Tíminn - 08.06.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.06.1995, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 8. júní 1995 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Cuömundur Hansson meö sand- hverfuna góöu, sem veröur stopp- uö upp. Þessi fiskur þykir mikill herramannsmatur. Nýlega keypti Guðmundur sandhverfu á Fiskmarkabnum í Þorlákshöfn. Hún var um 5 kg aö þyngd og veiddist af neta- bátnum Jóni Pétri, sem lagði afla sinn upp í Þorlákshöfn. Og sem fyrr segir verður sandhverf- an góða stoppuð upp, enda þótt kílóverbið sé um 4 þús. kr. út úr fiskbúð. Að jafnaði veiðast tvær til fjórar sandhverfur hér við land á ári. Hafrannsóknastofnun sækist eftir að fá þær sem tekst að halda lifandi, en aðrar fara til fisksala. „Maður fær nú svona fisk til sín varla nema einu sinni og því finnst mér um aö gera að stoppa hann upp," sagði Guömundur. Nýstárleg vinnuabferb: Þakiö smíöaö á jöröa niöri Nýstárlegur byggingarmáti er vibhaföur við smíði þaks á fjöl- býlishúsi JÁ-verktaka við Ástjörn á Selfossi. Þakiö á húsib er smíðað á jörðu niöri og verð- ur svo híft upp á húsið, þegar smíbi þess lýkur síðar í þessari viku. Ekki er vitað til að þessi byggingarmáti við þaksmíði hafi verið viðhaföur áður. 1262 Sjaldsébur fiskur í Fiskbúb Suburlands: „Sandhverfan fer á einskis manns disk" „Þessi sandhverfa fer á einskis manns disk, því ég ætla ab láta stoppa hana'u’pp. En almennt þykir þetta einn besti matur sem hægt er að fá," sagði Guð- mundur Hansson, fisksali í Fisk- búb Selfoss. Vinnuflokkur jÁ-verktaka; Ólafur Björnsson, Valgeir Haröarson{ Oddur Benediktsson, Einar Valtýr Baldursson og Birgir Leó Ólafsson. Á innfelldu myndinni er þakiö á fjölbýlishúsiö. „Það felst í þessu mikill vinnusparnaður og verkiö er ódýrara. Við þurfum til ab mynda ekki aö nota neina vinnupalla og vinnan við vind- skeiöar er mun auðveldari," seg- ir Jón Árni Vignisson bygginga- meistari. nTffliTi EGILSSTÖÐUM Borgfiröingar verölaunaöir fyrir frumleika Á aðalfundi Bandalags ís- lenskra leikfélaga, sem haldinn var á Seyðisfirði um síöustu helgi, voru leikfélögunum veitt- ar ýmsar viðurkenningar. Verð- laun fyrir frumlegustu leik- skrána fékk Leikfélagið Vaka á Borgarfirði fyrir leikskrá, sem gerð var vegna sýninga á leikrit- inu Álfaborginni nú í vor. Skráin er gerb úr endurunn- um pappír og komiö fyrir í um- slagi. Hugmyndin vakti mikla athygli og voru dómendur ein- róma sammála um að veita henni viðurkenninguna. Vib gerð skrárinnar lögðu margir hönd á plóg. Útlit hann- aði Lára Vilbergsdóttir, Sesselja Traustadóttir sá um texta, en ljósmyndari var Pétur Eiðsson. Úmbrotið var unnið hjá auglýs- ingastofunni Níutíu og sjö, en um prentun sá Nesprent hf. óhið fréttabtiid á Norduriandl vcstra SAUÐARKROKI Mikil aukning í út- flutningi hjá Steinullarverk- smiöjunni Rekstrarafkoma Steinullar- verksmibjunnar fyrir fjármagns- kostnað og afskriftir batnaði um 19,6 milljónir milli áranna 1993 og 1994. Þab ásamt lægri fjármagnskostnaði varb til að fyrirtækið skilaði 6,6 milljóna kr. hagnabi á síðasta ári, en árið á undan var tap á rekstri Stein- ullarverksmiðjunnar upp á 4,7 milljónir. Útlit er fyrir góða afkomu fyr- irtækisins á þessu ári. Afkoman fyrstu fjóra mánubi ársins er já- kvæð um 8 milljónir, en rekstr- aráætlun ársins alls gerir ráð fyrir u.