Tíminn - 04.05.1995, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917
79. árgangur Fimmtudagur 4. maí 1995 81. tölublað 1995
Mikiö af fugli í túnum
bœnda víöa um land:
Gæs og álft
fer fjölgandi
Fuglaáhugamenn og bændur hafa
séð óvenju mikið af gæsum og álft-
um á þessu vori. Niðurstöður nýj-
ustu talninga liggja ekki fyrir, en
flest bendir til að t.d. álftastofninn
og helsingjastofninn séu báðir í
vexti. Bent hefur verið á að vegna
óvenju mikilla snjóalaga miðað við
árstíma geti litið svo út að fuglarnir
séu fleiri en þeir raunveruiega eru,
þar sem þeir hafi færri snjólausar
sléttur til þess að hafast viö á. Bóndi
í Álftaverum í Skaftafellssýslu sá í
síðustu viku helsingja í þúsundatali
á túnum hjá sér, sem er nokkuð
einsdæmi en þessi gæsategund hef-
ur yfirleitt viðkomu í Húnavatns-
sýlu og Skagafirði á leið sinni til
Grænlands á vorin. Ólafur Einars-
son, fuglafræðingur hjá Náttúru-
fræðistofnun, telur líklegast að
þarna hafi verið um að ræða fugla
er hafi lent í hrakningum og lent til
að hvíla sig.
Ólafur var í síðustu viku á Norð-
urlandi að fylgjast með álftum og
gæsategundum, en mjög mikið af
fugli hefur sést fyrir norðan. Taln-
ingar á álft á vetrarstöðvum á ís-
landi og Skotlandi sýna að stofninn
hefur stækkað úr 15-16 þúsund
fuglum 1985 í um 19 þúsund 1991.
Beðið er eftir niðurstöðum talninga
frá þessum vetri. ■
Bílainnkaup í mars
52% meiri en í fyrra
„Jólainnkaup"
í marsmánuöi
Vöruinnflutningur landsmanna
nam hátt í 9,1 milljarði króna í
mars, sem er 34% meira heldur en
í sama mánuði í fyrra, og t.d.
töluvert meira heldur en jólainn-
kaupin í nóvember og desember.
Þetta á einnig við um innflutning
matvæla og innkaup á neysluvör-
um voru nú meiri en í jólamán-
uðinum. Innflutningur fólksbíla
er líka rúmlega 50% meiri en í
mars í fyrra í krónum talið, en
bílafjöldinn hefur hins vegar auk-
ist um þriöjung (úr 535 í 712) sem
bendir til að menn kaupi nú dýr-
ari bíla. Útflutningurinn í mars-
mánuði er aftur á móti 3% minni
en í fyrra. Þetta þýðir að afgangur.
á vöruskiptajöfnuði í mars er nú
2,6 milljörðum minni en fyrir
ári, samkvæmt skýrslum Hag-
stofunnar. ■
Þingflokkur Sjálfstœö-
isflokksins:
Geir for-
maður
Þingflokk-
ur Sjálf-
s t æ ð i s -
flokksins
frestaði í
gær að
taka af-
stööu til
skipanar
f járlaga- ^e,r Haarde.
nefndar og utanríkismála-
nefndar, eins og til stóð að
gert yrði. Mun þingflokkur-
inn taka sér tíma til að af-
greiða þau mál.
Hins vegar var kosið í
stjórn þingflokksins. Geir
Haarde var endurkjörinn
formaður þingflokksins,
Sigríður Anna Þórðardóttir,
varaformaður og Sólveig
Pétursdóttir ritari þing-
flokksins. ■
Sérfræðingar búast við fremur
lélegri laxveiði í sumar. Sér í lagi
búast menn vib lélegri veibi í
ám á Norburlandi og Norbaust-
urlandi. Óvenju fá seibi virtust
ganga í sjó fyrir ári síban og
jafnframt bendir allt til ab
minna verbi af tveggja ára laxi
en í mebalári.
Veiði í vötnum hófst um mán-
aðarmót og vorveiöi á sjóbirtingi
eða göngusilungi er að byrja. Lax-
veiði í ám er heimil eftir 20. maí
þó yfirleitt hefjist veiðin ekki fyrr
en nokkru síöar.
Að sögn Guðna Guðbergssonar,
fiskifræðings hjá Veiðimálastofn-
un, eru ekki horfur á góðri lax-
veiöi í sumar og allar líkur til þess
að aflinn verði undir meðallagi.
Sérstaklega á þetta við um árnar á
Norðurlandi og Norðausturlandi.
Verulega marktæk fylgni hefur
mælst á milli veiða á smálaxi og
stórlaxi árið eftir, þ.e.a.s. laxi sem
hefur veriö eitt ár í sjó og laxi sem
hefur verið tvö ár í sjó. Upp undir
helmingur af aflanum í ám á
Norður- og Austurlandi er stórlax.
