Tíminn - 10.08.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.08.1995, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 10. ágúst 1995 Wímmu 5 Einar Hannesson: Net Feröaþjón- ustu bænda um allt land Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með þeirri öru þróun sem átt hefur sér stað hér á landi seinustu áratugi í sam- bandi við ferðaþjónustu af ýmsu tagi í strjálbýli landsins. Taki maður sem dæmi gistiað- stöðu, hefur orðið mikil breyt- ing frá hinni hefðbundnu hót- elstarfsemi, sem hafði verið um áratuga skeið í föstum farvegi, þar til nýir kostir buðust til að mæta aukningu í ferðum fólks, bæði innlendra og erlendra um landið. Ferbaskrifstofa ríkis- ins brautrybjandi Þar braut blað Ferðaskrifstofa ríkisins undir forustu Þorleifs Þórðarsonar, með rekstri sumar- hótela í skólahúsnæði, sem varð að hótelneti um land allt. Eddu- hótelin eru nú á vegum Feröa- skrifstofu íslands, sem Kjartan Lárusson stýrir styrkri hendi, og eru víða um land, eins og kunn- ugt er. Þar má nefna Ferðaþjón- ustu bænda, sem byrjaö var á fyrir um um það bil 30 árum. En það mun hafa verið Birgir Þor- VETTVANCUR ♦ gilsson, núverandi formaður Ferðamálaráðs íslands, sem hvatti til þess að farið var út á þessa braut á sínum tíma. Hann var þá starfsmaður Flugfélags íslands sem lagði þessu máli lið og bauð upp á ferðir og gist- ingu í gegnum sölunet sitt í út- löndum. Ferðaþjónusta bænda í núver- andi mynd, er yngra fyrirbæri, en þó vaxið af þeirri sömu rót og fyrr var getið. Það var 1980 sem samtök bænda um feröa- þjónustu voru stofnuð hér á landi. Tveimur árum síðar réðu þau starfsmann, Paul Richard- son, núverandi framkvæmda- stjóra Ferðaþjónustu bænda í Bændahöllinni við Hagatorg, til að sinna markaðs- og sölumál- um. Frá þeim tíma hefur starf- semin vaxib og þróast, allt til betri vegar, enda gera samtökin ákveðnar gæðakröfur til sinna aðila. Bændagisting á 100 stöbum í dag munu vera rúmlega 100 Setustofan í bœndagistingunni aö Narfastöbum. Bœndagistingin oð Narfastööum í Reykjadal í Suöur-Þingeyjarsýslu. í dag munu vera rúm- lega 100 staðir um land allt sem bjóða bœnda- gistingu, þar sem á ein- stökum stöðum er pláss fyrir 5 gesti, þar sem fæst er, og upp í um 50 gesti þar sem flest er. staðir um land allt sem bjóða bændagistingu, þar sem á ein- stökum stöðum er pláss fyrir 5 gesti, þar sem fæst er, og upp í um 50 gesti þar sem flest er. Þar er um fjölbreytta þjónustu að ræða, sem rúmar á nokkrum stöðum aðeins tjaldsvæði með góðri snyrtiaðstöðu, en annars staðar er svefnpokagisting og gisting af besta tagi, eins og í sumarhúsum, og eins og hún gerist best á hótelum. í tengsl- um við gistingu er boðið upp á ýmsa afþreyingu, eins og veiði í nærliggjandi vötnum, hesta- ferðir og fleira. í sambandi við mjög góða gistiaðstöðu má nefna sem dæmi Narfastaði í Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu og hið nýja vegahótel hjá Staðarskála, sem þeir bræður Eiríkur og Magnús á Stað komu upp af miklum dugnaði. Aðstaðan þarna er hliðstæð litlu vegahót- elunum, sem margir þekkja frá feröalögum á Bretlandi. Fjárhúsi breytt í bændagistingu Abstaðan á Narfastöðum er öflugasta bændagistingin á landinu, hvað fjölda gesta varð- ar. Það sem er óvenjulegt og skemmtilegt við uppbygging- una þarna, er að fjárhúsi á jörð- inni var breytt í gistiheimili, með öllum nauðsynlegum bún- aöi, auk þess em boðið er upp á aðstöðu fyrir fjölskylduna meb eldhústækjum og einfaldri gist- ingu einnig í öðru húsi á staðn- um. Það er Ingi Tryggvason, hinn góðkunni forustumaður íslenskra bænda um áratuga skeib, sem stóð fyrir þessari uppbyggingu og rekstri núna ásamt sínu fólki. Þarna er ánægjulegt að koma og dvelja, svo vel er að öllu búið. Víst er að það sem háir starf- semi af þessu tagi, og hér hefur verið gerö aö umtalsefni, er að gistiaðstaðan þyrfti að nýtast betur vor og haust, þó að að- sókn sé mikil yfir háannatím- ann. ■ Jóns saga Þorlákssonar Þetta getur naumast kallast rit- dómur, þó að það verði smávegis umsögn um bók Hannesar Hólm- steins um Jón Þorláksson. Þar er skemmst frá að segja aö ég hygg að bókin gefi rétta mynd af Jóni Þorlákssyni og sé honum samboðin. Frásögnin er lífleg og höfundur gerir sér far um að lýsa mönnum og sneiðir lítt hjá því sem neikvætt þótti í fari þeirra. Stjórnmálasagan er sögð eins og hún liggur fyrir og mun ekki ástæða til að kvarta um rangfærsl- ur. Hinsvegar er bókin skrifuð af einlægum aðdáanda Jóns Þorláks- sonar og gætir þess nokkuð um