Tíminn - 21.06.1995, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.06.1995, Blaðsíða 2
2 Wimmn Miðvikudagur 21. júní 1995 Tíminn spyr... Kemur til greina fyrir al- menning a& hunsa Shell vegna olíuborpallsins Brent Svavar Gestsson, alþingis- ma&ur Alþýöubandalags: Ja, aubvitaö veröur hver og einn aö gera þaö upp fyrir sig, þaö kemur til greina aö menn taki á því, hver fyrir sig. Hins vegar finnst mér sem Kristinn Björnsson hafi sýnt lit í mál- inu og þaö er einnig umhugs- unaratriði. Sævar Gunnarsson, formað- ur Sjómannasambandsins: Shell og Skeljungur eru sitt hvað, hef ég lesið í einhverju blaöi. Skeljungur er sjálfstætt fyrirtæki. Hitt er annað mál aö ég vil ekki ab úrgangi — svo sem borpöllum meö eitur- efnum — sé hent í hafið. En aö hunsa Skeljung á íslandi fyrir þaö aö breskt fyrirtæki sé aö losa sig við mengaðan olíu- borpall í sjóinn; slíkt gæti ég ímyndað mér að væri líkt og að hengja bakara fyrir smiö. Vilhjálmur Egilsson, alþing- ismabur og forma&ur Versl- unarrá&s: Ég tel þaö hæpiö að menn séu með einhver innbyrðis samtök um það, hver og einn hlýtur auðvitaö aö gera þaö upp viö sig hvaöa aðila hann skiptir viö. Við höfum aö sjálfsögðu orðiö vör við þann þrýsting sem hefur orðiö á þetta fyrirtæki vegna málsins og þaö er sjálfsagt aö halda þeim þrýstingi áfram. Hitt þykir mér langsótt aö búa til viðskiptabann á íslenskt fyrir- tæki vegna þessa. Þa& er ef til vill ofsagt a& íslensk fjaliagrös séu allra meina bót, en þær vísindalegu rannsóknir sem þegar hafa fari& fram á áhrifum þeirra á mannslíkamann benda þó til þess a& þau séu anna& og meira en kerlingabækur. Eftir umfangsmikla vöruþróun hefur fyrirtækib íslensk fjallagrös hf. nú hafið sölu á fjórum vöruteg- undum þar sem grösin eru uppi- staða. Þetta eru hálstöflur, hylki meb muldum fjallagrösum, húð- smyrsl og fjallagrasasnafs. Helstu hluthafar í fyrirtækinu eru Hvatning hf., Iðntæknistofnun íslands, Iðnþróunarfélag Norður- lands vestra og Blönduósbær, en fé- lagiö á lögheimili á Blönduósi. Markmið íslenskra fjallagrasa hf. er að þróa og framleiða nútímalegar og handhægar neysluvörur úr hefðbundnum íslenskum lækn- ingajurtum og markaössetja þær á íslandi og í öðrum löndum. í upphafi er áhersla lögð á vörur með fjallagrösum en vinnsla úr fleiri jurtum er í undirbúningi. Vöruþróunin hefur notið styrkja frá Rannsóknaráði íslands, Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins og Byggðastofnun, auk þess sem verk- efnið er liður í „Vöruþróun '94" sem fjármögnuð er af Iðnlánasjóði og Iðntæknistofnun. Hefur vöru- þróunin aðallega farið fram í Iðn-. tæknistofnun í samvinnu við aðrar stofnanir og íslensk fyrirtæki. Fyrirtækib var stofnað fyrir tveimur árum en hugmyndin varð til þegar kjarnorkuslysið í Tsérn- óbyl hafði orðið til þess að fjalla- grös á meginlandi Evrópu og á Norðurlöndunum reyndust geisla- virk og óhæf til manneldis. Við þetta jókst mjög eftirspum eftir ís- lenskum fjallagrösum og hafa 3-5 tonn af þeim verið flutt úr landi á hverju ári undanfarin sex ár. Auk þess að vera algjörlega laus við geislavirkni má heita að ís- lensku grösin séu laus vib mengun- arefni. Sem dæmi um þetta má nefna að í fjallagrösum frá Finn- landi og Sviss er 10-100 sinnum meira af blýi en í þeim íslensku. A kynningarfundi, sem íslensk fjallagrös hf. efndu til í Dillonshúsi í Arbæjarsafni í gær, vakti fjalla- grasasnafsinn ekki síst athygli. Alkóhólmagnið er 38% en sterkur fjallagrasakeimur er þó það sem gerir þennan drykk afar sérstæðan. I fyrstu verður hann aðeins seldur á litlum glösum í Leifsstöð, en verði viðtökumar góðar má búast við því að síðar verði hann seldur á venju- legum áfengissölustöðum. Leiöbeiningar fyigja þeim fjalla- grasavörum sem sala er nú að hefj- ast á. Þannig eru Fjallagrasahylkin talin holl fæðubót. í þeim er rnikið af steinefnum, s.s. járni, og trefjum, enda eiga þau að bæta meltinguna. Soprano-hálstöflur eru sykur- lausar. í þeim er seyði af fjallagrös- um sem mýkir hálsinn. Töflurnar eru framleiddar hjá Ópal, enda líkj- ast þær hinu víðfræga „ópaii", að öðru leyti en því ab bragðið er mildara og fjallagrasabragbið