Tíminn - 16.06.1995, Blaðsíða 24

Tíminn - 16.06.1995, Blaðsíða 24
Veörib (Byggt á spá Veburstofu kl. 16.30 í gær) Föstudagur 16. júní 1995 • Veburhorfur á landinu í dag: Sunnan og su&austanátt, ví&ast aö- eins gola í fyrstu en þegar lí&ur á morguninn fer vindur vaxandi, eink- um su&austan og austanlands. Skúrir veröa sunnan og suövestan- lands, en rigning á suöaustur og austurlandi, annars sta&ar úrkomulít- iö. Hiti 9 til 12 stig sunnan og vestanlands, en 10 til 16 stig í öörum landshlutum. • Horfur á laugardag: Breytileg átt, gola eöa kaldi og skúrir um allt land. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast sunnan til á landinu. • Horfur á sunnudag og mánudag: Norölæg átt, nokkuö hvöss á sunnu'daginn en hægari á mánudag. Slydda e&a rigning og hiti 1 til 5 stig um landiö noröanvert, en skýjað meö köflum og um 10 stiga hiti sybra. • Horfur á þriöjudag og miövikudag: Hæg breytileg eða austlæg átt og víbast léttskýjaö. Hiti 5 til 7 stig, hlýjast sunnan til á landinu en kaldast viö norðurströndina. Línurnar aö skýrast varöandi Reykholt: Skólinn sameinaður FVA Ni&ursta&a er komin í úttekt sem Hagsýsla ríkisins ger&i á Reykholtsskóla. í framhaldi af því er menntamálará&herra, Björn Bjarnason, a& kanna möguleikana á því a& leggja Reykholtsskóla ni&ur sem sjálf- stæ&a stofnun, en reka þar úti- bú frá Fjölbrautarskóla Vestur- lands á Akranesi (FVA), þannig a& Þórir Ólafsson, skólameist- ari fjölbrautarskólans, ver&i þar me& jafnframt skólameist- ari í Reykholti. Sí&an ver&i deildarstjóri yfir útibúinu í Reykholti, þannig a& hvorugur vir&ist ætla a& vinna slaginn um skólastjórastö&una í Reyk- holti, Oddur e&a Ólafur. Sta&an hættir einfaidlega a& vera til. „Fjölbrautarskólinn á Akranesi heitir Fjölbrautarskóli Vestur- lands og hefur verib með útibú t.d. í Stykkishólmi og Ólafsvík. Og þab er ein hugmyndin sem menn hafa verið að ræða að FVA sé ein stofnun undir einni yfir- stjórn, þá er þab Þórir Ólafsson á Akranesi sem verður skólameist- ari. Þá yrbu einhvers konar deild- arstjórar eða útibússtjórar sem önnuðust Reykholt. Ég skil þaö þannig, ef ætlunin er að fella Reykholt undir FVA," sagði Hjálmar Árnason, alþingisma&ur og fyrrverandi formaöur Skóla- meistarafélags íslands, í samtali vib Tímann í gær. Hjálmar segir að þar með væri verið að leggja Reykholt formlega niöur sem •sjálfstæða stofnun. En þarna kæmi líka fram viðurkenning á því starfi sem unniö hefur verib í skólanum undanfarin ár. „Það er ekki óeðlilegt að það fari fram formleg úttekt og ákvarðanir séu teknar í framhaldi af því," sagði Hjálmar aðspurður um hvort hann teldi þetta ásættanlega lausn. Niburstaða úttektarinnar var á þá leið að hvorki sé þörf á að starfrækja gmnnskóla né fram- haldsskóla í Reykholti til að upp- fylla fræðsluþarfir eða skyldur. Ef stjórnvöld vilji á hinn bóginn halda úti starfsemi af því tagi sem verið hefur í Reykholti und- anfarið geti Reykholt hentab fyr- ir slíka starfsemi. Hún þurfi þó að byggja á traustum lagagrunni og markvissri stefnumótun, en á það hafi skort. Tvær tillögur vom settar fram í framhaldi af niðurstöðum út- tektarinnar. Önnur var á þá leið að skólastarfi í Reykholti verbi hætt, héraðsskólinn sem starfar samkvæmt grunnskólalögum verbi formlega lagður nibur og kennsla á framhaldsskólastigi af- lögð. Hin er þannig ab rekiö verbi í Reykholti skólastarf fyrir nemendur meb námserfiðleika eða ónógan undirbúning, sem eiga erfitt uppdráttar í hefð- bundnum skólum eða búa við slæmar félagslegar aðstæður. Skilgreina þurfi það starf sem til- raun til ákveðins tíma, markmið yrðu skilgreind fyrirfram og ár- angur starfseminnar metinn á kerfisbundinn hátt. Eðlilegt sé að veitt verði sérstök fjárveiting til slíkrar tilraunar þótt FVA beri á henni ábyrgð. Menntamálaráðherra mun á næstunni ræða vib stjórnendur Fjölbrautarskóla Vesturlands og heimamenn um útfærslu á þess- ari leið, með þab ab markmiði að efna næstu tvo vetur til skóla- starfs í Reykholti sem sé hluti af skólastarfi FVA, en skilgreint sem sérstakt tilraunaverkefni með af- mörkuð fjárframlög. Að þeim tíma liðnum verði árangur til- raunarinnar metinn og ákvörð- un tekin um framhaldið. TÞ, Borgamesi. 