Tíminn - 04.05.1995, Qupperneq 11

Tíminn - 04.05.1995, Qupperneq 11
Fimmtudagur 4. maí 1995 11 Valgerður Tryggvadottir Fædd 21. janúar 1916 Dáin 14. apríl 1995 I. „Ég er fædd og uppalin í kon- ungsríkinu íslandi og ber þess merki. Þá lifði þjóðin í þessu landi í samræmi við þá möguleika sem landið hefur upp á að bjóða. En nú finnst mér stundum eins og ég þekki ekki þessa svokölluöu lýð- veldiskynslóð þessa lands og mér finnst það raunalegt." Þannig lauk Valgerður Tryggvadóttir frá- sögn sinni af Alþingishátíðinni 1930 í útvarpsþætti árið 1985, en faðir hennar, Tryggvi Þórhalls- son, var þá forsætisráðherra ís- lands. Orð hennar lýsa söknuði eftir því liðna og vonbrigðum með þróun þjóðmála. Valgerður var fjórtán ára á Al- þingishátíðinni. í útvarpsþættin- um kemur fram hrifning hennar á þúsund ára hátíðinni, sem efldi sjálfstæði þjóðarinnar og trú á landið: „Þjóðin var sátt við sjálfa sig, hreykin af menningararfin- um og hún sýndi samstöðu sem aldrei fyrr né síðar og bar þess vegna gæfu til þess að hafa for- ystumenn sem siglt gátu heilu skipi í höfn." Fátt hefur mótað sjálfsmynd okkar meira en íslendingasögur. Ungir menn fóru utan til að afla sér frægðar og frama, heimsóttu konunga og jarla og þágu af þeim mikinn sóma. Konur voru ekki með í för. En árið 1930 sóttu Danakonungur og Svíaprins ís- lendinga heim. Og Valgerður lýs- ir því í útvarpsþættinum þegar Kristján X bauð henni í konungs- veislu og henni var skipað til sæt- is á milli konungsins og Alex- andrinu drottningar. Og konung- t MINNING ur bauð henni upp í fyrsta dans- inn og þau dönsuðu ein á gólfinu og allir horfðu á. Það er engum blöðum um það að fletta að Valgerður dáði og dýrkaöi föður sinn, en hún var nítján ára er hann féll frá. „Hann var rólegur og bjartur eins og allt- af," sagði hún þegar hún lýsir honum þar sem hann kom gang- andi eftir Tjarnargötunni þing- rofsdaginn 1931 með mannfjöld- ann á eftir sér. Hún hljóp á móti honum og þau gengu saman heim í ráðherrabústaðinn. Ljóst er að sú reynsla, sem Valgerður varð fyrir sem dóttir stjórnmála- manns, hefur haft djúptæk áhrif á hana. Valgerði var fjarska annt um minningu föður síns. Mér er kunnugt um að hún fylgdist ná- kvæmlega með öllu sem skrifað var um föður hennar og hafði samband við þann sem í hlut átti til að láta í ljós álit sitt, velþóknun eða vanþóknun. Ég geri ráð fyrir að við höfum báðar verið ósáttar með þá mynd, sem Guðjón Frið- riksson dregur upp af sambandi Tryggva og Jónasar afa míns í sögu hans. II. Það var þrjátíu árum eftir Al- þingishátíðina að ég unglingur- inn kom inn á heimili Valgerðar í Garðastræti. Athygli mína vöktu ljósmyndir sem héngu á veggn- um. Þær voru flestar af föbur hennar við opinberar athafnir, margar frá Alþingishátíðinni. Þetta sumar fórum við Valgerður' á hestum Fjallabaksleið. Á þeim tíma voru slíkar skemmtiferðir inn á hálendið sjaldgæfar, enda var meirihluti ferðafélaganna Þjóbverjar. Bíll fylgdi okkur með vistir og tjöld, en séð var um alla matseld fyrir hópinn. Ég á mynd af Valgerði sem tekin var í ferð- inni. Hún er hávaxin, brosandi, hárið dökkt og vindsveipur í hár- inu. Hún stendur eilítið gleið með hendur á mjöbmum, klædd reið- fötum. Það sér í hvít tjöld, bogr- andi fólk, fjall og himin. Valgerb- ur tók mig að sér í þessari ferð eins og ég væri dóttir hennar, af ástúð og stjórnsemi. Valgerður var höfðingi í sjón og raun og kvenskörungur hinn mesti. Hún hafði ákveðnar pólit- ískar skobanir, var mikill þjóöern- issinni og hafði ríka réttlætis- kennd. Við Valgerður vorum báð- ar ákafir stuðningsmenn Vigdísar Finnbogadóttur í forsetakosning- unum 1980. Ég tók eftir því að hún umgekkst frambjóðandann af sömu móðurlegu stjórnsem- inni og mig forðum. í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar voru nokkrir Reykvíkingar fengnir til að rifja upp endurminningar sínar á sam- komu á Kjarvalsstöðum. Meðal þeirra var Valgerður Tryggvadótt- ir. Hún greindi frá æskuheimili sínu í Laufási, leikjum þeirra barnanna og fólkinu í nágrenn- inu. III. Hús þeirra Valgerðar og dr. Hallgríms Helgasona- í Olfusi teiknabi