Tíminn - 08.06.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.06.1995, Blaðsíða 1
STOFNAÐUR 1917 79. árgangur Fimmtudagur 8. júní 1995 104. tölublað 1995 Fyrsta áskorunin á Vigdísi Finnbogadóttur um aö gefa kost á sér aö ári er komin fram. Vigdís hefur ekkert ákveöiö. Konur í kennarastétt: „Dáö og elskuð af þjóöinni.." hún fer, utan lands sem innan. Hún er dáð og elskuð af þjóð- inni og hefur allt til að bera sem þjóðhöfðingja má prýða," segir í ályktun kvennanna. Vigdís Finnbogadóttir hefur ekki gert upp hug sinn varðandi framboð að ári. Forsetaritari, Sveinn Björnsson, sagði blaðinu í gær að forseti hugsaði málið og mundi greina þjóöinni frá nið- urstöðunni þegar henni þætti það tímabært. Málið hefði vissulega verið rætt, en niður- staða lægi ekki fyrir. ■ Hjálmur er lykilatriöi, sagöi Alexander Alexanders- son, lögreglumaöur, þegar hann skoöaöi reiöhjóliö hennar Sólveigar Rósar Másdóttur viö Æfingadeild Kennaraskólans í gœrdag. Krakkarnir mœta samviskusamlega til hjóiaskoö- unar sem nú fer fram víöa. En eins og vöröur laganna sagöi, þá er þaö nauösynlegt aö hafa hjálm á höföinu, ella fœst eng- in skoöun. Tímamynd CS. Óskar Vigfússon, form. Sjómannafélags Hafnarfjarbar, telur aö verkalýöshreyfingin sé aö koöna niöur. Ekkert aöhafst gegn meintum verkfallsbrjótum í sjómannaverkfalli: Baráttan fyrir braubinu ber samstöðuna ofurliði Konur í fraeðslustörfum hafa skoraö á frú Vigdísi Finnboga- dóttur, forseta Islands, að gefa kost á sér til embættis að ári liðnu, en þá eiga fram aö fara forsetakosningar. Konurnar mynda félagsskap- inn Delta Gamma Kappa sem er landssamband kvenna sem vinna við fræðslustörf. Héldu þær aðalfund sinn á Flúðum á laugardaginn og kom þar fram tillaga sem samþykkt var sam- hljóða um að skora á Vigdísi að gefa kost á sér áfram. Undir áskorunina rita nöfn sín 37 konur. „Vart þarf að geta þess að frú Vigdís Finnbogadóttir ber hróð- ur lands og þjóðar hvar sem Enn hriktir í stoöum meiri- hlutans í bœjarstjórn Hafnarfjaröar: Mikill titringur Bæjarstjórn Hafnarfjarbar situr um þessar mundir ekki á sem tryggustum grunni samkvæmt heimildum Tímans. Framund- an er enn eitt vandamálið inn- an bæjarstjórnar. Jóhann Gunnar Bergþórsson, bæjar- fulltrúi sjálfstæöismanna, er í hópi 12 umsækjenda um stöðu bæjarverkfræðings. Ljóst þykir að Magnús Jón Árnason bæjar- stjóri og félagar hans munu ekki sætta sig við ráðningu Jó- hanns G. í þá stöðu, enda þótt félagsmálaráöuneytið telji að bæjarfulltrúi geti jafnframt gegnt slíkri stöðu. Þá munu samherjar Jóhanns G. sumir hverjir ófúsir til að styðja Jó- hann en sjá fram á að verða undir í bæjarverkfræöings- slagnum. Samkvæmt öruggum heim- ildum hafa bæði Alþýðubanda- lagið og Sjálfstæöisflokkurinn gefið krötum til kynna að meirihlutasamstarf við þá sé í myndinni. ■ Slökkviliöiö í Reykjavík: Eldur í tann- læknastofu Um klukkan 10.30 í gærmorg- un var slökkvliö kallað að húsi viö Þingholtsstræti í Reykjavík, þar sem tilkynnt var um eld í tannlæknastofu. Slökkvilið