Tíminn - 08.06.1995, Blaðsíða 10
10
Framsóknarflokkurínn
Dregib hefur verib í happ-
drætti Framsóknarfélaganna
í Reykjavík
1.1274 2.2282 3.234 4.2119 5.528 6.215 7.881 8.82
Fimmtudagur 8. júní 1995
Hvab er að ger-
ast á Hofsósi?
UMBOÐSMENN TÍMANS
Kaupstabur Nafn umbobsmanns Heimlli Sími
Keflavík Katrin Siguröardóttir Hólagata 7, Njarövík 421-2169
Njar&vík Katrin Siguröardóttir Hólagata 7 421-2169
Akranes Aöalheiður Malmquist Dalbraut 55 431-4261
Borgarnes Hrafnhildur S. Hrafnsdóttir Hrafnaklettur 8 437-1642
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgata 25 438-1410
Grundarfjöröur Guörún J. jósepsdóttir Grundargata 15 438-6604
Hellissandur Guöni j. Brynjarsson Hjaröartún 10 436-1607
Búðardalur Inga G. Kristjánsdóttir Gunnarsbraut 5 434-1222
Reykhólar Adolf Þ. Guömundsson Hellisbraut 36 434-7783
ísafjör&ur Hafsteinn Eiríksson Pólgata 5 456-3653
Suöureyri Kristín Ósk Egilsdóttir Túngata 14 456-6254
Patreksfjör&ur Snorri Gunnlaugsson Aöalstræti 83 456-1373
Tálknafjöröur, Margrét Guðlaugsdóttir Túngata 25 456-2563
Bíldudalur f Haukur Már Kristinsson Dalbraut 9 456-2228
Þingeyri Karítas jónsdóttir Brekkugata 54 456-8131
Hólmavík Júlíana Ágústsdóttir Vitabraut 13 451-3390
Hvammstangi Hólmfríöur Guömundsdóttir Fífusund 12 451-2485
Blönduós Snorri Bjarnason Uröarbraut 20 452-4581
Skagaströnd Guörún Pálsdóttir Bogabraut 27 452-2722
Sauöárkrókur Guörún Kristófersdóttir Barmahliö 13 453-5311
Siglufjöröur Guörún Auöunsdóttir Hafnartún 16 467-1841
Akureyri Baldur Hauksson Drekagil 19 462-7494
Dalvík Harpa Rut Heimisdóttir Bjarkarbraut 21 466-1816
Ólafsfjöröur Helga jónsdóttir Hrannarbyggð 8 466-2308
Húsavík Þórunn Kristjánsdóttir Brúnageröi 11 464-1620
Laugar, S-Þing. Bókabúö Rannveigar H. Ólafsdóttur 464-3181
Reykjahlíö v/Mývatn Daöi Friöriksson Skútahrauni 15 464-4215
Raufarhöfn Helga jóhannesdóttir Mgata 183 465-1165
Þórshöfn Matthildur Jóhannsdóttir Austurvegur 14 468-1183
Vopnafjöröur Ellen Ellertsdóttir Kolbeinsgata 44 473-1289
Egllsstaöir Páll Pétursson Árskógar 13 471-1350
Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegur 7 472-1136
Reyöarfjöröur Ragnheiöur Elmarsdóttir Hæöargeröi 5 474-1374
Eskifjöröur Björg Siguröardóttir Strandgata 3B 476-1366
Neskaupstaður Biyndís Helgadóttir Blómsturvellir46 477-1682
Fáskrúösfjöröur Ásdís Jóhannesdóttir Skólavegur 8 475-1339
Stöövarfjörður Sunna K. Jónsdóttir Einholt 475-8864
Breiödalsvfk Davíö Skúlason Sólheimar 1 475-6669
Djúpivogur Steinunn jónsdóttir Hammersminni 10 478-8916
Höfn Sigurbjörg Einarsdóttir Víkurbraut 11 478-1274
Nesjar Hanni Heiler Hraunhóll 5 478-1903
Selfoss Báröur Guðmundsson Tryqqvaqata 11 482-3577
Hverageröi Þóröur Snæbjörnsson Heiðmörk 61 483-4191
Þorlákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 483-3627
Eyrarbakki Jóhannes Erlingsson Túngata 28 483-1198
Laugarvatn Ásgeir B. Pétursson Stekkur 486-1218
Hvolsvöllur Ómar Eyþórsson Litlageröi 10 487-8269
Vík í Mýrdal Pálmi Kristjánsson Sunnubraut 2 487-1426
Kirkjubæjarklaustur Biyndís Guögeirsdóttir Skriöuvellir 487-4624
Vestmannaeyjar Auróra Friöriksdóttir Kirkjubæjarbraut 4 481-1404
Ökumenn!
