Tíminn - 16.06.1995, Blaðsíða 18
18
Wmmu
Föstudagur 16. júní 1995
Pípan var aldrei fjarri þar sem Wilson var á ferö.
Wilson og Attlee daginn sem Verkamannaflokkurinn sigraöi í kosningum,
sem leiddi til valdatöku Wilsons, sem varö nœsti forsœtisráöherra Verka-
mannaflokksins á eftir Attlee.
Haraldur
Jóhannsson:
ttir Harolds Wilson
stóöu í Yorkshire.
Langafi hans, John
Wilson, var framan af ævi skó-
smibur í þorpinu Rievaulx, en
varö um miöjan aldur ráös-
maöur vinnuhælis í Helmsley
og síöar á ööru stærra í York.
Afi hans.James Wilson, starf-
aöi viö höndlun álnavöru, en
átti aö mági eiganda regnhlífa-
gerbar í Stockport, sem varö
borgarstjóri í Manchester um
skeib, og jiangab fluttist hann
búferlum. Fabir hans, Herbert
Wilson, nam efnafræbi í ibn-
og tækniskóla og fram yfir
mibja ævi vann hann í verk-
smibjum í Milnbridge, litlum
bæ rétt utan vib Huddersfield.
Kona hans, móöir Harolds, hét
Ethel Seddon, og átti hún brób-
ur, sem fluttist til Ástralíu og
hófst þar til vegs. Elsti bróöir
Herberts, Jack, var kosningaag-
ent Keirs Hardie 1895 og 1900.
Harold Wilson var fæddur 16.
mars 1916 í Milnsbridge. Þar sleit
hann barnsskónum, en fór tíu
ára gamall meö.móbur sinni til
Ástralíu í heimsókn til bróbur
hennar, þá þingmanns á fylkis-
þingi Vestur-Ástralíu (og síöar
forseti þess). í fæöingarbæ sínum
hóf Wilson nám í menntaskóla,
Royds Hall Grammar School. í
kreppunni missti faöir hans
vinnuna og liöu sextán mánuöir
áöur en hann fékk starfa aö nýju,
þá í Wirral. í þeim bæ lauk Har-
old menntaskólanámi sínu 1934
og vann styrk til náms viö Há-
skólann í Oxford, viö Jesus Coll-
ege.
I Oxford las Harold Wilson
heimspeki, stjórnmál og hag-
fræöi, og lauk 1937 prófi meö
láöi og hlaut styrk til framhalds-
náms. Og þar kynntist hann Gla-
dys Mary Baldwin, sem varð eig-
inkona hans. Aö prófi loknu varö
hann aöstoðarmaður Williams
Beveridge, sem vann þá að at-
hugun á atvinnuleysi, og flutti
eftirfarandi vetur líka fyrirlestra
viö New College, en viö hann
varö hann haustið 1938 fræöa-
iökandi, „research fellow", og þá
jafnframt aöstoöarkennari
G.D.H. Cole.
II
í september 1939, aðeins
nokkrum dögum eftir að síöari
heimsstyrjöldin hófst, bauð Wil-
son sig fram til herþjónustu. Var
hann settur til embættisstarfa, í
fyrstu við eftirlitsnefnd kartöflu-
ræktunar í Oxford, en var brátt
kvaddur til stjórnarráöanna í
London, fyrst til starfa í birgða-
málaráöuneytinu. Þegar Bever-
idge varö aöstoðar- atvinnumála-
ráöherra í desember 1940, fékk
hann Wilson fluttan í ráðuneyti
sitt, en liölega hálfu ári síðar, í
ágúst 1941, var hann færöur í
ábyrgðarstöðu í stjórnardeild
náma, sem heyröi undir viö-
skiptaráðuneytiö. Ráöherra þess
varð nokkru síöar Hugh Dalton,
einn leibtoga Verkamannaflokks-
ins, en einn aöstoöarmanna hans
var ungur maður aö nafni Hugh
Gaitskell.
