Tíminn - 21.06.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.06.1995, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 21. júní 1995 Wfymwm 9 Kampavínsframleiðendur í hér- aðinu Champagne í Frakklandi hafa varað við því ab ólíklegt er að þeim takist að fullnægja væntanlegri eftirspurn eftir hinu eina sanna kampavíni þegar jaröarbúar fagna alda- mótunum næstkomandi. Framleiðslugeta héraðsins er 325 milljón flöskur á ári, og ekki eru miklar birgðir til á lag- er. Hins vegar hefur eftirspurn eftir kampavíni farið stöðugt vaxandi. A níunda áratug ald- arinnar jókst hún um 8% ab meðaltali á ári. Árið 2.000 er reiknað með því, haldi eftir- spurnin áfram ab aukast með sama hraða, að hún verði orðin um 380 milljón flöskur. Aug- ljóst er að það dæmi gengur ekki upp. Margir eru þó forsjálir og hafa þegar pantað sinn skammt af kampavíni, sem á að afhend- ast á gamlársdag árið 1999. Þeir sem þetta gera greiða fyrir pöntunina á verölagi dagsins í dag, en fullvíst má telja að veröið á kampavíni hljóti að hækka gífurlega fyrir aldamót- in. Þegar þar að kemur geta hinir forsjálu því væntanlega grætt stórar fúlgur á því að selja pöntunina öðrum, sem ekki hafa verið jafn forsjálir. ■ Richard Leakey. Richard Leakey heldur á ný miö: Daniel Arap Moi. Alþjóðleg her- ferð gegn fátækt Reynir að fella stjómina í Kenýa London — Reuter Oxfam, sem er alþjóöleg hjálparstofnun sem hefur höf- uðstöðvar í Bretlandi, hóf í gær alþjóölega herferð gegn því sem hún nefndi „hina þöglu helför fátæktarinnar í heiminum." „Fátæktin í heiminum er ekki aðeins siðferðilega röng og brot á þeim réttindum sem nefnd eru í Sáttmála Sameinuðu þjób- anna," segir í yfirlýsingu Davids Bryers, yfirmanns stofnunar- innar. „Hún er líka óhagkvæm efnahagslega, því hún gerir að engu getu og hæfileika meira en fjórbungs allra þeirra sem búa á þessari jörð." Oxfam er sjálfstæð hjálpar- stofnun sem starfar í 70 lönd- um, einkum í þriöja heiminum svonefnda. í tilefni af því, að þann 26. júní nk. eru liðin 50 ár frá því ab Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna og Mannréttindayfirlýsingin voru undirrituö, hvetur stofn- unin ríki heims til ab bæta lífs- skilyrði fólks og auka þátttöku almennings. ■ Fornleifafræöingurinn kunni, Ri- chard Leakey, hefur gengib til liðs við nýstofnuð samtök stjórnar- andstæðinga í Kenýa sem stefna að því að ná meirihluta í kosning- unum og koma Daniel arap Moi úr forsetastólnum, en kosningar eiga ab fara fram í landinu árið 1997. Munu nýju samtökin leggja áherslu á að gagnrýna mannrétt- indabrot og spillingu stjórnvalda. Viðbrögð forsetans við þessum tíðindum hafa verið all harkaleg, en af viðbrögðunum virðist aug- ljóst að hann óttast samkeppnina. Ekki er langt síðan Leakey sagði skyndilega af sér formennsku í Náttúruverndarstofnun Kenýa. Hann hefur undanfarin ár gagn- rýnt harðléga spillinguna í landinu og þar með bakað sér óvild forset- ans, sem áður fyrr var mikill að- dándi og stuðningsmaður Leakeys. Eftir að Leakey tilkynnti um stofnun samtakanna þann 7. maí sl. hefur Moi kallaö hann öllum illum nöfnum, sagt hann vera kynþáttahatara, nýlendusinna, guðleysingja, heimskan og óhæf- an stjórnanda — og það sem verst er af öllu: hann er hvítur. Nokkrum dögum eftir stofnun flokksins ruddust fylgismenn Mo- is inn á heimili Leakeys og ætluðu að krefjast þess að hann hypjaði sig úr landinu. Leakey reyndist ekki vera heima. Moi hefur auk þess hótað því að banna samtök- in og hvetur íbúa landsins til að lesa bók, sem heitir „Richard Lea- key, blekkingameistarinn" — en þar er honum lýst sem undirróð- ursmanni sem gengur hagsmuna Vesturlanda. Nú í byrjun júní komu svo fram, í málgagni stjórnar Mois, Flóöbylgja hryöjuverka gceti skolliö yfir Rússland: Rússar varnarlausir gegn