Tíminn - 07.06.1995, Síða 4
4
Mi&vikudagur 7. júní 1995
ffiiim
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 5631600
Símbréf: 5516270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerð/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf.
Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö ílausasölu 150 kr. m/vsk.
Óheppileg
verkfallsboðun
Síöan einhvers konar aöalkjarasamningar milli vinnu-
veitenda og Alþýöusambandsins voru geröir í febrúar
sl. hefur hvert verkfalliö rekiö annaö. Flest enda meö
því aö þeir sem hörkunni beita ná fram allmiklu betri
samningum en láglaunafólkiö sem var látiö ryöja
brautina í nafni stærstu verkalýössamtakanna. Er þaö
gömul saga og ný og duglr ekki um aö fást þar sem
heföin í stéttabaráttunni innan launþegahreyfinganna
er orðin sterkari en svo aö við veröi ráöiö, hvað sem
öllu jafnréttistali líður, eöa orðaþjónkun viö tuggna um
að bæta beri kjör hinna lægstlaunuöu.
Þegar misjafnlega fjölmennar starfsstéttir fá kjör sín
bætt meö verkfallsaðgerðum eöa hótunum, er þaö rétt-
lætt meö því aö viðkomandi starfsfólk hafi dregist aftur
úr einhverjum á einhverju tímabilíT Þeir sem hjara viö
febrúarsamningana þegja þunnu hljóöi, enda eru þær
starfsstéttir flestu vanar af aðilum vinnumarkaöar.
Enn eru nokkur verkföll óútkljáð og önnur hafa enn
ekki skolliö á. En þau veröa sjálfsagt leyst meö einhvers
konar leiöréttingum til handa þeim sem „dregist hafa
aftur úr."
Alvarlegasta vinnudeilan sem enn er óútkljáð er hót-
un starfsmanna álversins í Straumsvík um aö leggja
niöur störf ef samningar nást ekki meö ööru móti. Á
sínum tíma samdi ísal um allnokkuð betri kjör til
handa sínu starfsfólki en gerist á almennum vinnu-
markaði til aö koma í veg fyrir verkföll. Ástæðan er al-
kunn, ef álveriö stöövast tekur langan tíma og mikiö
fjármagn að koma rekstrinum aftur í samt lag.
En þótt álbræðslan stöövist í ótiltekinn tíma er hægt
aö bæta þann skaða. En þaö skaöræöi sem verkfallshót-
un veldur með því aö gera ísland tortryggilegt í augum
erlendra fjárfesta veröur seint bætt og kannski aldrei.
Ef starfsmenn í Straumsvík og forysta verkalýðsfélag-
anna í umdæminu halda að samningsviðræður um
stækkun reki á eftir stjórn ísals og eigenda álversins aö
semja er það mikill misskilningur. Þvert á móti er ekk-
ert líklegra en aö verkfallshótun bindi enda á frekari
viöræöur um stækkun. Svona tiltektir hafa einnig áhrif
á aöra fjárfesta sem verið er aö vonast til aö reisi annaö
álver suöur meö sjó. Ekki þarf aö orðlengja hvers þjóö-
arbúskapurinn meö sín ónýttu orkuver fer á mis ef ekk-
ert veröur úr þeim stóriðjuframkvæmdum sem nú er
rætt um að hafnar veröi.
Þeir sem hætta fé sínu í stórframkvæmdir á erlendri
grund gera kröfur um stjórnarfarslegan stöðguleika og
aö einhverjir hópar geti ekki gert eigur þeira að engu
meö geðþóttaákvörðunum. Kjaradeilur og verkföll er
það sem fjárfestar óttast hvaö mest og sneiða hjá ríkj-
um þar sem órói ríkir á vinnumarkaði.
Aö þessu leyti er verkfallshótunin í Straumsvík afar
óheppileg svo ekki sé meira sagt. Hér er ekki verið aö
taka afstöðu til hvort starfsfólki ísals ber aö fá hærri
laun og þá hver. Sjálfsagt eru kjör þeirra álíka rýr og
flestra annarra á láglaunalandinu íslandi, þar sem hver
þjóöarsáttin er gerö af annarri til aö létta skuldabyrði af
almúganum meö loforöum um aö lækka vexti og for-
senda þess er aö launin hækki ekki óhóflega.
Ef til vill skiptir ekki miklu úr því sem komiö er hvort
álverinu verður lokaö vegna verkfalls. Hótunin gerir
sama gagn. Hún vekur tortryggni og getur vel leitt til
þess aö Island veröi sett út af landakortinu sem land
sem óhætt er aö fjárfesta á.
Verkalýðsleiðtogar mættu gjarnan reyna aö öölast
meiri yfirsýn yfir sviöiö þegar þeir fara að munda vopn
sín.
