Tíminn - 29.04.1995, Qupperneq 16

Tíminn - 29.04.1995, Qupperneq 16
16 Laugardagur 29. apríl 1995 JONA RUNA á manniegum nótum: Óvirbing Við, sem höfum verið smáð og vanvirt á auömýkjandi máta, vitum hvað það er óviðkunnan- legt og ósanngjarnt að verða bit- bein rangra athafna og ósmekk- legs framferðis, án sýnilegra á- stæðna eða tilgangs. Sú afstaða annarra til okkar, sem er lítil- lækkandi og niðurbeygjandi, er ósæmileg og óréttmæt, alveg sama hvert okkar á í hlut. Það er ódrengilegt og vansæmandi að temja sér að gera lítið úr öörum. Hugsanlega eigum við, sem venjum okkur á slíkt framferði, í einhverjum örðugleikum með okkur sjálf, annars myndum við fremur velja að sýna hvert öðru tillitssemi og velvilja en óvar- kárni og dónaskap. Best er, að hnjóta ekki um þá tálma í samskiptum sem liggja í ókurteisi og heflunarvankönt- um. Lítilsvirðandi athafnir veikja vaxtarbrodda mannúö- legra viðmiða í samskiptum. Þaö er því óásættanlegt að efla og ýta undir þannig viðhorf manna á milli. Ágætt er, að við íhugum gaumgæfilega hvernig við viljum bregðast við hvert öðru. Eins er hyggilegt ab vib venjum okkur á að vanvirba ekki sjónarmið og kringum- stæður þeirra sem við umgöng- umst. Manngildissjónarmið eru verndandi í samskiptum, sökum þess ab þau bjóða ekki uppá neins konar tilhneigingar til að gera lítið úr annarra manna hlut. Við, sem viröum mann- gildi fólks meira en stöbutákn viðkomandi og aðstæður, eigum auðvelt með aö sýna öðrum viröingu og jáúb. Einmitt vegna þess, að við horfum frekar á innri verðmæti fólks en ytri ab- stæður. Við gerum okkur líka grein fyrir því, að við eigum að reyna að gleðja og örva hvert annað, frekar en að rífa hvert annab nibur. Best er, að við forbumst eftir fremsta megni að niðurlægja og hrella þá, sem treysta okkur og þurfa á okkur ab halda. Sama sjónarmið er ágætt að hafa í huga gagnvart öbrum og ó- kunnugum. Einlæg og drengræn sjónarmið í samskipt- um eru bætandi fyrir mannlífið yfirleitt, en neilæg og öfugsnúin viðmið eru niburdrepandi og nöturleg. Við, sem viljum efla jákær samskipti, kjósum að vera þægi- leg og sanngjörn við aðra. Vib höfnum því beinlínis að vera ó- prúttin og neikær, enda sjáum vib ekki sýnilegan tilgang í slíkri framkomu og fasi. Við eigum ekki að auðmýkja eða fyrirlíta hvert annað. Ágætt er, að vib leggjum rækt við að aga og örva innra líf okkar á siðfágaðan og einlægan hátt, því það er mann- bætandi og hyggilegt. Þannig innstillt erum við að eflast og þroskast sem manneskjur. Misvirðing veldur vondepurð og reibi, en hugfágað og prúð- mannlegt fas virkar göfgandi á hvern þann sem því mætir. Okkur þykir vissulega í það var- ib, þegar við að tilefnislausu finnum ab tekið er tillit til okkar á nærfærinn og jákæran máta. Höfnum því öllum þeim við- horfum í samskiptum, sem eru neikær og lítilsvirði. Best er, aö við eflum einlæg og ákvebin þá framkomu sem örvar jákær og ylrík samskipti. Þannig innstillt sýnum við hvert öðm virðingu og sóma. ■ Trésmiðafélag Reykjavíkur hvetur félagsmenn sína til að fjöl- menna í kröfugönguna og á fund verkalýðsfélaganna 1. maí og síðan í 1. maí kaffið að Suðurlandsbraut 30. Tölum ekki í farsíma áferö! LAUSN A GATU NR. 16 Mmm KROSSGATAN NR. 17

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.