í fyrra var smálaxaveiði léleg sem
gefur ekki tilefni til bjartsýni varð-
andi veiðina í sumar. Guðni segir
að menn óttist jafnframt að smá-
laxagengdin verði ekki sérlega
sterk heldur.
„Við metum þaö út frá því, að
göngurnar út fyrir ári síðan virtust
vera seinar og frekar lítið af seiö-
um sem gengu, þannig að það er
ekki sérlega bjart yfir því heldur,"
segir Guðni.
Á síðasta ári voraði seint á Norð-
urlandi og það er m.a. talin hugs-
anleg skýring á því að hluti þeirra
seiða sem áttu að ganga í sjó fyrir
ári síðan sátu eftir í ánum.
Hins vegar verður að geta þess
að dánartala laxa í sjó er mjög
breytileg. Ef dánartala laxa í sjó
hefur verið lág udanfarin misseri
gæti það t.d. orðið þess valdandi
að fleiri fiskar koma til baka, en aö
sögn Guðna er ekki hægt aö ráöa í
þann þátt á þessu stigi.
Erfitt er að spá fyrir um vatna-
veiðina í ár, en á síðasta ári veidd-
ist nokkuö vel í helstu veiöivötn-
um landsins og þess vegna eru
menn ekki svartsýnir á veiðina í
sumar. ■
Fremur drœmt útlit meö veiöi í laxám fyrir noröan og austan í sumar:
Búist við lélegri
laxveiði í sumar
Óskar Cuömundssor, var ab veiba á flugu í Ellibavatni ígœr. Hann var ekki búinn ab fá fisk þann daginn þegar
Tímann bar ab garbi en hafbi fengib fjórar bleikjur og urriba ífyrradag. Tímamynd: cs
Vinnustöbvun boðuð a fiskiskipaflotanum
Farmanna- og fiskimannasam-
band íslands, Sjómannasam-
band íslands og Vélstjórafélag
íslands hafa boðað verkfall á
fiskiskipaflotanum með þriggja
vikna samningsbundnum fyrir-
vara. Hafi samningar ekki tek-
ist fyrir þann tíma, eba fyrir 25.
maí nk. skellur á verkfall á öll-
um fiskiskipaflotanum ab Vest-
firbingum undanskildum. Búist
er vib ab ríkissáttasemjari kalli
deiluaðila fljótlega til sátta-
fundar.
Sævar Gunnarsson, formaður
Sjómannasambands íslands, segir
aö samtök sjómanna hafi ákveðiö
aö boða til vinnustöðvunar þar
sem ekki hefur enn tekist aö ganga
frá gerð nýrra kjarasamninga fyrir
áhafnir fiskiskipa. Helstu kröfur
sjómanna em að samið verði um
skýr ákvæði í kjarasamningum
varðandi samskipti sjómanna og
útvegsmanna um ráðstöfun aflans
og það fiskverö sem er greitt til sjó-
manna. Samtök sjómanna krefjast
þess einnig aö lokið verði viö gerð
samninga fyrir veiðigreinar sem
ekki em til samningar fyrir, ásamt
öðrum kröfum.
Jónas Haraldsson skrifstofustjóri
LÍÚ segir að þessi boðun vinnu-
stöðvunar hefði komið sér á óvart.
Hann vildi ekki tjá sig um málið
að öðru leyti í gær og sagði aö þaö
ætti eftir að kynna þaö fyrir stjórn
LÍÚ.
Formaður SSÍ segir að ítrasta
krafa sjómanna sé að allur fiskur
fari á markað. Hann segir að sjó-
menn muni ekld standa upp frá
komandi samningagerð öðruvísi
en að komib verði í veg fyrir að
„Jón Jónsson geti samið við Jón
Jónsson um aö selja Jóni Jónssyni
fiskinn á 20 krónur ldlóið."
Hann segir sjómenn vilja forð-
ast lagasetningu í lengstu lög og
að gengib verði frá þessum málum
við samningaborðið. En eins og
kunnugt er þá batt þáverandi ríkis-
stjórn Davíðs Oddssonar endi á
tveggja vikna verkfall sjómanna á
fiskiskipaflotanum með bráða-
birgðalögum um miðjan janúar í
fyrra þegar tekist var á um kvóta-
braskið.
Innan vébanda samtaka sjó-
manna eru um fimm þúsund sjó-
menn. Ef til verkfalls kemur missir
annar eins fjöldi fiskvinnslufólks
vinnuna og því mun verkfallið
hafa gríðarleg áhrif um land allt
nema Vestfirði. En vestfirskir sjó-
menn standa utan við boðaöa
vinnustöðvun enda eru samningar
þeirra taldir betri en almennt gerist
meðal sjómanna í öðrum lands-
fjórðungum. ■