Tíminn - 03.05.1995, Page 8

Tíminn - 03.05.1995, Page 8
ö Miövikudagur 3. maí 1995 Hútúar á flótta úr landi: líklegt ab forystumenn Tútsa stefni frekar ab þjóbarhreinsun en þjóbarmorbi. „Annar þáttur harmleiks" Átök meö hrybjuverk- um fara vaxandi milli Hútúa og Tútsa í Búrúndi, sem eru gagnteknir af hrœbslu hverjir viö aöra eftir fjölda- moröin í Rúanda í fyrra Af lýsingum á Mið-Afríku- ríkjunum Rúanda og Búr- úndi (flatarmál: 27.834 ferkílómetrar, íbúafjöldi 5,6 milljónir) mætti ætla að þau væru hvort öðru lík eins og tví- burar. Þau eru álíka víðlend, ekki mikill munur á íbúafjölda, landslag og gróður svipað í báð- um (frjósamt land, skógivaxnar hæðir) og íbúar þar af sömu stofnum: Hútúar, Tútsar, Batwa (pýgmear). Frá stjórnartíð Belga þar er franska opinbert mál í báðum löndum og kaþólska ríkjandi trúarbrögö. Lönd þessi eru og grannar og helsti vandinn í þjóömálum beggja er rammt hatur milli helstu þjóða (eða stétta, eins og sumir vilja heldur orða það) þar, Hútúa og Tútsa. Tvennt enn, sem líkt er með löndunum, er aö Hútúar eru í miklum meiri- hluta í þeim báðum (85% í Búr- úndi), en hinsvegar hafa Tútsar lengstum verið valdameiri. Tútsar me& hervald Ennfremur hefur saga landa þessara verið að talsverðu leyti á sömu lund frá því að þau urðu sjálfstæð ríki (Búrúndi 1962, Rúanda árið eftir). í þeim báð- um hefur hvað eftir annað kom- ið til átaka milli Hútúa og Tútsa með fjöldamorðum og fólks- flótta til grannlanda. Það skilur þó á með Rúanda og Búrúndi að nokkrum árum áöur en sjáifstæðið gekk í garð tóku Hútúar völdin í fyrrnefnda landinu og héldu þeim þar til Föðurlandsfylkingin, tútsískur flokkur, náði þeim í fyrra. í Búr- undi höfðu Tútsar hinsvegar nærfellt öll völd þar til árið 1993, er fyrstu frjálsu kosning- arnar í sögu landsins voru haldnar, mikiö til líklega vegna þrýstings frá Vesturlöndum. í þeim var Hútúi kjörinn forseti og flokkur, sem hafði fylgi þeirr- ar þjóðar, fékk mikinn meiri- hluta á þingi. Tútsar stjórnuðu þó her landsins áfram. Skömmu eftir kosningarnar drápu tútsiskir hermenn forsetann og reyndu að ná pólitíska valdinu. Það mistókst, en úr þessu urðu mik- il fjöldamorð á báða bóga. Gisk- aö er á aö um 100.000 manns hafi verið drepnir þá og í átök- um milli Hútúa og Tútsa síðan, álíka margir af hvorri þjóð. Um 700.000 Hútúar flýðu til grann- landa. Út um heim þóttu fréttir af þessu litlar í samanburöi við morð Hútúa á hálfri ef ekki heilli milijón (tölur eru á reiki) Tútsa og Batwa í Rúanda í fyrra. Ekki fer á milli mála ab á bak við þau fjöldamorð var bæði ræki- leg skipulagning af hálfu hút- úskra stjórnmálamanna og her- foringja og almenn þátttaka. Jafnvel hútúsk börn lögðu hönd aö verki við ab myrða tútsísk börn, sem í sumum tilvikum voru skóla- og leikfélagar þeirra. „Fyrirbyggjandi fjöldamor&//? Fréttir fóru fyrst að berast af yfirstandandi óöld í Búrúndi, er Robert Krueger, bandaríski sendiherrann þar, tók sér ferð á hendur um landið og frétti að tútsískir hermenn hefbu drepið um 150 Hútúa í þorpi nokkru í norðausturhluta þess. En líkur benda til að skálmöld hafi geis- að í landinu