Tíminn - 21.06.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.06.1995, Blaðsíða 6
6 Mibvikudagur 21. júní 1995 UR HERAÐSFRETTABLOÐUM Vel heppnub söng- för hjá unglinga- kór Selfosskirkju Unglingakór Selfosskirkju kom nýlega heim úr nokkurra daga söngför til Skotlands þar sem hann söng á tveimur stöð- um, í Edinborg og Glasgow, undir stjórn Glúms Gylfasonar. Tókst ferðin vel og var góður rómur geröur að söng kórsins, meðal annars eftir tónleikana í höfuðkirkju Skotlands, St. Gi- les. Þá tónleika skipulagði Sel- fyssingur, Sigríður Óladóttir, dóttir Óla Kr. Guömundssonar fyrrum sjúkrahússlæknis, en hún er gift Skota og búsett ytra. Nokkur fjöldi íslendinga sótti tónleikana og „þótti unun að heyra sungiö á íslenska ylhýra málinu," sagði Þórir Jökull Þor- steinsson sóknarprestur, en hann var meðal fararstjóra. mm EGILSSTÖÐUM Seyöisfjörbur 100 ára Um næstu mánaðamót fagna Seyðfirðingar því aö staðurinn fékk kaupstaðarréttindi 1. janú- ar 1895. Raunverúlega hefjast hátíbar- höldin fimmtudaginn 29. júní, en þá verða opnaöar fjölmargar listsýningar. Þar sýna m.a. Diet- er Roth, Kristján Guðmunds- son, Sigurður Guömundsson og Þorvaldur Þorsteinsson. Frá Listasafni íslands verba sýnd verk Kjarvals, Schevings, Nínu Tryggvadóttur og Dunganons. Á fimmtudagskvöldinu verö- ur sýning á leikverki Leikfélags Seyðisfjarðar „Aldamótaelexír" eftir systurnar Kristínu og Ið- unni Steinsdætur. Föstudaginn 30. júní hefst dagskráin kl. 15.00 með komu forsetans, frú Vigdísar Finn- bogadóttur. Ýmislegt verður gert þann daginn, m.a. tveir dansleikir. Laugardaginn 1. júlí verða stanslaus hátíðarhöld frá morgni til kvölds. Þar má nefna skemmtidagskrá á Miðbæjar- torgi, siglingar og skipulagðar gönguferðir. Tveedy og Eins- dæmi munu skemmta á dans- leikjum auk margra gamalla og gróinna seyöfirskra hljómsveita. Á sunnudaginn lýkur svo dag- skránni að undangenginni messu og skemmtidagskrá. Sér- stök leikja- og íþróttadagskrá verður fyrir börn aila dagana. SAUÐARKROKI Kalskemmdir í túnum: Skelfilegt ástand á Brandsstööum Tún eru illa kalin á nokkrum bæjum í Blöndudal í Austur- Húnavatnssýslu. Sérstaklega er ástandið slæmt á bænum Brandsstöðum, en þar er talið aö ríflega helmingur túnanna sé ónýtur vegna kals. Þá eru tún einnig mikið kalin á Höllustöð- um og í Austurhlíð. Jón Sigurðsson, ráðunautur hjá Búnaöarsambandi A.-Hún., sagði að kalið væri aðallega á smábelti í dalnum. Ástand tún- anna væri skelfilegt á Brands- stöðum og vissi hann ekki hvernig unga fólkið, sem hugð- ist hefja búskap á jörbinni í vor, myndi bregðast við þessum vanda. Jón sagði að einnig hefðu menn áhyggjur af ástandi túnanna á Skaganum, en ekki væri enn fyrirséö hvern- ig það yrði. Ab öðru leyti hefði Norðvesturland sloppið nokkuð vel vib kal á þessu vori. Dalla prófastur Séra Dalla Þórðardóttir hefur verið skipuö prófastur í Skaga- fjarðarprófastsdæmi til eins árs. Dalla er fyrsti kvenprófasturinn á landinu, en hún er sem kunn- ugt er dóttir Auðar Eirar Vil- hjálmsdóttur, sem var fyrsti kvenprestur landsins og sjálf var Dalla önnur í röð kven- presta. AKUREYRI Kúavírus breiöist út Vírus, sem veldur skitu og garnabólgum, hefur herjað á eyfirskar kýr að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá Ár- manni Gunnarssyni, héraðs- dýralækni Austur- Eyjafjarðar- umdæmis, hafa kýr á öðrum tug kúabúa sýkst af veikinni. Vírusinn hefur einnig komið upp í Þingeyjarsýslu og hafa kýr á tveimur búum í Reykjahverfi sýkst. Yfirleitt veikjast allar kýrnar á hverju búi og gengur veikin yfir á viku til tíu dögum. Kýrnar missa nyt meðan á veikinni stendur og er því um verulegt fjárhagstjón aö ræða. Flestar kýrnar ná sér að fullu eftir sýk- inguna, en dæmi eru um að kýr hafi drepist. Akureyri: Ibúar áb nálgast fimmtán þúsund íbúar Akureyrar fara brátt að fylla 15. þúsundiö og fylgjast bæjaryfirvöld nú grannt meö dauðsföllum og barneignum, svo