Tíminn - 21.06.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.06.1995, Blaðsíða 7
Miövikudagur 21. júní 1995 7 aröa skattsvik. Þetta minnkar þau ekki. Þau gætu þvert á móti aukist," sagði Svavar Gestsson. Svavar sagöi aö heilbrigðis- þátturinn hefði veriö aðalmáliö í sambandi viö þessi frumvörp aö mati síns flokks, eftirlitsþátt- urinn í ööru sæti. í þriðja lagi teldi hann engin rök fyrir breyt- ingunni. „Þau rök aö við séum neydd til að gera þetta vegna aðildar- innar aö Evrópsku efnahags- svæði halda ekki. Það er margra manna mál, meðal annars margra þingmanna stjórnar- flokkanna, að skynsamlegra hefði verið að láta reyna á dóm- stólaleiðina heldur en að lúffa með þessum hætti fyrir eftirlits- stofnuninni," sagði Svavar Gestsson. Hann sagði að í upphafi heföi það verið gefið út af utanríkis- ráðuneyti Jóns Baldvins að engu þyrfti að breyta varðandi ÁTVR við inngönguna í EES. Annað hefði komið í ljós. „Róm ræður ríkjum," sagði Svavar. Fjölbreytt landabrugg Áfengisframleiösla utan laganna er sögö blómleg atvinnugrein. Sal- an á ódýrara sprútti en ÁTVR býöur upp á er sögö mikil og eiga greiöa leiö til þeirra sem minnst hafa milli handanna, ekki síst ung- menna. Hér á myndinni getur aö líta sýnishorn af fjölbreytttu landa- bruggi sunnlenskrar húsmóöur. Hún framleiddi „míníatúra", litlar flöskur, af viskí, gini, vodka, rommi og fleiru og fleiru. Allt meö glœsilega prentuöum miöum „framleiöandans". Allur mjööurinn er heimageröur landi meö bragöefnum sem keypt voru í Ámunni í Reykjavík. Stóru flöskurnar eru meö gambra og til hcegri meö landa. Tímomynd: C S Áfengislagafrumvörpin komust i höfn eftir langar og strangar um- rceöur á Alþingi. Vilhjálmur Egilsson sér fyrir sér smásöluverslun á áfengi. Svavar Gestsson óttast aukna áfengisneyslu, aukin skattsvik og sölu bílskúrsheildsala til almennings. Svavar: Róm ræður ríkjum, ekki heilbrigöi okkar Höskuldur jónsson. meiri umræða á nýliðnu sumar- þingi en nokkurt mál annað. Sagði Höskuldur að nú myndi hann ræða við fjármálaráðuneyt- iö um það hvernig skilja skuli ým- islegt sem í hinum nýju lögum stendur. Ekki er allt vel skiljanlegt í nýju lögunum og framkvæmdin um margt á huldu. „Kjarni málsins er hins vegar sá að við höfum ekki lengur einka- leyfi við innflutning á áfengi. Spurningin er hvernig bregðast skal við, hvaða mörk skal draga milli ÁTVR og annarra. í meðför- um þingsins var gildistökunni frestað, einkaleyfið átti aö fjara út 1. ágúst en því var breytt í 1. des- ember sem gefur aukið svigrúm til að átta sig á hvernig ab þessari breytingu skal standa," sagði Höskuldur Jónsson. Höskuldur sagði að ekkert væri því til fyrirstöðu aö vel yrði hald- ið á eftirlitsþættinum í annarra höndum. Raunar hefði sá þáttur verið hjá öðrum, nema hvað ÁTVR hefur gegnt mikilvægu hlutverki við skráningu á sölu, mikilvægar tölur um neyslu hefði verið að finna á einum stað. Nú yrði fyrirsjáanlega breyting þar á. Höskuldur kvaðst ekki vilja tjá sig um næstu „atlögu" gegn ÁTVR. Hann sagbi að þær skoðan- ir hefðu komið fram hjá sumum ráðamönnum ab ÁTVR bæri að leggja niður. „Þab er góðra gjalda vert að þær skobanir koma fram umbúða- laust," sagði Höskuldur Jónsson. „Ég tel að það verði varla gert í fyrirsjáanlegri framtíð." Svavar: Skattsvikin gætu aukist Þingmenn Alþýðubandalags- ins töluðu mikið og lengi á Al- þingi um áfengismálin í síðustu viku. Talað var um málþóf. „Við lítum á þetta sem heil- brigðismál. Það sem sker í augu er að um er að ræða aukna neyslu áfengis. Landlæknir er á sama máli og við um það. Það er harkalegt ab ekki skuli hlýtt á hans orb í þessu máli. í sporum Ingibjargar Pálmadóttur hefði ég hlustað á landlækni og hinkrað vib, landlæknir er sam- kvæmt lögum helsti ráðgjafi heilbrigöisráðherra," sagði Svavar Gestsson. Svavar sagöi að nú fjölgaöi stórlega þeim sem hafa þyrfti eftirlit meb. Það segði sig sjálft að hér væri um ab ræða skatt- heimtu sem hafa yrði mikið eft- irlit meb. Svavar sagbi að það Svavar Cestsson. væri ástæða til að óttast aö alls- konar bílskúrssölumenn áfengis gætu freistast til að selja Pétri og Páli áfengi úr lagerum sínum. „Eftir því sem aðilum fjölgar sem eftirlit þarf að hafa með veröur skattheimtan