenntalegu tilliti orðib að stefnulausri útungunarvél ómerkilegra blýantsstubba, sem yddaðir eru árlega undir því yfir- skini aö verið sé að efla heimsbók- menntirnar. Þegar svo gífurlegu auglýsingafjármagni hefur verið sóab til að selja párið á almenn- um markaði, er stór hluti þess gef- inn út í formi skólabóka. Með þeim ítökum, sem Allaballar hafa í skólakerfinu, neyða þeir þannig unglinga til að kaupa og lesa þessi ósköp, ab viðlagðri hótun um níu mánaða stofufangelsi ef blessaðir sakleysingjarnir komast ekki yfir falleinkunn á lokaprófi. Með þessum hætti hefur for- ráðamönnum Máls og menningar tekist að gera forlagið að fjárhags- legu stórveldi íslenskrar bókaút- gáfu, samtímis því sem menning- arlegt vægi þess, hvað varðar út- gáfu skáldverka, er orðið nánast ekki neitt. Er það ab vonum, enda auðgar dansinn kringum gullkálf- inn ekki andann. Nú hlýtur það aö teljast kapítal- istunum, sem halda merki Rauðra penna á lofti, í sjálfsvald sett að setja Þórarin Eldjárn og Einar SPJALL m PJETUR i| HAFSTEIN J LÁRUSSON Kárason á stall með Einari Ben. (Heildarverk þessara þriggja manna hafa þeir gefið út í einum og sama bókaflokknum, sem væntanlega á að sýna gimsteina íslensks skáldskapar). Hitt getur ekki talist eðlilegt, ab þeir höf- undar, sem forlag þetta leggur mest auglýsingafé í, skuli sjálf- krafa öðlast áskrift að bitastæb- ustu úthlutunum úr Launasjóði rithöfunda. Reyndar á þetta ekki aðeins við um Mál og menningu, því önnur bókaforlög hafa leikið sama leikinn, þegar fjárhagur þeirra hefur leyft. Þetta þýðir einfaldlega, að út- hlutanir úr Launasjóði rithöf- unda bera þess merki að þar ræð- ur ekki bókmenntalegt mat, held- ur lögmál markaðarins. Við því verbur að spyrna og til þess eru ýmsar leiðir færar. Til að mynda er sjálfsagt mál, að þeir höfundar, sem geta framfleytt sér á ritlaun- um frá útgefendum, njóti ekki opinberra styrkja. Einnig mætti setja Launasjóbi reglugerð, sem kæmi í veg fyrir að efstu flokkar ritlauna hafni stöðugt í höndum sama fólksins. Þá er sjálfsagt mál, ab hagsmunaaðilar, svo sem fé- lagar í Rithöfundasambandinu og starfsmenn eba stjórnarmenn út- gáfuforlaga, geti ekki setið í út- hlutunarnefnd Launasjóðs. Loks mætti að skaðlausu endurskoða skipan úthlutunarnefndar. Best færi á því, að stjórn Rithöfunda- sambandsins tilnefndi einn nefndarmann, aðalfundur annan og menntamálaráðherra þann þriðja, sem jafnframt væri for- maður nefndarinnar. Nema menn vilji að Alþingi skipi nefnd- ina. Nú eru liðnir rúmir tveir ára- tugir frá stofnun Launasjóðs rit- höfunda. Tilvist hans hefur stuðl- að að fjölgun s.k. atvinnurithöf- unda. En því miður kemur fáum öðrum en þeim sjálfum til hugar, að þessir tveir áratugir hafi verið eitthvert sérstakt blómaskeið ís- lenskra bókmennta. Því er það knýjandi nauðsyn, að hver sá, sem verma mun stól mennta- málaráðherra næstu árin, taki þessi mál til rækilegrar endur- skobunar. Og það þýöir auövitað, að menntamálaráðuneytið má ekki undir nokkrum kringum- stæðum hafna í klóm Alþýðu- bandalagsins. ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES RÉTTINDI MANNA RÆDD í ÞAULA Fulltrúi einnar elstu menningar- þjóðar í heimi sótti íslendinga heim um páskana. Utanríkisráb- herra Kína ásamt frú sinni og föru- neyti voru gestir þjóðarinnar. Fjöl- miðlar hafa upplýst að íslenskir rábamenn ræddu um réttindi fólks við gestina og væntanlega hafa samræðurnar ekki verið einhliba ámæli íslendinga í garb Kínverja heldur tvíhliba ávítur eins og vanir stofnanamenn segja. Væntanlega hefur kínverski ráð- herrann því spurt íslenska ráða- menn af hverju kosningarétti sé misjafnlega skipt á milli manna hér í elsta þingræbislandi heimsins. íbúar Vestfjarða hafi fimmfaldan rétt á við íbúa Reykjavíkur. Og væntanlega hafa gestgjafarnir get- ab útskýrt af hverju íslendingar skipa sér í fararbrodd hjá mann- réttindaþjóbum heimsins. Væntanlega hefur ráðherrann líka spurt íslenska rábamenn af hverju launum sé misjafnlega skipt á milli tynja í elsta jafnræbisríki heims. Islenskt kvenfólk hafi fimm- tíu til sjötíu prósent af launum karlmanna á vinnumarkabi lands- ins. Og væntanlega hafa gestgjaf- arnir útskýrt af hverju íslendingar eiga dómara í mannréttindadóm- stólum. Væntanlega hefur ráðherrann þá spurt íslenska rábamenn af hverju íslenska ríkið tapi hverju málinu á fætur öbru fyrir mannréttindadóm- stóli Evrópu. Hjólreiðamaður á Ak- ureyri, rithöfundur og sendibílstjóri í Reykjavík, og fleiri, unnu réttinda- mál sín gegn ríkinu. Og væntan- lega hafa gestgjafarnir útskýrt hvað greinir ísland frá ríkjum róm- önsku Ameríku. Væntanlega hefur ráðherrann svo spurt íslenska ráðamenn af hverju atkvæbisréttinum sé mis- jafnlega skipt á milli ríkja í fjöl- skyldu þjóðanna. íslendingar hafa sama atkvæðisrétt og Kínverjar hjá Sameinuðu þjóöunum þrátt fyrir að Kínverjar séu fimmþúsund sinn- um fleiri. Og væntanlega hafa gestgjafarnir útskýrt muninn á jóni og séra Jóni. Væntanlega hefur rábherrann þá spurt íslenska rábamenn af hverju íslendingar studdu ekki umsókn Kína um aðild að Sameinuðu þjób- unum í áratugi. Herforinginn Sjang Kæ Sjek á Formósu/Tævan réði ár- um saman yfir atkvæðisrétti Kína hjá Sameinubu þjóðunum meb stuðningi vestrænna ríkja. Og væntanlega hafa gestgjafarnir út- skýrt af hverju vestræn samvinna er hornsteinninn í utanríkisstefnu íslendinga. Væhtanlega hefur ráðherrann þá strax spurt íslenska rábamenn af hverju íslendingar séu í bandalagi meb Tyrkjum en hafi sett hafn- bann á kristib þjóðarbrot hvítra manna í Suður-Afríku. Og líklega hafa gestgjafarnir staðib þarna á gati. Og síbast en ekki síst hefur kín- verski rábherrann örugglega spurt af hverju íslendingum og gestum þeirra séu allar bjargir bannabar í tvo daga af fimm um páskana. Sjö- tíu ára gömul lög um almannafrið á helgidögum svipti fólk helstu réttindum í nútímaþjóðfélagi á páskadag og föstudaginn langa. Og nú bíður öll íslenska þjóðin eft- ir svari gestgjafanna.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.