Tíminn - 08.06.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 08.06.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. júní 1995 7 Vorar seint í sjónum úti fyrir Noröurlandi. Vorleiö- angur Hafró: Condition of mountain tmcks tkyggftuid svseðum eru lokBðlr ullrl Tnuii.-.« Ine sti urmeró par' til armad vcröur auglýst lyyyj fyr all ttdffh mii llll • -v ♦ Hspto tortwðw 415. m Map no. 2 ■ ■ ■ ; ^ ' 'V "••• Mcxtmap wiv tt* þvwtvd Jonc 15ír, Náttúrúvemdarráð Kaldur sjór víð- ar og í meira mæli en ábur Niöurstö&ur úr nýafstö&num vorlei&angri Hafrannsókna- stofnunar sýna kaldan sjó á noröurmi&um í ríkara mæli en dæmi eru til um í samsvar- andi rannsóknum, sem hófust ári& 1949. Annars staöar viö landiö er hiti og selta í lægra lagi í vor og upphitun í yfir- boröslögum er lítil en vax- andi. Gró&urfar er ví&a töiu- vert og átumagn yfir meöal- lagi. Um sl. helgi lauk árlegum vor- leiðangri á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni til athug- ana á almennu ástandi sjávar, gróbri og átu. Alls voru athugan- ir geröar á 160 stöðum umhverf- is landið, bæði á sjálfu land- grunninu og utan þess. Auk þess voru gerðar hita- og seltumæl- ingar á Breiöafiröi og mælingar á koltvísýringi í sjó á ýmsum stöðum. Leiðangursstjóri var Svend-Aage Malmberg. Helstu niðurstöbur um ástand sjávar og svif voru að öðru leyti þær, að selturíki hlýsjórinn suð- ur og vestur af landinu var held- ur undir meðallagi heitur, eða 5- 7 gráður, og gætti hans ekki fyr- ir Norðurlandi. Þar ríkti hins- vegar kaldur svalsjór norðan úr hafi, bæði grunnt og djúpt, en einnig víðar og í meira mæli en áður hefur mælst, með hitastig um 0-0,7 gráður sem er kaldara en sl. vetur. Á Húnaflóasvæðinu var auk þess ískaldur pólsjór með hitastig lægra en mínus 1 grába. Þetta kalda ástand á land- grunninu náði allt austur fyrir Austurland að Lónsbug. Á landgrunninu vestanlands og norðan var þörungagróður allnokkur, en lítill fyrir Austur- og Suðurlandi. Töluvert átu- magn var yfirleitt allt umhverfis landið, en þó sérstaklega út af Norðvestur- og Norðaustur- landi. Þá var einnig mjög mikil áta út af Suðvesturlandi. Nær- ingarsölt voru í samræmi vib þörungagróður, tiltölulega há á gróöurlitlum svæðum en lág á Kirkjulistahátíö: Örvar englanna í Hallgríms- kirkju í kvöld Örvar englanna kallast dag- skrá þar sem fluttir eru gaml- ir norskir alþýbusálmar, en hún er li&ur í Kirkjulistahá- tí&. Flutningurinn ver&ur í Hallgrímskirkju í kvöld, fimmtudag, og hefst kl. 20. Flytjendur eru norska óperu- söngkonan Anne-Lise Bernt- sen, sem hefur sungiö í flestum óperuhúsum á Norðurlöndum, ab því er fram kemur í kynn- ingu Kirkjulistahátíðarinnar, og tónskáldið Nils Henrik As- heim, sem vann m.a. sam- keppni um lag Ólympíuleik- anna í Lillehammer og gerbi söngleikinn Upprisa Martins Luthers King. Örvar englanna hafa fengið góðar undirtektir, en héban fara listamennirnir vestur um haf, þar sem dagskráin verbur flutt. ■ Hrefna Ingólfsdóttir, blabafulltrúi Pósts og síma: Símnúmerabreytingin gengib að óskum „Símnúmerabreytingin hefur gengið að óskum, eða eins vel og hægt var að vonast til," sagði Hrefna Ingólfsdóttir, blaðafulltrúi Pósts og síma. Auðvitað hljóti alltaf að koma upp