Tíminn - 16.06.1995, Síða 19
Föstudagur 16. júní 1995
19
Harold Wilson og frH í anddyri Downing Street 10, þegar þau höfbu þar
húsbóndavald 1968.
bug öllum orðum og ábending-
um um, aö Kínverjar kynnu ab
telja sig knúna til íhlutunar í bar-
dögum svo skammt undan
landamærum þeirra. Fulltrúar frá
Peking komu til New York til aö
flytja mál ríkisstjórnar kommún-
ista í Öryggisráðinu. Þann sama
dag hóf MacArthur tangarsókn
að Jalu-fljóti og kallaöi hana
sjálfur „sókn til heimkvaðningar
fyrir jól", en að áliti annarra var
hún hrikaleg ögrun. Þá sókn end-
urgalt öflugur kínverskur her
tveimur dögum síðar, og átökun-
um í Kóreu var umbreytt úr lög-
gæsluaðgerð í eitt óhugnanleg-
asta stríb, sem sögur fara af — að
lokum töldu fallnir og særbir
fjórar milljónir og flóttamenn 20
milljónir, og landið var í rúst,
nyrbra og syðra. Enn átti MacArt-
hur svarleik: Að hefja loftárásir á
meginland Kína, að setja hafn-
bann á strendur þess og ab gefa
Tsjang lausan tauminn... Fáein-
um dögum síðar, eftir að ljóst
varb, að heiminn bar til nýrra
átaka, sem ekki yrði haslaður
völlur, komu þær fréttir af blaða-
mannafundi Trumans, aö til álita
þætti koma að beita kjarnorku-
sprengjum. Um allan hnöttinn
vöktu fyrirætlanir Bandaríkjanna
skefjalausan ótta. Attlee afréð
skyndilega að fljúga til Washing-
ton „til að stöðva þriðju heims-
styrjöldina", að blööin sögðu.3
Að för hans „kann Bevan raunar
að hafa átt frumkvæðið".4
Á fundi Attlees og Trumans í
Washington „var að sönnu lítið
rætt um kjarnorkusprengjuna ...
Truman sagbi orð sín um þau
efni hafa verið hrapallega mis-
túlkuð; Attlee gat samt sem áöur
sett fram yfirvegaðri útlistun á
viðhorfum til mála í Kína og As-
íu heldur en ráðgjafar Trumans
viröast hafa fyrir hann lagt, og
styrkti þannig mjög þann mál-
staö, ab stríöinu skyldu skorður
settar."5 Aftur á móti varð Attlee
að fallast á framlög til hermála
umfram fyrirhugaðar £ 3.600
milljónir til þeirra á næstu þrem-
ur árum. Höfðu Bandaríkjamenn
£ 6.000 milljónir á orbi.
Innan ríkisstjórnarinnar varb
fyrirstaða við hækkun framlaga
til hermála á ný, en loks var sæst
á £ 4.700 milljónir til þriggja ára.
„Eini fyrirvarinn, sem Bevan og
Wilson fengu settan, voru „varn-
aðarorö", eins og Bevan nefndi
þau síðar — lúkning áforma að
fullu á tilsettum tíma væri komin
undir nægum tiltækum efniviði,
pörtum og véltækjum. Öðru
fremur eru áform okkar um út-
víkkun framleiðslugetu okkar al-
gerlega komin undir því, ab brátt
veröi tiltæk véltæki, sem mörg
hver eru aðeins fáanleg utan
lands."6 Eða með öbrum orðum,
ósennilega yrði unnt aö nýta fyr-
irhuguð framlög til hermála á
næstu þremur árum, eins og til
stæbi. Þegar sparnaður kom á ný
til umfjöllunar, bárust enn bönd
að heilsugæslu.
