Tíminn - 07.06.1995, Page 8

Tíminn - 07.06.1995, Page 8
8 Mibvikudagur 7. júnf 1995 Grunur í Finnlandi og Eystrasaltslönd- um um aö Vestur- lönd muni fórna ör- yggishagsmunum þeirra á altari sam- rábs viö Rússland í öryggismálum Stjórn Rússlands hefur undirritaö samninga milli sín og Nor&ur- Atl- antshafsbandalagsins um samstarf í þágu friöar og aukiö samráö í öryggismál- um, eins og þaö er oröaö. Af fyrirmönnum á Vesturlönd- um hefur þessu veriö fagn- aö, sagt aö samningarnir marki tímamót og eyöi jafn- vel aö fullu tortryggninni milli fyrrverandi höfuöand- stæöinga í heimsmálum. Eftir því mætti sem sé halda aö nú væri noröurheimur sameinaöur í eitt bræöralag „frá Vancouver til Vládivo- stok". Ýmsir aöilar eru líklegir til aö fagna þessum votti um aukna samstööu Vesturlanda og Rússlands meö fyrirvara, ekki síst ríkin á milli þessara tveggja stóru aðila, fyrrver- andi sovésk fylgiríki og sovét- lýöveldi. Ekki fer á milli mála að flest þessi ríki vilja komast í Nató. Þau vilja þar að auki komast í það bandalag sem fyrst, meðan Rússland er í hálfgerðum lamasessi og möguleikar þess á að hindra þá þróun mála þarafleiðandi til þess að gera takmarkaðir. Sú stefna ríkja þessara er til- komin af því að aðalatriðið á bak við viðhorf þeirra í örygg- ismálum er ótti við Rússland. Þau óttast að jafnskjótt og Rússland eflist á ný, muni það á ný leitast við að hneppa svæðið milli sín og Vestur- landa undir vald sitt aö meira eða minna leyti, Ríkin á milli Rússlands og Vestursins vilja tengjast Vestrinu sem nánast í efnahags- og öryggismálum og tryggja til frambúðar þau sam- bönd — og þar með öryggi sitt gagnvart Rússlandi — með að- ild að Evrópusambandi og Nató. „Ríkin á milli" Ríki þessi hafa ástæðu nokkra til kvíða í sambandi við aukið bræðralag Rússlands og Vesturlanda. Andrej Koz- ýrev, utanrikisráðherra Rúss- lands, lýsti því yfir á fundi í Noordwijk í Hollandi, þar sem undirritunin fór fram, að and- staða Rússlands við hugsan- lega aðild fyrrverandi komm- únískra ríkja og sovétlýðvelda að Nató væri óbreytt. Af hálfu Nató er opinberlega fullyrt að nýundirritaðir samningar þess og Rússlands muni ekki verða hindrun í vegi „ríkjanna á milli" inn í Nató, hinsvegar gefið í skyn óopinberlega að fyrirhuguð aðild þeirra að bandalaginu dragist a.m.k. á langinn. Ekki síst í Finnlandi og Eystrasaltslöndum hefur lengi gætt kvíða fyrir því að svona kynni að fara. Á Vesturlönd- um hefur Eystrasaltslöndum að vísu ekki beinlínis verið neitað um aðild að Nató, en þar og í Finnlandi hafa menn veitt því athygli að á Vestur- löndum hefur lítið verið Rússneskir hermenn íGrosníj, höfubborg Tjetjeníu: grunur um aö Eystrasaltslönd séu íaugum Rússa „nœstum þvíeins rússnesk" og Norbur-Kákasía. Uggur fyrir austan Salt BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON minnst á Eystrasaltslönd í því sambandi. Yfirlýst næsta skref í útþenslu Nató hefur verið að taka inn svokölluð Visegrad- lönd (Pólland, Tékkland, Slóv- akíu, Ungverjaland). Pólland a.m.k. getur vart tal- ist til smáríkja og því má ætla að Rússum reynist erfitt að hindra aðild þess að Nató, vilji Pólverjar eindregið koma'" í það bandalag. Öðru máli gegnir t.d. um Eistland, Lett- land og Litháen. Þótt vera kunni