hægt verði að taka á móti 15. þús. Akureyringnum með viðeigandi hætti. Valgaröur Baldvinsson, bæj- arritari hjá Akureyrarbæ, segir erfitt að fylgjast nákvæmlega með fjöldanum, en sennilega séu Akureyringar 14.970-80 í dag. „Ég spái að sá fimmtánþús- undasti komi einhvern tímann í sumar eða haust." Flutningar höfubstöbva SH: Á annan tug fjöl- skyldna til Akur- eyrar Um 15-17 starfsmenn munu flytjast búferlum til Akureyrar í tengslum vib flutning höfub- stöbva Sölumibstöbvar hrað- frystihúsanna. Þar af eru tvenn hjón og því er um 12-13 fjöl- skyldur ab ræba, sem koma til með að setjast að í bænum. M U L I Sr. Sigríbur Gubmarsdóttir var sett í embœtti nýlega. OLAFSFIRÐI Sr. Sigríbur sett í embætti Sr. Sigríður Guðmarsdóttir, hinn nýi sóknarprestur Ólafs- firðinga, var sett í embætti við hátíölega athöfn á sjómanna- daginn. Birgir Snæbjörnsson, prófastur Ólafsfjarðarpresta- kalls, setti Sigríði í embætti. Á útimarkabi á Selfossi á dögunum. Á annarri myndinni sjáum vib mark- abstjaldib góba, en á hinni þau Vilborgu Magnúsdóttur og Magnús Aron Hallgrímsson, serr, seldu grænmeti á vegum KÁ. Selfoss: Líf og fjör í bæn- um við brúna Mikib verbur um dýrbir á Sel- fossi um næstu helgi, þegar verslanir og félög í bænum standa þar sameiginlega fyrir uppákomunni Sumar á Sei- fossi. Þetta er þó ab upplagi komib frá atvinnu- og ferba- málanefnd Selfossbæjar. Meðal þess, sem verður á dagskrá á Selfossi, er bíla- og búvélasýning frá Ingvari Helga- syni hf., Jónsmessuganga, harmonikkudansleikur, opið hús í Fjölbrautaskóla Suður- lands, frítt verður í Sundhöll Selfoss og sömuleiðis verbur frítt á tjaldsvæði bæjarins. En þetta er ekki það einasta sem er að gerast á Selfossi í sumar. Líf og fjör var ríkjandi í miðbænum þegar aðilar þar í bænum stóðu þar fyrir útimark- aði um þarsíðustu helgi, en fimm slíkir verða haldnir á staðnum í sumar. Það er at- vinnu- og ferðamálanefnd bæj- arins sem stendur ab þessum útimarkaði, og keypti í fyrra stórt útitjald þar sem markað- urinn er haldinn. Margir koma svo með sitt lítið af hverju á markaðinn og selja þar. Þar má nefna unnar kjötvörur, flatkök- ur, nýbakabar vöfflur og margt fleira. Myndast skemmtileg markaðsstemmning á Selfossi með þessum hætti, líkt og Reykvíkingar þekkja úr Kola- portinu. -SBS, Selfossi Veiting fálkaorðu Forseti íslands sæmdi þann 17. júní samkvæmt tillögu orðunefndar eftirtalda íslend- inga heibursmerkjum hinnar íslensku fálkaorbu: Dr. Ágúst Sveinbjörnsson, líf- efnafræbingur, Bandaríkjunum, riddarakross fyrir störf í þágu ís- lenskrar líftækni. Dagný G. Albertsson, kenn- ari, Reykjavík, riddarakross fyrir kennslustörf. Einar Pálsson, fræðimaður, Reykjavík, riddarakross fyrir fræðistörf. Guðmunda Elíasdóttir, söng- kona, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að sönglist. Guðmundur Eggertsson, pró- fessor, Reykjavík, riddarakross fyrir vísindastörf. Dr. Gunnlaugur Þóröarson, hrl. og fv. forsetaritari, Reykja- vík, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu og ab félagsmál- um. Gyða Jónína Ólafsdóttir, form. MS- félagsins, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu MS-sjúklinga. Ingibjörg Böðvarsdóttir, lyfja- fræbingur, Reykjavík, riddara- kross fyrir störf ab lyfjafræbi. Jón Þorsteinsson, gigtarlækn- ir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf ab gigtarlækningum. Kjartan Guömundsson, blikk- smíðameistari, Akranesi, ridd- arakross fyrir störf aö félagsmál- um. Leifur Eiríksson, fv. yfirkenn- ari, Kópavogi, riddarakross fyrir störf aö félagsmálum. Ólafur Proppé, aðst.rektor K.H.Í., Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu björgunar- sveita. Sigurbur Helgason, hrl., Reykjavík, riddarakross fyrir störf að félags- og líknarmálum. Þorsteinn Gíslason, skipstjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf að sjávarútvegsmálum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.