Tíminn - 07.06.1995, Síða 10

Tíminn - 07.06.1995, Síða 10
10 lrí%r£^^æ* hTi iTnl Miövikudagur 7. júní 1995 KRISTJAN GRIMSSON KR-ingar komnir á skrib? KR-ingar hafa nú unniö tvo leiki í röb í 1. deild karla í knattspyrnu og spilubu mjög góban fótbolta í semni hálfleik í vibureign sinni gegn Fram á mánudag. KR vann 3-1 og skorabi m.a. Mihajlo Bibercic eitt marka KR, en hann er á myndinni í baráttu vib Pétur Marteinsson hjá Fram. Bibercic hefur nú gert tvö mörk fyrir KR á þessu tímabili, bœbi úr vítum. Tímamynd cs KR-ingar ekki háttvísir, þegar þeir skoruöu annaö mark sitt gegn Fram: „ Svartur blettur á KR" segir nýráöinn þjálfari Fram, Magnús Már Jónsson Þaö voru ekki allir á eitt sáttir meö framkomu KR-inga, þegar þeir skoruöu annaö mark sitt gegn Fram. Staöan var þá 1-1 og Heimir Porca hjá KR meidd- ist og Gauti Laxdal hjá Fram sparkaöi því boltanum útaf til að Porca fengi strax meðhöndl- un á sínum meiðslum. Þetta stóö yfir í nokkrar mínútur og þegar KR-ingar tóku-innkastið, bjuggust allir viö því aö þeir Molar... ... Atli Eövaldsson, þjálfari ÍBV í knattspyrnu, er sann- spár maöur. Hann spáði í Tímanum aö landsleikur ís- lands og Svíþjóöar í síðustu viku myndi enda 1-1 og sú varö raunin. ... Nick Price frá Zimbabwe er efstur á stigalista alþjóö- lega golfsambandsins. Greg Norman frá Ástralíu er annar og Nick Faldo frá Bretlandi þriöji. ... KA og Stjarnan leika í 2. deild karla í knattspyrnu á föstudag, en þessum jeik var frestað í 2. umferö. ... ísland lenti í 3ja sæti á Smáþjóöaleikunum í körfu- bolta karla eftir tap gegn Lúxemborg, sem var þaö fyrsta fyrir þeim í 18 leikjum. hentu á Framara, en þaö varð ekki raunin. Þormóöur Egils- son, sem tók innkastið, gaf á Bibercic, sem gaf aftur á Þor- móö, sem sendi fyrir markið og Einar Þór Daníelsson skoraöi, ekki við fögnuö heldur viö mikla undrun áhorfenda. „Ég held aö þetta myndi koma illa við alla. Þaö er erfitt aö segja til um hvort þetta hafi verið planlagt eða misskilning- ur. Minn maður (Haukur Pálmason) stendur í þeirri meiningu aö þaö eigi að henda til hans boltanum. Bibercic seg- ir viö hann aö færa sig, því hann eigi aö fá boltann, en svo kom boltinn aldrei og þeir skora upp úr þessu," segir Magnús Jónsson, þjálfari Fram, sem stjórnaöi Fram í fyrsta sinn í þessum leik. „Ef þetta er ekki á misskilningi byggt, þá er þetta mjög svartur blettur á KR-lið- inu og þessum leik." Magnús sagði aö þaö væri varla hægt aö taka þetta mál upp á einhverjum vettvangi. „í sjálfu sér ætla ég ekki að velta mér meira.upp úr þessu atriði, því ég verö aö stefna aö því aö laga leik liösins. Það voru glæt- ur inni á milli, en það þarf aö laga mjög margt, það er alveg greinilegt," sagöi Magnús, sem sagðist hafa liðiö vel í þessum fyrsta leik sínum sem þjálfari í 1. deild. „Maöur er miklu af- slappaðri í þessu en maður hélt aö maöur yrði," sagði Magnús. Þormóöur Egilsson: „Aldrei efi í mínum huga að við áttum þennan bolta" „Eins og þetta kemur fyrir í leikn- um, þá þrumar Gauti boltanum útaf. í mínum huga var það aldrei efi aö hann var aö hreinsa útaf, því þaö var svo mikil pressa á þeim og viö áttum því þennan bolta. Ég var aldrei búinn aö sjá neinn liggjandi og var í raun ekk- ert að fylgjast meö því þarna hin- um megin á vellinum. Það, aö einhver lá á vellinum, breytti því ekki nei'nu hjá mér. Ég fór því strax að ræða viö Bibercic um hvernig