Tíminn - 01.07.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 1. júní 1995
1'íttmm
Jón Kristjánsson:
;/Að gera sér dagamun"
Tímamynd CS
Fyrir löngu síöan var ég gestur á bændahá-
tíö á Fljótsdalshéraöi, þar sem hinn mikli
bændahöföingi Þorsteinn á Vatnsleysu, var
heiöursgestur og hélt ræöu. Á samkom-
unni var margt bændafólk og ég man að
Þorsteinn gaf þeim ráð. „Geriö ykkur daga-
mun," sagði hann, „hversdagsleikinn getur
verið grár stundum."
Mér koma þessi orö í hug nú, vegna þess
aö óvenju mikið hefur verið um þaö und-
anfarið aö ég hef verið boðaður á ýmsar
samkomur þar sem fólk hefur verið aö gera
sér dagamun og halda upp á ýmis tilefni.
Ég vil leyfa mér ab halda mig á heimaslóö-
um aö þessu sinni og minnast á þrjú tilefni
á Austurlandi sem öll eru merkileg hvert á
sinn hátt.
„Lundir nýrra skóga"
Fyrir nokkrum dögum var haldiö upp
á það aö aldarfjóröungur er liðinn frá því
aö gróöursetning hófst samkvæmt svo-
nefndri Fljótsdalsáætlun sem er upphaf
svokallaðrar nytjaskógræktar hér á landi.
Ég vír þá fréttaritari Tímans á Austur-
landi og tók mynd af því þegar bændurn-
ir á Víðivöllum í Fljótsdal gróöursettu
fyrstu trén, sem nærri því mátti fela í
hendi sér.
Þaö var sannarlega einkennileg upplif-
un aö mæta nú til skógarhátíðar í skógin-
um sem þarna er vaxinn upp á síöasta
aldarfjóröung. Þarna blasir viö stórvax-
inn skógur þar sem þegar er fariö aö
fletta stærstu trjánum í borðvið, og á
næstu árum mun veröa gert meira aö
slíku. Þaö er sannkallaö ævintýri sem
þarna hefur gerst og sýnir hvers má
vænta af skógrækt þar sem aðstæður eru
bestar hérlendis, eins og á ofanveröu
Fljótsdalshéraöi og víöar þar sem veður-
farsskilyröi eru svipuð. Þaö sem er at-
hyglisvert er aö allt þaö sem forsvars-
menn Skógræktarinnar sögöu urn vöxt
trjánna fyrir tuttugu og fimm árum hef-
ur gengiö eftir. Þaö starf sem þarna var
hafið dró mikinn slóöa á eftir sér í rækt-
un nytjaskóga en þaö er önnur saga, sem
ekki veröur rakin aö sinni.
Drekinn '95
Á Egilsstöðum stendur nú yfir sýning á
framleiösiu austfirskra fyrirtækja undir
nafninu Drekinn 95. Samskonar sýning var
fyrir nokkrum árum undir sama nafni.
Gildi slíkra sýninga er einkum aö þjappa
þeim saman sem vinna aö fyrirtækjarekstri
og framleiðslu og kynna almenningi at-
vinnulíf í fjóröungnum.
Þaö sem vekur athygli á þessari sýningu
er hve mikil þróun hefur orðið í hvers kon-
ar handverki frá því að síðasta sýning var
haldin. Hins vegar veröur aö segja eins og
er aö fyrirtækjum í heföbundnum iönaöi
hefur ekki fjölgað að
sama skapi, og ætti þaö
aö vera nokkuð umhugs-
unarefni. Sýningar sem
þessar eru ákjósanlegar
til þess að meta stöðu at-
vinnulífsins, og það er
naubsynlegt að slíkt mat
fari fram.
Aösóknin aö sýning-
unni leiöir í ljós, þaö sem
reyndar var vitað fyrir, aö áhugi almenn-
ings er afar mikill á þróun atvinnulífsins,
enda er þaö mjög eðlilegt þegar atvinnu-
leysi brennur á þúsundum manna.
Sýningar á borö viö Drekann 95 ættu
einnig aö vera hvatning til almennings aö
skipta við innlend fyrirtæki og líta ekki
langt yfir skammt í þeim efnum. Innkaup
heimilanna hafa bein áhrif á afkomu fyrir-
tækjanna í landinu og getu þeirra til þess
aö halda uppi atvinnu. Þessar staðreyndir
vilja oft gleymast. Vissulega veröa innlend
fyrirtæki aö vera samkeppnishæf, en full-
yröa má aö þau eru þaö nú í flestum tilfell-
um.
Afmæli Seybisfjarbar-
kaupstabar •
Seyöfiröingar halda nú þessa dagana
upp á 100 ára afmæli kaupstaðarins og ná
hátíðarhöldin hámarki um þessa helgi, en í
gær heimsótti forseti íslands byggðarlagiö
og var viðstaddur hátíðarsamkomu í tilefni
afmælisins.