Minnumst þess að
aðstaða barna í
umferöinni er allt önnur
en fullorðinna!
||UMFERÐAR
Hjartkær eiginmabur minn, fabir, tengdafabir og afi
Siguröur Magnús Sólmundarson
Dynskógum 5
Hverageröi
sem lést þann 3. júní, verður jarðsunginn frá Hvera-
gerðiskirkju laugardaginn 10. júní kl. 13.30.
Auður Guðbrandsdóttir
Sólmundur Sigurðsson Margrét Ásgeirsdóttir
Anna Kristín Sigurðardóttir Magnús Ögmundsson
Guðbrandur Sigurðsson Sigríður Helga Sveinsdóttir
Bryndís Sigurðardóttir Kent Lauridsen
Steinunn Margrét Sigurðardóttir Andrés Úlfarsson
og barnabörn
Hofsós — þróun og
breytingar sjávar-
þorps
í margar aldir var Hofsós
mikilvægasti verslunarstaöur
Skagafjarðar; miðstöö verslun-
arinnar fyrir allt héraðið. Á tím-
um einokunar áttu allir Skag-
firðingar að versla við Hofsóss-
kaupmenn, en eftir að henni
var aflétt var þar lengi áfram
dönsk verslun. Pakkhúsið á
Hofsósi er leifð frá einokunar-
tímum konungsverslunarinnar
síðari og það þjónaði kaup-
mönnum á ólíkum skeiðum í
verslunarsögunni.
Staða Hofsóss sem verslunar-
staðar breyttist. Um aldamótin
voru fjórir verslunarstaðir á
milli Sauöárkróks og Siglufjarð-
ar: við Kolkuós, Grafarós, Hof-
sós og í Haganesvík. Fyrsta
kaupfélagið, sem rak verslun á
Hofsósi, var lítið félag, Kaupfé-
lag Fellshrepps, stofnað 1919.
Síöar tók Kaupfélag Austur-
Skagfirðinga viö og rak verslun
allt fram til 1969, en þá var fé-
lagið sameinaö Kaupfélagi
Skagfirðinga.
Atvinnutækifæri nýrri tíma á
Hofsósi fólust í sjávarútvegi og
síðar uppbyggingu frystiiðnað-
ar. Á Hofsósi voru uppgangs-
tímar á áttunda áratugnum,
eins og víðar í þorpum og bæj-
um, en undanfarna áratugi hef-
ur þróunin verið sú sama og
annars staðar í dreifbýli. íbúum
hefur fækkað vegna minnkandi
atvinnu í sjávarútvegi og sam-
dráttar í landbúnaði, sem aftur
hefur leitt til takmarkaðri at-
vinnu í þjónustugreinum.
Árið 1948 var kauptúnið Hof-
sós gert að sérstöku sveitarfé-
lagi, en það sameinaðist árið
1990 Fellshreppi og Hofs-
hreppi, undir nafni þess síðast-
nefnda. í dag eru íbúar hrepps-
ins um 390. Á Hofsósi búa um
240.
