Tíminn - 08.06.1995, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.06.1995, Blaðsíða 16
Vebrib (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) • Horfur á landinu í dag: Þykknar heldur upp vestantil á landinu meö vestan golu, en austanlands verbur bjart vebur. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast austanlands. • Horfur á föstudag: Vestan gola eba kaldi. Skýjab og súld meb köflum vestan- lands og þokuloft vib norburströndina. Subaustan og austan lands verbur bjart- vibri og einnig í innsveitum norbanlands. Hiti S til 16 stig, hlýjast subaustanlands. • Horfur á laugardag: Hæg vestlæg eba breytileg átt. Skýjab meb köflum en ab mestu þurrt vestanlands og þokuloft vib norburströndina en annars léttskýjab. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast subaustan lands. • Á sunnudag, mánudag og þribjudag er útlit fyrir vestan og subvestan átt. Vestan og norbvestan lands verbur skýjab og súld meb köflum en sólríkt og hlýtt subaustan og austan lands. Arnþrúöur Karlsdóttir varaþingmaöur hafnar boöi um sœti í stjórn Menningarsjóös: Ekki rétt leiö til að auka veg kvenna Arnþrúöur Karlsdóttir vara- þingma&ur Framsóknarflokks- ins í Reykjavík hefur alfarib hafnab tilbo&i stjórnar þing- flokksins um aö taka sæti í stjórn Menningarsjó&s, en um slíkt var talaö í tillögu þing- flokksstjórnarinnar. Arnþrúöur ságöist hafa lýst áhuga sínum á að taka sæti fyrir hönd flokksins í útvarpsráði, vegna þess aö hún heföi áhuga á þeim málaflokki auk þess sem hún heföi menntun á sviði fjöl- miðlunar og hefði starfað við f jöl- miðla bæði hérlendis og erlendis í földamörg ár. Þingflokksstjórnin hafi hins vegar talið annaö vega þyngra við val fulltrúa í ráðið. Hins vegar telji hún út í hött aö fara að taka sæti í Menningar- sjóði þar sem fyrir væri framsókn- arkona, slíkt væri að hennar mati ekki leiðin til vegsauka kvenna í flokknum. Enn furöulegra væri þetta þegar óumdeilanlegt væri að framsóknarkonan Áslaug Brynjólfsdóttir, sem situr í Menn- ingarsjóði, hefði unnið mjög gott starf fyrir sjóðinn og staðið í eld- línunni þegar styrinn stóð um einkavæðingu hans á sínum tima. ■ Vanskil bílaskatta minnkubu um þribjung eftir númera- klippingar: Númerin „fuku" af nærri 1.200 bíl- um á 16 dögum Innheimtumenn ríkissjóös um allt land klipptu skráningar- númer af samtals 1.168 bílum á tímabilinu 25. apríl til 10. maí sl., í þeim hertu aðgerðum sem þá var gripið til vegna vanskila bifreiöagjalda og þungaskatts. Árangur þessara aðgerða var sá að heildarvanskil þessara bíla- skatta minnkuðu um þriðjung eða tæplega 300 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá fjárhirði fjármálaráðuneytis- ins. ■ Meöalaldur fiskiskipaflotans er 17,2 ár og hefur hcekkaö um hálft ár. Erlend fiskiskip lönduöu 65 þús. tonnum til vinnslu. Útvegur 7 994: Umferöarslys viö Hvamms- vík í Kjós: Kviknaöi í bíl Barentshafið Þrennt slasaðist minniháttar, einn fullorðinn og tvö börn, þegar bifreið fór útaf veginum við Hvammsvík í Kjós um klukkan 16 í gær. Fernt var í bílnum, tveir fullorðnir og tvö börn, en við útafaksturinn kviknaði í bílnum sem gjöreyði- lagðist. Fólkið komst út af eigin rammleik, en eins og áður sagöi var þrennt þeirra flutt á slysa- deild í Reykjavík. ■ Andrúmsloftiö aö hreinsast?, Einarsson, ríkissáttasemjari, og Sóiveig S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri embœttisins, eru á mebfylgjandi mynd ab koma meb viftu eina mikla sem vonir standa til ab hreinsi andrúmsloftib í þeim miklu vinnudeilum, sem reynt er ab útkljá í Karphúsinu þar sem sjómenn og álversmenn sitja og í Borgartúni 6 þar sem bankamenn og flugmenn rœba um kaup og kjör. Tímamynd GS. gaf 2,7 milljarða í nýútkomnum Útvegi 1994, riti Fiskifélags ísiands, kemur m.a. fram að heildaraflamagn íslenskra skipa í Barentshafi hafi í fyrra verið um 37 þúsund tonn a& verðmæti um 2,7 mil- jar&ar. Á Flæmingjagrunni veiddust 2.400 tonn fyrir 420 