ríkj- andi. Þá eru húbsmyrslin ótalin. Alda- gömul hefö er fyrir notkun fjalla- grasa í smyrsl og bakstra, enda eru grösin bæði græðandi og mýkjandi. Sagt var... Af menningu „... Þab fara fleiri í leikhús í Reykjavík en á alla knattspyrnu- og handbolta- leiki ársins samanlagt." Þórhallur Sigurósson leikstjóri í BSRB tíbindum. Tilbúin ri&a „En ég reyndi að hafa eins gaman af þessari bölvabri ribu og ég gat. Þab kom hingab til mín, meban á þessum ósköpum stób, einhver blabasnakkur og ætla&i ab velta sér upp úr þessu. Þá sagbi ég vib hann ab ég hefði ekki nennt ab búa og reynt ab koma mér upp ribu. Ég hefði tekið eina rolluna og hellt í hana slurk af brennivíni. Ég hefði svo kallað til Rögnvald dýralækni í Bú&ardal til ab skoba rolluna og þá hefbi hún slagab dálítib til, en það eru einkenni ribuveikinnar ab féb slagar..." Steinólfur Lárusson í Ytri-Fagradal í bún- abarblabinu Frey. Betra seint en aldrei „Ég hef aldrei stundab íþróttir um æv- ina". Anna Kristjánsdóttir sem tók 94 ára göm- ul þátt í Kvennahaupinu. Mogginn í gær. Helgi argasta kvennalistakona „Þrátt fyrir þessi orb telur Helgi sig af- skaplega jafnréttissinnaban og hefur jafnvel fundib skýringu á því misrétti sem konur hafa búib vib. Hann sakar karlmenn um a& hafa í krafti aflsmunar raskað því góða jafnvægi sem hefur ríkt og hljómar þá eins og argasta kvennalistakona." Kolfinna Baldvinsdóttir og Jóhanna Vil- hjálmsdóttir sem nú eiga í kostulegri rit- deilu vib Helga Hálfdanarson um jafn- rétti. Heffbi betur litib út „Ég hélt ab þab væri jarbskjálfti eba komið eldgos. Ég bara bab fyrir mér þegar ég fór fram. Það skalf allt og titr- abi og hvinurinn var rosalegur. Mér fannst þetta alveg hræðilegt og datt ekki í hug ab líta út um gluggann. Ég hefbi betur gert þab." Þuríbur Erla Erlingsdóttir sem varb fyrir árás Scania vörubifreibar um mibja nótt. DV í gær. í heita pottinum... Þrálátur orðrómur hefur verið á sveimi um ab Sparisjóður Mývetninga hafi veitt Hall- dóri Jóhannssyni 20 milljóna króna ábyrgb, sem tryggingu fyrir hluta þeirra 40 milljóna sem Halldór ábyrgbist gagn- vart HSÍ vegna miðasölu á HM í hand- knattleik. Heimamönnum finnst mörgum ab þær séu heldur kaldar kvebjurnar sem þeir fá „að sunnan" og að menn keppist vib ab láta þá líta út eins og hálfgerba kjána. Fyrst saki Sigrún Stefánsdóttir þá um ab vera allir saman hálfgerbir lananib- ingar, sem reki fé á gróburlausa afrétti, og nú áfellist menn þá fyrir ab rábstafa þeim litlu peningum, sem í sveitinni eru, í slíkt áhættuverkefni sem mibasölu í handbolta. Mývetningur í heita pottinum fussabi vib þessu hvoru tveggja og sagbi kjaftasögur í Reykjavík ekki riba vib einteyming. • Lib Vestmannaeyinga, sem lék við KVA í Mjólkurbikarkeppninni í knattspyrnu á Eskifirði, lenti í ævintýri á leib sinni meb flugvél til baka til Vestmannaeyja. Um var ab ræba 9 manna vél, sem var full. Einn flugmabur var í vélinni og því sat einn libs- stjóra libsins í farþegasæti. Þegar vélin var yfir Vatnajökli, opnabist gluggi vib hlib liðsstjórans. Skipti engum togum ab vélin tók mikla dýfu og lét flugmaburinn libs- stjórann taka vib stýri vélarinnar á me&an hann lagabi gluggann og eftir þab gekk allt vel til Eyja. Segir sagan a& andlit þeirra leikmanna, sem aftur í sátu, hafi verib eins og búningur Eyjamanna, náhvítur. • Eins og fram kom íTímanum í gær mælti meirihluti Skólamálarábs meb Sigrúnu Ágústsdóttur í skólastjórastarfib í Austur- bæjarskóla, en ekki Gubmundi Sighvats- syni, starfandi skólastjóra. Ljóst er ab fái Sigrún stö&una, munu einhverjir hinna reyndari kennara hætta, en kennarar og starfsfólk var búib ab lýsa yfir stubningi vib Gubmund. Sigrún mun vera meb meiri menntun en Gubmundur, en enga stjórn- unarreynslu, og er altalab í heita pottinum ab ótti meirihluta Skólamálarábs vib kæru til Jafnréttisrábs rábi miklu um mebmælin. Sem kunnugt er var þab kært til Jafnréttis- rábs þegar rábinn var karlmabur til ab sinna heilsdagsskólunum í borginni og var Skólamálaráb þá dæmt brotlegt. M6/~1 s/OM/A/GJ/9 /A/G/ bDO/?//, /f/LTJF T4K4 POAM//A/ S/MV /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.