Tíminn - 08.06.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.06.1995, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 8. júní 1995 Roosevelt Banda- ríkjaforseti vildi heimsvaldastefnu og fasisma feig, en taldi oð tjónka mœtti viö kommúnismann s Imikilli fjölmiblaumfjöllun af tilefni hálfrar aldar af- mælis loka heimsstyrjald- arinnar síbari hefur þáver- andi Ieibtoga stórveldanna, sem öll voru stríbsabilar, bor- ib mjög á góma, þ.á m. Franklin Delano Roosevelt (1882-1945), Bandaríkjafor- seta frá 1933 til dánardægurs. Gjarnan er sagt sem svo ab hann hafi verib áhrifamesti leibtogi bandamanna í stríb- inu, þar meb oddviti annarra leibtoga þeirra og abaland- stæbingur Hitlers. Meb hlib- sjón af því ab fyrir stríbib var efnahagsleg geta Bandaríkj- anna meiri en Þýskalands, Bretlands og Frakklands sam- anlagbra má segja ab skobun þessi sé ekki út í hött. Ættir er ab Roosevelt stóðu, hollenskar og enskar ab upp- runa, heyrðu til bandarísku austurstrandarhástéttinni. Á hans tíð fyrirfannst varla fólk, sem var sannfærðara en sú stétt um eigib ágæti framyfir allt fólk annað. Þab sjálfsálit var of grunnmúrað til ab þörf væri á ofstæki því til viðhalds. „Pólitísk menning" Þýskalands Roosevelt kynntist hryllingi skotgrafahernabar fyrri heims- styrjaldar, sem var eitthvab álíka báðum megin, Frakka megin og fékk út frá því andúb á „pólitískri menningu" Þýska- lands, eins og einn greinarhöf- undur orbar þab, og sannfærbist um að hún væri hætta sem vofði yfir heimsmenningunni. Hitler og nasisminn urðu í Ro- osevelts augum staðfesting á því að það álit væri pottþétt. Miklu um afstöðu Roosevelts í alþjóöamálum kvað hafa rábið sú skoðun hans, að iðnvæddi heimurinn ætti um fjórar fram- tíðarbrautir að velja: „mann- eskjulegan" kapítalisma (sem bæri velferö almennings fyrir brjósti), heimsvaldastefnu, fas- isma og kommúnisma. Hann taldi sem von var til fyrsttalda valkostinn bestan og leit á Bandaríkin undir sinni stjórn sem höfuðfulltrúa hans. Um heimsvaldastefnuna (höfuðfull- trúi í Roosevelts augum Bret- land) og fasismann (Þýskaland) áleit forsetinn að ákjósanlegast væri að þau hyrfu úr heimi, kommúnismann (Sovétríkin) taldi hann ab mætti tjónka við. Hann náði markmiðum sín- um gagnvart Þýskalandi og Bretlandi, því fyrrnefnda meb því að sigra þab í stríði og því síbarnefnda með stuöningi, sem varð dýrkeyptur fyrir það, í sama ófriði. Vopn og aörar birgðir, sem Bandarikin létu Bretlandi í té og héldu uppi stríösrekstri þess, fékk það ekki nema gegn staðgreiðslu þangað til þab var hætt að geta borgað. Þar með var sjálfstæöi Bretlands í efnahagsmálum gagnvart Bandaríkjunum úr sögunni og í stjórnmálum að miklu leyti einnig. Efnahagslegur styrkur Breta, gullforöi þeirra, innistæb- ur og fjárfestingar erlendis, höfbu verib grundvöllur heims- veldis þeirra. Áætlun sem ekki var framkvæmd Henry Morgenthau, fjármála- ráðherra Bandaríkjanna 1934- 45 og vinur Roosevelts, hafði fyrir sitt leyti á prjónunum end- anlega lausn á „þjóðverjavanda- málinu". Áætlun hans var að iðnaöur Þýskalands yrði lagður niöur mikið til og því breytt í land smábænda. Cordell Hull, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði ab ef þetta yrði gert, gætu „aðeins 60% íbúa Þýskalands séð sér farborða ... en 40% myndu deyja." Ro- osevelt sagði við Morgenthau sumarið 1944: „Við verðum aö vera harðir við Þýskaland og þá á ég við þýsku þjóðina, ekki aö- eins nasista. Annaðhvort verð- um við að vana þýsku þjóðina eða