að Rússland treysti sér ekki til að hindra inngöngu Visegradríkja í Nató, er það líklegt til að beita sér þeim mun kappsamlegar gegn inn- göngu t.d. Eystrasaltslanda í bandalag þetta. „Spurning dagsins er sem sé þessi: Verða Eystrasaltslönd utan Nató í fyrirsjáanlegri framtíð, jafnframt því sem t.d. Visegrad-löndin verða tekin inn í það? í því sambandi vaknar önnur spurning: Ætla Vesturlönd enn einu sinni að koma til móts viö óskir Rússa um að Eystrasaltslönd og Finnland verði séráparti í sömu rétt?" Þannig er spurt í forystugrein finnska Hufvudstadsbladet 11. maí s.l. „Realpólitík" Ætla má að einhugur sé á Vesturlöndum um mikilvægi góðra samskipta við Rússland. Gengið er með gildum rökum út frá því að slík samskipti séu nauðsynleg til þess að árangur náist í viðleitninni að draga úr hættunni á útbreiðslu kjarna- vopna og margir telja þau líka nauðsynleg til þess að hægt sé að tryggja frið í Austurlöndum nær og lægja ófriðaröldurnar á Balkanskaga. Ennfremur vilja Vesturlönd fyrir hvern mun hafa Jeltsín áfram við stjórn- völinn í Rússlandi, af ótta við Breskir hermenn í Bosníu: naubsyn talin á góbum samskiptum vib Rúss- land til ab tryggja stöbugleika í norburheimi og víbar. Willy Claes, abalritari Nató. Opin- berlega er fullyrt ab samningarnir vib Rússa stöbvi ekki inngöngu ríkja í austanverbri Evrópu í bandalagib. að annars komist völdin þar í hendur illútreiknanlegra „rauðbrúnna" aðila. Ráðstaf- anir, sem líti út í augum Rússa sem eftirgjöf við Jeltsín, eru í því samhengi taldar líklegar til að styrkja stöðu hans. Hér er á ferð ásamt meö öðru gallhörð „realpólitík". Á henni fá Tjetjenar öðrum fremur að kenna, eins og sakir standa. Vestrænir stjórnmála- menn eru líklegir til að halda áfram að „harma" aöfarir rúss- neska hersins gegn Tjetjenum, en þeir munu láta þar við sitja. Tjetjenastríði Rússa hehir verið verulegur gaumur gefinn í Finnlandi og Eystrasaltslönd- um. Þar hafa menn vissar ástæður til að ætla, að í augum Rússa séu Eystrasaltslönd ekki síður en Norður-Kákasía sjálf- sagður hluti Rússaveldis — eða allt að því. Þegar haldið var upp á hálfrar aldar afmæli loka heimsstyrjaldarinnar síð- ari í Moskvu, voru hersveitir, sem tekið höfðu þátt í stríðinu í Tjetjeníu, látnar taka þátt í hersýningu. Það þótti mönn- um í smáríkjunum austan Eystrasalts einkar ósmekklegt og sumir kölluðu það ískyggi- legan fyrirboða. Ekki er laust við að í ríkjum þessum finnist ýmsum að vestrænir leiðtogar, sem mættu á hátíðahöldin í Moskvu, hafi með því gefið til kynna kæruleysi um hryðju- verk rússneska hersins í Tjetj- eníu. Þó að leiðtogar þessir að vísu sniðgengju hersýninguna sem hátíðahöldunum fylgdi. Á bak við leiðarann í Hufvudstadsbladet og fleiri ummæli í ræðu og riti í smá- ríkjunum austan Salts er gmn- ur þess efnis, að Vesturlönd séu, í skiptum fyrir snurðu- laust samstarf við Rússa í ör- yggismálum og alþjóðastjórn- málum, ekki með öllu fráhverf því að samþykkja að Finnland og Eystrasaltslönd komist að einhverju marki undir rúss- nesk áhrif. Með hliðsjón af sögu þessara landa og viðhorfa Rússlands og stórvelda vestur í heimi til þeirra á liöinni tíð, getur sá grunur varla talist ástæöulaus. ■

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.