87,5% Eldur viö Landsbankann í Mjódd Slæmur arkítektúr skapar eldhættu Krakkar kveiktu í einum plast- kúplanna sem standa vestan- vert við Landsbankann í Mjódd á þribjudagskvöldið. Þarna eru plastkúplar sem eiga að hleypa birtu ni&ur í bíla- geymslu neöanjar&ar milli bankans og gamla Broadway. Kúplarnir eru úr eldnæmu efni og standa nánast undir skyggni bankabyggingarinnar. Eldstrókur logabi nánast upp í skyggni sem skagar út úr banka- byggingunni án þess þó ab eldur kæmist í húsiö. Slökkvi- liðið í Árbæ var kvatt á staðinn, en þá hafbi tekist að ráða niðulögum eldsins. Árni Jónsson, útibússtjóri í Mjódd, sagði ab þetta væri ekki í fyrsta sinn sem kveikt væri í þessum kúplum, sem eru ekki á vegum bankans. Árni sagði ab kúplarnir væru lítið annað en skreyting á vegum arkitekta, gerðu lítiö gagn sem birtugjafi, en ættu ab vera eitthvað fyrir augaö. Hann sagbi að bygginga- menn bankans fengju þetta vandamál til meðferðar, af kúpl- unum stafaði viss hætta fyrir byggingu Landsbankans því krakkar sæktu í ab skemma þá og kveikja í með kveikjarabensíni. ■ „Kanínucevintýrib" sem hófst fyrir áratug hefur reynst endasleppt: Aðeins 128 kanínur nú eftir af 5.900 Aðeins 128 angorakanínur reyndust eftir við búfjártalningu síðasta haust. Kanínur komust fyrst í búfjárskýrslur Hagstof- unnar árið 1985, um 4.000 stykki. Flestar urðu þær 5.900 ár- ið eftir, en síðan fór strax að halla undan fæti. Árið 1988 hafði kanínum fækkab í 3.300 og næstu þrjú árin fækkaði þeim niður í 1.600 árið 1991. Árib þar á eftir hrundi stofninn síðan nibur í aðeins 430 dýr. Og í fyrra, tíunda árið, komust ab- eins rúmlega hundrað dýr á skýrslur sem áður sagði. ■ MÁL DAGSINS Nú er Spurt: Var réttlætanlegt af Mývetningum aö reka fé á ______________afrétt á meöan Landgrœöslan mœlti gegn því? Hringið og látið skoðun ykkar í Ijós. Mínútan kostar kr. 25.- SÍMI: 903 5613 „Opnun" Ellibaánna fór fram með hefðbundnum hætti í gær, en þá renndi borg- arstjórinn í Reykjavík fyrir lax í bobi Stangveiðifélags Reykjavík- ur ásamt fríðu föruneyti. Þetta er annað árið sem Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir hefur þetta hlut- verk, en í fyrra fékk hún maríu- laxinn eins og frægt varð. Eng- an fékk hún fiskinn ab þessu sinni, en í morgunkaffinu í húsi Stangveiðifélagsins rifjaði hún upp veiðisögu af sjálfri sér sem höfð er eftir bræðrum hennar. Þau systkinin höfðu gert sér ferð upp á Auðkúluheiði til að veiða silung og var þetta fyrsta veibiferð Ingibjargar Sólrúnar. Bræbur hennar höfðu gaman af ab sjá hvernig systir þeirra hryllti sig þegar hún var að byrja að beita með ánamöðk- um, enda fannst henni þeir heldur ógeðslegir. Það fór þó fljótt af og þegar leið á daginn var hún orðin svo hörð í sókn- inni, að sögn bræðranna, að hún var farin að bíta ánamaök- ana í sundur til að verba ekki uppiskroppa með beitu. Borgar- stjóri tók fram að ef bræðurnir væru áminntir um sannsögli væri ekki víst að þeir vildu taka ábyrgð á sanrileiksgildi sögunn- ar. ■ Tíminn kemur ekki út á morg- un, laugardaginn 17. júní, og næsta blað kemur því út þriðju- daginn 20. júní. ■ Alit lesenda Síðast var spurt: Á Jóhann G. Bergþórsson aö geta veriö bœöi bæjarverkfræöingur og bœjarfulltrúi í Hafnarfiröi? Hornstrandir: Ferðafólk sækir í óspillta nattúru Á undanförnum árum hefur straumur ferðamanna á Horn- strandir farið vaxandi og koma sumir ár eftir ár til að njóta kyrrðar og fegurðar í óspilltri náttúru svæðisins. Djúpbáturinn m.s. Fagranes hefur þegar hafið áætlunar- siglingar á Hornstrandir og að sögn Reynis Ingasonar á skrif- stofu útgerðarinnar hefur töluvert verið um hópbókanir á vegum ýmissa félagasam- taka, auk einstaklinga. í sumar fer skipið á mánudög- um og fimmtudögum í Aðalvík, Fljótavík, Hlöðuvík og Hornvík fram til 17. ágúst nk. Langt er af stað kl. átta að morgni og kom- ið til ísafjarðar um níuleytið á kvöldin. Á föstudögum verða einnig ferðir í Aðalvík og er þá farið kl. 14. Einstaka sinnum verður komið við á Hesteyri í Jökulfjörðum. Þann 6. júlí og aftur 20. júlí fer Fagranesið í 14 -16 tíma ferb í Furðufjörð og Reykjafjörð á Ströndum. Auk þess eru áætlunarferðir alla þriðjudaga og föstudaga um ísa- fjarðardjúp, en skipið getur tek- ib allt ab 20 bíla í ferö. Fyrir utan fastar áætlunarsigl- ingar verður í sumar farið í nokkrar aukaferðir og m.a. verður bobið uppá svokallaða Draumaferð á Jónsmessu, þann 24. júní nk. í þeirri ferð verður boöiö uppá smárétti og harm- onikkuleik og siglt út Djúpið og fyrir Jökulfirði og horft á kvöld- sólina. ■ 12,5%

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.