miljónir króna og 330 tonn á Austur- Grænlandsmiðum fyrir 57 miljónir. Heildarverðmæti úthafsvei&iaflans á fjarlægum miðum hefur því numið ríflega þremur miljörðum króna á síð- asta ári. í ritinu kemur einnig fram að meðalaldur fiskiskipaflotans hef- ur hækkað um hálft ár og var í fyrra 17,2 ár. Þá hefur skráð vélar- afl hækkað örlítiö á milli ára og sjómönnum fjölgaö lítillega, en áður hafði þeiin fækkað nokkur ár í röð. Eitt af því sem einnkendi síð- asta ár fyrir utan þá aukningu sem varð í veiðum á fjarlægum miðum var hin gífurleg aukning í vinnslu á fiski frá erlendum fiski- skipum. Alls lönduðu erlend skip til vinnslu hérlendis um 65 þús- und tonnum aö verömæti 1.704 miljónir króna. Þessi afli hefurþví tvöfaldast á milli ára en verb- mætaaukningin er þó heldur minni. Afli erlendra skipa til áframhaldandi útflutnings, trans- it, var 39 þúsund tonn, aðallega þorskur, karfi og rækja. Fiskifélag- ið áætlar að viðkomandi skip hafi keypt þjónustu hérlendis fyrir a.m.k. 2 miljarða króna. Heildarafli á íslandsmiðum í fyrra nam 1.510 þúsund tonnum og hefur aflinn dregist nokkuð saman á milli ára. Verðmæti afl- ans var 49,1 miljaröar króna sem er lítil breyting frá fyrra ári. Hvað einstakar tegundir varðar þá meira en tvöfaldaðist afli á út- hafskarfa og var verðmætaaukn- ingin í samræmi við það. Þorsk- afli minnkaði á milli ára en verð hefur hinsvegar hækkab. Ýsuafli jókst umtalsvert og hefur verð hækkað lítillega á milli ára. Ufsa- afli minnkabi enn í fyrra og hefur dregist saman á hverju ári frá 1991 sem var metaflaár. Þá var verö á ufsa lægra en verið hefur. Hinsvegar jókst karfi í verðmæt- um á milli ára vegna hærra verðs sem gerði gott betur en að vega upp á móti lítilsháttar aflasam- drætti. Sérstök ríkisstjórnarsamþykkt um ríkisfjármál: Hallalaus fjárlög Ríkisstjórnin hefur gert um það samþykkt ab jafnvægi verði á rík- issjó&i á fjáriögum 1997, eða eftir tvö ár. Ab sögn Fribriks Sóphus- sonar liggur fyrir samþykki í rík- isstjórninni um ab þessu verbi náb í tveimur áföngum þannig ab 1996 verbi fjárlög afgreidd meb 400 m.kr. halla en áætlab er ab hallinn í ár muni nema 7,5 millj- örbum. Þetta kom fram á fundi fjármála- og utanríkisrábherra með blaba- mönnum og embættismönnum í gær þar sem kynnt var langtímaætl- un í ríkisfjármálum 1996-1999. Fram kom hjá ráðherrunum að markmiðið væri ab nýta þá upp- sveiflu sem fyrirsjáanleg er í efna- hagslífinu til að vega upp útgjalda- tap sem ríkissjóbur verður fyrir vepna síðustu kjarasamniga. I langtímaáætluninni kemur fram ab verði ekkert að gert munu útgjöld ríkisins verða um 20 millj- örðum hærri að raungildi árið 1999 en í fjárlögum 1995 og halli ríkis- sjóðs tvöfaldist mibað við það sem nú er. Hins vegar er gert ráð fyrir að stöðva útgjaldaaukninguna eins og ábur sagði og miðað við að jafnvægi náist 1997. Reiknað er með aö tii ab ná þessum jöfnuði á tveimur árum þurfi ab lækka ríkisútgjöld um 8-10 milljarða eða um 7% frá því sem þau ella hefðu orðið. Lækkunin nær til samneysluútgjalda, tilfærslna og stofnkostnab. Talað um að lækka útgjöld til samneyslu um 3,5-4 milljarða, tilfærsluútgjöld um 3-3,5 milljarða og stofnkostnað um tæpa 2 milljarða. í langtímaáætluninni er sparnað- ur í samneyslunni sundurliðaður þannig: almennur sparnaður 1 ári& 1997 milljarður; aukin þjónustugjöld 1 milljarður; aukin útbob, samdráttur þjónustu, sameining stofnana og endurmat á útgjöldum sjúkratrygg- inga samtals 2 milljarðar. Sem dæmi um sparnað tilfærslu- útgjalda er nefnd endurskoðun á samspili almannatrygginga og líf- eyrissjóða, stofnun sérsjóðs um at- vinnuleysisbætur og breytingar á búvörusamningi. Fjármálaráðherra bendir á að hér séu á ferðinni útlínur og hugmynd- ir ríkisstjórnarinnar um leiðir til að ná ríkisfjármálunum í lag en út- færslan á þeim sé öll eftir og hin pólitíska umræba eigi eftir ab fara fram í einstökum atriðum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.