Tíminn - 21.06.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.06.1995, Blaðsíða 4
4 Mibvikudagur 21. júní 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: ]ón Kristjánsson Ritstjórn oq auqlýsinqar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Brent Spar og Skeljungur Forsvarsmenn Skeljungs hafa undanfarna daga reynt með máttleysislegum hætti að aðgreina sig frá móður- fyrirtækinu Shell International vegna þeirra áforma þess að sökkva Brent Spar olíupallinum í hafið suður af íslandi. Alþjóðleg alda reiði og hneykslunar hefur skoll- ið á Shell fyrirtækinu og jafnt opinberir aöilar sem einkaaðilar víða í Evrópu hafa beint viðskiptum sínum til annara fyrirtækja í mótmæalaskyni við ákvörðun Shell. Á það hefur verið bent að hundruð úreltra olíupalla séu í Norðursjó og ef heimilað er að sökkva einum þeirra í djúpið, sé komið fordæmi sem erfitt geti veriö að sporna gegn. Verði Brent Spar sökkt suður af íslandi er það stórfengleg bein atlaga að hagsmunum íslend- inga auk þess sem það er fullkomlega óásættanleg um- gengni viö náttúruna. Tveir aðilar eru ábyrgir. Annars vegar breska ríkisstjórnin og hins vegar Shell olíufélag- ið. Harðorð mótmæli hafa veriö send breskum stjórn- völdum frá Guðmundi Bjarnasyni umhverfisráðherra. Alþingi hefur mótmælt þessari aðgerð í sérstakri þing- ályktun. Svipaður pólitískur þrýstingur hefur komið frá stjórnvöldum víðs vegar að úr Evrópu og sumir áhrifa- .miklir stjórnmálamenn hafa beinlínis gert sér far um að mótmæla persónulega við breska forsætisráðherrann. Þetta virðist ekki ætla að duga til. Hinn aðilinn sem ber ábyrgðina ef þessi umhverfis- glæpur verður framinn er Shell olíufélagið. Skaði félags- ins er þegar orðinn mikill vegna mótmælaaðgerða, af- pantana og sölumissis og á enn eftir að verða meiri. Fé- lagið telur sér því greinilega mikinn ávinning af því að losa sig viö úrelta borpalla með þessu móti í stað þess að gera það með dýrari en umhverfisvænni hætti. Her- kostnaðurinn af Brent Spar er augljóslega réttlættur með því að verið sé að ryðja brautina fyrir framtíðarúr- eldingu borpalla félagsins. Shell á stóran hlut í Skeljungi á íslandi og olíuvörur Skeljungs eru seldar undir merki móðurfyrirtækisins. Forstjóri Skeljungs hefur því að vonum áhyggjur af því að reiði almennings beinist gegn fyrirtæki sínu eins og gerst hefur um alla Evrópu. Skeljungur hefur því lýst sig andvígt því að borpallinum sé sökkt, en þó hefur það ekki borið fram formleg mótmæli við móðurfyrirtækið eða yfirleitt sett fram neitt handfast til að þrýsta á um að ákvörðuninni verði breytt. Um augljóst ýfirklór er að ræða og á meðan Skeljungur grípur ekki til róttækari aðgerða er engin ástæöa til að ætla að hugur fylgi máli. Viðskipti við Skeljung eru því viðskipti við Shell og óbeinn stuðningur við glæpsamleg áform þess um að sökkva olíupallinum. Það veldur því óneitanlega nokkr- um vonbrigðum að sjá frétt Tímans í gær þar sem fram- kvæmdastjóri LÍÚ kveðst ekki tilbúinn að ljá máls á því aö fá útgeröir til að svo mikið sem ræða hvort hætta eigi viðskipum við Skeljung. Slíkt hlýtur þó ab koma til álita á íslandi eins og annars staðar, hvaða niðurstöðu sem menn kunna svo að komast að í þeim efnum. Sú hálfvelgja, sem forsvarsmenn Skeljungs eru að reyna að selja þjóðinni með því að þykjast vera að beita þrýstingi sem síðan er ekkert nema látalætin, er auðvit- að móðgun í ljósi þeirra hagsmuna sem í húfi eru. Á meðan Skeljungur gerir ekkert raunhæft til að hafa áhrif á móðurfyrirtækið og á meðan Shell er stór eign- araðili aö Skeljungi hlýtur Skeljungur að vera fulltrúi og tákn Shell International á íslandi. Verkalýðstónn í heildsalanum Þá er upplýst ab Ingi Björn Al- bertsson er 20 árum á eftir tím- anum í þjálfun og er því löngu kominn úr