Tíminn - 07.06.1995, Page 11
Miðvikudagur 7. júní 1995
11
Torfi Magnússon hœttur meö landsliöiö í körfubolta:
„ Hægt ab gera betur"
„Ég náði ekki þeim árangri,
sem ég ætlaði mér með liðið í
vor. Ég held að hægt sé að gera
betur og það verður einhver
annar að fá tækifæri til þess,"
segir Torfi Magnússon, sem
hefur ákveðið að hætta ab
þjálfa íslenska karlalandsliöið í
körfubolta, en samningur hans
rann út eftir Smáþjóöaleikana.
„Ég er aðallega óánægbur
með það að við skyldum ekki
komast áfram í Evrópukeppn-
inni og það er stærsta málið."
Abspurður hvort ekki hafi ver-
ið erfitt að koma mannskapn-
um af staö á smáþjóðaleikun-
um svo stuttu eftir Evrópu-
keppnina, sagði Torfi svo vera.
„Það var orðið erfitt að fá
strákana af stað í leiki og tapið
gegn Lúxemborg var súrt. En
þeir eru sterkir og voru m.a.
með Bandaríkjamann í sínu
liði, sem jók sjálfstraust hjá
þeim. Miðað viö það var það í
sjálfu sér enginn rosalegur
bömmer að tapa fyrir Lúxem-
borg í þessu móti. Tapið gegn
þeim var enginn punktur yfir
i-ið með það hvort ég yrði
áfram með liðið, það var löngu
ákveðið fyrirfram að ég ætlaði
ekki að óska eftir því að endur-
nýja samninginn," sagði Torfi.
Hann verður einn af stjórn-
endum 22ja ára liðsins á Norð-
urlandamóti um næstu helgi.
„Eftir það skoöa ég mín mál.
Það hefur ýmislegt heyrst, en
ekkert fast í hendi," sagði
Torfi, sem átti fertugsafmæli í
gær.
Sundmenn óánœgöir meö aöstööuna vegna smáþjóöaleika á íslandi 1997:
„Syndum ekki nema það
komi önnur aöstaða^
— segir Sœvar Stefánsson, varaformaöur SSÍ. „Álitshnekkir fyrir ísland og íslenskt sundfólk,"
segir Júlíus Hafstein
„Þetta er ósköp einfalt mál. Við
ætlum bara ekkert að synda á
smáþjóðaleikunum á Islandi
(1997), nema til komi önnur að-
staða fyrir sundfólk. Þeir vita
þetta, sem ab þessu máli standa,
en eru bara að reyna aö blekkja
okkur og sjálfa sig og trúa ekki
því sem við segjum. En það eru
allir innan sundíþróttarinnar á
einu máli um að við látum ekki
valta yfir okkur," segir Sævar
Stefánsson; varaformaður Sund-
sambands íslands, en hann hefur
helst verib í forsvari fyrir sund-
hreyfinguna um að fá nýja 50m
yfirbyggða sundlaug hér á landi.
„Viö guggnum ekkert á þessu.
Við erum með mót í Bandaríkj-
unum á sama tíma og smáþjóða-
leikarnir fara fram, og við getum
sent krakkana á það. Þetta er því
ekkert grín. Ólympíunefnd ís-
lands stendur að leikunum, en
hún getur ekki haldið þessa
sundkeppni á smáþjóðaleikunum
nema meb samþykki okkar.
Sundsambandið verður að standa
fyrir sundkeppninni á smáþjóða-
leikunum og samkvæmt alþjóð-
legum reglum má ekkert annað
samband standa fýrir sund-
keppninni. Ef við tökum ekki
þátt, þá getur sundið ekki farið
fram," segir Sævar.
Hann segir ab planið sé aö
keppa í Laugardalslauginni eftir
tvö ár, en hún er ólögleg til
keppni samkvæmt alþjóðlegum
reglum, því m.a. eru fyrsta og átt-
unda braut í dýpri endanum ekki
jafndjúpar. „Ef keppt væri í laug-
inni eins og hún er nú og ein-
hver met sett í henni, þá væru
þau ekki gild," segir Sævar. Hann
segir að laugin í Vestmannaeyj-
um myndi helst uppfylla þau
skilyrði sem sett eru fyrir smá-
þjóðaleikana^en ef sundkeppnin
fer þar fram, eru keppendur þar
úr öllum tengslum við keppnina
í Reykjavík.
