Tíminn - 08.06.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 08.06.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 8. júní 1995 5 Ólafur Ragnar Crímsson: „Moðsuða eins og félagshyggja" Leiöari Tímans á laugardaginn var merkilegur texti. Þáttaskil- in, sem oröið hafa í sjálfsmynd Framsóknarflokksins, komu þar fram með skýrum hætti. Ný forysta flokksins hefur áður neitað því afdráttarlaust að Framsóknarflokkurinn væri vinstri flokkur. Nú bætir mál- gagn flokksins um betur og lýs- ir því yfir í leiðara að Fram- sóknarflokkinn megi ekki held- ur bendla við „moðsuðu eins og félagshyggju sem enginn fæst til að skilgreina svo vit sé í". Formaður Framsóknarflokks- ins, Halldór Ásgrímsson, árétt- aði í fyrsta tölublaði Tímans eftir alþingiskosningarnar: „Ég hef verið andvígur því að tala um Framsóknarflokkinn sem vinstri flokk og sagði það hreint út." (Tíminn 11. apríl 1995, bls. 2). Hiö aldna og virðulega mál- gagn flokksins, Tíminn, dæmir nú einnig félagshyggjuna burt úr stefnugrundvelli Framsókn- arflokksins. Tryggum lesendum Tímans er tilkynnt að félags- hyggjan sé moðsuða, sem eng- inn geti skilgreint svo vit sé í. Þar með hefur sjálfsmynd hins „nýja Framsóknarflokks" verið fullkomnuð. Framsóknarflokk- ur er sem sagt hvorki vinstri flokkur né félagshyggjuflokkur. Burt meb félags- hyggjuna Sú var tíðin að framsóknar- menn um allt land sögðust stoltir vera félagshyggjumenn og margir þeirra töldu sig einnig vera í vinstri sveit ís- lenskra stjórnmála. Samvinnumenn, sem þús- undum saman mynduðu burðarása í baklandi kaupfélag- anna, voru ekki í neinum vafa um að samvinnustefnan væri hluti af félagshyggjunni. Nú segir Tíminn þeim að það sé moðsuða sem ekkert vit sé í. Meðan Steingrímur Her- mannsson var formaður Fram- sóknarflokksins, skilgreindi hann flokkinn ávallt sem fé- lagshyggjuflokk. Nú er Stein- grímur kominn í Seblabankann og Tíminn segir að slíkar skil- greiningar séu moðsuða, sem ekkert vit sé í. Páll Pétursson, Stefán Guð- mundsson, Guðmundur *u‘*&l>r*ðil*taognú — YorkaÍíA#0 02 STOFNAÐUR T 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritítjóri: )ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavfk Sími: 5631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk, Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Bless, Ólafur Ragnar Bless Framsókn, er. aöaluppsláttur Vikublaösins, mál- eagns Alþýöubandalagsins, í tölublaöi sem tileinkaö er miöstjórnarfundi flokksins um síöustu helgi. Svo er aö skilja aö helsta mál fundarins hafi veriö aö ræöa start - -■ -- " VETTVANGUR „Þeir eru margir, sem á undanfómum árum og jafhvel áratugum hafa fylgt Framsóknarflokkn- um í trausti þess að þar ættu sjónarmið félags- hyggjufólks traustan málsvara. Nú hefur þess- um mikla fjölda verið til- kynnt í sjálfu málgagni flokksins, að slíkar stefnuáherslur séu í senn „moðsuða" og „merking- arlitlir orðaleppar", sem ekkert erindi eigi í nýtt testamenti framsóknar- fólks." Bjarnason og gott ef ekki ein- hverjir fleiri, sem enn eru í þingliði Framsóknarflokksins, -T. ý.'f.'i'..... hafa við ýmis tækifæri játast undir merki félagshyggjunnar. Nú segir Tíminn þeim að ekkert vit sé í slíkum yfirlýsingum. Þeir megi ekki vera moðsuöu- menn. Mig minnir jafnvel ab þegar Mörður og Hannes spurðu fýrir fáeinum vikum nýjan formann þingflokks Framsóknarflokks- ins hvað flokkurinn væri, fyrst hann væri ekki vinstri flokkur, þá hafi Valgerður Sverrisdóttir varist þeim meb því að segja ab framsóknarmenn væru félags- hyggjumenn. Nú segir Tíminn henni að slíkt sé moðsuða, sem enginn geti skilgreint svo vit sé í. Mikið var Valgerbur heppin að það voru bara Mörður og Hannes sem voru andmælend- ur hennar þetta kvöld, en ekki leiðarahöfundur Tímans. Nýja línan Það gætir nokkurrar gremju hjá leiðarahöfundi yfir því að ég skuli á undanförnum vikum og mánuðum hafa vakib at- hygli á því, að ný forustusveit Framsóknarflokksins afneitar því skýrt og greinilega að flokk- urinn sé vinstri flokkur. Nú sýnist mér aö málgagn flokksins hafi gengib enn lengra á afneitunarbrautinni en jafnvel mér hugkvæmdist að gæti skeð á svo skömmum tíma. Þegar ekki er libinn nema rétt rúmur mánuöur af sam- búðinni með Sjálfstæðisflokkn- um, þá telur Tlminn nauðsyn- legt að Framsóknarflokkurinn afneiti líka félagshyggjunni. Hin nýja lína Framsóknar- flokksins, síbyljan um „miðju- flokkinn", er því ekki aðeins fólgin í því ab fordæma alla tengingu vib vinstrið, heldur er hún einnig byggð á að bann- færa tengingu við „moðsuðu eins og félagshyggju". Það er mikill ákafi hjá nýrri forystusveit Framsóknarflokks- ins