Tíminn - 08.06.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.06.1995, Blaðsíða 9
UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Fimmtudagur 8. júní 1995 Mw Samanburöur á fram- fœrslukostnaöi í helstu borgum heims: Dýrast í To- kýo, ódýr- ast í Mexí- kóborg Genf — Reuter Tveir víetnamskir flóttamenn munda hnífa og hóta þvíaö reka sig á hol efekki verbur gengib ab kröfum þeirra. Bátafólkiö frá Víetnam: Reut- 40.000 enn í flóttamannabúðum Kuala Lumpur— Reuter Enn eru um 40.000 Víetna- mar í flóttamannabúðum í Asíu og allar líkur benda til þess að flestir þeirra verði sendir aftur til Víetnams innan tíðar, enda Bonn — Reuter Ricardo Eichmann, sonur nas- istaforingjans Adolfs Eichmanns, hefur átt erfitt með að lifa með þeirri staðreynd að það hafi verib fabir hans sem skipulagði og stjórnaði útrýmingarherferb nas- ista á hendur Gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Það er fyrst núna sem hann er að sætta sig við að fortíð föður hans er eitthvað sem hann getur ekki flúið undan. „Þessa dagana hugsa ég miklu meira um þetta en nokkurn tíma ábur," sagði Eichmann í nýlegu viðtali, sem birtist í þýska dag- blaðinu Súddeutsche Zeitung. „Áður fyrr forðaðist ég að hugsa um það." Adolf Eichmann flýbi til Arg- entínu í lok styrjaldarinnar þar sem honum tókst aö dyljast í tvo og hálfan áratug undir fölsku nafni. 1960 tókst leyniþjónustu ísraels, Mossad, að hafa uppi á honum og flytja hann nauðugan til ísraels þar sem haldin voru réttarhöld yfir honum. Árið 1962 var hann dæmdur til dauba og þótt þeir óttist að þurfa að sæta stjórnmálaofsóknum og að þeirra bíði efnahagsþrengingar. Á mánudaginn brutust um 4.000 Víetnamar út úr flótta- mannabúðunum Sungai Besi, hengdur fyrir stríðsglæpi. Hann sýndi þess aldrei nein merki ab hann iðraðist gerða sinna. Ricardo Eichmann var aðeins fimm ára þegar faðir hans var líf- látinn, og man lítið eftir honum. Á sínum tíma fékk hann engar út- skýringar á því hvers vegna faðir hans hvarf skyndilega af heimil- inu. „Móðir mín ræddi varla neitt um hann. Ég komst að þessu smám saman, þab var áfall sem dróst mjög á langinn." Tilhugsunin um þab hver faöir hans var og hvað hann gerði var svo skelfileg að Eichmann sagðist hafa gleymt því gjörsamlega að fjallað hafi verið um helför Gyð- inga í skólanum, enda þótt hann viti að nemendur hafi verið fræddir um hana í skólanum sem hann gekk í á sínum tíma í Þýska- landi. „Annað hvort hef ég skróp- að í þeim tímum, eða kennarinn hefur látib mig yfirgefa stofuna — ég man það ekki lengur," sagði Eichmann. Eichmann sagðist ekki bera neinar tilfinningar til föbur síns sem er rétt utan vib Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu, og hótuðu því að fremja fjölda- sjálfsmorð ef lögreglan réðist til atlögu gegn þeim. Þeir kröfðust viðræðna um framtíð sína vib og sagöist feginn að réttarhöldin og líflátið væm löngu liðin. „Sem hugsandi mabur er ég ánægður með að fabir minn sé ekki lengur á meðal okkar, ég veit ekki hvern- ig ég myndi bregðast við því. Það er mér mikill léttir að hann hafi verið leiddur fyrir rétt og dæmdur til refsingar þá, en ekki núna," sagði Ricardo Eichmann. „Á hinn bóginn þarf ég að glíma vib þá siðferðilegu spurningu, hvernig sonur getur verið ánægður með að föður hans hafi verið refsað." Eichmann er nýorðinn prófess- or vib háskólann í Túbingen í Þýskalandi, þar sem hann fæst við fornmenningu Austurlanda. Hann hefur þegar sagt konu sinni frá því hver fabir hans er. En börnum sínum, sem nú em sex og átta ára, hefur hann ekki enn getab sagt frá því. Hins vegar er hann staðráðinn í að gefa þeim ævisögu Adolfs Eichmanns þegar hann telur þau vera oröin nógu gömul til að geta þolað ab heyra sannleikann um afa sinn. þá sem hafa með málefni flótta- manna að gera. í Sungai Besi búðunum eru alls 4.785 Víetnamar, en ein- ungis 135 þeirra hafa fengið formlega viðurkenningu á því að þeir teljist flóttamenn og eigi rétt á að fá hæli sem slíkir. Hin- um