Tíminn - 10.08.1995, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.08.1995, Blaðsíða 6
6 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Crímur og Þorbergur höfbu í nógu aö snúast þegar þeir kynntu skötuselinn á Tanganum á föstudaginn. Vinnslustöbin meb átak fyrir innanlandsmarkab: Býbur upp á skötusel í neyt- endaumbúbum Síld og saltfiskur næsta skrefib Fyrir skemmstu var Vinnslustöðin með sérstaka kynningu á fiskréttum í neytendaumbúðum á Tang- anum. Þorbergur Aðalsteins- son, handboltaþjálfari, hefur verið ráðinn hjá Vinnslu- stöðinni í það sérverkefni að gera tilraun til að koma flest- um þeim fisktegundum, sem hér berast á land, í neyten- daumbúðir fyrir innanlands- markað. Þorbergur sagði að fyrsta skrefið hjá þeim væri að kynna skötuselinn. Hann væri tilreiddur með fjórum mismunandi kryddtegund- um, marineraður, grillkrydd- aður, hvítlaukskryddaður og þaprikukryddaður. Þá væri ætlunin að reyna fyrir sér með fjórar eða fimm tegund- ir af síld og þar næsta skref yröi að koma útvötnuðum 'Saítfiski í neytendaumbúðir. Lausfryst ýsuflök yrðu svo næst á dagskrá. Þorbergur sagði að þeir ætluðu sér hægt og rólega af stað með þetta. Svo til engar nýjar fjárfestingar þarf vegna þess, allar vélar eru til á staðnum. Þeir ætluöu að reyna fyrst fyrir sér á Suður- landi, m.a. yrði mikil kynn- ing á Selfossi í lok ágúst. Síð- an væri ætlunin að reyna á höfuðborgarsvæðinu ef við- tökurnar verða góðar á Suð- urlandi. „Þetta er þróunarverkefni og þarf að sýna bæði þolin- mæði og úthald," sagði Þor- bergur. „Þetta er alveg opiö frá okkar hendi, við prófum margt og veljum svo það besta. Eiginlega var þetta eins konar þjófstart á föstu- daginn, til dæmis eru endan- legar umbúðir ekki enn komnar til okkar. En ef þetta tekst vel þá skapar þetta bæði atvinnu og verðmæti fyrir byggðarlagið." Sérlegur aðstoðarmaöur Þorbeigs við þessa fyrstu kynningu var Grímur Gísla- son, matreiðslumaður. Þor- bergur sagði að viðtökurnar hefðu verið mjög góðar og allt hefði klárast sem til var af skötusel hjá þeim. En meira var væntanlegt í þess- ari viku og veröur til sölu í verslunum Kaupfélagsins. Blaðamaður Frétta prófaði að elda marineraðan skötu- sel um helgina og var hann hib mesta ljúfmeti. Þorbergur vildi koma því á framfæri við fólk að hefði það einhverjar hugmyndir um hvaðeina sem betur mætti fara í þessari fram- leiðslu að það hefbi þá sam- band við þá hjá Vinnslu- stöðinni og kæmi því á framfæri. „Við erum ekki al- vitrir og viljum gott samstarf vib neytendur, góðar hug- myndir eru vel þegnar. Þannig aukast möguleikarnir á því að við getum boðið úr- vals vöru," sagbi Þorbergur. 2§miÉmm mÉTTnninn in SELFOSSI Framsóknarmenn á Sel- fossi: . Vilja nýja brú vib flugvöllinn Fulltrúar Framsóknar- flokksins í Bygginga- og skipulagsnefnd Selfoss hafa lagt þab til að byggð verði ný brú yfir Ölfusá norðvest- an við kirkjuna og tengist fyrirhuguðu hringtorgi við Eyrarbakkaveg. Nýr þjóðveg- ur verði lagöur sunnan við Selfoss og fallið verði frá brú- arstæði við Laugardæli. Tillagan er lögð fram til að létta á umferðarþunga í mið- bæ Selfoss eins og það er orðað en þungaflutningar hafa ekki gengið sem skyldi m.a. vegna hringtorgsins á Selfossi. Þorvaldur