í mars og fyrstu daga apríl
1951 ræddi ríkisstjórnin frum-
varp að fjárlögum, sem fram yrði
lagt 10. apríl. „Á ríkisstjórnar-
fundi 22. mars „gekk allt fram
eins og fyrirhugað var", að frá-
sögn Daltons í óbirtum dagbók-
um hans hermir. Morrison var í
forsæti í stað Attlees, sem var á
sjúkrahúsi, og greindi frá því, að
forsætisráðherra, Attlee, styddi
tillögur Gaitskells um gjöld á
gervitennur og gleraugu og von-
aði, að ríkisstjórnin styddi þær
líka. ... Auk Bevans lagbist abeins
Harold Wilson gegn því."7 Enn
var milliganga reynd. „Að sögn
Gaitskells sjálfs „komu vomur á
Attlee — og eitt sinn meira að
segja á Morrison — og vildu þeir,
aö hann minntist alls ekki á
gjöldin, og til móts við þá kom
hann meb því að fella niður eina
setningu úr fjárlagaræöu sinni —
tilgreiningu dagsetningar gildis-
töku gjaldanna."8
Á þingi að kvöldi 10. apríl
mælti Gaitskell fyrir og lagöi
fram frumvarpiö að fjárlögum,
og þá ásamt með öðru tillögu um
að spara £ 13 milljónir — £ 30
milljónir á heilu ári — með því
aö leggja gjöld á gleraugu og
gervitennur, sem heilsugæslan
veitti."9 Bevan beið með afsögn
og enn var gengið á milli, en
meðan á því þófi stóð, lést Ernest
Bevin utanríkisráöherra. Sættir
tókust ekki. Harold Wilson og
John Freeman, aðstoðar- birgba-
málaráðherra, ákváðu að segja af
sér um leið og Bevan, þótt í
fyrstu reyndi hann að telja þá af
því. Afsagnarræbur sínar fluttu
þeir á þingi 24. apríl 1951.
DAGBOK
Föstudaqur
16
• / /
jum
167. dagur ársins -198 dagar eftir.
24. vika
Sólris kl. 2.56
sólarlag kl. 24.01
Dagurinn styttist um
2mínutur
Félag eldri borgara í
Reykjavík og nagrenni
Félagsvist í Risinu kl. 14 í dag.
Göngu-Hrólfar ganga ekki á þjóð-
hátíbardaginn.
Félag eldri borgara
Kópavogi
Spiluð verður félagsvist og dans-
aö í Félagsheimili Kópavogs í kvöld,
föstudag, kl. 20.30. Þöll og félagar
leika fyrir dansi. Húsib öllum opið.
Hana-nú, Kópavogi
Vikuleg laugardagsganga Hana-
nú í Kópavogi verður á morgun.
Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg
8, kl. 10. Nýlagað molakaffi.
Mánudagskvöldið 19. júní verður
lagt af stab frá Gjábakka kl. 19.30 og
ekið upp að Árbæjarsafni. Þar tekur
Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgar-
stjórnar í Reykjavík, á móti Hana-nú
og gestum þeirra og leibir fólk í
kvöldgöngu um Ellibaárdalinn.
Að göngu lokinni býður Guðrún
Ágústsdóttir hópnum ab borða
nestið í garðinum fyrir utan heimili
hennar við Ártúnsblett.
Allir velkomnir. Pantanir í síma
554-3400.
Grillað í Gjábakka
Föstudaginn 23. júní brjótum við
hefðina í Gjábakka og grillum í há-
deginu fyrir sunnan húsið. Matur-
inn kostar kr. 500.
Þennan dag verður því ekki hefð-
bundinn liádegismatur, heldur
snæddur grillaður fiskur, kjöt og
pylsur með viðeigandi meðlæti.
Sumarlegur eftirréttur og kaffi. Þab
þarf að skrá sig í matinn í síðasta
lagi miðvikudaginn 21. júní.
Þennan sama dag verður vígt
„Botsíasett" í Gjábakka. Fagabili
veitir faglega ráðgjöf við að leika
þessa vinsælu íþrótt.
Upplýsingar og bókanir í síma
554- 3400. Allir eldri borgarar í
Kópavogi og gestir þeirra velkomnir.
Norræna húsið um
helgina
Sunnudaginn 18. júní ki. 14
heldur sænski listamaðurinn Sune
Nordgren fyrirlestur í fundarsal
Norræna hússins. Fyrirlesturinn er
haldinn í tilefni af sýningunni Nor-
rænir brunnar, sem stendur yfir í
sýningarsal og umhverfi Norræna
hússins. Fyrirlestur Sunes nefnist
„Jordkonst — Várldkonst". Allir eru
velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Kl. 17.30 sama dag flytur Einar
Karl Haraldsson yfirlit á sænsku um
íslenskt samfélag og gang þjóðmála
á íslandi. Norræna húsið hefur 4
undanfarin sumur staðið að þess
konar fyrirlestrum, einkum fyrir
norræna ferbamenn. Allir eru vel-
komnir og gefst fólki tækifæri á ab
koma með fyrirspurnir. Aðgangur
ókeypis.
Tjaldstæöi og hesta-
leiga í Viöey
Enda þótt helgardagskráin í Vib-
ey verði ekki hluti af lýðveldishátíð-
arhöldunum, þá tengist Viðey mjög
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Því
TILVITNANIR:
1) Michael Foot: Aneurin Bevan 1945-
1960. London, 1979, bls. 291.
2) Sama, bls. 293.