og markaðshyggjudrengj- unum, sem nú eru komnir í þingflokkinn, að slíta tengslin við þær hugmyndastefnur sem löngum voru límefnið í Fram- sóknarflokknum. Var ekki sam- vinnustefnan í áratugi ein af megingreinum félagshyggj- unnar í íslenskum stjórnmál- um? Slík „moðsuða" á greini- lega ekki heima í miðjuflokkn- um. Voru það ekki hugsjónir ungmennafélaganna sem voru innblástur Tryggva og Jónasar, Eysteins og Hermanns, bæði á hátíðlegum stundum og í verk- um hversdagsins? Slíkar áhersl- ur eru greinilega ekki nægilega fínir réttir fyrir miðjuborðið. „Merkingarlltlir orbaleppar" Leiðarahöfundur Tímans lét sér ekki nægja að fordæma fé- lagshyggjuna sem moðsuðu, heldur taldi hann einnig nauð- synlegt að árétta að Framsókn- arflokkurinn gæti ekki verið þekktur fyrir tengingu við slíka „merkingarlitla orðaleppa". í leiðara Tímans er lesendum til- kynnt að Framsóknarflokkur- inn sé „frjálslyndur miðju- flokkur" en ekki „handbendi þeirra" sem vilja komast í valdastóla meb „merkingarlitla orðaleppa" eins og félags- hyggju að yfirvarpi. Þeir eru margir, sem á undan- förnum árum og jafnvel áratug- um hafa fylgt Framsóknar- flokknum í trausti þess að þar ættu sjónarmið félagshyggju- fólks traustan málsvara. Nú hefur þessum mikla fjölda veriö tilkynnt í sjálfu málgagni flokksins, að slíkar stefnuá- herslur séu í senn „moðsuða" og „merkingarlitlir orðalepp- ar", sem ekkert erindi eigi í nýtt testamenti framsóknarfólks. Það er ekki víst að allir hafi áttað sig á því hve hratt Fram- sóknarflokkurinn stefnir nú burt frá fyrri vegvísum. En það er þó altjent rétt ab þakka for- ystu flokksins og málgagninu fyrir hreinskilnina. Samfylgd Framsóknarflokksins og félags- hyggjufólks hefur formlega ver- ið slitið í leiðara málgagnsins. Höfundur er alþingismaöur. Stúdentafjöld Um þessar mundir útskrifast fjöldi ungmenna með stúdents- próf frá framhaldsskólum lands- ins. Við samgleðjumst þeim og ósk- um til hamingju. Viö vonum að þau eigi bjarta framtíð og verði sjálfum sér og þjóðinni til sóma í lífi og starfi. Ef við horfum til námsins sem margra þeirra bíður, vitum viö hins vegar að nám við Háskóla ís- lands er ekki öllum sú ánægja sem ætla mætti. Við vitum að í mörgu námi bíða nýstúdentanna vonbrigði, fall og mótlæti. Við vitum að af 150 nýnemum í læknisfræði mega aðeins 30 halda áfram námi eftir fyrsta árið, 85% nýstúdenta í lagadeild falla á fyrstu prófum og svo mætti áfram telja. Er ekki eitthvað að í mennta- kerfi sem leiðbeinir unga fólkinu ekki betur en svo, að það er fyrst í rándýru háskólanámi sem því verður ljóst að fyrir því liggi ann- að en langskólanám eða að minnsta kosti annað nám en það hefur valið sér? Er ef til vill eitthvað fleira að i menntakerfinu? Ég man til dæmis hvað ég hef oft talað fyrir daufum eyrum þeg- ar ég hef mótmælt þeirri mennta- stefnu að raða grunnskólanem- endum í bekki án tillits til annars en á hvaða ári þeir eru fæddir. Það er nefnilega svo margt ann- að sem skilur einstaklingana aö Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE en aldurinn einn. Fyrir sumum liggur tungumálanám vel á með- an raungreinar eru hið mesta torf og svo framvegis. Fyrir sumum liggur jafnvel alls ekki að stunda bóklegt nám, þótt þeir séu öllum öðrum liprari við handverk og það er vissulega gáfa sem er mikils viröi. Ég man oft eftir að hafa deilt við þá sem hafa kallað sig jafnað- armenn eða sósíalista þegar þeir hafa haldið því fram að réttur til náms ætti aö vera jafn í þeim skilningi að öllum ætti að opna allar leiöir, en ég hef á móti bent á að hver og einn hljóti að verða að finna sína réttu hillu í námi jafnt sem á öðrum sviðum lífsins. Þessir viðmælendur mínir eða skoðanabræður þeirra hafa því miður fengið að ráða allt of miklu í menntakerfinu og nú er allt of mörgum troðiö í gegnum stúd- entspróf án þess að hafa nokkuð við það að gera eða jafnvel án þess aö hafa til þess þá hæfileika sem krefjast verður af háskóla- nemum. Og uppi situr þjóðfélagið með yfirfullan háskóla, sem hefur meira en nóg að gera viö að fella nemendur og beina þeim inn á réttar brautir. Hvílík sóun! Einn minn besti vinur segir stundum í fullri alvöru, að hann hafi nú verið svo heppinn að vera í skóla áður en þessi heimskulegu jafnaðarsjónarmið urðu ofaná. Hann hafi þar með losnað viö að vera troðiö í menntaskóla, en far- ið í iðnnám og liðið vel við iðn sína, bæöi listrænt og í starfi. Miðað við margar þjóðir eru ís- lendingar auðugir. En er þjóðin svo auðug að hún hafi í raun efni á menntabruðli, bæði í útlögöu fé og töpuöum starfsámm? ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.