hryðjuverkum Moskvu — Reuter Gíslatökumálið í Budenovsk hefur gert Rússum þaö ljóst að stríðið í Tjetjeníu er ekki eins fjar- lægt og það leit út fyrir að vera. Það getur teygt anga sína til bæja og borga um allt Rússland nánast fyrirvaralaust. Viöbrögð Tjernóm- yrdins forsætisráðherra og „lausn" hans á málinu, sem fólst einfaldlega í því að gefa eftir, gæti einnig valdiö því að flóðbylgja hryðjuverka skelli yfir í Rússland áður en langt um líöur. „Tjernómyrdin leit út eins og hetja í sjónvarpinu," sagði Kiril Gostev, verkfræðingur í Moskvu í gær. „En ef hann talar svona vib alla hryðjuverkamenn fer hann að líta út eins og skemmtikraftur í sjónvarpsþáttum. Þaö er ekkert fyndið, það er ógnvekjandi." í dagblaðinu Sevodnja segir ab Þreyttir rússneskir ferbaiangar á brautarstöö íMoskvu. uppreisnarmennirnir í Tjetjeníu geti nú farib aö undirbúa sig und- ir langvarandi skæruhernað í Kák- asus-héruðunum. „Þessi hernaður verður sérstaklega grimmilegur nú eftir ab Basajev hefur sýnt fram á að auðveldasta leiðin til að ná sínu fram er að ráðast á konur og börn í staðinn fyrir aö berjast vib rússneska herinn." Basajev, foringi árásarmann- anna sem tóku gíslana í Bu- denovsk, sagðist hafa mútað rúss- neskum landamæravörðum til ab komast leibar sinnar til Bu- denovsk. Það hefði verið leikur einn. Upphaflega hefði hann ætl- að tii Moskvu og það eina sem kom í veg fyrir þaö var að landa- mæraveröirnir heimtuðu meira fé en Basajev var tilbúinn til að borga. „E.t.v. var Basajev að ljúga," segir í Sevodnja. „En það sem hann er að segja hljómar mjög trúveröuglega í rússneskum eyr- um. Atburðirnir í Budenovsk sýndu að fjöldi ríkisstofnana eru aö rotna í sundur." ■ ásakanir á hendur Leakey þar sem hann var sagður hafa átt leyni- fundi með Ku Klux Klan hreyfing- unni og birt var afrit af bréfi frá hreyfingunni þar sem lýst var ein- dregnum stubningi vió Leakey. Bréfið var hins vegar augljós föls- un, skrifað á frekar lélegri ensku sem ber þar að auki frekar keim af breskum málvenjum heldur en að þaö hafi verið skrifaö í suöurríkj- um Baridaríkjanna. Þegar þab er haft í huga að mikill meirihluti fylgismanna Leakeys er svartur á höfund geta þessar ásakanir vart talist annað en hlægilegar. Engu að síður er nokkuð ljóst að ákvörðun Leakeys gæti reynst honum hættuleg. Samtökin eru mynduð af fjölda manna sem hafa lengið verið óánægðir með stjórnmálaástandið í landinu. Flestir eru þeir menntamenn af ýmsu tagi, læknar, lögfræðingar og kennarar. Forsetaefni þeirra verður að öllum líkindum Paul Muite, dugmikill lögfræðingur sem hefur um nokkurt skeiö átt þingi landsins þar sæti sem hann hefur setið í hópi stjórnar- andstæðinga. Ljóst er þó að Lea- key mun gegna lykilhlutverki í samtökunum, bæöi mun hann njóta frægbar sinnar við ab afla þeim fylgis og auk þess hefur hann langa reynslu af því að afla fjár á bak við tjöldin — þykir hann mjög harbfylginn á því sviði og hefur jafnan náð góðum árangri. í gær, þriðjudag, sóttu svo Muturi Kigano, sem er formaður flokksins, og Leaky, sem gegnir embætti aöalritara, formlega um að samtökin verbi löglega skráð í landinu. Tímasetningin er sér- staklega valin með tilliti til þess ab eftir fimm vikur, þann 24. júlí, verður haldinn fundur í Par- ís þar sem fulltrúar stjórnarinnar í Kenýa ræða vib mlltrúa þeirra landa sem hafa styrxt Kenýa með fjárstuðningi. Þegar sótt er um skráningu stjórnmálasamtaka í Kenýa hafa þau leyfi til að starfa í fjórar vikur áöur en ákvörbun er tekin hvort þau verba bönnub. Erfitt gæti reynst fyrir Kenýa- stjórn ab banna flokkinn vilji þau forbast gagnrýni frá styrktar- löndunum og eiga þá hugsanlega á hættu aö missa fjárstubning frá þeim. ■ Kampavíns- skortur um aldamótin UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.