Aöalleikvangurinn í Laugardal:
3-4000 manna
stúkubygging
fyrirhuguð
„Það er ekki komiö svo langt að
það sé búið að ákveba að byggja
stúkuna. Ég er þó að vona að það
sé farið ab nálgast ákvörðunar-
töku, en það virðist vera vilji fyr-
ir hendi," segir Eggert Magnús-
son, formaður KSI, um fyrirhug-
aba beiðni KSÍ um að byggð
verði stúka á aðalleikvanginum í
Laugardal, á móti þeirri gömlu.
„Þab er ekkert leyndarmál að
miklar umræður hafa verið und-
anfarið um þetta mál. Þab er ekki
hægt að spila landsleiki hér, eins
og ástandib er. Vib getum alveg
eins hætt að taka þátt í þessum
keppnum, því völlurinn er kol-
ólöglegur eins og hann er núna,
þ.e. umgjörðin kringum hann.
Það er verið að tala um 3-400
manna stúku og hvenær hún
veröur tilbúin ræðst aðeins af
ákvörðun borgaryfirvalda. Sam-
kvæmt FIFA, þá ætti þessi stúka
ab vera löngu tilbúin og átti í
raun ab vera tilbúin fyrir Svía-
leikinn í fyrra. Við lifum því bara
á lukkunni, en ef eitthvað kæmi
fyrir, gætum við verið í vondum
málum," segir Eggert.
Samkvæmt heimildum Tímans
er kostnaður við þessa stúku
áætlaöur um 150 miljónir. Ómar
Einarsson hjá íþrótta- og tóm-
stundaráði sagði að þetta mál
hefði verið rætt hjá borgaryfir-
völdum, en það væri nú ekki al-
veg á teikniborðinu. Annars vildi
hann lítið segja um málið, því
það yrði rætt á fundi hjá borgar-
stjóra í dag.
„Það er þó alveg ljóst að þab
verður ekki byggð stúka á þessu
ári, en þab er verið að fara yfir
stöðu mála," sagði Ómar.
En hvab vilja sundmenn að
gert sé? „Við viljum bara fá 50
metra yfirbyggöa laug og erum
ekkert að draga af því. Við erum
með allar kostnabartölur og þetta
er dæmi upp á 250 miljónir, ef
þetta verður byggt samkvæmt
okkar hugmyndum, þannig ab
þab sé verið aö hugsa um innvið-
ina en ekki útlitib."
Sævar segir að það hafi ekki
verið byggð innilaug á Reykjavík-
ursvæðinu í langan tíma. „Sund-
höllin í Reykjavík var byggð
1930 og í Hafnarfirði fimmtán
árum síðar. Þetta þarf ab rísa í
Laugardalnum. Laugardalslaugin
er ónýt og það þarf ab byggja
hana upp og því þarf laug á með-
an. Annars þarf að loka öllu
mannvirkinu, sem kostar borgina
tugmiljónir, að minnsta kosti í
ár," segir Sævar.
Júlíus Hafstein, formaður
Ólympíunefndar íslands og ný-
kjörinn forseti Samtaka ólymp-
ískra smáþjóða í Evrópu, segir að
forgangsverkefni íþróttahreyfing-
arinnar á næstu misserum sé að
byggja 50 metra innilaug. „Ann-
aö, eins og stúkubygging í Laug-
ardal og yfirbygging á skauta-
svellinu, verða að bíða. Við get-
um ekki haldið smáþjóöaleikana
með reisn nema þetta sund-
mannvirki sé komið. Það verður
að raöa í þessa forgangsröð ís-
lands og íþróttanna vegna og
andlits Islands út á við," segir
Orlando
Orlando Magic tryggði sér rétt til
aö keppa um NBA-meistaratitilinn
Shaquille O'Neill átti aubveit meb
andstœbinga sína í Indiana.
Júlíus. Hann segir að íslenskir
sundmenn muni ekki hagnast á
því ab vera ekki meb, ef höllin rís
ekki. „Þetta er þeirra ákvörðun,
þegar ab því kemur, og ég hef
náttúrlega alltaf áhyggjur af því
þegar menn setja svona kosti, en
þeir munu ekki hindra að keppn-
in fari fram. Ef þeir kepptu ekki,
þá yrði það álitshnekkir fyrir ís-
land og íslenskt sundfólk," segir
Júlíus. ■
Molar...
... Roberto Bagqio hjá Juvent-
us sagði í gær ao þann væri á
leið frá félaginu. „Eq geri mér
rein fyrir því nú, aö Juventus
efur ekki áhuqa á að halda
mér, og því er pörf á aðgerð-
um frá rrjinni hendi," sagði
Baggio. Itölsk blöð segja að Ju-
ventus hafi bobið Baggio þriðj-
ungi minni laun í nýjum samn-
ingi, en hann hafnað því. Fé-
lög á borð við Real Madrid, AC
Milan og Parma eru sögð á
eftir Baggio, auk japanskra fé-
laga. Baggio mun kosta um 13
miljónir dollara.
