Tíminn - 08.06.1995, Blaðsíða 4
4
Hfnrtiw
Fimmtudagur 8. júní 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 5631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Áfengi og forvarnir
Þaö hefur veriö sýnt fram á þaö víöast hvar í hin-
um vestræna heimi, aö einhver öflugasta og var-
anlegasta leiöin til þess aö spara í heilbrigöiskerf-
inu er aö koma í veg fyrir aö fólk veikist eöa lendi
í slysum. í Kína til forna munu þeir læknar hafa
veriö haföir í mestum metum, sem sáu til þess aö
fólk veiktist ekki. Þessum sjónarmiöum er hægt aö
ná meö öflugu forvarnastarfi á ýmsum sviöum, en
á þetta hefur ekki veriö lögö jafn rík áhersla og
ástæöa heföi veriö til.
Ólafur Ólafsson landlæknir hefur bent á, aö ein
veigamesta aögeröin á forvarnasviöi sé aö draga
sem mest úr framboöi og neyslu á áfengi og tób-
aki. Alþjóöa heilbrigöismálastofnunin heldur því
fram fullum fetum aö áhrifaríkasta leiöin til þess
aö bæta heilsufar fólks sé að draga úr áfengis-
neyslu þess.
Ólafur landlæknir bendir ennfremur á að í V-
Evrópu hafi menn í auknum mæli beint sjónum
aö vaxandi heilbrigðisvandamálum í kjölfar
áfengisdrykkju. Þar, eins og hér á landi, er heil-
brigðisþjónustan í fjárhagskreppu og menn því að
leita leiða til aö draga úr kostnaði.
Nú hefur náöst samkomulag um áfengislaga-
breytingar í ríkisstjórnarflokkunum þar sem sér-
stakt tillit hefur verið tekiö til áhyggjuefna í heil-
brigöismálum og þess að sem best sé tryggt eftirlit
meö sölu á ólöglegu áfengi og heimabruggi. Um
leið og fagna ber slíku samkomulagi er rétt aö
minna á, aö í nágrannalöndum okkar eru svipaðar
aögerðir og áherslur uppi, þannig að þeir, sem full-
yrða að hér þrífist einhver sérstakur „púrítanismi"
í áfengismálum, hafa á röngu aö standa. Meðal
þess, sem jafnvel rótgrónar vínþjóðir hafa verið að
gera, er aö draga úr makaðssetningu og framboði á
víni, samhliöa því sem fræðsla um skaðsemi
áfengisneyslu fyrir heilsuna hefur verið stóraukin.
Enda kemur í ljós, aö áfengisneysla menningar-
þjóöa hefur verið að dragast verulega saman síö-
asta áratuginn eða svo.
Sorglegt atvik, þegar tveir reykvískir drengir, 11
og 13 ára, urðu sér næstum að fjörtjóni með því aö
drekka landa, en var bjargað þar sem þeir lágu af-
velta og meðvitundarlausir, er til marks um að
eitthvað er að. Þaö er ekki aðeins eitthvaö að hjá
þessum tilteknu drengjum, heldur er mál þeirra
vísbending um stærra vandamál, sem sé aö landa-
ólyfjan er aögengileg börnum og viðhorf barna er
þannig að þau eru tilbúin að fikta við að drekka
áfengi.
Það er því ánægjulegt til þess aö vita, að ríkis-
stjórn og Alþingi hafa brugðist við áhyggjum
manna vegna breytinga á áfengislögum vegna
EES. Hinu mega menn þó ekki gleyma, aö áfengis-
varnir er viðvarandi verkefni og til langs tíma. í
þeim efnum er brýnt að hafa tvennt í huga. Ann-
ars vegar aö halda börnum og unglingum frá
áfengi, löglegu eöa ólöglegu. Hins vegar aö draga
úr drykkju og draga þannig úr kostnaði við áfeng-
istengda sjúkdóma og slys og hinn gríðarlega
kostnað heilbrigðiskerfisins af þeim.
Svavar „Deng" Gestsson
Þá er ljóst aö kynslóðaskipti eru
framundan hjá Alþýóubandalag-
inu. í haust mun formaðurinn
formlega draga sig í hlé, en nýr
maöur taka viö og heitir sá annað
hvort Margrét eöa Steingrímur.
Sérstaka athygli hefur vakið aö
Svavar Gestsson hefur ekki viljað
blanda sér í slaginn milli for-
mannsefnanna, heldur sagt aö
sitt hlutverk sem þingflokksfor-
maöur væri aö bera klæöi á vopn-
in hjá vonbiðlunum um for-
mennskuna. Svavar hyggst með
öðrum orðum vera í eins konar
fööurhlutverki gagnvart nýjum
formanni, hver svo sem hann nú
verður. Hann verður ekki bara
þingflokksformaður, heldur eins
konar yfirformaður flokksins,
sem hóf sig upp fyrir væringar
hversdagsins og bar klæði á vopn-
in. Að sönnu verður Svavar ekki
formaður, en hann verður Deng
Alþýðubandalagsins, „the grand
old man" sem situr í bakgrunni
og togar í þá spotta sem þurfa
þykir.