allt frá haustinu 1993, þótt hún hefði fram að ferð sendiherrans farið framhjá fjölmiðlum, uppteknum við Rú- anda. Á fréttum frá Búrúndi nú er helst svo að heyra, að margir Hútúar séu því ekki fráhverfir að stofna til hliðstæðs fjölda- morðs á Tútsum og þjóbbræður þeirra framkvæmdu í Rúanda í fyrra. En þeir eiga erfiðara um vik í Búrúndi, því þar er herinn tútsískur. „Róttækir" Búrúndi- Tútsar eru fyrir sitt leyti sagðir krefjast „fyrirbyggjandi fjölda- morðs" á Hútúum. Yfirleitt er þó ekki talið að Tútsar þarlendis hugsi sér að „hreinsa" landið gersamlega af Hútúum, þó ekki sé nema vegna þess að hve margir Hútúarnir eru. Vib þab hugga sumir Hútúar sig. „Vib erum sex sinnum fleiri en Túts- ar," hefur þýskur fréttamabur eftir Hútúa einum. „Þeir geta ekki drepið okkur alla." Búrúndi-Hútúum bættist liðs- auki við sigur Föðurlandsfylk- ingarinnar í Rúanda, því aö þá flýðu um 200.000 Hútúar þaðan til Búrúndi. Þar á meðal eru margir herþjálfaðir menn. Ástæðulítið er að gera ráð fyrir BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON öbru en að margt af því flótta- fólki hafi tekið þátt í morðun- um á Tútsum í Rúanda. „Þeir sem aldrei sofa'' Ætla má að forystumenn Tútsa, helstir þeirra herforingj- arnir, reyni bæði með hryðju- verkum og sögusögnum um hryðjuverk, sem þeir komi á kreik, að stuðla að fjöldaflótta Hútúa úr landi, til að dragi úr yfirburðum þeim sem Hútúar njóta í krafti fjölda síns. Þannig kváðu Tútsar reyna að gera Buj- umbura, höfuðborg landsins sem stendur við norðurenda Tanganyika- vatns, að altúts- ískri borg. En í dreifbýli hafa Hútúar víða yfirhöndina og Tútsar, sem Iáta sjá sig þar, komast í bráða lífshættu. Stofn- aöar hafa verið „róttækar" hútúskar skærusveitir, sem nefnast á landsins tungu Int- agoheka („þeir sem aldrei sofa", „velvakendur"). Intagoheka hafa sagt Tútsum stríð á hend- ur, skipulagt sig víða um land og kaupa vopn frá Saír og Tansaníu með aðstoö Hútúa í þessum löndum. Báðar þjóðir eru gagnteknar af hræðslu, Tútsar við ab Hútúar í krafti fjölda síns komi í kring fjöldamorði hliðstæðu því sem framið var í Rúanda í fyrra og Hútúar við að Tútsar hrindi í framkvæmd „fyrirbyggjandi fjöldamorði". Útlendingar í landinu mega vara sig. Fyrir nokkru myrtu Hútúar nokkrir í höfuðborginni þrjár belgískar manneskjur og var ein þeirra ungabarn. Hútúar bæbi í Búr- úndi og Rúanda hafa illan bifur á Belgum, sem þeir gruna um vináttu við Tútsa. Tútsar hafa að sama skapi illan bifur á öðr- um Vesturlandamönnum, eink- um Bandaríkjamönnum, sem þeir saka um ab gera meira úr hryðjuverkum Tútsa en Hútúa. Vestrænir fréttamenn telja að öllu samanlögbu fremur litlar líkur á að í Búrúndi komi til jafnmikilla afkasta í fjölda- morðum á skömmum tíma og gerðist í Rúanda. Tútsar hafi ekki nógu mikinn mannafla til slíks og Hútúar ekki möguleika á því, vegna þess að Tútsar hafa hervaldið. Líklegra sé að „annar þáttur harmleiksins" verði borg- arastríð, sem færist smátt og smátt í aukana. ■ Gröf tekin fyrir drepinn Hútúa: „þeir geta ekki drepib okkur alla."

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.