einhverjir hnökrar við svona viðamikla kerfisbreyt- ingu eins og númerabreyting- in er. Sérstaklega hafi þetta verið í sambandi vib hringing- ar til fyrirtækja sem skiptu al- veg um númer, t.d. Ríkisút- varpið. En í raun hafi þetta yf- irleitt verið alger smáatriði og ekkert stórvægilegt. Það, sem komið hafi upp á, hafi nær eingöngu verið á laugardegin- um, sem allt væri löngu komið í lag. Annir munu þó hafa ver- ib töluverðar hjá 03, sem vænta mátti. Kvartanir hafa samt heyrst frá fólki, sem telur sig hafa ver- ið að hringja í 7-stafa númer, en hefur samt trekk í trekk ver- i& svarað af símsvara er biður það að muna eftir að hringja í 7-stafa númer. Hrefna sagðist kunna eina skýringu á þessu. Það sé orðib töluvert algengt að fólk, bæði fyrirtæki og ein- staklingar, hafi símann stilltan þannig að vísað sé í annað númer. í mörgum tilfellum hafi þessi tilvísuðu númer ennþá verið gömlu númerin. Þannig að jafnvel þótt fólk hafi verið að hringja í nýtt 7- stafa númer, hafi þab verið stillt á gamalt 5-stafa númer og þar hafi símsvarinn með áminninguna komið inn í myndina. ■ Kvennaathvarfiö fœr aö- gangseyri forsýningar: Ágóði á annað hundrað þúsund Húsfyllir var á forsýningu á ný- sjálensku kvikmyndinni „Eitt sinn stríðsmenn" í Regnbogan- um sl. mánudagskvöld. A&alleik- konan í myndinni, Rena Owen, var viðstödd, en allur ágóði af sýningunni rann til Kvennaat- hvarfsins. Að sögn Tómasar Þórs Tómassonar hjá Skífunni bar Kvennaathvarfib a.m.k. á annað hundrað þúsund krónur úr být- um, en miðaverðið var kr. 1.000.- Hér er um að ræða einhverja hrottalegustu lýsingu á ofbeldi innan fjölskyldu sem um getur, og er t.d. brugðið upp skýrri mynd af því hver áhrif þab hefur á börn að alast upp á heimilum þar sem valdbeiting og virðing- arleysi fyrir mönnum, jafnt sem dauðum hlutum, rába ríkjum. ■ gróðurmeiri svæðum. í köldum Austur-íslands- straumi, djúpt út af Norðvestur- og Austurlandi, var selta tiltölu- lega há, sem bendir ekki til þess ab hafíss sé að vænta úr þeirri átt. Ab venju var mikið um átu, sem hélt gróðurmagni í skefjum. Handan við Jan Mayen-hrygg- inn var komið í skilin á milli kalda Austur-íslandsstraums og hlýsjávar austur í Noregshafi. Þá urðu leiðangursmenn varir við síld austar og sunnar en sl. vor, en í minna mæli. Þar austur var töluvert af þörungagróbri, mikið af raubátu í heita sjónum og pólátu í kalda sjónum. ■ Hestamannafélagiö Fákur: Fyrrum formanns Fáks minnst Á hvítasunnumóti Fáks um helgina var þess minnst oð 7 00 ár eru liöin frá fœbingu Þorláks Ottesen, fyrrum formanns hestamannafélagsins Fáks, en hann er nú látinn. í tilefni af því ákvab stjórn Fáks ab reisa honum minnisvarba í hvammi fyrir ofan hús félagsins í Víbidal og var hann afhjúpabur vib at- höfn um helgina. Mebfylgjandi mynd er frá vígslunni, þar sem voru vibstaddir œttingjar Þorláks, auk sjö fyrrverandi og núverandi formanna Fáks, en þeir eru hœgra megin á myndinni. Þeir eru frá hœgri: Sveinn Fjeldsted núverandi formabur, Vibar Halldórsson, Birgir Rafn Gunnarsson, Valdimar K. jóns- son, Gubmundur Ólafsson og Sveinbjörn Dagfinnsson, en þessir sex síbastnefndu eru allir fyrrverandi formenn. TímamyndCTK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.