Tíminn - 08.06.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.06.1995, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 8. júní 1995 11 HofsÓS. Tímamynd Ágúst Bjarnason skips á bryggju. í væntanlegu safni verður dregin upp mynd af kjörum þessa fólks sem lagði af staö í svo langa ferö, fjallað um helstu ástæður fólksflutn- inganna, aðbúnað á útleið o.fl. Byggðasafn Skagfirðinga sér um uppsetningu safnsins, undir handleiðslu Sigríðar Sigurðar- dóttur safnstjóra. Stofnaö hefur verið hlutafé- lag, Snorri Þorfinnsson ehf., sem sér um uppbyggingu húss- ins. Eigendurnir eru hópur fólks, sem á sínum tíma keypti húsið til þess að bjarga því frá eyðileggingu. jónsmessuhátíb — menningarvibburö- ur á Hofsósi Nú verður í annaö sinn hald- in Jónsmessuhátíð á Hofsósi. í tilefni dagsins er efnt til þjóð- legrar dagskrár, söngur og fróð- leikur í fyrirrúmi. A föstudags- kvöldið 23. júní er kvöldvaka í Pakkhúsloftinu. Þar er þétt set- ið á heyböggum og hlýtt á söng og skemmtilestra. Stemningin er einstök undir súðinni og úti fyrir kveða vorfuglar í fjöru- borðinu. Ef veður leyfir, veröur farið í ferðir um miðnættið, út í eyjar og gengið í döggvotu grasi í bjartri sumarnóttinni. Fyrir áhugasama verður leiöbeint um forna siði á Jónsmessunótt, svo sem daggarböðun og blóma- lestur. Laugardaginn 24. júní hefst hátíðin með söng Karlakórsins Heimis við stuðlabergið í Staðar- bjargavík. í þetta sinn syngur einnig við stuðlana ein vinsæl- asta söngkona landsins, Sigrún Hjálmtýsdóttir — Diddú, og horn Þorkels Jóelssonar mun óma í berginu. Áhorfendur njóta söngsins sitjandi í grasigrónum slakkanum, einhverjir í bátum sem sigla inn á víkina og ófáir munu nota tækifærið og fara um borð í varðskipið Óðin, sem verður fljótandi áhorfendapallur fyrir framan. Þegar söng er lokib í Staðar- bjargavík, stígur karlakórinn á hestbak og ríður syngjandi niður að Pakkhúsinu. Þar verða á dag- skrá atriði tengd undirbúningi Vesturfarasafns. Síðar um kvöld- ið veröur söng- og skemmtidag- skrá fram haldið í félagsheimil- inu Höfðaborg og hátíðinni lýk- ur þar meb dansleik. Jónsmessuhátíð 1995 - Menningar- vaka á Hofsósi Dagskrá: Föstudagur 23. júní: Kvöldvaka í Pakkhúsinu: 20.00: Árni Björnsson flytur er- indi um Jónsmessuna. - Haraldur Bessason flytur pistil um Snorra Þorfinnsson, fyrsta ís- lendrnginn fæddan vestanhafs. - Árni Tryggvason fer með þjóð- leg gamanmál. - Helga Rós Indriðadóttir og Margrét Stefánsdóttir syngja. - Kristján Stefánsson og Kristján B. Snorrason leika á harmoniku og stjórna fjöldasöng. - Að lokinni kvöldvöku verða eyjaferðir og Jónsmessunætur- ganga eins og veður leyfir. Laugardagur 24. júní: 10:00 Félagsmót hestamannafé- lagsins Svaða á Hofsgerbisvelli. 14:00 Knattspyrnuleikur U.M.F. Neista og Magna, Grenivík. Sungið við stuðlabergið í Staðar- bjargavík: 16.30: Fánareið hestamannafé- lagsins Svaða. 17:00 Karlakórinn Heimir syng- ur. - Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur. - Þorkell Jóelsson leikur á horn. Varðskipið Óðinn tekur áhorf- endur um borð og liggur fyrir framan víkina ásamt öðrum bát- um. 18:00 Karlakórinn Heimir ríður syngjandi niður ab Pakkhúsinu. - Atriði tengd undirbúningi væntanlegs Vesturfarasafns. Skemmtun í félagsheimilinu Höfða- borg: 20:00 Karlakórinn Heimir flytur söngdagskrá. - Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur. - Árni Tryggvason fer með þjóð- leg gamanmál. - Kristján B. Snorrason leikur á harmoniku og stjórnar fjölda- söng. - Heiðursgestur kvöldsirs flytur ávarp. 