Tíminn - 21.06.1995, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.06.1995, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 21. júní 1995 11 ISLAND DEN LYKKEUGE SKII.SM1SSE íslandsbók Fjölva er land- kynningarbók sem nú er kom- in út á níu tungumálum. Er verib ab undirbúa útgáfu á enn fleiri tungumálum meö þab í huga ab íslandsbókin verbi meb tíb og tíma ein öfl- ugasta landkynning sem ís- lendingar hafa á ab skipa. Heildarupplag verksins er orb- ib yfir tuttugu þúsund eintök, en vegna fyrirspurna óskar út- gefandi ab fram komi ab þessi útgáfa nýtur ekki opinberrar fyrirgreiðslu af neinu tagi. Upphaf að íslandsbókinni má rekja til ársins 1989, en þá fékk Þorsteinn Thorarensen, forstjóri Fjölva, þýska ljósmyndarann Erich Spiegelhalter til að koma hingað og fór meö hann í ljós- myndunarleiðangur um landið. Áttatíu myndir, sem Spiegel- halter tók í þessari ferb, eru uppistaðan í verkinu. Meö myndunum eru skýringartextar sem eru hinir sömu í öllum út- gáfum, en megintextinn er mis- munandi. Þar er um að ræöa rit- gerðir höfunda, sem hver um sig hagar efnistökum í samræmi viö þá sem textinn er ætlaður. Sem dæmi um mismunandi efnistök má taka nýjustu útgáfu íslandsbókarinnar, sem er á dönsku. Þar skrifar Aldís Sigurð- ardóttir, sem er sendikennari í dönsku við Háskóla Islands, bókartextann sem hún nefnir „Den lykkelige skilsmisse", eða hinn „farsæla skilnað", enda á bók um ísland allt annað erindi viö danskan lesanda en japansk- an eða rússneskan. Eins og gefur að skilja skírskotar höfundurinn mjög til þess að ísland var dönsk nýlenda í sex aldir, svo og til hinna margvíslegu tengsla þjóðanna í framhaldi af þessari sögulegu staðreynd. Hún fjallar m.a. um aöskilnaðinn 1944, en fetar auk þess í fótspor Daniels Bruun og Martins A. Hansen, sem lýstu náttúru landsins á fá- gætan hátt sem alkunna er. Á sama hátt er vart við því að búast að Spánverjar hefðu sama áhuga á þessu og Danir, en í spönsku útgáfunni segja Guð- Runólfur Smári Steinþórsson. bergur Bergsson og Aitor Yraola frá Spánverjavígum, hvalveið- um Baska hér við land og salt- fiskverslun. í sænsku útgáfunni segir Lars Westman frá ferð sem hann fór í fótspor Alberts Engström, sem lýsti því sem fyr- ir augu hans bar í margfrægri bók sinni, „Át Hácklefjáll". Þannig hefur verið lögð áhersla á líflegan og persónuleg- an texta í öllum útgáfum, þar sem höfundur höfðar beint til lesandans í samræmi vib hug- myndir mismunandi J)jóöa um menningartengsl við Island. Höfundar íslandsbókanna eru Sigurður A. Magnússon, sem skrifaði texta í ensku útgáfuna og þá íslensku, Aldís Sigurðar- Þann 3. maí sl. varbi Runólf- ur Smári Steinþórsson lektor, doktorsritgerð sína við rekstr- arhagfræði- og stjórnunar- deild verslunarháskólans í Kaupmannahöfn í Dan- mörku. Doktorsritgerbin, sem heitir á frummálinu „Strategisk ledelse af integrerede mellemsektor- organisationer: en empirisk/te- oretisk undersogelse af hvord- an erhvervsrád ledes strate- dóttir, Lars Westman, Gérard Lemarquis sem skrifaði franska textann, Christof Hug-Fleck skrifaði þýskan texta, dr. Eyþór Eyjólfsson og Junja Nakano jap- anskan, Helga Tatjana Zharov og Alevtína Drúsína skrifuðu rússneskan texta og er þá ótal- inn spænski textinn eftir Guð- berg Bergsson og Aitor Yraola. íslandsbækurnar eru gefnar út gisk", var skrifub undir hand- leiðslu Per-Olofs Berg, prófess- ors við verslunarháskólann í Kaupmannahöfn. Andmæl- endur við doktorsvörnina voru Erik Johnsen, prófessor við verslunarháskólann í Kaup- mannahöfn, Steen Hilde- brandt, prófessor við verslunar- háskólann í Árósum, og Axeí Schultz-Nielsen, dósent við verslunarháskólann í Sonder- borg í Danmörku. í nánu samstarfi við Herder-út- gáfuna í Freiburg í Þýskalandi og prentaðar hjá Graphische Betrieb þar, en filmuvinnsla fór fram í