Tíminn - 04.05.1995, Side 6

Tíminn - 04.05.1995, Side 6
6 Fimmtudagur 4. maí 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM „Klerkar í klípu" hljóta góba dóma Leikfélag Sauðárkróks hefur hlotið góða dóma fyrir gam- anleikinn „Klerkar í klípu" eft- ir Philip King. Leikritið var sýnt út Sæluvikuna og var aö- sókn með því besta sem þekkst hefur á Sæluviku hing- að til. Sveinn Guðmundsson um viðskilnað sinn vib félaga sína í Hrossaræktarsam- bandi Skagafjaröar: „Geng út meb rýting í baki" „Ég hafði ekki hugsaö mér að hætta með þessum hætti og taldi mig eiga annað skilið frá þessum hrossaræktar- mönnum en að ganga út með rýtinginn í bakinu," sagði hinn kunni hrossaræktarmaö- ur, Sveinn Guðmundsson, er hann gekk út af aðalfundi Hrossaræktarsambands Skaga- fjarðar, sem haldinn var fyrir skömmu. Þetta gerðist í kjöl- far deilna, sem áttu sér stað vegna sölu HS á stóðhestinum Vafa frá Kýrholti til Danmerk- ur. Sveinn hafði spurnir af því að frammi í héraði væri á ferð undirskriftalisti þar sem sam- þykktar væru vítur á hann og annan stjórnarmann, Skafta Steinbjörnsson á Hafsteins- stöðum, út af því hvernig staðið var að sölunni á Vafa. Sveinn lýsti eftir þessum lista á fundinum, en þrátt fyrir ít- rekanir kom þessi listi ekki fram. Sveinn sagðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs og jafn- framt myndi hann segja af sér formennsku í stjórn Vind- heimamela hf. Sárindi hans eru því greinilega mikil, en mál manna er að enginn eigi jafn mikinn þátt í uppbygg- ingunni á Vindheimamelum og Sveinn, og allir þekkja hans þátt í hrossarækt í Skaga- firði. rnÉTTnninnrn SELFOSSI Stórframkvæmdir á teikni- boröinu viö Geysi: 4000 fermetra lúxushótel Aö Geysi í Haukadal er þessa dagana verið að byggja 210 fermetra veitingasal, sem er samtengdur Hótel Geysi. Jafnframt þessu er ráðgert að á næstu árum veröi gistirými hótelsins fjórfaldaö og reistir ráðstefnusalir með útsýni yfir hverasvæðið, þar sem um 500 manns geta setið á fundum. Teikningar að þessu stóra hót- eli, sem mun rúma um 100 manns í gistingu í lúxus, liggja fyrir og hafa verið sam- þykktar af byggingarfulltrúa Biskupstungnahrepps. Að sögn Más Sigurðssonar hótelstjóra er reiknað með að framkvæmdir við þetta verk hefjist á þessu eða næsta ári, en fyrri hluta framkvæmda verði lokið innan þriggja ára, Elva Björk Cuömundsdóttir, Guöbrandur Cuöbrandsson og CuönýAx- elsdóttir í hlutverkum sínum. það er áður en ferðamanna- vertíðin hefst árið 1998. í þeim hluta felst bygging hót- els sem verður eins í lögun og núverandi hótelbygging, en milli húsanna verður tengi- bygging úr gleri með tveimur 250 manna ráðstefnusölum. Úr öllum þessum húsum verb- ur útsýn yfir hverasvæbið. í seinni hluta framkvæmd- anna er síðan hóteláima, sem liggur í suður frá hinum bygg- ingunum tveimur og miðja vegu á milli þeirra. Alls nemur þessi viöbót rúmlega 300 fer- metrum að gólffleti og fer stærsti hluti þess undir gisti- herbergi í lúxusflokki. Fyrir er Hótel Geysir í rúmlega 100 fermetra húsi, auk sundlaug- arbyggingarinnar o.fl. húsa. Við Hótel Geysi starfa frá 7 til 20 manns, en hótelið er opið allan ársins hring og árs- verk eru 10-15. Við stækkun- ina er búist við að fjöldi árs- verka þrefaldist. Eigendur hót- elsins eru hjónin Sigríður Vil- hjálmsdóttir og Már Sigurös- son frá Haukadal. Slmritm trium n mm$lyiimtmyim»IA é Smimrmtljmm XÍÍKUR KEFLAVIK Bláa lóniö: 200 manna tjald og miklar endur- bætur á bab- ströndinni Framkvæmdum við pall undir 200 manna tjald á ströndinni við Bláa lónið er ab ljúka. Pallurinn er 200 fer- metrar ab stærð og á næstu dögum verður risastóru heils- árstjaldi tjaldað við lónið. Meb tjaldinu verður rigningin lokuð úti og fjörið verður í tjaldinu, þegar veislur eða aðr- ar uppákomur verða við lón- ib. Kristinn Benediktsson hjá Bláa lóninu sagði að það færð- ist í vöxt að stórir starfs- Frá framkvæmdum viö nýja 220 fermetra pallinn þar sem tjaldaö veröur 200 manna heilsárstjaldi. Meö tilkomu tjaldsins opnast miklir möguleikar fyrir ýmsar uppákomur viö Bláa lóniö. mannahópar færu fjölskyldu- ferðir þar sem hápunktur ferð- arinnar væri útigrillveisla í skemmtilegu umhverfi. Rign- ingarsuddi hefði oft sett grill- veisluna úr skorðum, en með tilkomu tjaldsins yrði það úr sögunni. Sparisjóöur Þórshafnar og nágrennis: Eingöngu konur kosnar í stjórn af ábyrgbarmönnum Á aðalfundi Sparisjóðs Þórs- hafnar fyrir skömmu voru kjörnar af ábyrgðarmönnum Kristín Kristjánsdóttir stjórn- arformaður, Jóna Þorsteins- dóttir ritari og Þorbjörg Þor- finnsdóttir meðstjórnandi. Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi ísl. sparisjóba mun þetta vera fyrsti og eini spari- sjóður landsins þar sem allir stjórnarmenn, kosnir af ábyrgöarmönnum, eru konur. Hagnabur af rekstri síðasta árs varð 6,8 milljónir. Vígreifir verktakar meö hótelstjóranum á Geysi. Frá vinstri Þorsteinn Þórarinsson, Már Sigurösson, Björn Guömundsson og Árni Leósson. Hlíf mótmœlir hœkkun vaxta: Klipib af launa- hækkun verkafólks Verkamannafélagiö Hlíf í Hafnarfiröi mótmælir harö- lega vaxtahækkun bankanna og vítir um leiö þaö óheil- brigba samráö, sem bankarnir hafa sín í milli um vaxtamál. í ályktun stjórnarfundar, sem haldinn var að morgni 1. maí sl., er tekið undir með við- skiptaráðherra að hækkun vaxta muni leiða til verri af- komu fyrirtækja og gerir skuld- ugum heimilum erfibara að standa við skuldt indingar sín- ar. Þá mótmælir félagið alveg sérstaklega vaxtahækkunum með hliðsjón af síðustu kjara- samningum. Félagið telur ab bankar og aðrar peningastofnanir verði að kunna sér hóf í vaxtamálum, því nóg sé komið af gjaldþrot- um hjá heimilum í landinu. Stjórnin lýsir fullri ábyrgð á hendur þeim aðilum, sem klípa af þeirri litlu launahækkun sem verkafólk fékk í síðustu kjara- samningum. Ennfremur er lýst yfir andstyggð á ummælum Sverris Hermannssonar banka- stjóra að þeir, sem setja sig upp á móti óþarfa vaxtahækkunum og gróða bankanna, tali eins og flón. Stjórn Hlífar telur að bankarnir eigi aö vera fyrir fólk- ið, en ekki öfugt. ■ SUJ lýsir áhyggjum Rýr hlutur kvenna, þoku- kenndar óskir um árangur eigin verka og velferbarmál sem skiptimynt, er þaö sem einkennir stjórnarmyndun Framsóknarflokks og Sjálf- stæbisflokks, ef marka má ályktun Sambands ungra jafn- aöarmanna í tilefni stjórnar- skijitanna á dögunum. Alyktunin ber með sér að ungir jafnabarmenn eru svart- sýnir á að nýju stjórninni takist að vinna þarft verk, en hafa þó sérstakar áhyggjur af því að hana bresti kjark til að sækja um aðild að Evrópusamband- inu. Þá lýsir SUJ áhyggjum af því að vald hagsmunahópa í sjávar- útvegi og landbúnaði muni aukast verulega, auk þess sem lýst er áhyggjum af stjórn vaxta- og peningamála. Bent er á aö lenging húsnæð: islána muni leiða til hækkunar á ávöxtunarkröfu og kunni af- föll húsbréfa að aukast um helming. Þá er þeirri ráðstöfun harðlega mótmælt að sami ráð- herra fari með umhverfis- og landbúnaöarmál. ■ Kvikmynd um Raufarhöfn Frá Þórtii Ingimarssyni, fréttaritara Tímans á Akureyri: Þessa dagana er unnið að töku kvikmyndar um Raufarhöfn. Höf- undur myndarinnar er Örn Ingi Gíslason, fjöllistamaður á Akur- eyri, en hann hefur auk þess að vinna að myndlist fengist við blaðaútgáfu, leikstjórn og gerð sjónvarpsefnis. Myndinni er ætl- að að gefa innsýn í líf fólksins í þessu sjávarplássi á ströndinni mót nyrsta hafi og er helmingur hennar tekinn nú í lok vetrar og byrjun sumars. Síðari hluti mynd- arinnar verður tekinn í sumar, en þá halda íbúar Raufarhafnar upp á 50 ára afmæli Raufarhafnar- hrepps. Áriö 1945 var Raufarhöfn klofin frá Presthólahreppi, að ósk annarra íbúa þessa víölenda sveit- arfélags en Raufarhafnarbúa sjálfra, er ekki vildu deila sveitar- félagi með þessu útvegsplassi, og því var stofnað til sérstaks sveitar- félags um byggbina í þorpinu. ■ Konur ráöa ríkjum íbúar í Helgafellssveit og Stykkis- hólmi hafa loks fengib sig full- sadda af því að velta málefnum sveitarfélaganna upp á kjörboröið, en er frambobsfrestur vegna fimmtu kosninganna á hálfu öðru ári rann út í fyrradag kom aðeins fram einn iisti í báðum sveitarfé- lögum. Báðir listarnir eru sjálfkjörnir, en í Helgafellssveit þykir það sæta tíb- indum að þar hafa konur nú öll völd. Karlar eru þó varamenn í stjórn Helgafellssveitar. Fylgi stjórnmálaflokka í síðustu kosningum var látið ráða hlutföll- um á eina listanum sem fram kom í Stykkishólmi. ■ Villikötturinn Sælgætisgerðin Freyja hefur sett nýja tegund sælgætis á markaö- inn, sem hefur hlotiö nafniö Villiköttur og bætist því í viða- mikla flóru íslensks sælgætis á markaðnum. Um er ab ræba 50 gr súkkulaðistöng með kexi, kornkúlum og karamellufyllingu. Nafnið hæfir sælgætinu vel, því bæði útlit og sú tilfinning, sem er þegar súkkulabistöngin er borð- uö, er dálítiö villt. ■

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.