Reyksjúkir pólitíkusar
Reyksjúklingar hafa upp á síö-
kastiö veriö aö færa sig nokkuö
upp á skaftiö í þjóöfélginu. Þetta
má m.a. sjá í þeirri hryggilegu
staöreynd aö núoröið er það
hreint ekki óalgengt að sjá ung-
linga reykja á götum úti, nokkuð
sem nánast var óþekkt fyrir aö-
eins örfáum árum.
Aukna kokhreysti reykinga-
manna má eflaust rekja til þess aö
heldur hefur verið slakað á í
áróðrinum gegn reykingum og
banni við reykingum hefur ekki
verið framfylgt af nægjanlegri
hörku.
Staðan er í rauninni oröin
þannig, að reyksjúkir hafa styrkt
svo vígstöðu sína aö þau heil-
brigðismarkmiö, sem eðlileg eru
hjá heilbrigðisyfirvöldum varð-
andi það aö útrýma reykingum,
eru í hættu. Fjölmargir viröast
ekki átta sig á að reykingafíkn er
sjúkt ástand sem bitnar bæði á
fjárhagi og heilsufari hinna heil-
brigðu og reyklausu. Slíkt er vita-
skuld óþolandi, ekki síst þegar
veriö er að tala um almennan
samdrátt og hvers kyns þjónustu-
gjöld í heilbrigöiskerfinu. Reyk-
lausir, eða heilbrigðir einstakling-
ar eru að taka á sig skerta heil-
brigðisþjónustu til viðbótar því
að taka þátt í að greiða fyrir
sjúkrakostnað þeirra sem eyðilagt
hafa hjá sér heilsuna með reyk-
ingum.
Mebferb fyrir
reyksjúka
Nýr heilbrigðisráðherra hefur
viðrab hugmynd um ab koma á
fót einhvers konar meðferðar-
stofnun fyrir þá sem eiga erfitt
með ab hætta að reykja samfara
hertum reglum um reykingar.
Slíkar hugmyndir yrðu liður í for-
vamarstarfi sem myndi skila sér,
þegar fram libu stundir, í lægri
sjúkrahúskostnaði sem lækkaði í
réttu hlutfalli við fækkun reyk-
ingamanna. Einhver herkostnað-
ur hlytist eflaust af þessari leið en
þó ekki meiri en svo að slíkt væri
fullkomlega réttlætanlegt. Hin
leiðin væri að taka upp sérstök
GARRI
„reykingagjöld" á sjúkrahúsum
þannig aö sjúklingar sem væru
búnir að reykja frá sér heilsuna,
vitandi vits um þá áhættu sem
þeir tóku, yrðu látnir borga meira
fyrir heilbrigðisþjónustuna en
þeir sem ekki reykja. Slíkt hins
vegar yrði eflaust flóknari og um-
deildari leið.
Pólitískir „co-alkar"
En þab veldur hins vegar mikl-
um vonbrigðum að heyra hvernig
undirtektir hugmyndir heilbrigð-
isráðherra hafa fengið. Sérstak-
lega virðast Alþýðuflokksmenn
telja það sterkt fyrir stjórnarand-
stöðu sína að vera á móti þessari
baráttu gegn reykingum og hvert
tækifæri er notað til ab gera með-
ferð fyrir reyksjúka tortryggilega.
Fyrrverandi heilbrigðisráöherra
talaði t.d. afar niðrandi um þessa
hugmynd núverandi heilbrigðis-
ráðherrra í sjónvarpsumræðun-
um um stefnuræðu forsætisráð-
herra. Hefur þessi sami maður þó
talað um nauðsyn hjálpar í þess-
um efnum þegar hann baðaði sig
í sviðsljósi fjölmiðla við að reyna
að hætta að reykja í beinni út-
sendingu fyrir nokkrum árum.
Nú hafa Alþýðuflokksfélögin á
Suðurnesjum býsnast yfir þessum
hugmyndum í ályktun, lýst
áhyggjum af kostnaöi og reynt að
blanda byggingu barnaspítala inn
í þetta mál til þess að gera þaö
sem tortryggilegast. Nútímalegur
jafnaðarmannaflokkur er þaö sem
forustumenn krata hafa jafnan
kallað flokkinn sinn, en það er
hins vegar lítið nútímalegt við
reyksjúka stjórnmálamenn sem
reyna að skora prik hjá reykinga-
mönnum með því að eyða um-
ræðunni um þann heilbrigöis-
vanda sem þeir í raun eru. Krat-
arnir eru eins og meövirku alk-
arnir, afneita bara vandanum og
láta sem ekkert sé. Það er ekki nú-
tíma jafnaðarmennska. Það er
gamaldags aulaháttur. Garri
Göng liggja til allra átta
Eftir ab síðasti krókakvóti var
kunngeröur létu útgerðarmenn
smábáta ófriölega og töldu marg-
ir að verib sé að kippa gundvellin-
um undan starfi þeirra. Kvótinn
var minnkaður og ef rétt er að
ekki sé hægt að gera út á þau býti
sem bjóðast stefnir óhjákvæmi-
lega í að hætt verður að gera út á
línu og minni bátar verða ein-
göngu til skemmtunar og útgerð
þeirra í atvinnuskyni hverfur.
