Tíminn - 16.06.1995, Qupperneq 6
6
Föstudagur 16. júní 1995
Óvenjulega mikiö um asparfrjó síöustu vikuna í maí,
en ekkert grasfrjó mœldist fyrr en í júní:
Fyrsta frjókorniö
mældist 7. maí
Engin frjókorn fundust aö
þessu sinni fyrstu vikuna í
maí í frjómælingum á vegum
Raunvísindastofnunar HÍ,
enda gróbur seint á ferð vegna
kalds tíðarfars.
Fyrsta lyngfrjóiö kom 7. maí.
Síðustu vikurnar hefur svo mest
borið á asparfrjóum og raunar
margfalt meira heldur en
nokkru sinni áður í maímánuði
þau sjö ár síðan reglulegar frjó-
mælingar hófust á vegum Raun-
vísindastofnunar.
Fyrsta birkifrjóið fannst ekki
fyrr en 27. maí. En haldist veður
þurrt og hiti yfir 10-12 gráðum,
getur fjöldi birkifrjóa í rúm-
metra lofts náð einu hundraði í
næstu viku, samkvæmt yfirliti
Margrétar Hallsdóttur um frjó-
mælingar í maí. Tímabilið, sem
birkifrjó eru í loftinu, segir hún
aðeins 2-4 vikur og gæti því
staðið fram yfir Jónsmessu að
þessu sinni.
Fyrsta grasfrjó sumarsins kom
ekki í frjógildruna fyrr en 1. júní
að þessu sinni, en grasfrjó eru
algengasta ástæða frjóofnæmis
hér á landi. Grasfrjó eru jafnan
fremur fá í maí og júní. Aðaltími
grasanna er í júlí og ágúst, þótt
grasfrjó geti verið stöðugt í loft-
inu frá síðari hluta júní.
Heildarfrjótala (frjó í m3) var
105 í maí, borið saman við 139 í
fyrra, en aðeins 28 í maí 1993.
Frjó af lyngi, víöi og elftingu
voru með flesta móti. Aftur á
móti mældust nú aðeins 4 birki-
frjó í m’, boriö saman við 81 fyr-
ir ári og allt upp í 140 vorið
1988. ■
Skilabob kríunnar:
Hreint land
Fagurt land
f/
’:|>Í$WÍÍ;
/
d
*
...
miém-
>h
£™oÍ*!w•SwÍW>1'
Stofnvísitala rjúpu á Noröausturlandi og í Hrísey.
Stœrö rjúpnastofnsins mjög breytileg eftir árum:
20
á uppleið
Rjúpan
Náttúrufræðistofnun íslands
fylgist meö ástandi rjúpna-
stofnsins meb talningum og
leiba nýjustu tölur í ljós ab
stofninn sé loks ab ná sér á
strik eftir stanslausa fækkun
frá árinu 1986. Ólafur K. Ni-
elsen fuglafræbingur segir
miklar sveiflur í stofninum
og þar spili almennt inn í
abrir þættir en skotveibi.
Umhverfisráðuneytið hefur
faliö Náttúrufræðistofnun að
kanna ástandið með vísinda-
legri hætti en tíðkast hefur og
hófust markvissari talningar
en áður þekktist í fyrra. Einn
megintilgangurinn var að at-
huga hvort og hve mikil áhrif
skotveiðin hefði á stofnstærð.
Talningarnar fara þannig
fram að karrarnir eru taldir á
vorin, ungar síðsumars og ald-
urshlutföll á veibitíma metin.
Talið er á sömu svæðunum ár
eftir ár og eru talningarsvæðin
Hrísey og sex svæði í Suður- og
Norður-Þingeyjarsýslu.
Síöasta hámark stofnsins var
árið 1986, en þá var þéttleik-
inn tvisvar til þrisvar sinnum
hærri en nú er. Árið 1983 var
svo botninum náð, en síðan
hehir stofninn vaxið.
Ólafur K. Nielsen, fuglafræð-
ingur hjá Náttúrufræðistofn-
un, stjórnar rjúpnarannsókn-
unum: „Menn vita ekki hver
frumástæðan er fyrir þessum
sveiflum. Út frá gömlu merk-
ingargögnunum ab dæma
hafa afföll vegna veiða ekki
verið stór hluti af ársafföllun-
um. Það bendir ýmislegt til að
skotveiðar dragi bara úr öðr-
um affallaþáttum."