Deng Allaballa
Síðustu daga hefur eitt og ann-
að komið fram, sem styöur þessa
kenningu um Svavar. Það er hátt-
ur fööurfígúra af því tagi, sem
Deng Alþýöubandalagsins yrði,
að hafa sérstakan boðskap til að
bera, framtíðarsýn sem menn
miöla félögum sínum og bræðr-
um í baráttunni. „Dengar" allra
landa verða að hafa hugmynda-
fræðilega yfirburði og þeir verða
að hafa sett fram kennisetningar.
Og það er einmitt það sem Svavar
hefur verið að gera. Svavar er bú-
inn aö skrifa sitt „kommúnista-
ávarp" nú, þegar „vofa atvinnu-
leysisins" skekur landið — þessi
sama vofa og skók Evrópu, þegar
hitt kommúnistaávarpið var skrif-
að 1848. Bókin hans Svavars á að
gefa framtíðarsýn og Garri heyrði
Svavar tala um það í útvarpsvið-
tali um helgina, að hann hafi um
skeið verið að nostra við þessa
bók og upphaflega ráögert að gefa
hana út fyrir kosningarnar. Hann
hafi hins vegar horfið frá því ráði,
hann hafi ekki tímt að sóa henni
GARRI
í kosningabaráttuna. Þetta sjónar-
mið Svavars bendir eindregið til
að tilgangur útgáfunnar sé meiri,
merkilegri og útspekúleraðri en
það að ná kosningu í þingkosn-
ingum. Sá tilgangur er því nokk-
uð augljós, bókin á að vera þessi
hugmyndafræðilegi grundvöllur
sem hinn andlegi leiðtogi flokks-
ins þarf á að halda til að stýra
flokknum úr föðurlegri fjarlægð
frá hinum formlegu valdastólum.
Svavar og pere-
stroika
Það hlutverk, sem Svavar virð-
ist ætla sér í Alþýðubandalaginu,
er metnaðarfullt og um leið for-
vitnilegt fyrir stjórnmálaáhuga-
menn, vegna þess að altæk stjórn-
viska af þessu tagi er nánast
óþekkt í íslenskum stjórnmálum.
Tilraunin gæti því hæglega orðið
hrein martröð, en hún gæti líka
orðið heilmikill sigur. Menn
verða hins vegar að bíða um sinn
eftir niðurstöðum, því enn á eftir
að koma í ljós hvort hugmynda-
fræði Svavars nær að hreiðra um
sig innan flokksins eða hvort það
verða fyrst og fremst vandalausir
sem lesa bókina, eins og gerðist
raunar með perestroiku hjá Gor-
batsjov á sínum tíma.
Öllu erfiðara er að gera sér grein
fyrir hvað Ólafur Ragnar er að
hugsa, en þó er ótrúlegt aö hann
sé búinn að gefa upp á bátinn að
vera einhvers konar leiötogi í Al-
þýöubandalaginu. Ólafur hefur
verið mjög upptekinn af því aö
skammast út í Framsóknarflokk-
inn fyrir alla mögulega og
ómögulega hluti og saka forustu
Framsóknar um að vera miðju-
menn en ekki vinstrimenn. Ólaf-
ur hefur meira að segja gengið
svo langt að fullyrða að fram-
sóknarmenn séu ekki félags-
hyggjumenn, sem er auðvitað al-
rangt. Hins vegar er greinilegt að
á meðan Ólafur hefur verið aö
hella sér yfir Framsókn, þá hefur
Svavar náð ákveðnu frumkvæði í
flokknum með því að hefja sig
upp yfir dægurþrasið og gerast
hinn fræðilegi hugmyndasmiður.
Það kemur reyndar illa við Ólaf.
Það er jú Ólafur Ragnar, sem er
Ph.D. í fræðunum og fyrrum pró-
fessor við Háskólann, og því hefði
mátt ætla að hann heföi nokkurt
forskot einmitt á þessu sviði.
Djúpsálarfræðin á eflaust eftir að
gagnast Ólafi við að rétta sinn
hlut, en hitt er þó ljóst að þaö er í
Alþýðubandalaginu sem gerjunin
er, og þangaö hljóta stjórnmála-
áhugamenn aö horfa í leit að
spennu og fjöri.
Garri
Flott útfærsla á kvótabraski
Sjómenn hér og hvar um landið
hafa veriö dregnir í fjölmiðla til að
skýra frá því hvers vegna þeir séu í
verkfalli. Fæstir hafa hugmynd um
það. Sumir útgerðarmenn eru sama
sinnis og hóta að láta báta sína róa,
enda komi þeim deilur Landssam-
bands ísl. útgerðarmanna og hinna
og þessara sjómannasamtaka ekkert
við.
Vestfirðingar eru stikkfrí í sjó-
mannaverkfallinu. Trillukarlar og
sjómenn á smábátum sömuleiöis.