viö ættum aö taka inn- 21 sinni kringum hnöttinn? Þátttaka í Lýðveldishlaupinu í fyrrasumar fór fram úr björt- ustu vonum, en þá gengu ís- lendingar 20 sinnum kringum hnöttinn. Eftir aö einungis ein vika er liðin frá því aö Lands- hreyfing '95 hófst formlega, hafa tæplega 10 þúsund manns um allt iand hafiö þátttöku. Áhuginn er því mikill og hver veit nema íslenska þjóöin fari 21 sinni kringum hnöttinn í sumar. kastiö. Þeir voru nú þarna þrír í kringum Einar Þór (sá er skoraöi) og lögðust því ekkert í grasiö og biðu. Alveg heiöarlega, þá hvarfl- aöi það aldrei aö mér að kasta á Framarann, þeir voru bara aö hreinsa og viö áttum innkastiö," segir Þormóöur Egilsson, leikmaö- ur KR, sem tók hiö margfræga innkast í leik KR og Fram í fyrra- dag. „Ég veit ekki hvað fór á milli Hauks og Bibercic, en þeir sem hafa talað viö Bibercic vita aö það er svolítð erfitt að skilja hann. Ég veit því ekki hvort hann hefur sagt eitthvað við Hauk eöa Hauk- ur misskilið hann," sagði Þormóö- ur. ■ ALMENNAR 1. deild karla ÍBV-Breiðablik........2-3 (0-1) 0-1 Anthony Karl Gregory, 0-2 Rastislav Lazorik, 0-3 Lazorik, 1- 3, Sumarliði Árnason, 2-3 Sum- arliði. KR-Fram ..............3-1 (0-1) 0-1 Ríkharður Daðason (v), 1-1 Bibercic (v), 2-1 Einar Þór Daní- elsson, 3-1 Bibercic. Akranes-FH ...........3-1 (2-0) 1-0 Haraldur Ingólfsson, 2-0 Kári Steinn Reynisson, 3-0 Dejan Stojic, 3-1 Hrafnkell Kristjáns- son. Grindavík-Leiftur.....3-2 (1-1) 0-1 Pétur B. Jónsson, 1-1 Gunn- ar Már Gunnarsson, 1-2 Páll Guðmundsson, 2- 2 sjálfsmark, 3-2 Zoran Ljubicic. Akranes ... Staðan 3 3 0 0 6-1 9 KR 3 2 0 1 5-3 6 FH 3 2 0 1 4-3 6 Breiðablik 3 2 0 1 5-5 6 ÍBV 3 1 1 1 10-4 4 Leiftur 3 102 7-5 3 Keflavík ... 2 1 0 1 2-2 3 Grindavík 3 102 4-6 3 Fram 3 0 1 2 1-7 1 Valur 2 0 0 2 2-10 0 4. umferð fer fram 14. júní. Þá spila Leiftur-IA, KR-Grindavík, FH- Valur, Keflavík-ÍBV. 15. júní spila svo Fram og Breiðablik. 2. deild Þróttur R.-Skallagrímur 2-3 (1-1) Þór-HK................1-0 (1-0) Fylkir-ÍR.............4-2 (0-1) Stjarnan-Víkingur .....3-0 (2-0) Víöir-KA...................0-0 Fylkir hefur 9 stig eftir þrjár um- ferðir, Stjarnan, Þróttur R. og Skallagrímur hafa 6 stig. 3. deild Leiknir-Fjölnir ............3-0 Völsungur-Selfoss ...........7-2 Ægir-BÍ.....................1-2 Haukar-Þróttur Nes.........0-3 Höttur-Dalvík ..............0-0 Leiknir hefur 9 stig í efsta sæt- inu, Ægir 6 og BÍ og Dalvík 5 stig. KA-menn hafa ekki ennþá tryggt sér Patrek Jóhannes- son fyrir nœsta tímabil: Þrjú önnur félög á eftir Patreki „Þaö er ekki ennþá komið neitt á hreint meö mín mál. Það sem tefur er einfaldlega aö ég er aö skoöa það sem býöst í stöö- unni. Um er aö ræöa þrjú fé- lög, fyrir utan KA, sem ég er að skoöa, en ég get ekki greint frá því nú hvaöa félög er um aö ræöa. En öll félögin eru inn- lend; ekkert erlent, ekki eins og er. Þaö er erfitt aö velja; þetta snýst aðallega um hvar ég vil vera á landinu, en þaö er ég ekki búinn aö gera upp viö mig," segir Patrekur Jóhannes- son, besti leikmaður síöasta ís- landsmóts í handknattleik. Hann segir KA-menn m.a. vera að reyna að útvega hon- um vinnu, en honum býðst ekki sama vinna aftur og hann starfaði viö á Akureyri síöast. Samkvæmt heimildum Tímans eru Afturelding, Stjarnan og ÍBV á höttunum á eftir Patreki, fyrir utan núverandi félag hans, KA. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.