Frá Hofsósi er nú gert út á
minni bátum. Þar er fiskverk-
un, málmsmiðja, trésmíðastofa,
bifreiðaverkstæði og útgerö
hópferðabifreiða. Á Hofsósi er
heilsugæslustöð, verslun, póst-
hús, banki, hársnyrtistofa og
saumastofa, sú eina sem saum-
ar íslenska fánann. Á sumrin er
veitingastofa opin og boðið
upp á fjölbreytta þjónustu við
ferðafólk.
Uppbygging í ferba-
þjónustu og menn-
ingarmálum
síðustu ár
Á nokkrum býlum í hreppn-
um er nú rekin gestamóttaka
undir merkjum Ferðaþjónustu
bænda. Auk gistingar er boðið
upp á margvíslega afþreyingu,
svo sem silungsveiði, hestaferð-
ir, vatnaþotur og golf. Eins og
annars staðar á landinu hefur
þessi þjónusta verið vinsæl og
vel þokkuð af erlendum gestum
sem innlendum.
Á Hofsósi er einnig boðið
upp á gistingu í húsum í gamla
þorpskjarnanum. Þar hefur ver-
iö ráðist í athyglisverða endur-
byggingu eldri húsanna. Pakk-
húsið, stokkbyggt bjálkahús frá
1777, eitt hið elsta sinnar teg-
undar á Jandinu, var endur-
byggt og opnað gestum áriö
1992. Á neðri hæð hússins má
skoða sýningu á myndum og
munum sem tengjast Drangeyj-
arútvegi, fugla- og fiskveiðum.
Uppstoppaðir fuglar í bjargi
kynna fjölskrúðugt fuglalíf eyj-
arinnar. Á Pakkhúsloftinu eru
haldnar kvöldvökur og fram-
reiddar veitingar sem hæfa
anda hússins, meöal annars
kæstur hákarl, en mikil há-
karlaútgerb var frá austanverð-
um Skagafirði áður fyrr.
Skammt frá Pakkhúsinu er
veitingastofan Sólvík í nýupp-
gerðu húsi, sem áður var hótel
staðarins. Þar má ganga að
heimabakstri vísum: brauði,
pönnukökum og kleinum.
Rjúkandi kaffið og súkkulaði er
heitt á könnunum. Þá er einnig
matsala í félagsheimilinu
Höföaborg, sem sinnir þörfum
stærri og smærri hópa. Þar er
gistiaöstaða, en auk þess eru
salir hússins vinsælir til mann-
fagnaða á öllunr árstímum.
Ferðamenn, sem endurnýja
kynni sín af Hofsósi, geta fylgst
með mörgum jákvæðum breyt-
ingum. Nú er verið að gera upp
flest gömlu húsin í kvosinni
við Pakkhúsið, sem áður stóðu
yfirgefin eða í niðurníðslu. Sum
þeirra eru gistihús, önnur sum-
arbústaðir, og í öðrum er búiö
allt árið. Þarna hefur skapast
sérstakt andrúmsloft í nálægð
sjávar og lifandi sögu landsins.
Safnib um Vestur-
farana í Gamla
Kaupfélagshúsinu
Við fjöruboröib inn af höfn-
inni á Hofsósi stendur reisulegt
hús, sem gengur undir nafninu
„Gamla Kaupfélagið". Það hef-
ur nú fengið það framtíðarhlut-
verk að hýsa einstætt safn um
íslensku Vesturfarana. Áformaö
er að opna safnið vbrið 1996 og
er endurbygging hússins hafin.
Tilkomu safnsins á Hofsósi
má rekja til samstarfsverkefnis
11 Evrópuþjóða, sem ber heitið
„Routes to Roots" og þýða
mætti „Leiðir til upprunans"
eða „Ræturnar raktar". Þar taka
ferðaþjónustuaðilar höndum
saman viö fræðimenn á söfn-
um og stofnunum, sem vinna
að varðveislu minja og skjala
tengdum flutningum Evrópu-
búa til Vesturheims. Feröaþjón-
usta bænda er íslenski þátttak-
andinn í þessari alþjóbasam-
vinnu. Markmið verkefnisins er
að koma á tengslum við Norð-
ur-Ameríkumenn sem rætur
eiga að rekja til Evrópu. Í flest-
um löndum Evrópu eru til söfn
og fræðisetur, sem sérhæfa sig í
sögu Vesturfaranna og tímabili
mestu fólksflutninga sögunnar.