3) Sama, bls. 306. „Sjá óbirtar dag-
bækur Hughs Dalton. Færslan 30.
nóvember er á þessa leiö: „Við Nye
ræddumst við. Hann kvabst hafa sagt
Clem, ab hann ætti að fara til U.S.A.
til fundar vib Truman. ... Ég sagði, ab
mér litist illa á (ástand mála)." Dal-
ton skrifaði síban bréf til Clems og
tók undir orð Bevans." — Neöan-
málsgrein, bls. 306.
4) Sama, bls. 301.
5) Sama, bls. 306. — En ekki er allt
sem sýnist. Á þingi voru umræbur
um utanríkismál 26. febrúar 1952.
„En Churchill endurgalt með mikl-
um áhrifaþunga. Snilldarlega og
hneykslanlega upplýsti hann — í
trássi viö þá þagnarreglu, sem emb-
ættismönnum er ætlað að sjá til, ab
viðtakandi ríkisstjórn hlíti um störf
forvera sinna — að Morrison og und-
anfarandi ríkisstjórn hafi í tvö til-
nefnd skipti vitab um og fallist á
hugmyndir um gagnráðstafanir og
útvíkkað stríð við Kína við sérlegar
kringumstæöur." Sama, bls. 358.
6) Sama, bls. 310.
7) Sama, bls. 317.
8) Sama, bls. 321.
9) Sama, bls. 321-322.
f The Backbench Diaries of Richard
Crossman (London 1981, bls. 81) seg-
ir í færslu 26. febrúar 1992: „Churc-
hill hóf svar sitt með mjög ísmeygi-
legri tilvísun til þeirrar staðreyndar,
að ríkisstjóm Verkamannaflokksins
hefði látið hefja gerð kjarnorku-
sprengju án þess að skýra þinginu frá
því. Hann gaf glögglega í skyn, að því
hefði ekki valdiö ótti við íhaldsflokk-
inn. Kom þá ab þeirri rómuðu upp-
ljóstran Churchills, að í maí 1951
hafi Morrison sjálfur fallist á þá
leynilegu ákvörðun (secret commit-
ment), að við sérlegar kringumstæður
gætu Bandaríkin þurft ab gera loft-
árásir handan Jalu-fljóts." Forsætis-
ráðherra ljóstraði upp, ab nýleg ríkis-
stjórn Verkamannaflokksins hafi sjálf
fallist á „skjótar, hiklausar og öflug-
ar" aðgerbir til stuðnings við hinn
ameríska bandamann sinn. Gaf
Churchill í skyn, að án vitundar
meðlima Verkamannaflokksins og
landsmanna hafi ríkisstjórnin heitið,
að Bretland mundi eiga hlut að gagn-
aðgerbum „ekki einskorbuðum við
Kóreu", ef herir kommúnista hæfu
miklar loftárásir frá kínverskum
bækistöðvum. Við áskorun um ab
leggja skjölin fram í þinginu svaraði
Churchill Bevan, að hann hefði ekki
„vitnab í skjöl, heldur stabreyndir".
Höfundur er hagfræbingur.
er gott að leita þangað á þjóbhátíb.
Nú eru leyfð tjaldstæði í Viðey. Eru
þau einkum ætluð fjölskyldufólki
og kosta ekki neitt. Staðarhaldari og
ráðsmaðurinn í Viðey taka á móti
pöntunum. Hestaleiga er nú tekin
til starfa og eru upplýsingar um
hana gefnar í síma 566-6179.
Á laugardag kl. 14.15 verður hálfs
annars tíma gönguferð á norður-
strönd Viðeyjar. Farib verður frá
kirkjunni.
Á sunnudag verður staöarskoðun
heima við kl. 15.15. Veitingar verða
seidar í Viðeyjarstofu. Bátsferðir eru
báða dagana frá kl. 13.
Ingjaldshólsprestakall
Búðakirkja: Fermingarguðsþjón-
usta sunnudag 18. júní kl. 14.
Fermdur verður Georg Kristján
Gubmundsson, Ytri-Knarrartungu.
Prestur: Ólafur Jens Sigurðsson.
Sumarsýning á Hótel
ísafiröi
Á morgun, laugardag 17. júní, kl.
17.30 opna þrír listamenn sumar-
sýningu sína á Hótel ísafirði. Nefn-
ist hún „í fjörunni heima". Lista-
mennirnir eru þau Guðbjörg Lind
Jónsdóttir, Ólafur Már Guðmunds-
son og Sara Vilbergsdóttir. Sýningin
stendur til 31. ágúst.