Síðla árs 1942 var stjórnardeild
náma flutt í nýtt ráðuneyti elds-
neytis, ljóss og orku, og innan
þess varö Wilson forstööumaður
deildar hagsýslu og hagtalna.
Snemma næsta árs, 1943, varö
hann einn ritara undirnefndar
bresk-bandarísku Samfelldu Sá
hann um umsöfnun kolabirgða í
höfnum, sem innrásarherirnir
legðu væntanlega upp frá. Átti
hann þá samstarf vib bandaríska
abila. í október um haustiö fór
hann í fyrstu ferö sína til Banda-
ríkjanna, en þær ferðir hans uröu
margar. Um breskt kolanám varö
Wilson mjög vel aö sér, en uppi
voru raddir um, aö kolanámurn-
ar þyrftu aö komast í almanna-
eigu, til aö fram yröi haldið um-
bótum í þeim, sem hafnar voru í
stríöinu. Þau sjónarmiö setti Wil-
son glögglega fram í bók sinnl
New Deal for Coal (Ný skipan
kolamála), sem út kom 1945.
Fyrir störf sín á stríösárunum
hlaut Wilson háa orðu, OBE.
III
Sumarið 1945, nokkru eftir
uppgjöf Þýskalands, en fyrir upp-
gjöf Japans, var kosið til þings á
Bretlandi. Fyrir kosningarnar
setti Verkamannaflokkurinn
fram róttæka stefnuskrá, við-
brögö við heimskreppu og
heimsstyrjöld: þjóönýtingu Eng-
landsbanka, kolanáma, rafveitna,
gasstöðva, járnbrauta, stáliönað-
ar og ókeypis læknishjálp og
sjúkraþjónusta fyrir alla lands-
menn. í kosningunum vann
Verkamannaflokkurinn mikinn
sigur, hlaut 393 þingmenn. Und-
ir forsæti Clements Attlee mynd-
aöi flokkurinn ríkisstjórn, sem
næstu fimm ár fylgdi fram allri
stefnuskrá sinni, en þjóðnýting
stáliðnabar rak lestina 1949, og
tók gildi eftir aörar kosningar,
1950.
Harold Wilson var 1945 kos-
inn á þing í Ormskirk, útborg Li-
verpool, og var hann óöar út-
nefndur abstoðarmabur atvinnu-
málaráöherra, en undir hann
heyröu nýbyggingar að miklu
leyti. Úr því starfi var hann síöla
sumars 1946 leystur til þriggja
mánaða til að sitja ráðstefnu FAO
í Washington. Hálfu ári síðar, í
mars 1947, varð hann aðstoðar-
viðskiptaráðherra (Secretary for
Overseas Trade), og útnefndi þá
Barböru Castle fulltrúa sinn á
meðal þingmanna. Eftir kaupum
á ódýru korni leitaði hann í Rúss-
landi og geröi sér ferð þangaö. Af
kaupum varö þó ekki sakir
ágreinings um afskriftir rúss-
neskra stríðsskulda í Bretlandi. í
lok september um sumariö, 1947,
var Wilson skipaöur viðskipta-
ráðherra, og sat hann fyrsta ríkis-
stjórnarfund sinn 2. október
1947.
Fyrstu tvö, jafnvel þrjú, stjórn-
arár Verkamannaflokksins uröu
ekki flokkadrættir innan hans,
svo að heitið gætu. Og var Wil-
son þá hvorki kenndur við hægri
né vinstri, og af ræðum hans
varö ráöiö, að hann aðhylltist
blandab hagkerfi. En næstu tvö
til þrjú ár olli þrennt ágreiningi
innan ríkisstjórnarinnar: staöa
sterlingspunds, endurhervæöing
og sparnaður í ríkisrekstri, eink-
um í heilsugæslu (og þá með ráð-
deild að yfirvarpi). Eins og lækk-
un gengis sterlingspunds bar að,
olli hún þeirra minnstum ágrein-
ingi. Er til hennar dró, kom til
álita í ríkisstjórninni að efna áöur
til kosninga, en að því ráöi var
ekki horfið, þótt til hefðu mjög
hvatt þrír ráðherrar: Sir Stafford
Cripps, Aneurin Bevan og Harold
Wilson. Gengislækkun sterlings-
punds var endanlega afráðin 21.
júlí 1949 á fundi Cripps, Gait-
skells og Wilsons.