Ólafur telur ab næsti toppur
í stofninum gæti komið árið
1999-2000, miðað við há-
markið 1986. „Það er greini-
lega meira af rjúpu núna en
verið hefur, og henni vegnar
betur en á undanförnum ár-
um." ■
Vestfirðir í byggð?
i.
Skömmu fyrir aldamótin 1900 bjuggu
um 90% landsmanna í sveit, en 10% í
bæjum. Nú hefur staban snúist við. Þessi
þróun er tengd iðnvæðingu og tækni-
byltingum og henni veröur ekki snúið
við til fyrra horfs. Lífsgæði okkar eru
enda háð byggðamynstri, sem er grund-
að á bæjum fremur en einbýli til sveita.
II.
Tengsl iðnvæöingar og umræddrar
byggðaþróunar eiga sér m.a. rætur í hag-
kvæmni. Það er ódýrara að snúa hjólum
efnahagslífsins með samþjöppuðum ein-
ingum en dreiföum, og framleiðnin verð-
ur meiri. Þar sem mikill hagnaður fjöl-
margra einstaklinga er aftur háður þessu
tvennu, hafa margir þeirra barist mjög
fyrir því að flýta samþjöppuninni sem
mest og „hreinrækta" hinar stóru eining-
ar. Árangurinn má m.a. sjá í því, sem við
nefnum oftast höfuöborgarsvæðið..Sam-
þjöppunin er gengin of langt.
III.
Burtséð frá innviðum hagkerfis — eða
öllu heldur: sama hvert hagkerfiö er — þá
er erfitt að þræða einstigið milli hag-
kvæmni í einn stað og samfellu í mann-
lífinu eða viröingar fyrir vistkerfunum í
annan. Hörðustu talsmenn einkafram-
taks og tæknihyggju sjá fyrir sér miklu
meiri samþjöppun á íslandi en orðin er.
Á mælikvarða hins tölulega gróba ber ab
UM-
Ari Trausti
Guömundsson
jarbeðlisfræðingur
leggja niöur meira en helming allrar
sveitabyggöar á íslandi, fækka kauptún-
um um a.m.k. helming. Viö liggur að
leggja beri af alla útskagabyggö, þ.á m.
Vestfjarðabyggð, fái sjónarmið þeirra
að ráða sem sýnast vera blendingar
evrókrata og fínpússaðra kapítalista með
viðskiptapróf upp á vasann.
IV.
Hér er ekki um grínfígúrur úr teikni-
mynd að ræða, heldur útbreitt viðhorf,
einkum meðal fólks á mínum aldri. Ef-
laust á dreifbýliö og þorpabyggðin enn
eftir að rýrna á íslandi. Hitt er jafnvíst að
viljum við betra hagkerfi, er nauðsynlegt
að nú þegar sé sótt gegn höröustu sam-
þjöppunaráráttunni. Þá skiptir þrennt
miklu máli:
- Að vistfræðileg hagkvæmni sé sett í
öndvegi. Sjálfbærri útgerð, landbúnaði,
vélaiðnaði, upplýsingaiðnaði og
„grænni" ferðaþjónustu fylgir byggða-
dreifing (og valddreifing!).
- Að hugað sé ab vænu uppeldi ungs
fólks með því að fella menntun, vinnu og
hugarmótun meira að náttúrunni og
samhjálp fólks í smáum einingum. Ná-
lægö við landsins gögn og gæði er brýn.
- Að menning landsmanna dragi sér
efnivið af öllu landinu og sjónum í kring.
Víbtæk byggð myndar samfellu í þjóblíf-
ið og blandast betur en ella viö erlenda
(og bráðnauðsynlega) strauma.
V.
í raun eru samþjöppunarsinnar gamal-
dags kerfiskarlar og -kerlingar. Gagnrýni
þeirra á „dalakofasósíalisma" hittir þá
sjálfa fyrir. Eftir langt samþjöppunar-
skeið kapítalismans stefnir nefnilega þeg-
ar í andstæðu þess, umhverfisins og
tækninnar vegna. Gildir þá einu hversu
langlíf sú hagskipan verður. í stað þess að
flytja inn tómata frá Hollandi, kjöt frá
Nýja-Sjálandi og smásíld frá Noregi, mun
þess krafist aö orkunni veröi eytt í annað
og framleiðsla höfð sem staðbundnust. ■