Þórir heitinn Baldvins- son arkitekt. Húsið var byggt sem eins konar umgjörð eða rammi um þá hluti sem Valgerði þótti vænst um. í eldhúsinu var stór skápur með glerhurðum. Ýmsum smáhlutum hafði verið raðað í hillurnar og öllum gefið pláss til að njóta sín. Valgerður opnaði skápinn og tók fram greiðu í silf- urhulstri. Greiöan lá í lófa hennar og hún sagði mér að þetta væri fermingargjöfin frá afa mínum og ömmu. Þannig átti hver hlutur sinn stað og sína sögu. Og fyrir utan húsið var landið ug fjallið, sem kennt er við fyrsta land- námsmanninn, og Ölfusáin féll vatnsmikil og straumþung til sjávar. Valgerður sagði við mig eftir að þau hjónin fluttu aftur í bæinn aö ég skyldi heimsækja þau í Laufási, en þaö varð aldrei. Fundum okkar Valgerbar bar síðast saman á Gauki á Stöng. Þá bjó ég erlendis, en var á íslandi í sumarfríi. Nú er ég komin heim, en hún er horfin yfir móðuna miklu. Blessuð sé minning henn- ar. Gerður Steinþórsdóttir DAGBÓK Fimmtudaqur 4 maí 124. dagur ársins - 241 dagur eftir. 18. vlka Sólris kl. 4.51 sólarlag kl. 22.00 Dagurinn lengist um 7 mínútur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrennl Bridskeppni, tvímenningur, í Risinu kl. 13 í dag. Almennur félagsfundur FEB verður í Risinu mánudaginn 8. maí kl. 17. Kosning 14 fulltrúa á aðalfund Landssambands aldr- aðra, sem haldinn verður dagana 7. og 8. júní n.k. Félag kennara á eftirlaunum Skemmtifundur og abalfundur verður í Kennarahúsinu við Lauf- ásveg laugardaginn 6. apríl kl. 14. Árnesingafélagib í Reykjavík ætlar ab mæta til messu í Selja- kirkju sunnudaginn 7. maí kl. 14. Öllum boðið upp á messukaffi í safnaðarheimilinu að athöfn lok- inni. Árnesingakórinn syngur. Allir velkomnir. Vorsveifla Kvennakórs Reykjavíkur Kvennakór Reykjavíkur heldur vortónleika í Langholtskirkju dagana 4. maí kl. 20.30 og 6. maí kl. 17. Auk kórfélaga (sem eru eitt hundrað) koma fram smærri hóp- ar, þ.m.t. Vox Feminae og Gospelsystur ásamt Signýju Sæ- mundsdóttur sópran. Svana Vík- ingsdóttir leikur undir á píanó. Einnig leikur tríó Aðalheiðar Þor- steinsdóttur, skipað Aðalheiöi Þorsteinsdóttur sem leikur á pí- anó, Gunnari Hrafnssyni sem Eiginmaður minn Sigurjón Björnsson Vík í Mýrdal verður jarösunginn frá Víkurkirkju laugardaginn 6. maíkl. 14.00. Fyrir hönd ástvina Sigurbjörg Guðmundsdóttir ldkur á kontrabassa og Ásgeiri Óskarssyni sem leikur á slagverk. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir. Raddþjálfari kórsins er Björk Jónsdóttir. Á efnisskránni verða lög úr íslenskum leikritum, negrasálmar og auk þess lög úr óperum og söngleikjum. Flugleibahlaup í kring- um Reykjavíkurflugvöll í kvöld, fimmtudag, kl. 19 hefst Flugleiðahlaupið 1995 við Hótel Loftleiðir og verður hlaupin 7 kílómetra vegalengd í kringum Reykjavíkurflugvöll. Hlaupið, sem er á vegum Trimmklúbbs Flugleiða, er öllum opib og verður hlaupið í fjórum aldursflokkum. Allir þátttakendur, sem ljúka hlaupinu, fá verðlaunapening og aöalverðlaun hlaupsins verða dregin út í lokin, þannig ab allir sem taka þátt hafa jafna mögu- leika til ab hljóta þau án tillits til þess í hvaða sæti þeir lenda. Verð- launin em flugfarmibi á Evrópu- leiðum Flugleiða, gisting og morgunverður á Scandic Hótel Loftleiðum og kvöldverður fýrir tvo í Blómasal Hótel Loftleiða. Að auki verða veitt sérverðlaun fyrir 3 fyrstu sætin í öllum aldursflokk- um. Skráning fyrir hlaupið hefst kl. 17 í dag ab Scandic Hótel Loft- leiðum. Þátttökugjald er 500 krónur. Skyndihjálparnámskeiö Rauba krossins Reykjavíkurdeild RKÍ gengst fyrir tveimur námskeiðum í skyndihjálp. Fyrra námskeiðiö hefst sunnud. 7. maí kl. 11. Kennt verbur til kl. 17. Einnig verður kennt sunnud. 14. maí. Nám- skeiðiö verður í Fákafeni 11. Síðara námskeiðið hefst mánu- daginn 8. maí kl. 19. Kennt verð- ur til kl. 23. Kennsludagar verða 8., 9. og 11. maí. Námskeiðið verður haldiö í Ármúla 34. Þeir, sem hafa áhuga á ab kom- ast á námskeiðin, geta skráð sig í síma 688188 frá kl. 8-16. Söngnámskelb á Hvolsvelli Dagana 25.