tísku. Þess vegna var Ingi Björn látinn víkja sem þjálfari fyrstu deildarlibs Kefla- víkur. Þetta upplýsir formaður knattspyrnudeildarinnar okkur um í Tímanum í gær. Raunar virbist röggsemi af þessu tagi vera að ganga í knattspyrnu- stjórnum þessa dagana því ný- lega var Marteinn Geirsson, þjálfari Fram, látinn fara meb svipubum hætti. Umræban, sem spunnist hef- ur um uppsagnir þessara þjálf- ara, er nokkub kunnugleg. Svip- ub umræða hefur nefnilega far- ib fram í tengslum vib þær efna- hagsþrengingar sem íslendingar hafa gengib í gegnum á umliðn- um árum meb tilheyrandi fjöldauppsögnum, atvinnuleysi og tekjubresti heimilanna. Þannig hefur Ingi Björn Alberts- son opnab umræbuna um starfsöryggi þjálfarastéttarinnar á íslandi og bent á nauðsyn þess ab séttarfélag þjálfara taki málib upp á sína arma. Garri fær ekki betur heyrt en hressilegur verkalýbsforingjatónn sé nú kominn í heildsalann og óneit- anlega vaknar sú spurning hvort Ingi Björn beri næst niður í verklýbsgeiranum. Ems og alþjób þekkir hefur svipub umræba um starfsöryggi farib fram undanfarna daga vegna fyrirvaralítilla uppsagna fiskvinnslufólks sem missti vinnuna vegna hráefnisskorts sem til kominn var vegna sjó- mannaverkfallsins. Starfsör- ygg« variö Fróblegt er ab ab íhuga þá stabreynd ab , . engum verka- ngi )orn. lýbsleibtogan- um virbist hafa dottib í hug ab segja þab sem heildsalinn, þjálfar- inn og fyrrum þingmaburinn Ingi Björn Albertsson sagði í sjónvarp- svitali: „Ef uppsagnir eins og þessi eiga ab fá ab vibgangast óátaldar þurfa menn ekki ab búast vib ab hægt verbi ab fá þjálfara til starfa í deildinni." Þetta hefbu Björn Grétar, Jakinn, Benedikt, Snær, og þau öll hin sem eru í verkalýðs- forustunni aubvitab átt ab segja um fiskvinnsluna, en sögbu ekki. Garri veit raunar ab svarið ligg- ur í því ab verkalýbsforustan er GARRI ekki alltaf í boltanum, en þeir sem eru alltaf í boltanum lúta allt öbrum lögmálum en allir hinir. Þess vegna er það ekki tiltökumál þó nokkur þúsund fiskverkakon- um sé sagt upp, það er sjálfsagt mál. En ef þjálfara er sagt upp er „vegið ab starfsöryggi stéttarinn- ar". Nú vill Garri ekki taka af- stöbu meb eba á móti því hvort segja átti Inga Birni eða Marteini upp eba hvort þarna rébi abeins stórmennskubrjálæbi stjórna deildanna, sem vildu fá að ráða meiru um hverjir fengju að spila og hverjir ekki. Hins vegar er rétt ab benda á ab þeir fá öbruvísi mebferð en fiskverkafólkib ab því leyti ab þeir fá áfram borgab sam- kvæmt samningum um talsverb- an tíma eftir ab þeir eru hættir ab vinna. Þab er eitthvab annab en fiskvinnslufólkib. íþróttahagkerfiö Þab virðist nefnilega ekki þurfa ab spara ef menn eru alltaf í bolt- anum. Boltinn er orbinn ab um- fangsmikilli starfsgrein sem lýtur sínum eigin markabslögmálum. Þetta íþróttahagkerfi er heill heimur út af fyrir sig sem lifir sjálfstæðu skattlausu „rassvasa- bókhalds-lífi" og tengist þá ab- eins efnahagskerfi þjóbarinnar ef veriö er að útdeila almannafé til íþróttafélaga og íþróttamann- virkja og íþróttastarfsemi hvers konar. Yfirlýsingar Inga Björns um ab brýnt sé aö koma á almennum samningum til að tryggja starfsör- yggi þjálfara er til þess fallið að koma íþróttahagkerfinu undir opinbert eftirlit og eölilegar bók- haldsreglur því í framhaldinu verba líka settar almennar reglur um starfskjör leikmanna, upp- sagnarfresti, greiðslur og sporslur. Mikilvægast af öllu er þó aö nú hyllir undir aö nýr verklýösfor- ingi sé að hasla sér völl. Verka- lýöstónninn í Inga Birni hljómar eins og tónlist í eyrum fisk- vinnslufólks enda boðar hann bjartari tíð með blóm í haga í réttindamálum. Garri Ein lítil leiðrétting Fyrir kemur að það vekur undrun hve óskaplega áherslu sumt fólk leggur á að ná kosningu á Alþingi. Eins og starfið er nú