þ.b. 100 milljóna kr. hagnaði. Útflutningur hefur aukist verulega milli ára vegna sérstaks verkefnis í Bretlandi. DAGBLAÐ AKUREYRI Mikil sala hjá ferba- skrifstofum: Fólk þreytt á veörinu Fólk er greinilega orðib lang- þreytt á köldu veðri, því óvenju lífleg sala hefur verið á utan- landsferðum á ferðaskrifstofum á Akureyri. Mest er aðsóknin í sólrík lönd og oröið fullbókað í margar ferbir. Ásdís Árnadóttir hjá Sam- vinnuferðum- Landsýn segir ab mikið hafi verið bókað síban í febrúar og ljóst sé ab leiðinlegt tíðarfar hafi áhrif á söluna. „Fólk er að koma núna og vill komast eitthvað út sem allra fyrst. Margir eru orbnir óskap- lega þreyttir á veðrinu og vilja komast í sól, og ég held að óhætt sé að segja að eftirspurn- in sé meiri en verið hefur und- anfarin ár. Abalvandamálið er að vib höfum varla getað annað eftirspurn, því við eigum nán- ast engin sæti laus í sólarlanda- ferðir." „Það er búið ab vera alveg brjálað að gera síöan í febrúar," segir Guðlaug Ringsted hjá Úr- val-Útsýn, en þar á bæ eru menn einnig ánægðir með líf- lega sölu. Guðrún segir ab vel gangi ab selja í allar ferðir, en þeir sem séu að spyrjast fyrir þessa dagana séu aðallega ab hugsa um sólina. „Ég hugsa ab fólk sé búið að fá nóg og vilji lyfta sér upp eftií langan vetur." SELFOSSI Slegiö á létta strengi á kvöldvöku ungtemplara. Líf og fjör hjá barnastúkunum Nærri 300 börn og unglingar ásamt hálfu hundrabi fullorb- inna tóku þátt í vormóti barna- stúkna á Suburlandi sem haldib var um hvítasunnuhelgina í Galtalækjarskógi. Langstærsti hópurinn kom af Álftanesi eða um 100 manns, áhugasamir foreldrar og börn sem vilja fylkja liði undir flaggi bind- indismanna. Næstfjölmennastir voru Keflvíkingar í Nýársstjörn- unni, en einnig komu fjölmennir hópar frá Akranesi, Æskunni í Reykjavík, frá Hafnarfirði og Garði. Á vormótinu voru stundaðar íþróttir og leikir og fram fór vel- heppnuð kvöldvaka í aðalskálan- um. Mótsstjóri var Lilja Harðar- dóttir stórgæslumaður Unglinga- reglunnar. Góðtemplarareglan á nú vaxandi fylgi ab fagna meðal barna og ung- linga víða um land. ■ Hópurinn safnaöist saman viö varöeld í Galtalœkjarskógi. Nýr útibússtjóri íslandsbanka í Garðabæ Nýr útibússtjóri hefur verib ráb- inn ab útibúi íslandsbanka í Garbabæ. Liblega þrjátíu um- sækjendur voru um stöbuna, en fyrir valinu varb Kristinn T. Gunnarsson, 32ja ára vibskipta- fræbingur. Kristinn lauk MBA-prófi frá Uni- versity of Georgia í Bandaríkjunum árið 1991 með sérhæfingu í fjár- málum fyrirtækja, markabsfræði og stefnumótun. Hann hefur starfab hjá íslandsbanka frá því að hann lauk námi, fyrst sem deildarstjóri í Alþjóöadeild, en síbustu tvö árin hefur hann verib þjónustustjóri og lánasérfræðingur í útibúinu í Kringlunni. Kristinn er kvæntur Guðrúnu Högnadóttur, fræðslu- stjóra Ríkisspítalanna. Kristinn tek- ur vib af Þorsteini Brynjúlfssyni, sem stýrt hefur útibúi Islandsbanka í Garðabæ sl. þrjú ár, en flytur sig nú í útibú bankans í Bankastræti. Þab útibú verður flutt á Kirkjusand Kristinn T. Cunnarsson. í haust, en afgreiðsla verbur áfram í Bankastrætinu og mun Þorsteinn stýra henni. ■ Sumarblómin ódýrari Sumarblómin eru núna heldur ódýrari hjá gróbrarstöbvunum heldur en fyrir fimm árum. í verð- könnun sem Verðlagsstofnun gerði í lok maí 1990 reyndust sumar- blómin kosta á bilinu 45-50 kr. hjá öllum gróðrarstöövum á höfuð- borgarsvæðinu. í þeim gróðrar- stöðvum sem Tíminn hefur heim- sótt að undanförnu hefur hámarks- verðið verið 50 kr. en algengt ab sumarblóm fáist á 40 kr., t.d. öll sumarblóm hjá Mörk í Blesugróf. Enn ódýrari hafa blómin síðan fengist á sérstökum tilboðum þegar keyptir eru heilir bakkar meb 20 eða 30 blómum. Launavísitala Hag- stofunnar hefur hækkað um 18% á þessum árum, þannig ab hvað sumarblóm varðar hefur kaupmátt- ur hækkaö verulega. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.