Prentsmiðjunni Odda. Smásöluverð bókarinnar hér á landi er kr. 3.860. Aldís Sigurðardóttir er af dönsku og íslensku fortldri, en hún er fædd og uppalin í Dan- mörku/ ■ í ritgerðinni er greint frá raunrannsóknum og fræðilegri úttekt á því hvernig stefnu- mörkun, stjórnun og skipulagi atvinnuþróunarfélaga í Dan- mörku er háttað. í ritgerðinni er m.a. sett fram greiningarlík- an, sem fræðilega gerir mögu- legt að aðgreina atvinnuþróun- arfélög og sambærilegar stofn- anir frá annars konar fyrirtækj- um og stofnunum. Jafnframt eru dregnar fram fjórar víddir stjórnunar, sem auðvelda skiln- ing á þeim forsendum og ein- kennum sem mikilvægt er ð taka tillit til við stefnumótun- arvinnu og markvissa stjórnur almennt, og þeim beitt til að ákvarða nánar þau atriði sem falla undir þaö sem höfundur nefnir tilvistargrundvöll, starfs- grundvöll, starfsaðferðir og hið valda samhengi í starfsemi hinna dönsku atvinnuþróunar- félaga. Að síðustu er sett fram tilgáta um það hvaða þættir það eru, sem einkum skipta máli við markvissa stjórnun stofnana af því tagi sem at- vinnuþróunarfélög eru. Runólfur Smári Steinþórsson er fæddur í Hafnarfirði 17. apr- íl 1959. Foreldrar hans eru hjónin Guðrún Pálsdóttir og Steinþór Runólfsson, búfræð- ingur, á Hellu í Rangárvalla- sýslu. Runólfur Smári lauk landsprófi frá Héraðsskólanum í Skógum 1974, stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugar- vatni 1978 og viðskiptafræði- prófi frá Háskóla íslands 1986. Hann lauk meistaraprófi í rekstrarhagfræði og stjórnun frá verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn 1990 og hef- ur starfað sem lektor við við- skipta- og hagfræðideild Há- skóla íslands frá árinu 1993. Runólfur Smári vinnur jafn- framt að þjónusturannsóknum í tengslum við Viðskiptafræði- stofnun Háskóla íslands og stundar ritstörf, m.a. sem rit- stjóri fyrir Ritröð Viðskipta- fræðistofnunar Háskóla íslands og Framtíðarsýnar hf. Runólfur Smári Steinþórsson er kvæntur Þórunni Björgu Guðmundsdóttur innanhúss- arkitekt. Börn þeirra eru Stein- þór, Hrafnhildur Anna og Val- geir Steinn. Elsta barn Runólfs Smára er Helga Rún. ■ Frá sýningunni í Hafnarhúsinu. ísland sýning Nú stendur yfir í Hafnarhúsinu vib Tryggvagötu sjóminjasýning, ís- land og hafið, á vegum Reykjavík- urhafnar og Þjóbminjasafns ís- lands. Þar gefur að líta muni og myndir frá sjósókn íslendinga fyrr og síbar, en við opnun sýningarinn- ar minntust Hannes Valdimarsson hafnarstjóri og Þór Magnússon þjóbminjavörður bábir á þann möguleika ab vib gömlu höfnina verbi komib upp fastri sýningu um sögu útgerðar frá Reykjavík. Flestir munir, sem eru á sýning- unni nú, voru áður í svokölluðum sjóminjasal í kjallara Þjóðminja- safnsins við Suðurgötu. Meðal stórra sýningargripa, sem njóta sín vel í rúmgóðum sýningarsal í Hafn- og hafiö — sjominja- í Hafnarhúsinu Á sjóminjasýningunni er m.a. fjöldi gamalla mynda sem tengjast sjósókn. Þessi mun vera tekin viö Lefolii- verslun á Eyrarbakka og sýnir glöggt . hvernig aödrœttir fóru fram á öldinni sem leiö. arhúsinu, er síðasti sexæringurinn sem smíðaður var í Engey, en það var árið 1912. Af öðrum merkum gripum má nefna skinnklæði, líkön af margvíslegum sjóförum, síldar- háf, lýsistrektar, togvíraklippur úr þorskastríði, fallbyssu frá síðustu öld, loftskeytaklefa úr togaranum Geir með öllum búnaði, frá 1923, mikið stækkaðar ljósmyndir og greinargóöa skýringartexta. Á sýningunni kynna ýmsar stofn- anir starfsemi sína, s.s. Stýrimanna- skólinn, Hafrannsóknastofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Sýningin í Hafnarhúsinu er opin kl. 13-17 alla daga til áramóta. Að- gangseyrir er 100 krónur fyrir full- orðna. _ ■ Doktor í viöskiptafræði Islandsbók Fjölva í níu útgáfum á jafn- mörgum tungumálum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.