Á íslandi hefur ekkert slíkt safn
eða stofnun verið að finna.
Hofsós þótti ákjósanlegur
staður fyrir safn af þessu tagi:
Þar var heppilegt hús með sögu
í skemmtilegu umhverfi. Af
Norðurlandi fluttust margir til
Norður-Ameríku, og við höfn-
ina á Hofsósi mætti kalla fram
eftirvæntingu þeirra sem bíða
Breska kjarnorkusprengjan
Test of Greatness: Britain's Struggle for
the Atom Bomb, eftir Brian Cathcart. John
Mu/ray, £ 19,99.
I ritdómi í New Statesman &
Society 30. september 1994
sagði: „Bókin hvílir um of á
skjölum sem breska ríkisstjórnin
lét meb tregbu af hendi við ástr-
alska rannsóknarnefnd, sem fjall-
aði um tilraunir meb kjarnorku-
vopn, sem gerðar höfðu verið í
Ástralíu, en að svo komnu máli
átti hún vart annars úrkosta en
að setja þau á Ríkisskjalasafniö í
Kew. Bókin er þess vegna nálega
opinber saga (í mörgu tilliti jafn-
vel enn frekar en hin eiginlega
opinbera saga, sem Margaret Go-
wing samdi)."
„Hetja bókarinnar er skýlaust
William Penney, sem var fyrir
breska starfshópnum, sem sá um
hönnun og samsetningu (design
and development) ... Svör veitir
Cathcart ekki við þeirri grund-
vallarspurningu, að hve miklu
Fréttír af bókum
leyti Bretar nutu þekkingar, sem
fékkst við framkvæmd Manhatt-
anáætlunarinnar (ath. smíði
bandarísku kjarnorkusprengj-
unnar á árum síðari heimsstyrj-
aldarinnar). í stab þess heldur
hann því hvoru tveggja fram að
Penney hafi gegnt lykilhlutverki
í starfshópi, sem gekk frá kjarna-
oddinum og leysti mörg vanda-
mál, sem Bandaríkjamönnum
voru ofviða, og að Bretland hafi
orðið að byrja upp á nýtt 1945."
„Þegar til kom liðu sjö ár,
þangað til Bretland gat gert til-
raun meö sprengju, þótt slíka til-
raun gætu Ráðstjórnarríkin gert
eftir fjögur ár frá stríðslokum
(þótt þau, þrátt fyrir njósnir,
vissu minna um Manhattanáætl-
unina en Bretar, sem áttu hlut að
henni) ... Hið mikla leyndarmál
bresku kjarnorkuáætlunarinnar
er, að hún var framkvæmd vib
fjárskort og lítt hefur til hennar
sagt. í þann mund er Bretland
sprengdi fyrstu kjarnorku-
sprengju sína, bjuggust Bandarík-
in til að sprengja fyrstu vetnis-
sprengjuna. Bretland sprengdi
sína vetnissprengju 1957, en gat
þá ekki framleitt þær eldflaugar
sem hún þarfnabist. Eftir 1963
var Bretland eina kjarnorkuveld-
ið, sem treysti á að annað kjarn-
orkuveldi legöi því til nothæf
kjarnorkuvopn."
„Hvers vegna varð Bretland
kjarnorkuveldi? ... Þeirri spurn-
ingu svarar Cathcart ekki, því ab
engar formlegar umræður uröu
um það í ríkisstjórn Verka-
mannaflokksins 1945. Allir
áhrifamestu ráðherrarnir álitu að
Bretland ætti að koma sér upp
kjarnorkuvopnum." ■