flóknari og dýrari. Það er talað um 11 millj- „Það væri alveg eölilegt ab rýmka um smásöluverslun meb áfengi, án þess að fara í einhver heljarstökk og taka þab í einni lotu," sagði Vil- hjálmur Egilsson, alþingis- mabur og formaður efnahags- og vibskiptanefndar þingsins, en auk þess framkvæmda- stjóri Verslunarrábs íslands, í samtali vib Tímann í gær. Vilhjálmur sagði að hann væri ekki sammála því að ís- lendingum væri ver treystandi fyrir áfengi en öðrum þjóðum. Bjórinn hefði sannað að okkur væri treystandi. Ef eitthvað væri, þá væri bjórverð hér á landi allt of hátt. Vilhjálmur sagði frumvörpin skref í rétta átt. Vilhjálmur Egilsson. Vilhjálmur: Heildsalar besta eftirlitib 1995 v H AFV* 1994 V. H. ATV? EE AFENGIS OG TOBAKS- VERSLUN RÍKISINS Meöal-jónarnir fá mest út úr vaxtabótakerfinu sem virbist tcepast leiöa til tekjujöfnunar: Þeir tekjuhæstu fá jafn miklar vaxtabætur og þeir tekjulægstu Þrjú áfengisfrumvörp litu dagsins ljós sem lög frá Alþingi áður en sumarþingi var slitið. ÁTVR er að missa heildsölustig- ið í áfengissölu. Vilhjálmur sagði það af og frá að eftirlit með áfengissölu yrði lakara þeg- ar sjálfstæöir heildsalar færu að selja veitingahúsum. Heildsalar mundu fylgjast mun betur meö en ríkið. Benti hann þá á frétt Tímans um að ríkið hafi upp- götvab eftir fjóra mánuði aö veitingahús hefði ekki pantaö nema eina vódkaflösku á fjór- um mánuðum. Slíkt mundi ekki henda framar. „Meðan eftirlitið er í höndum ÁTVR er ekkert virkt eftirlit meb markaðnum. Sölumennskan tryggir betra eftirlit, meðal ann- ars það hvort verið er ab selja landa," sagði Vilhjálmur Egils- son. Höskuldur: Vill skýringar rábuneytis á túlkun laganna Höskuldur Jónsson forstjóri ÁTVR sagði í gær að hann gerði best í að segja sem minnst um áfengisfrumvörpin þrjú sem nú hafa verið samþykkt sem lög frá Alþingi. Um þessi frumvörp varð Sá fimmtungur hjóna, á aldr- inum 25-65 ára, sem lægstar tekjur hefur, fær sömu upp- hæð í vaxtabætur eins og sá fimmtungur hjóna sem er tekjuhæstur. En rúmlega fjór- faldur munur er á meðaltekj- um þessara hópa (um 100 þús.kr. á mánubi annars veg- ar og 407 þús.kr. á mánuði hins vegar). Vaxtabætur eru síban um þribjungi hærri til þeirra 3ja fimmtu hjóna sem eru þarna á milli í tekjum og virðist þá engu máli skipta hvort mebaltekjurnar eru 150 þúsund á mánuði eba tvöfalt hærri. Notkun vaxta- bótakerfis sem tekjujöfnun- artækis virðist því orka tví- mælis. Framangreint má lesa út úr útreikningum sem Þjóðhags- stofnun hefur unnib upp úr framtölum landsmanna vegna tekna 1993. Þar koma m.a. fram tekjur hjóna á aldrinum 25-65 ára, þar sem þeim stóra hópi er sldpt nibur eftir tekjubilum. Hjón á þessum aldri höfbu rúmlega 2,7 milljóna mebaltekjur (226.000 kr.á mán.) árið 1993. En tekju- hæstu 20% hjónanna töldu fram rúmlega fjórum sinnum hærri meðaltekjur (4,9 m.kr.) heldur en tekjulægstu 20% (með 1,2 m.kr.). Athyglisvert er að skoða hlut hvers fimmtungs hjónanna, annars vegar í heildartekjum alls hópsins og hins vegar í heildargreiöslum vaxtabóta til þessa hóps: Hjón: Tekjusk .stofn: Vaxtabætur: % Mebalt.: % % 20% 1,2 mkr. 8,8% 16,3% 20% 1,9 mkr. 13,8% 22,8% 20% 2,5 mkr. 18,2% 22,9% 20% 3,1 mkr. 23,2% 22,0% 20% 4,9 mkr. -36,0% 16,0% 100% 2,7 mkr. 100,0% 100,0% Vaxtabætur eru þannig sama upphæð til þess fimmtungs hjónahópsins sem hefur 36% af heildartekjum allra hjóna eins og þess fimmtungs sem hefur aðeins tæplega 9% af heildar- tekjum allra hjóna. Hlutfalls- lega eru vaxtabæturnar samt hæstar til hópanna þama á milli, sem fyrr segir. Þessu er t.d. allt öðru vísi farið með barna- bæturnar. Tekjulægsti fimmt- ungur hjónanna fær 30% af barnabótum alls hjónahópsins, næst tekjulægsti fimmtungur- inn fær 26% barnabótanna og áfram lækkandi, þannig að tveir tekjuhæstu fimmtungar hjón- anna fá hvor um sig 13-14% af öllum barnabótunum. Tekið skal fram að upplýsing- ar liggja ekki fyrir um hvernig íbúðaeign (eða barnafjöldi) skiptist milli hópanna, þ.e. hvort íbúðaeigendur eru hlut- fallslega færri í tekjulægri hóp- unum. En þar á móti hefði mátt ætla að kæmi skerðing vaxta- bóta til hærra launuðu hópanna vegna hárra tekna og mikilla eigna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.