... Paul Ince er sagður á leið til
Inter Milan frá Man. Utd, en
stjórinn Alex Ferguson segir
þvert nei. „Ince er ekki,til
sölu," segir Ferguson. Itölsk
blöb greindu hins vegar frá því
að Inter-menn væru a leið til
Englands til að handsala samn-
ing vib Ince og iafnvel Lee
Sharpe einnig. Talið er að Inter
bjóði 7 miljón pund í Ince.
í úrslit
gegn Houston eftir 105-81 stórsig-
ur gegn Indiana Pacers í 7. viöur-
eign liðanna aðfaranótt mánudags-
ins. Það varö því 51 stigs sveifla frá
því í sjötta leiknum þar sem Indi-
ana vann 123-96, en maburinn á
bakvið velgengni Orlando í vetur
og 7. leiknum var Shaquille
O’Neill, sem gerði 25 stig og tók 8
fráköst.
Þá spiluðu Orlandomenn geysi-
góða vörn og náðu að halda Reggie
Miller alveg niðri, en hann skoraði
aöeins 12 stig, en 36 í sjötta Ieikn-
um. „Við töpuðum heidur illa fyrir
þeim um daginn, en vib vildum
sýna þeim núna hvers megnugir
við erum," sagði Shaq.
Fyrsti úrslitaleikur Orlando og
Houston fer fram í kvöld í Or-
lando. ■
Evrópuknatt-
spyrnan
Ítalía
Fiorentina-AC Milan........1-2
Napoli-Parma...............1-0
Bari-Sampdoria.............1-2
Juventus-Cagliari..........3-1
Genoa-Torino...............1-0
Cremonese-Roma.............2-5
Inter-Padova...............2-1
Reggiana-Foggia ...........1-1
Lazio-Brescia..............1-0
Juventus hlaut 73 stig, Parma 63
og Lazio 63. Parma fer í Evrópu-
keppni bikarhafa, en AC Milan,
Lazio, Roma og Inter Milan í
Evrópukeppni félagsliöa.
Danmörk
Árhus-Bröndby............3-0
Álborg-Odense ...........0-0
FK Köbenhavn-Silkeborg ..2-2
Næstved-Lyngby ..........2-1
Staðan
Álborg.......1264 2 25-11 29
Bröndby .....125 3 4 19-16 27
Silkeborg ...126 3 3 22-1224
Árhus...........12624 18-17 23
Odense .........12 3 3 6 15-21 21
Næstved ........12345 16-20 20
Lyngby .v....12 4 1 7 16-25 19
FK Köbenhavn 12 3 4 5 18-27 18
Spánn
Real Madrid-Coruna ......2-1
Espanol-Valencia ........5-1
Barcelona-Logrones ......4-1
Betis-Celta .............1-1
Staba efstu liða
Real Madrid 36 22 9 5 74-27 53
Coruna ...36 18 11 7 55-30 47
Barcelona ...36 17 10 9 58-44 42
Evrópukeppni landsliða —
6. riöill:
Portúgal-Lettland ...3-2 (3-0)
Liechtenstein-írland ....0-0
Staban
Portúgal.......65 0 1 17-5 15
írland..........6 4 2 0 13-1 14
N.-írland.......6 3 1 2 9-9 10
Austurríki .....5 3 0 2 17-3 9
Lettland........6 1 0 5 4-15 3
Liechtenstein ..7 0 1 6 1-28 1
í kvöld leika N.-írar og Lettar.
Verblaun á Smá-
þjóðaleikunum
Skipting verðlauna á Smáþjóðaleik-
unum í Lúxemborg varð eftirfar-
andi: gull silfur brons
ísland 33 17 28
Kýpur 22 25 22
Lúxemborg 20 26 12
Liechtenstein 5 2 1
Mónakó 3 4 17
Andorra 2 5 8
San Marinó 2 5 2
Martha Ernstdóttir lenti í 12. sœti
í Hollandi.
Marthaí
12. sæti
Mörthu Ernstdóttur gekk ekki eins
vel og hún vonaðist til á víða-
vangshlaupi í Hollandi í fyrradag,
þar sem hún hafnaði í 12. sæti.
Hún hljóp á rúmum 16 mínútum,
sem er talsvert frá hennar besta.
Eflaust hefur nýafstaðin keppni á
Smáþjóöaleikunum í Lúxemborg
verib Mörthu erfið. ■