Tíminn - 29.04.1995, Síða 7

Tíminn - 29.04.1995, Síða 7
Laugardagur 29. apríl 1995 7 Kirk j an er veröldin öll Einskonar uppgjör — af því aö í þessu langa, margslungna og myndræna ljóði örlar hvergi á beiskju eða uppsteit, hvorki gagnvart náunganum né al- mættinu, eins og lesa má á milli þessara lína sem standa í upphafinu: Annars fannst hanum lífið þegar á œvina leið verða œ líkara drautni og kannski var það draumur þegar öll kurl voru til grafar komin, en til hvers var að hugsa um það? Hann er á förum og lesand- inn fylgir honum eftir um þann stað þar sem hann hefur verið prestur í tvo tugi ára af fjörutíu í þjónustu kirkjunnar. Hann gengur um gólf „eirðar- laus í ókunnuglegu húsinu þar sem hann hafði þolað súrt og sætt í öll þessi ár" og áttar sig á því að hann á eftir að kveðja kirkjuna á Staðastað. Hann lýsir því síðan í ljóðinu þegar hann gengur inn kirkju- gólfið, nýtur reykelsis sem enn liggur í loftinu, fer fyrir altari og kveikir á kertum. Þar sem hann horfir á ljósið og reynir að kyrra hug sinn, brýst það fram sem sækir fastast á hann. Myndir úr fjörutíu ára ferð hans sjálfs líða honum fyrir sjónir og þá rifjast upp fyrir honum að fjörutíu ár var Isra- elslýöur líka að velkjast um eyöimörkina í för með Móse. Á vissati máta hafði þetta verið eyðimerkurganga, það fann hann nú, og hálfa þessa göngu hafði hann gengið hér undir Jökli. Og þar sem hann stendur vib altarib, lamaöur og orðlaus, og horfir á manninn í bátnum á altaristöflunni, einmana mann á báti, spyr hann: ... varþetta ekki hann sjálfur og allur þessi stormur á myndflet- inum — var þetta ekki hans liðna líf? Nú stefndi hann inn í Ijósið fram- undan. Og með því að ganga inn í ljósið byrjar hann á sjálfu upp- gjörinu þar sem hann þakkar gubi fyrir að hafa forðað sér frá öllum vegtyllum í kirkjunni. „Ég hef skribiö þar með skörum — en hver er hún þessi kirkja þín?" spyr þessi prestur í ís- lensku þjóðkirkjunni eftir fjörutíu ár í þjónustu hennar, og hans eigiö svar er þetta: Ég veit hún er hvorki þessi lútherska ríkisstofhun né sú páfalega í Rótn né sú gríska né nokkur önnur er kennir sig við staði og menn, þín kirkja er heimurinn allur og ég veit þú brosir afumburðar- lyndi að leikfóngum guðfrœðinganna, þú ert handan allra sundurgrein- andi nafha. í framhaldi af þessu viður- kennir hann ab guðfræöin hafi aldrei verið sín sterkasta hlið, hann hafi alltaf hneigst til villukenninga, en huggi sig við orð Gandhís að versta lygi allr- ar lygi sé guðfræðin. Þetta eru stór orð og vægð- arlaus, úr munni manns sem þrátt fyrir fjörutíu ára eyði- merkurgöngu hefur brauðfætt sig og sína með því að iðka guðfræði og prestsskap á snærum téðrar lútherskrar rík- isstofnunar, og þessi orb kalla á þá spurningu hvað kirkjan sé. • Kirkjan? Hún er fólkið sjálft, sem skírt er til kristinnar trúar. Kirkjan er líka veröldin öll. Alheimurinn er guðs kirkja. Ekki sú kirkja sem kennd er við menn og stabi, ekki sú sem er kennd við Grikkland eða Róm, eða við menn, einhvern Mar- tein Lúther eða Kalvín. Það er mjög mikilvægt að leggja þennan skilning í kirkj- una, því að með því móti einu getum viö skilið að kirkjan er ekki aðeins fyrir þá sem játa kristna trú, heldur er hún kirkja allra manna. Ef ég skýri þetta nánar, þá er ég sannfæröur um að einlægn- in ein, barnslegt sakleysi og hreint hjarta getur hjálpað okk- ur ab nálgast guð, enda sagöi Kristur að enginn kæmi í guðs- ríki nema hann kæmi þangað eins og barn. Hann sagði ekki að við kæmumst þangað með því skilyrði að lýsa fylgi við trú- arjátningar, samþykktar á ein- hverjum tilteknum kirkjuþing- um, heldur meb því ab vera eins og börn. • Eins og dóttursonur þinn, sem þú segir svo frá í ljóðinu: ... yndi augna minna, sem gekk í eina af kirkjum þínum á sunnudagsmorgni og horfði sínum hreinu björhi bamsaugum inn í kórinn þar sem stór nakinn kross þintt hékk yfir altari og hatttt sagði við fóður sinn: „Pabbi, hvers vegtta er svona stórt sverð í þessari kirkju?" • Já, það getur enginn nálgast guð nema eins og barn í sak- leysi og sannleika. Þá skiptir engu hvort hann er ákallaður undir nafni Búddha eða Kvann- on eba hvort hans er leitað í Maríukirkjum Aþenuborgar eða undir köldum sverðlaga krossi í Neskirkju, eins og þar stendur. Þú gerir andstæður hreinleik- ans og barnslegs sakleysis að umræðuefni, þ.e. hræsni og yf- irdrepsskap, og þá kemur þessi játning: Hjarta rnitt er fúllt af fyrirlitningu öfund, hatri, þar er engittn bentskur hreinleiki lettgur. Mér finnst ekkert skelfilegra í lífinu en login gœska setn dttlbýr sig með guðsótta, íklœðist skrúða þín- uttt, vitnar til orða þinna en treður allt undir fótum til að koma sjálfi stnu á stall og leika gúrú í húsum þínum. Þú leggur þessa játningu síð- an í dóm guðs þíns og leggur honum í munn þessi órð: Mér hefur þú engu heitið við vígslu þítta aðeitts haft eftir bantalega fomtúlu misviturra tnanna, mér em engar vígslur gildar aðrar en líftð sjálft. Farðu í friði. • Já, þetta er sú syndafyrir- gefning sem öllum kristnum mönnum er búin, en hér er líka verið að benda á að það séu ekki orðin sem gildi fyrst1 og fremst, heldur verkin. Þess vegna er kannski aukaatriði hverju við segjumst trúa og ját- um með vörunum. Það, sem skiptir öllu, er hvernig við lif- um. Ekki þau orð sem við erum ab traktera samferðamennina á á góðum stundum, heldur það sem við gerum, það sem við skiljum eftir okkur í samskipt- um okkar við meðbræður okkar og systur. „Eigi mun hver sá, er við mig segir „herra, herra", ganga inn í ríki föður míns, heldur sá er gerir vilja hans," er haft eftir Jesú frá Nazaret. Ég held að það sé akkúrat mergur- inn málsins. Texti: Áslaug Ragnars Myndir: Sigurður Grímsson

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.