þab veröur að fara meb hana þannig, að hún geti ekki haldið áfram að geta af sér fólk er vilji halda áfram á sömu braut og sú þjóð hefur fetað hingað til." Upplýsingar um Morgenthau-áætlunina láku út og andmæli gegn henni birtust í bandarískum blöðum. Roose- velt gerðist henni smámsaman fráhverfur. Áætlun þessi var og ekki fram- kvæmd, sem kunnugt má vera. Bandaríkjamenn vildu koma Evrópu, sem stríbib haföi rú- stað, á legg í efnahagsmálum á Roosevelt heilsar Hjalmar Schacht, efnahagsmálarábherra Þýskalands 1934-37: gagnstœb vibhorf í vibskipta- málum. Aðalandstæðing- ur Hitlers BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON Frjáls verslun og sjálfsþurftar- búskapur Nokkur ástæða er til að ætla að gagnstæð viðhorf í efnahags- og viðskiptamálum hafi valdið einhverju um afstöðu Roose- velts til Þýskalands Hitlers. Rreppan mikla var mesta áfall, sem Bandaríkin höfðu orðib fyr- ir frá tíð borgarastríös síns. Þá varð, að áliti vissra sagnfræð- inga, ofan á í Bandaríkjunum vibhorf á þá leiö, að þeim yrði því abeins tryggö efnahagsleg óháðast innflutningi. Afdráttarleysi Roosevelts gagnvart Þýskalandi kom skýrt í ljós í Casablanca í janúar 1943, er hann tilkynnti aö skilyrðis- laus uppgjöf öxulríkjanna væri stríðsmarkmið bandamanna. Churchill og Stalín hafa varla verið alveg eins eindregnir um það atriði, en hlíttu í því efni forystu Roosevelts. Líklegt er ab þessi krafa hafi haft þau áhrif á Þjóbverja að flestir þeirra — burtséð frá því hver afstaða þeirra til Hitlers var — hafi talið þjób sína ekki eiga völ á neinu betra en að verjast meðan kraft- ar entust. Það geröu Þjóðverjar. Sú viöureign hafði í för með sér gífurleg manndráp og eyðilegg- ingu fyrir Evrópu. Frekar mein- ingarlítið er að reyna ab svara velgengni aö þau ættu greiöan aðgang að öllum heiminum sem markabi og þá sérstaklega Evrópu. Þriðja ríkið þýska, efna- hagslega séð öflugasta ríki Evr- ópu, aðhylltist hins vegar sjálfs- þurftarbúskap, vildi verða sem þeirri spurningu, hvort hjá ein- hverju af því hefði verið hægt að komast, t.d. hvort hægt hefði verið ab bjarga einhverjum •hluta þeirra gyöinga sem urðu „endanlegri lausn" nasista á „gyöingavandamálinu" að bráð, hefðu bandamenn gefiö óvinum sínum eitthvab meira olnbogarými viðvíkjandi því ab binda enda á stríðið. Menn hafa vissa hugmynd um það sem gerðist, en geta aðeins bollalagt um það sem hefði getaö gerst. Roosevelt sem abstobarflotamála- rábherra ífyrri heimsstyrjöld: kynntist hryllingi skotgrafanna. ný, enda ljóst að hún aö öðrum kosti yrði ekki arðvænlegur markaður fyrir Bandaríkin. Erf- itt var að sjá ab sú endurreisn kæmist í kring án þess að hún næði til Þýskalands. Og með kalda stríöinu komu ný viðhorf. Eftirmönnum Roosevelts reyndist sem sé erfiðara að tjónka vib Sovétríkin en hann hafbi vonað. Áminnst trú Bandaríkjanna á nauðsyn þess ab allur heimurinn væri mark- aður þeirra kann að hafa haft áhrif í því samhengi. Stalín vildi að sósíalismi hans „í einu landi" yrði sem minnst hábur viðskipt- um við heiminn utan ríkis hans. Fyrir Bandaríkin tók við af heitu stríði við Þjóðverja kalt stríö við Rússa. Því síðarnefnda lauk fyrst fyrir nokkrum árum. Síðan virðast Bandaríkin eiga erfitt með aö ráða við sig hvert hlutverk þeirra í heiminum sé — eins og kannski má eðlilegt kalla eftir svo langa glímu sam- fellt viö andstæöinga, sem voru nógu geigvænlegir til þess að önnur áhyggjuefni hyrfu á bak viö þá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.