23:00 Dansleikur fram eftir nóttu með Ártúnabandinu. Miðapantanir fyrir kvöldvöku í Pakkhúsinu og skemmtun í Höfðaborg í síma: 453-7310. „Sætaferðir" eru í hestaferð, sem farin er á laugardagsmorgni frá Sauðárkróki meb TOPPHESTUM s.f. Sími: 453-5828. ■ Leiðrétting í minningargrein í gær um Há- kon Kristinsson kaupmann féll út hluti setningar. Rétt er efnis- greinin í heild þannig: Systkini Hákonar eru Guðrún Sigríöur Kristinsdóttir húsfreyja í Hvammi á Landi, gift Eyjólfi Ágústssyni, refaskyttu og sýslu- nefndarmanni. Eiga þau sex börn, 15 barnabörn og 4 barna- barnabörn. Guðni Kristinsson, hreppstjóri í Skarði, kvæntur Sigríði Theódóru Sæmunds- dóttur. Eiga þau tvö börn, átta barnabörn og eitt barnabarna- barn. Laufey Guðný Kristins- dóttir, gift Einari Eiðssyni skipasmið. Er hann látinn. Eiga þau þrjú börn og eitt barna- barn. Beðist er velvirðingar á þess- um leiðu mistökum. ■ DAGBÓK Fimmtudaqur 8 • * ' juni 159. daqur ársins - 206 daqar eftir. 23. vika Sólris kl. 3.08 sólarlag kl. 23.47 Dagurinn styttist um 4 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppnin fellur niður í Risinu í dag. Næsta ferb félagsins verður miðvikudaginn 14. júní kl. 18 frá Risinu. Ekinn Bláfjallahring- urinn, stutt ganga á Strompinn í hrauninu. Fararstjóri Sigurður Kristinsson. Upplýsingar og miðaafhending á skrifstofu fé- lagsins, s. 5528812. I dag, kl. 9.30 til 16, veröur sýning á ýmsum smá hjálpar- tækjum til ab auðvelda sjálfs- hjálp í daglegu lífi, fengin frá Hjálpartækjabanka RKÍ og Sjálfsbjargar. Sýningin er í kaffistofu F.E.B. (inn af skrif- stofu), Hverfisgötu 105. Gjörið svo vel og lítið inn. Fyrirlestur á vegum Stofn- unar Siguröar Nordals Prófessor Kirsten Wolf flytur opinberan fyrirlestur um skjaldmeyjar á Vínlandi í boði Stofnunar Sigurðar Nordals, í dag fimmtudag, kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi, húsi laga- deildar Háskólans. Fyrirlesturinn kallast „Amaz- ons in Vínland" og fjallar eink- um um Freydísi Eiríksdóttur og lýsingu á Vínlandsför hennar í Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. Fyrirlesturinn verð- ur fluttur á ensku, en á undan skýrir Kirsten efni hans á ís- lensku. Dr. Kirsten Wolf er prófessor í íslensku við Manitobaháskóla í Winnipeg. Myndbandamaraþon í Norræna húsinu Föstudaginn 9. júní mun bókasafn Norræna hússins standa fyrir 24 klst. mynd- bandamaraþoni. Sýnd verða: a) Myndbönd sem framleidd hafa verið sérstaklega fy'rir ungt fólk. b) Myndbönd sem ungt fólk á Norðurlöndunum hefur sjálft staðið ab. Dagskráin hefst á morgun kl. 14, en henni lýkur laugardag- inn 10. júní kl. 14. Norræna húsið verður öllum opið og abgangur er ókeypis. Golf-kaffi og vöfflur Golfklúbburinn Dalbúi, Mið- dal viö Laugarvatn, hefur opið hús í klúbbhúsi sínu í Miðdal laugardaginn 10. júní. Kaffi og vöfflur verða á boðstólum og einnig verður tekiö á móti nýj- um félögum og starfsemin kynnt. Einnig geta menn skráð sig hjá Ómari í síma 5545750 og HilmariJ síma 4861245. Ingibjörg Siguröar og Soffíudóttir heldur tvær sýningar Ingibjörg Siguröar og Soffíu- dóttir opnar myndlistarsýningu í Djúpinu, Hafnarstræti 15 (veitingahúsið Hornið), laugar- daginn 10. júní kl. 17. Verkin, sem hún sýnir, eru unnin með olíukrít. Ingibjörg er leirkerasmiður að mennt og útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands áriö 1976. Hún fékk styrk frá listamiðstöbinni í Sveaborg í Finnlandi og dvaldi á gesta- vinnustofu fyrir norræna myndlistarmenn í Hasselby Slott í Stokkhólmi 1987. í Sví- þjób var hún gestanemi við Konstfackskolan í Stokkhólmi og útskrifaðist þaðan úr málm- smíöadeild árið 1988. Auk sýningarinnar í Djúpinu verða nokkur verka hennar til sýnis á Bílaverkstæði Hermanns S. Ágústssonar, Súöarvogi 40. Szymon Kuran, fiðluleikari og borgarlistamaður, leikur við opnun beggja sýninganna. Á bíjaverkstæöinu íd. 14 og kl. 17 í Djúpinu. Sýningin i Djúpinu stendur yfir til 1. júlí n.k. og á bílaverk- stæöinu til 10. júlí. Ingibjörg Sigurbar og Soffíudóttir. APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavlk frá 2. tll 6. júnf er I Hraunbergs apótekl og Ingólfs apótekl. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 aö kvöldl tll kl. 9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudög- um. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar I slma 18888. Neyðarv kt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórháliðum. Símsvari 681041. Hafnarfjörðun Hafnarfjarðar apólek og Norðurbæjar apó- tek eru opin á virkum dógum frá kl. 9.00-18.30 og til skipt- is annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar i símsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunadíma búða. Apólekin skiplast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið i þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið Irá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyljalræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar í sírra 22445. Apótek Keflavlkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00. Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga Irá kl. 8.00- 18.00. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga 61 kl. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Qarðabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9. 0- 18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGIMGAR 1. júnt 1995 Mánabargreibslur Elli/örorkulífeyrir (grunnlífeyrir) 12.921 1/2 hjónalífeyrir 11.629 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 23773 Full tekjutrygging örorku I ífeyrisþega 24.439 Heimilisuppbót 8.081 Sérstök heimilisuppbót 5.559 Barnalífeyrir v/1 barns 10.794 Meblag v/1 barns 10.794 Mæbralaun/febralaun v/1 barns 1.048 Mæbralaun/febralaun v/ 2ja barna 5.240 Mæbralaun/febralaun v/ 3ja barna eba fleiri 11.318 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaba 16.190 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaba 12.139 Fullur ekkjulífeyrir 12.921 Dánarbætur í 8 ár (v/ slysa) 16.190 Fæbingarstyrkur 26.294 Vasapeningar vistmanna 10.658 Vasapeningar v/ sjúkratrygginga 10.658 Daggreibslur Fullir fæðingardagpeningar 1.102,00 Sjúkradagpeningar einstaklings 552,00 Sjúkradagp. fyrir hvert barn á framfæri 150,00 Slysadagpeningar einstaklings 698,00 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri 150,00 GENGISSKRÁNING 7. júnf 1995 kl. 10,57 Opinb. vlðm.gengl Geng! Kaup Sala skr.funda Bandarfkjadollar......63,62 63,80 63,71 Sterlingsþund........101,18 101,44 101,31 Kanadadollar..........46,01 46,19 46,10 Dönsk króna..........11,558 11,596 11,577 Norsk króna......... 10,130 10,164 10,147 Sænsk króna...........8,812 8,842 8,827 Finnskt mark.........14,738 14,788 14,763 Franskur frankl......12,834 12,878 12,856 Belgfskur franki.....2,1948 2,2022 2,1985 Svissneskur franki....54,79 54,97 54,88 Hollenskt gyllini.....40,31 40,45 40,38 Þýsktmark.............45,10 45,22 45,16 ítölsk líra.........0,03886 0,03903 0,03894 Austurrfskur sch......6,411 6,435 6,423 Portúg. escudo.......0,4285 0,4303 0,4294 Spánskur peseti......0,5214 0,5236 0,5225 Japanskt yen.........0,7514 0,7536 0,7525 irsktpund............103,21 103,63 103,42 Sérst. dráttarr.......99,14 99,54 99,34 ECU-Evrópumynt........83,42 83,70 83,56 Grisk drakma.........0,2808 0,2818 0,2813 BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELG ARPAKK AN A OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.