Saga Seyöisfjarðar er afar merkileg og lit-
rík síðustu 100 árin. Hún markast í upphafi
mjög af erlendum áhrifum, en umsvif
Norömanna þar í bæ voru mikil, en þekkt-
astur þeirra var athafnamaöurinn Otto
Wathne. Umsvif hans á Seyðisfirði voru
ævintýri líkust miðaö viö tímann sem
hann liföi. Þá voru beinar samgöngur sjó-
leiðina til Evrópu og saga byggðarlagsins
fyrri hiuta aldarinnar ber miklum framför-
um og stórhug vitni. Hin glæsilegu hús
sem prýöa bæinn nú og voru byggö á þess-
um tíma vitna gleggst um hann.
Skin og skúrir
Það hafa skipst á skin
og skúrir í atvinnulífi á
Seyðisfirði eins og víðar.
Saga byggðarlagsins er
mörkuð af haröri baráttu
að lifa af sjósókn og fisk-
vinnslu og reka fyrirtæki
við misjafnar aöstæbur.
Seyöfirðingar hafa upp-
lifaö síldarævintýri og einnig bakslagiö eft-
ir að því ævintýri lauk. Þeir hafa einnig,
eins og aörir landsmenn, upplifaö erfiö-
leikana sem fylgja niðurskuröi veibiheim-
ilda. Hins vegar get ég borið vitni um þaö
aö þar hafa verib baráttumenn sem ekki
hafa gefist upp þótt móti blási.
Atvinnusaga Seyöisfjarðar er þó marg-
slungnari en svo að afgreidd veröi ein-
göngu með sjósókn og fiskvinnslu. Járn-
iðnaöur hefur veriö gróinn í þessu byggöar-
lagi, og fyrir tuttugu árum uröu þáttaskil í
sögu Seyðisfjarðar er reglubundnar ferju-
samgöngur hófust til Evrópu með feröum
Smyrils og síðar Norrænu. Samstarf Færey-
inga og íslendinga aö þessum málum hefur
verið til mikillar fyrirmyndar og ráðamenn
á Seyöisfiröi hafa sett metnað sinn í a
standa myndarlega að því frá sinni hálfu.
Samgöngur
Það verður ekki rætt um málefni Seybis-
fjaröar án þess aö minnast á samgöngumál.
Þau eru og hafa ávallt verið mál málanna á
þeim staö. Þótt margt hafi færst til betri
vegar í landssamgöngum bíöur það næstu
ára að koma þessu byggðarlagi í viðunandi
vetrarsamgöngur við aöra hluta Austur-
lands. Það verður áfram aðkallandi viö-
fangsefni. Seyöfiröingar hafa veriö ötulir
baráttumenn fyrir jarögangagerö og eng-
um sem farið hefur yfir Fjarðarheiði í mis-
jöfnum veörum að vetrarlagi dylst af
hverju.
Hátíb í bæ
Seyðfirðingar hafa notað tækifærið
vegna afmælisins til þess aö prýöa bæinn
sinn og efna til hátíðar. Af nógu er að
taka þegar minnst er hinnar litríku sögu
staðarins. Eins og áöur kom fram sjást er-
lendu áhrifin í hinum reisulegu húsum
sem enn prýöa staðinn og ætlunin er að
varöveita svo sem kostur er. Slík varð-
veisla er þó mikið átak í litlu byggöarlagi,
en er eigi að síður nauðsynlegur þáttur í
því verkefni aö varöveita atvinnu og
menningarsöguna. Á Seyöisfiröi kom
síminn á land í upphafi aldarinnar. Þar
var byggö ein fyrsta rafstöð á íslandi,
sem Rafveitur Ríkisins hafa haldiö við af
myndarskap. Á stríösárunum var þessi
lífhöfn aösetur setuliös og flota, og fór
byggöarlagiö ekki varhluta af styrjaldar-
átökum. Uppgangur og hnignun síidar-
áranna á sjöunda áratugnum er kapítuli
út af fyrir sig.
Litríkt mannlíf Seyöisfjarðar skilaði
sér í öflugu menningarlífi og margir
landsþekktir menn á því sviöi eiga þar
rætur sínar. Alls þessa er minnst nú þegar
Seyðfiröingar halda hátíð á 100 ára af-
mæli bæjarins, en sá sjóöur sem tónlist-
arlíf, leiklist, bókmenntir og málaralist
þeirra sem áttu sínar rætur á Seyðisfirði
er drjúgur.
Ég vil ljúka þessum hugleiðingum um
Seyðisfjörö meö því að senda fólkinu þar
innilegar hamingjuóskir á þessum tíma-
mótum í sögu bæjarins. Megi hátíöarhald-
ið þjappa bæjarbúum saman til frekari bar-
áttu, fyrir góðu og lífvænlegu samfélagi.