APÓTEK
Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I
Reykjavfk frá 16. tll 22. júnl er I Grafarvogs apótekl
og Borgar apótekl. Það apótek sem fyrr er nefnt
annast eltt vörsluna frá kl. 22.00 aö kvöldl tll kl.
9.00 að morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudög-
um. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru
gefnar I slma 18888.
Neyðarvakt Tannlæknafélags islands
er starfrækt um helgar og á stórhátiðum. Símsvari
681041.
Hafnarfjörður: Hafnarfjarðar apólek og Norðurbæjar apó-
tek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skipt-
is annan hvern laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl.
10.00-12.00. Upplýsingar í símsvara nr. 51600.
Akureyri: Akureyrar apótek og Sljörnu apótek eru opin
virka daga á opnunartíma búða. Apótekin skiptast á sina
vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu.
Á kvöldin er opið í þvi apóteki sem sér um þessa vörslu,
lil kl. 19.00. Á helgidögum er opið Irá kl. 11.00- 12.00 og
20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfjafræðingur á bakvakt.
Upplýsingar eru gefnar í sima 22445.
Apótek Keflavlkur: Opið virka daga frá kl. 9.00-19.00.
Laugard., helgidaga og almenna frídaga kl. 10.00-12.00.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-
18.00. Lokað í hádeginu milli kl. 12.30-14.00.
Selloss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á
laugardögum og sunnudögumkl. 10.00-12.00.
Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30.
Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00.
Garðabær: Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-
18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00.
ALMANNATRYGGINGAR
l.júnf1995
Mánabargreibslur
El I i/ö ro rku I ífey ri r (g ru n n I ífey ri r) 12.921
1/2 hjónalífeyrir 11.629
Full tekjutrygging ellilífeyrisþega 23773
Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega 24.439
Heimilisuppbót 8.081
Sérstök heimilisuppbót 5.559
Barnaiífeyrir v/1 barns 10.794
Meblag v/1 barns 10.794
Mæbralaun/febralaun v/1 barns 1.048
Mæbralaun/febralaun v/ 2ja barna 5.240
Mæbralaun/febralaun v/ 3ja bama eba fleiri 11.318
Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaba 16.190
Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaba 12.139
Fullur ekkjulífeyrir 12.921
Dánarbætur í 8 ár (v/ slysa) 16.190
Fæbingarstyrkur 26.294
Vasapeningarvistmanna 10.658
Vasapeningar v/ sjúkratrygginga 10.658
Daggreibslur
Fullir fæbingardagpeningar 1.102,00
Sjúkradagpeningar einstakiings 552,00
Sjúkradagp. fyrir hvert barn á framfæri 150,00
Slysadagpeningar einstaklings 698,00
Siysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri 150,00
GENGISSKRÁNING
15. júnl 1995 kl. 10,52 Opinb. Kaup vidm.gengi Sala Gengi skr.fundar
Bandarfkjadollar 63,36 63,54 63,45
Sterlingspund 101,38 101,66 101,52
Kanadadollar. 45,96 46,14 46,05
Dönsk króna 11,552 11,590 11,571
Norsk króna ... 10,133 10,167 10,150
Sænsk króna 8,692 8,722 8,707
Finnskt mark 14,703 14,753 14,728
Franskur franki ....12,830 12,874 12,852
Belgfskur frankl ....2,1954 2,2028 2,1991
Svissneskur franki. 54,44 54,62 54,53
Hollenskt gyllini 40,22 40,36 40,29
Þýsktmark 45,03 45,15 45,09
ítðlsk Ifra ..0,03850 0,03866 6,424 0,03858 6,412
Austurrfskur sch 6,400
Portúg. escudo ....0,4278 0,4296 0,4287
Spánskur peseti ....0,5188 0,5210 0,5199
Japansktyen ....0,7482 0,7504 0,7493
írskt pund ....103,11 103,53 103,32
Sérst. dráttarr 98,88 99,26 99,07
ECU-Evrópumynt.... 83,28 83,56 83,42
Grfsk drakma ....0,2788 0,2198 0,2793
BILALEIGA
AKUREYRAR
MEÐ ÚTIBÚ ALLT í
KRINGUM LANDIÐ
MUNIÐ ÓDÝRU
HELGARPAKKANA
OKKAR
REYKJAVÍK
91-686915
AKUREYRI
96-21715
PÖNTUM BÍLA ERLENDIS
interRent
Europcar