erfitt, krefjandi og vanmetið og hörmulega að þing- mönnum búiö á alla lu'nd. Raunin er enda sú að það er ekki nema fórnfúst hátekjufólk sem kjósendur velja og treysta til að fara með mál sín á löggjafarsamkundu lýðveldisins. Það eru fyrir löngu alkunn sann- indi að þeir, sem leggja það á sig fyr- ir kjósendur sína að þiggja sæti á Al- þingi, lækka mikið í launum miðað við kaupið sem þeir fá áður en þeir gerast þingmenn og slíku hæfileika- fólki er greitt á öllum öðrum vinnu- stöðum. Því er það að þingmönnum verð- ur tíðræddara um léleg launakjör sín og bága starfsaðstöðu en flest mál önnur sem stjórn lands og þjóðar varðar. Það sem meira er og lýsir vandamálinu betur en flest annað er að um þetta eru engar deilur meðal þingmanna. Ábyrgöin Samanburöarfræðin eru mikið brúkuð til að sýna fram á bág launa- kjör hinna réttkjörnu. Aldrei eru samt tilgreindar stéttir eða kjara- samningar þeira sem verið er að bera sig saman við. Það er rætt um þá sem bera mikla ábyrgð og gegna mikilvægum störfum. Eitthvaö er minnst á embættismenn sem marg- ir hverjir hafa komið sér aðdáanlega vel fyrir í kerfunum og þiggja laun og fríðindi úr lófum stjómmála- mannanna, oft með óbeinum hætti. Síðasta verk Alþingis á sumar- þinginu var aö leiðrétta laun og kjör þingmenna ofurlítið. Það var gert vegna þess hve nýkjörnir þing- menn lækkuöu mikið í launum þegar þeir skiptu um vinnustað. Svo þarf alltaf að leiðrétta mikið vegna þess hve þingmenn, forsetar og ráö- herrar eru komnir langt afturúr við- miðunarembættum. Þó er til dæmi um þingmann sem fékk kjör sín bætt um helming viö þaö að setjast á þing og láta af fyrra starfi á meðan. Undantekningin er Ágúst Einars- son, sem hafði um 145 þúsund króna mánaðarlaun sem prófessor við Háskóla íslands. Af þeim tekjum Á víbavangi bar hann kostnað af ferðalögum milli vinnustaðar og heimilis og ýmsu því öðru sem reiknað er með að launþegar borgi af kaupinu sínu. í nýja starfinu ber Ágúst helmingi meira út býtum og þykir samt mörgum að hann búi við léleg kjör. Ef hér er rangt meb farið mun und- irritaður gleypa þaö allt ofan í sig með glöðu sinni og birta leiðrétt- ingu sé þess óskað. Hæg heimatök í nýju lögunum um kjör þing- manna var jafnframt gerð smávægi- leg leiörétting á skattalögunum. Margháttaður kostnaður, sem fylgir þingsetunni og þingmenn fá eðli- lega greiddan, er gerður frádráttar- bær frá skatti,-en er framtalsskyldur. Hér er um ab ræða risnu og bóka- kaup og ráðstefnusókn og fleira sem íþyngir þeim sem tekið hafa á sig þá sjálfsafneitun og ábyrgð að leyfa ab- dáendum ab kjósa sig á Alþingi ís- lendinga. Hér er fundin leið til að drýgja þingmannalaunin án þess að hækka kaupið nema ab óverulegu leyti. Það er að veita þeim skattfríö- indi og til þess eru hæg heimatökin, því svo heppilega vill til að það eru einmitt þeir sjálfir sem semja og samþykkja skattalög. í sambandi við samningu skatta- laga hefur siðgæðiö aldrei verið aö bögglast fyrir brjósti þeirra sem þar um véla og er engin ástæða til ab það komi frekar við sögu þegar þingheimur samþykkir skattafríð- indi sjálfum sér til handa. Það er gleðilegt að nýkjörið þjóð- þing skuli hafa döngun í sér til ab bæta kjör fulltrúanna, svo nánasar- leg sem þau voru og eru. Þingmenn hafa fréttir af glás af fólki sem starfar á vegum hins opin- bera sem býr við boðleg og æskileg kjör. Þar finna þeir viðmiðunarstétt- ir sínar og er það vel á þeim glæsi- legu uppgangs- og velmegunartím- um sem stjórnvitringar vorir lifa ná á. Eins og endranær veit þingheim- ur nákvæmlega hvað hann er að gera og er tímasetning kjarabót- anna frábær. Allir verba búnir að gleyma þeim þegar fjárlagahallinn verður samþykktur í haust, og heil eilífö er til næstu kosninga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.