Fram að skútuöld voru ver-
stöðvar miðaðar vib opna báta og
mynduðust þorp þar sem stutt
var á miðin. Þótt síðar hafi bæst
nótaskip og úthafstogarar í flot-
ann og aflasamsetning breyst hef-
ur það í engu breytt smábyggða-
stefnunni, sem miðar að því að
nýta þau gjöfulu fiskimið sem
hægt var að sækja á opnum róðr-
arbátum. Var sóknin miðuð við
að hefja róður að morgni og draga
seilar á land síðdegis.
Svona gekk þetta til í aldanna
rás og gerir enn. Það er að segja ab
skip, veiðarfæri og fiskislóð er
önnur, en byggðastefnur pólitík-
usana í héraði og á þingi eru allar
miðaðar við fráfærur til sveita og
tvíæringa og sexæringa sem ýtt er
úr vör og róið á fengsæl mið, helst
ekki lengra frá heimahöfn en svo
sem tvær til fjórar vikur sjávar.
Samgöngur og aftur
samgöngur
Mikiö kapp er lagt á ab vib-
halda byggb í gömlu verbúðun-
um og þorpunum sem mynduð-
ust á dögum þilskipa og Spánar-
markabar. Þegar útgerð verk-
smiðjuskipa frá gömlum
verbúðum gengur ekki lengur
upp er lausnarorðið byggbakvóti
og megi hann blessast eins og
önnur góð bjargráð til eflingar
fornra byggðahátta.
En ennþá mikivægara en eign-
arhald á glæsifleyjum og kvóta
eru samgöngur á landi, á sjó, und-
ir sjó. yfir sjó, í lofti og í jörðu
niðri. Þetta vita allir og þarf ekki
að rökstyðja eba um að ræöa.
Þegar uppvíst varð að stefnt sé
að því að banna smábátaútgerð,
eða setja trillukörlum stólinn svo
þvert fyrir dyrnar að þeir fari á
hausinn ef þeir reyna að nýta
heimaslóðina meb því að draga
fisk á færi eða línu fóru sumir að
hugsa um hvernig á nú að fram-
fylgja smábyggðastefnunni.
Á víbavangi
Trillukarl á Suðureyri við Súg-
andafjörð kom í útvarpið um
helgina og spurði hvað kvóta- og
fiskilaust þorp á ab gera við fjög-
urra milljarða jarðgöng til ísa-
fjarðar eða yfir í annað þorp sem
sem býr við svipað bjargræði.
Velgjöröarmenn
smábyggöanna
Sjómaðurinn tók fram að það
stæðist á endum ab í haust þegar
göngin verba fullgerð verður
hvorki fisk né atvinnu að fá í Súg-
andafirbi og tilgangslaust ab búa
þar lengur.
Svona dæmi kunna hinir miklu
samgöngufrömuðir og velgjörðar-
menn smábyggðastefnunnar ekki
að reikna, enda dæmiö aldrei lagt
upp á þann veg aö neitt skynsam-
legt vit fáist út úr því eba rökrétt
útkoma. En allaf má bjarga
byggðarlögum með því að skaffa
nokkra úthafsveiöitogara eða því-
umlíkt og aka með sjófrystan fisk
fram og til baka undir Vestfjarða-
fjöllin til að nýta samgöngubæt-
urnar til einhvers annars en vatn-
sveituframkvæmda.
Vestfirskir sjósóknarar eiga
annað og betra hlutskipti skilið
en að banna þeim fiskveiðar á
heimaslóð og fá tilgangslítil göt í
gegnum fjöll í staöinn. Er nema
von að trillukarlinn spyrði um til-
gang búsetu og samgöngumann-
virkja.
Annars þykir ekki kurteisi að
spyrja svona. Göngin munu efla
atvinnulíf og byggð, segja þeir
sem vitið hafa, en hins vegar
reyna þeir aldrei að tengja saman
þróun í fiskveiöistjórnun og at-
vinnumálum og nytsemi fjár-
frekra samgöngubóta.
Þótt byggöastefnur og atvinnu-
þróun haldi hvort í sína áttina
munu þeir sem guð gaf vitið og
embættin halda áfram að ráðskast
meb fjármuni fjöldans og lífs-
mynstur liðinnar aldar.
Þegar vestfirski sjómaðurinn
spyr á hverju hann eigi að lifa
þegar honum er meinaö ab sækja
sjó og fleyið er tekiö af honum
stendur ekki á svarinu:
Þú fékkst altjent göng, góurinn.
OÓ