réð niöurlögum eldsins, en tals- verðar skemmdir urðu af völd- um elds, reyks og vatns. Elds- upptök eru ókunn, en málið er til rannsóknar hjá RLR. ■ „Ég fór til félagsmanna og sagði viö þá: „Hvað viljið þið gera, félagar?" og þeir svör- uðu. „Við viljum vinna." Þannig lýsir Siguröur Tr. Sig- urösson, formaöur Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafn- arfiröi, samskiptum sínum við hafnarverkamenn í Hafnar- fjarbarhöfn, þegar hann innti þá eftir afstöðu þeirra til beiðni Sjómannafélags Hafn- arfjarðar um að ekki yrði land- ab úr frystitogaranum Haraldi Kristjánssyni HF í fyrradag vegna meintra verkfallsbrota útgerbarinnar. En útgerðin komst hjá sjó- mannaverkfalli meb því að leigja skipib til Vestfjarða. Á meban áhafnir annarra frysti- togara voru í verkfalli aflaði Har- aldur vel á Reykjaneshryggnum og kom meö rúm 300 tonn af frystum karfaafurðum til lönd- unar og nemur hásetahluturinn um 300 þúsund krónum. Þá er ekki vitað til þess að truflun hafi orðið á löndun úr Baldvini Þor- steinssyni EA í Reykjavík í gær. En skipið var eins og kunnugt er leigt til Færeyja og komst þann- ig frá stöbvun í verkfalli. Formaður Hlífar segir að það hafi ekki legiö fyrir neinar sam- þykktir af hálfu félagsins um að- gerðir gegn meintum verkfalls- brotum í sjómannaverkfallinu. Af þeim sökum hefði félagið orðið skaðabótaskylt ef hann hefði lamið í borðiö og tekið völdin af hafnarverkamönnun- um. Óskar Vigfússon, formaöur Sjómannafélags Hafnarfjarðar og fyrrverandi formaður Sjó- mannasambands íslands, segist hafa reynt að koma í veg fyrir að landab yrði úr skipinu með að- stoð Hlífar þá um morguninn, auk þess sem hann tilkynnti um komu skipsins til verkfalls- nefndar sjómanna. Hann segist vera afar óhress með lyktir mála og telur að verkalýðshreyfingin sé að koðna niður í frumeining- ar sínar og að samstaða hreyf- ingarinnar sé meira í orði en í verki. Hann segist jafnframt vera hræddur um að þetta leiði til þess að atvinnurekendur muni framvegis ekki taka mikið mark á yfirlýsingum verkalýðs- hreyfingarinnar og vitnar í því sambandi til eftirfarandi yfirlýs- inga sem bæbi Verkamannasam- bandiö og Alþýðusambandið sendu frá sér um meint verk- fallsbrot útgerða rétt ábur en verkfallið kom til framkvæmda. í yfirlýsingu ASÍ um málið 22. maí sl. er útleiga skipa í löglega boðaðri vinnustöðvun sjó- manna talin „klárt brot á vinnu- löggjöfinni." Þá hvetur ASÍ „ein- stök aðildarfélög til að vera á verði gagnvart verkfallsbrotum og grípa til viðeigandi aðgerða til að koma í veg fyrir að slík brot nái fram að ganga." I fréttatilkynningu Verka- mannasambandsins frá 23. maí sl. eru yfirlýsingar og aðgerðir einstakra útgerðarmanna til að komast hjá löglega boðuðu verkfalli fordæmdar. Þá skorar VMSÍ „á aðildarfélög sín aö þjónusta á engan hátt þau skip sem þarna eiga í hlut og vera jafnframt vel á verði gagnvart verkfallsbrotum og grípa þegar til viðeigandi rábstafana komi þau upp." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.