Endurnýjun herafla fremur en
endurvígbúnaöur var í fyrstu
stefnumiö Atlantshafsbandalags-
ins. Sú endurnýjun krafbist auk-
inna útgjalda til landvarna, og þá
á Bretlandi samdráttar í öðrum
útgjöldum ríkisins. Fljótlega
greindi rábherra á um, hvar nið-
ur skyldi borið í þeim efnum,
þótt úti í Verkamannaflokknum
segöi naumast til þess ágreinings
fyrir kosningarnar til þings, sem
fram fóru 23. febrúar 1950. í
þeim varð Verkamannaflokkur-
inn fyrir miklu áfalli. Hlaut
flokkurinn aðeins 6 þingsæta
meirihluta, en hafði áður 152
sæta meirihluta.
IV
í frumvarpi til fjárlaga í apríl
1950 voru skorður settar við út-
gjöldum til heilbrigöismála. í
framsöguræðu sinni sagði Sir
Stafford Cripps: „Ef útgjöld einn-
ar greinar heilsugæslu fara fram
úr veittu fé til hennar, verður fé
til annarra greina hennar niður
skoriö." Ef vanhöld yrðu í þeim
efnum, boðaði hann breytingar á
lögunum um heilsugæslu. Þess-
um ákvöröunum var Aneurin Be-
van mjög mótfallinn. „Við vand-
ræðum lá og var ef til vill afstýrt
fyrir milligöngu Harolds Wil-
son."'
í Beatrice Webb House í Dork-
ing komu ráöherrar og fram-
kvæmdastjórn Verkamanna-
flokksins saman í maí 1950 til
skrafs og ráðageröa. Lagði Her-
bert Morrison til, aö áform um
frekari þjóðnýtingu yrðu lögð á
hilluna. Gegn því mæltu Aneurin
Bevan, Morgan Phillips og Sam
Watson. Attlee lagði ekki til
mála, og ákvöröun var ekki tek-
in. — A fimmtudagskvöldum
snæddu ráðherrar efnahagsmála,
sem og Bevan, kvöldverð hjá Sir
Stafford Cripps og ræddust
óformlega viö. í heilbrigðismál-
um og ýmsum öðrum urðu Be-
van og Gaitskell mjög á öndverð-
um meiöi, og varð smám saman
grunnt á því góða með þeim. Var
svo komið í júní 1950, aö Bevan
sagði í bréfi til Cripps: „Ég hef
skýrt þér, forsætisráðherra og Ga-
itskell frá því, að ég teldi álagn-
ingu gjalda á þætti heilbrigðis-
þjónustu brjóta upp á slíkum al-
vöru- og grundvallarmálum, að á
hana gæti ég aldrei fallist. Ef rík-
isstjórnin afréði að leggja þau á,
fylgdi afsögn mín að sjáífsögðu á
eftir."2 í júlí hrakabi heilsu
Cripps og baöst hann lausnar í
október 1950. Varð Hugh Gait-
skell fjármálarábherra í hans
stað.
Kalda stríðiö komst í algleym-
ing sumarið 1950, þegar Kóreu-
stríðið skall á. Undir árslok, þegar
herir Sameinubu þjóðanna undir
stjórn MacArthurs höföu hrakið
hina áður sókndjörfu heri Norð-
ur-Kóreu að landamærum Kína
(Mansjúríu), var jafnvel óttast, ab
til þriðju heimsstyrjaldarinnar
drægi." MacArthur hélt uppi lát-
lausri framsókn, kraföist skilyrb-
islausrar uppgjafar, og vísaði á