verður vísað aftur til Víet- nam. Flestir þeirra sem brutust út úr búðunum sneru aftur án þess aö til átaka kæmi. Lögreglan í Mal- asíu beitti þó táragasi og vatns- þrýstibyssum á þá sem neituöu að snúa aftur til búöanna, og særðust 13 þeirra en 20 voru handteknir. Alls voru það 1,6 milljón manns sem flúðu frá Suður-Ví- etnam eftir að Norður-Víetna- mar nábu landinu á vald sitt fyrir 20 árum. Flestir þeirra fengu hæli á Vesturlöndum, en þeir sem enn eru eftir í flótta- mannabúðum óttast nú mjög um sinn hag. „Spennan eykst því þeir sjá enga von," sagði Lo- us Mazel, sem sér um málefni flóttamanna í sendiráði Banda- ríkjanna í Malasíu. Sameinuðu þjóbirnar hafa ákveðið að flóttamannabúðunum verði lokað á þessu ári, í síðasta lagi í lok ársins, og fyrir þann tíma þarf að vera komiö á hreint hverjir eiga rétt á hæli sem pól- itískir flóttamenn. Sungai Besi búðunum í Malasíu verður lok- að þann 31. ágúst nk. Þeir sem ekki hafa í hyggju aö fara aftur til Víetnam af fúsum og frjálsum vilja verða fluttir þangað nauðugir samkvæmt áætlun Sameinuðu þjóðanna. Þessa viku eru til umræbu á Bandaríkjaþingi lög sem gera ráb fyrir því að þessi áætlun verði endurskoðuö. Þetta hefur vakið vonir margra þeirra Víet- nama sem enn eru í flótta- mannabúðunum. Starfsmenn flóttamannabúðanna segja þó ab þetta séu falskar vonir og geri Víetnömunum aðeins erfiðara fyrir. ■ Tokýo og Osaka eru dýrustu borgir í heimi þessa dagana, samkvæmt nýrri könnun sem birt var í gær og gerð var af svissneskri rannsóknarstofnun sem nefnist Corporate Reso- urces Group. Rannsóknin náði til 125 borga um allan heim. Samkvæmt könnuninni var ódýrast að búa í Mexíkóborg, en þar var þrisvar og hálfum sinnum ódýrara ab kaupa sér lífsnauðsynjar en í Tokýó. í könnuninn var miðað við framfærslukostnað í New York, og var hann reiknaöur 100 stig. Framfærslukostnaður í Tokýo var samkvæmt því 220 stig (var 207 stig í fyrra), en í Osaka var hann 206 stig. Könnunin var gerð samtímis í 125 borgum í byrjun mars og fór þannig fram að athugaö var verð á 155 tegundum vöru og þjónustu, þar með talinn hús- næðiskostnaður og skóla- ganga. Sjö evrópskar borgir voru í hópi 10 dýrustu borga heims, en af þeim var framfærslu- kostnaður mestur í svissnesku borgunum Zúrich (143 stig) og Genf (141 stig). Moskva, sem var dýrasta borg Evrópu í fyrra, var nú kominn í sjötta sæti Evrópu- borga með 132 stig. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er framfærslu- kostnaöur í borgum Afríku með því hæsta sem þekkist. Dýrasta borgin í Afríku var Li- breville, höfuðborg Gabons, meb 129 stig (101 stig í fyrra). í öbru sæti var Brazzaville í Kon- gó meb 125 stig (102 í fyrra). Af stórborgum Afríku er nú ódýr- ast ab búa í Lagos, sem var með 116 stig í fyrra en er aðeins með 71 stig nú. Framfærslukostnaður í Mið- austurlöndum var heldur í lægra lagi. Einungis í tveim borgum, Tel Aviv (115) og Am- man (105), var framfærslu- kostnaður hærri en í New York. Teheran var næst ódýrasta borg í heimi meb 66 stig (85 í fyrra). Borgir í Kanada eru líka að verða með þeim ódýrari, þann- ig mældist framfærslukostnaö- ur í Calgary aðeins 74 stig. Carlos Mestre, sérfræöingur sem starfar hjá rannsóknar- stofnuninni sem gerði könn- unina, sagði að þessi saman- burður gæfi ekki meira en eins konar „skyndimynd" af fram- færslukostnaði víðs vegar um heiminn. Hins vegar væri þess mynd engu ab síður nokkuð raunhæf. „Ef þú ert Evrópu- maður í viðskiptaerindum í Bandaríkjunum, þá mun þér finnast ódýrt að vera þar. En ef þú ert bandarískur ferðamabur í Evrópu, muntu finna illilega fyrir því," sagöi Mestre. Ástæðan fyrir því að Mexíkó- borg er nú í lægsta sæti er fyrst og fremst gengisfelling pesó- ans, en veröbólgan þar í landi er nú orðin svo mikil að borgin heldur þessari stöðu sinni að öllum líkindum ekki lengi. ■ Sonur Adolfs Eichmanns: Stríbsglæpir föður- ins fylgja honum eins og skuggi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.