Áhafnir frystitogara segjast engra
hagsmuna hafa að gæta og botna
ekkert í hvers vegna skip þeirra eru
bundin við bryggju. Þeim, sem
veiða humar og rækju, kemur ekk-
ert við þótt einhverjir aðrir sjó-
menn séu að skipta sér af verðlagn-
ingu á ófrystum þorski og svona má
áfram telja.
Þegar verkfallsmenn vita ekki
sjálfir til hvers þeir eru í verkfalli, er
varla von að aðrir skilji kjarabaráttu
þeirra. Enda hefur lítið verið gert til
að upplýsa um hvað málin snúast,
þótt orðaflaumur fjölmiðlanna um
verkfallið hafi verið álíka stríður og
gegndarlaus og flóðin í Guðbrands-
dal. En um þau fjalla íslenskir
fréttamenn af álíka eldmóði og að
Flóinn og Ölfusiö væru komin á
bólakaf, en ekki byggðarlög austur
undir Svíþjóð.
Afar flókib, en einfalt
Seint og um síðir fer að kvisast út,
að sjómenn vilji njóta góös af
kvótabraski útgerðarmanna og fá
eitthvaö í sinn hlut af þeirri miklu
og arðsömu köku, sem þjóðin
skenkti aðli sínum og sumir jafna
til greifadæma.
Þegar ekki var hægt að leyna því
lengur um hvað launadeilan stend-
ur, komst loksins skriður á samn-
inga. Er allt útlit fyrir, að brátt muni
sjómenn verða hlutgengir kvóta-
braskarar og allir verða ánægðir,
líka þeir sem í laridi dúsa og fá aldr-
ei nógsamlega þakkað að einhverjir
skuli leggja á sig aö veiða fiskinn
þeirra og skipta honum bróburlega
á milli sín.
Nú er að hefjast afar flókið samn-
ingaferli, sem felur í sér tíðar fisk-
verðsákvaröanir og gagnkvæmt eft-
irlit meö því ab kvótabraskararnir
hlunnfari ekki hver annan. Þegar
Á víbavangi
svona fínir samningar verba í höfn,
hefur kvótabraskið ekkert að óttast
lengur. Landkrabbarnir hafa aldrei
skilib veiðiheimildir, fremur en sjó-
menn verkfall, og dásama það ab fá
að kaupa ýsukílóið á 500kall, stein-
snar frá löndunarstöbum þar sem
þab fer allt niður í tíkall þegar út-
gerbarmönnum tekst hvab best ab
snuða áhafnir sínar og selja sjálfum
sér „eign þjóðarinnar". Eöa eru það
bara miðin, en ekki fiskurinn?
Verndarhendi Kristjáns
Sem endranær ber einn stríbsjálk-
urinn höfub og herðar yfir and-
skota sína, þegar útgerðarmenn
standa í ströngu. Ef samanlögð
launþegahreyfingin bæri gæfu til ab
eiga einn foringja, sem væri svosem
hálfdrættingur á móti Kristjáni
Ragnarssyni í stappinu um kjör og
skiptahlut, væri öbruvísi umhorfs í
samfélaginu, þar sem fátækt fólk er
stærstu skuldararnir.
Ofurfjárfest útgerbarfyrirtæki
hafa ofveitt svo úr fiskistofnunum,
ab neybarúrræbib var að setja á
kvótakerfi til að vernda fiskinn. Svo
vel tókst til, að það voru fyrst og
fremst útgerbarmenn sem nutu
verndarinnar. Þeir, sem fremstir
fóru í rányrkjunni, hlutu stærsta
kvótann ab launum.
Dyggilega er unnið ab því að festa
kvótakerfið í sessi og vemda eig-
endur þess frá öllu utanaðkomandi
hnjaski, svo sem greibslum til sam-
félagsins í landi og öðrum óæskileg-
um breytingum á eignarrétti fiski-
slóðarinnar.
Það er sama hvort útgerðin þarf
að fást við löggjafann, peningavald-
ið, sveitarfélögin eða sjómanna-
samtökin, jafnvel fjölmiðlana, alls
staðar er Kristjáni Ragnarssyni ab
mæta og fer hann létt með að af-
vopna alla andstæðinga og treysta
rétt og eignarhald útgerðarmanna í
hvívetna. Nú síðast er verið að gera
sjómenn ab þátttakendum í kvóta-
braskinu, enda er þab miklu skyn-
samlegra en að láta þá halda áfram
að berjast gegn því. Enda kemur
upp úr kafinu að sjómenn eru ekk-
ert á móti braskinu, svo framarlega
sem þeir njóta góðs af því.
Svona er Kristján slyngur og mik-
ið væri freistandi að gera saman-
burb á hvernig hann ver og verndar
hagsmuni sinna umbjóðenda og
hvernig launþegaforystunni fer það
úr höndum. En hún þarf náttúrlega
að hugsa um vextina, ekki kjör
launþeganna. En Kristján þarf ekki
að huga að neinu nema þrengstu
hagsmunum útgerðarinnar. Er mál
ab hætta að rausa og þakka honum
fyrir farsæla lausn á vanda útgerbar.
OÓ