-28. maí n.k. mun Ágústa Ágústsdóttir söngkona halda söngnámskeið í húsakynn- um Tónlistarskóla Rangæinga á Hvolsvelli. Margvíslegir - gistimöguleikar eru á Hvolsvelli, öll almenn þjón- usta og fyrirgreiösla til fyrirmynd- ar í fögru umhverfi, og daglegar áætlunarferðir eru frá Reykjavík. Námskeiðið er einnig hægt að sækja sem áheyrandi og þá dag í senn, fyrir alla lærða og leika, sem áhuga hafa á að sjá og heyra hvernig söngkennsla fer fram. Námskeiðiö stendur sem fyrr segir í 4 daga og lýkur meb tón- leikum þar sem allir þátttakendur syngja nokkur lög eftir getu hvers og eins. Tilkynna þarf þátttöku fyrir 15. maí til Agnesar Löve í síma 98- 78260 eða 98-78282. Hún veitir einnig allar nánari upplýsingar. HM-ís í íslensku fánalit- unum í tilefni af heimsmeistara- keppninni hér á landi býður ís- búðin í Kringlunni nú sérstakan HM-ís í íslensku fánalitunum. Mókollur, lukkudýr keppninnar, og stjörnuljós fylgja hverjum ís til að minna landann á íslenska jarð- kraftinn, frostib og funann, sem vonandi skila sér í kraftinum hjá strákunum okkar í íslenska lands- liðinu. APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavík frá 28. aprfl tll 4. mal er f Borgar apótekl og Grafarvogs apótekl. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnu- dögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar f sfma 18888. Neyðarvakt Tannlæknafélags íslands er starfrækt um helgar og á stórhátiðum Slmsvari 681041. Hafnarfjörður: Hafnarfjaröar apótek og Norðurbæjar apó- tek eru opfn á vlrkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar i símsvara nr. 51600. Akureyrt: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvökf-, nælur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I því apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00-12.00 og 20.0u 21.00. Á öðrum tímum er ‘yfjafræðingur á bakvakt. Upplýs- ingar eru gefnar I síma 22445. Apótek Keflavlkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgkfaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00- •18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 8.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garðabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR 1. maí 1995 Mánabargrei&slur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 12.921 1 /2 hjónalífeyrir 11.629 Full tekjutrygging eililifeyrisþega 23.773 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 24.439 Heimilisuppbót 8.081 Sérstök heimilisuppbót 5.559 Barnalífeyrir v/1 barns 10.794 Meölag v/1 barn 10.794 Mæöralaun/feöralaun v/1 barns 1.048 Mæbralaun/febralaun v/ 2ja barna 5.240 Mæbralaun/febralaun v/ 3ja barna eba fleiri 11.318 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaba 16.190 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaba 12.139 Fullur ekkjulífeyrir 12.921 Dánarbætur í 8 ár (v/ slysa) 16.190 Fæbingarstyrkur 26.294 Vasapeningar vistmanna 10.658 Vasapeningar v/ sjúkratrygginga 10.658 Daggreibslur Fullir fæbingardagpeningar 1.102,00 Sjúkradagpeningar einstaklings 552,00 Sjúkradagp. fyrir hvert barn á framfæri 150,00 Slysadagpeningar einstaklings 698,00 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri 150,00 Vinsamlega athugib ab bætur eru lægri í maí en í apríl, því í apríl var greidd hækkun aftur í tímann. GENGISSKRÁNING 3. maf 1995 kl. 10,54 Opinb. viðm.gengi Genjl Kaup Sala skr.fundar Bandarfkjadollar ....62,84 63,02 62,93 Sterlingspund ..101,39 101,67 101,53 Kanadadollar ....46,20 46,38 46,29 Dönsk króna ..11,625 11,663 11,644 Norsk króna ..10,140 10,174 10,157 Sænsk króna ....8,582 8,612 8,597 Flnnskt mark ..14,799 14,849 14,824 Franskur franki ..12,816 12,860 12,838 Belgfskur franki ..2,2162 2,2238 2,2200 Svissneskur franki.. ....55,49 55,67 55,58 Hollenskt gyllini ....40,85 40,99 40,92 Þýsktmark ....45,77 45,89 45,83 ítölsk Ifra 0,03767 0,03783 6,525 0,03775 6,513 Austurrfskur sch ....6,501 Portúg. escudo ..0,4318 0,4336 0,4327 Spánskur peseti ..0,5105 0,5127 0,5116 Japanskt yen ..0,7557 0,7579 0,7568 ..103,03 103,45 99,54 103,24 99,34 Sérst. dráttarr ....9934 ECU-Evrópumynt ....83,66 83,94 83,80 Grfsk drakma ..0,2803 0,2813 0,2808 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.