áherslur. Þaö er t.d. vel og trúlega túlkað að skuldir ríkissjóðs minnk- uðu verulega, þegar Jón var fjár- málaráðherra, ab krónutali, en ekki sérstaklega vakin athygli á því aö þaö voru dýrari krónur sem rík- issjóöur skuldaði þegar Jón skilaði af sér en þær sem hann tók við. í öðru lagi er greinilega tíundaö að skuldir ríkissjóðs uxu í stjórnar- tíð Tryggva Þórhallssonar, en ekki getið um eignaaukningu vegna þeirra, svo sem síldarverksmiðjur, sjúkrahús, skóla, vegi, brýr o.s.frv. Víða er fljótt yfir sögu fariö, svo að lesandi getur ekki gert sér grein fyrir málavöxtum. Svo fer um kjöt- tollinn í Noregi og tilslökun við Norðmenn á íslandsmibum í því sambandi og Tervanimálið. Eina villu verður ab benda á. Höfundur segir, sem rétt er, að þegar Alþingi ákvað að landskjör tæki vib af konungkjömum mönnum 1916, var kjörtímabil hinna landskjörnu haft 12 ár. Síð- an segir: „Því var raunar breytt ár- ið 1920 ... og kjörtímabiliö stytt í 10 ár." Þetta er undarleg villa. 1920 var kjörtímabil kjördæmakosinna þingmanna ákveðið 4 ár, en hafbi veriö 6 ár. Samkomulag virðist hafa verib um að kjörtímabil landskjörinna þingmanna væri tvöfalt lengra. Samkvæmt því var kjörtímabil landskjörinna ákveðib 8 ár. Nú er í þessari bók nokkuð rækilega rætt um landskjör 1922, 1926 og 1930, alltaf á fjögurra ára fresti. En höfundur hefur líklega glapist af því að þeir, sem kosnir voru 1916 og ekki dregnir út þegar lögunum var breytt, sátu 6+4 ár á þingi. Það var raunar ekki nema Sig- urður Eggerz, því að þeir Hjörtur Snorrason og Siguröur í Ystafelli dóu báðir fyrir þing 1926, sem átti að vera síðasta þing þeirra. Hvern- ig höfundur hefur komið því sam- an, að landskjörnir þingmenn væru kosnir 3 og 3 á fjögurra ára fresti með 10 ára kjörtímabil, er örðugt að sjá. Hörmung er að sjá hvernig farið er með vísu Stefáns frá Hvítadal á bls. 315 og stuðlum spillt. Vísuna hafa menn kunnaö svona: Nú er hann Bjami búinn, Bjami frá Vogi nár. Aldrei greiðir hann oftar atkvceði sér til fjár. jón Þorláksson. BÆKUR HALLDÓR KRISTjÁNSSON Stefán orti lofsamlega erfidrápu eftir Bjarna, þó aö færri kunni hana en níðvísuna. Annars hefði skáldið víst mátt segja „mér til fjár". En Stefán frá Hvítadal hefði aldrei samþykkt þann leirburö sem hér er birtur: „Bjarni frá Vogi er látinn" o.s.frv. Á bls. 183 er talað um haustib 1918 og síðan sagt: „Þetta ár gerð- ust mörg stórtíðindi á íslandi. Vet- urinn varð hinn versti í manna- minnum, frostaveturinn mikli." Hér er helst svo að sjá að höf- Hannes Hólmsteinn Gissurarson. undurinn haldi að frostaveturinn hafi komið eftir haustinu 1918. Hann var hinsvegar 1917-18. Það er best að hætta að þreyta menn meb sparöatíningi. Hins- vegar skulum við líta á hvernig Hannes Hólmsteinn lýsir áhrifum vatnsveitu í Reykjavík. Árið 1909 fengu Reykvíkingar vatnsleiðslu úr Gvendarbrunnum. Við þá framkvæmd ber hæst minningu þeirra Guðmundar Björnsonar landlæknis og Jóns Þorlákssonar. Og nú fær Hannes Hólmsteinn orðið: „Eitt leiddi af öðru. Iðgjöld af húsatryggingum lækkuöu eftir að slökkvistarf varð auðveldara, vatn- iö ruddi braut nýjum fiskverkun- arstöðvum og þær veittu bæjarbú- um atvinnu, nú knúbi allt vatnib sem streymdi inn í húsin og um skolpleiöslur út úr þeim, kamrar að húsabaki urðu óþarfir en hreinsun þeirra hafði kostað fé og fyrirhöfn, miðstöðvar leystu gamla kolaofna af hólmi, kolasalli, aska og annar óþrifnabur hvarf allt af gólfum eins og hendi væri veif- að, húsmæður hættu að elda við hlóöir, keyptu sér eldavélar og notuðu vatn til suðu." Nú spyr fávís maður hvort fólk hafi étið hrátt að fornum víkinga- sið þar til vatnsveitan kom. Hvað notubu húsmæbur til suðu áður en vatnsleiðslan kom, ef um suðu var að ræða? Og elduðu konur al- mennt á hlóðum í Reykjavík eftir aldamót? í minni sveit voru heim- ilin sem örast að fá eldavélar kring- um 1890. Saltfiskur mun hafa verið þveg- inn og þurrkaður í Reykjavík fyrir aldamót. Þegar vatnsveitan kom, var vatnið látið renna úr slöngu í kassana þar sem vaskað var. Áður mun það hafa verið borið í fötum. Því eru líkur til ab hin nýja tækni hafi fækkað vinnustundum frem- ur en fjölgaö við fiskverkun. Eitt lítilræöi enn. Hér segir að Vilmundur læknir hafi bent kjós- endum á að Jón Auöunn Jónsson væri ekki kominn upp í efri deild, þrátt fyrir langa þingsetu. Hingað til hefur sagan verið höfð um Gub- múnd Hagaiín, enda fellur hún betur að þeirri mynd sem geymist af honum í hugum manna. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.