Guð- mundsson er annar fulltrúi Framsóknarflokksins í Bygg- inga- og skipulagsnefnd. Vænlegur kostur fyrir Selfoss „Við teljum þetta vænleg- an kost fyrir Selfoss. Brúar- stæði við Laugardæli er ekki gott mál því þá myndi öll umferö fara framhjá bænum ásamt því ab vegur myndi liggja þvert yfir golfvöllinn. Ef tillögur okkar verða sam- þykktar þá má gera ráð fyrir því ab nýr vegur taki við vestan við Kolviðarhól og brú í framhaldi af því. Síðan myndi nýr vegur vera lagður í nágrenni Sandvíkur og tengjast þjóðvegi 1, væntan- lega á Bæjarnesvegi." Þorvaldur segist ekki hræð- ast það að umferð fari fram- hjá Selfossi ef hinn nýi veg- ur verði að veruleika, því þjóðvegur 1 í dag og Ölfusár- brú muni gegna hlutverki sínu samt sem áður og beina umferð gegnum bæinn. Þetta muni minnka umferð flutningabíla og létta á um- ferð í gegnum Selfoss en hún sé orðin geysilega mikil á annatímum. Byggb vaxi til suburs í tillögunum er gert ráb fyrir að byggðin vaxi til suð- urs í framtíðinni, það er í átt að fyrirhuguðum vegi. Að sögn Þorvaldar þá hefur ver- ið tekib vel í tillöguna af hálfu annarra nefndar- manna og næst komi til kasta bæjarstjórnar að fjalla um málið. Ef tillagan hljóti náð fyrir augum bæjarstjórn- armanna þá komi til kasta vegagerðarinnar og síðan þarf að koma verkinu á vega- áætlun. Lúpínuvinir: Endurhæfingar- stöb fyrir lúpínu- fjendur Stofnfundur Lúpínuvinafé- lagsins var haldinn á neðri blettinum í Silfurtúni síðast- liðinn laugardag. Markmið félagsins hafa nú verið fast- bundin og ganga þau undir nafninu boðorðin tíu. Þau eru eftirfarandi: 1. Að koma á stall og taka í dýrlingatölu Lupinus Mutka- enis, Alskalúpínu, aldrað eintak á Flúðum. 2. Að sjá til þess að alltaf verði nóg framboð á lúpínu- fræi, annast samninga um verð og gæði og stuðla að búsetu nýbúa í íslenskri gróðurflóru með innflutn- ingi á hverskonar gróðri sem þrifist geti á okkar harðbýla landi og bætt gróöurfars- ástand þess. 3. Að sjá til þess að fræðsla í siðavenjum og ferðamáta lúpínunnar sé í hávegum höfð. 4. Að hefja ræktun á hvítri og raubri lúpínu til þess að möguleikar skapist á að planta henni í fánalitunum, svo að blái liturinn raski ekki sálarró lúpínufjenda. 5. Að efla tilraunir og sán- ingar á köfnunarefnis-mynd- andi gróðri, þar sem yfir 300 afbrigði af lúpínu finnast í heiminum, auk ræktaðra af- brigða svo sem Lupinu Nan- us, dverglúpína. 6. Að setja á fót endurhæf- ingarstöð fyrir lúpínufjend- ur, þar sem þeim yrbi kynnt nytsemi gróðurs við land- græbslu. 7. Að stuöla ab og sjá til þess að sem flest not verði fyrir afurðir lúpínunnar svo sem til lyfjagerðar og alls- konar seiðgerðar og galdra. 8. Ab skrifuð verði saga lú- pínunnar á íslandi. 9. Að stuðla ab samskipt- um við skyld félagasamtök víðsvegar í heiminum. 10. Ab finna upp aðferðir til að uppræta og eyba lú- pínuhöturum, svo sem með slætti og lyfjameðferð. Fimmtudagur 10. agust 1995 Þriggja hreppa sameining á Hérabi á umrœbustigi: Ahuginn misjafn eft- ir hreppum Verið er ab kanna möguleika á sameiningu þriggja hreppa á Fljótsdalshéraði, Fljótsdals- hrepps, Skribdalshrepps og Vallahrepps. Þriggja manna nefnd, skipuö einum frá hverju sveitarfélagi, hefur ver- ib ab störfum frá því í vor og gegnir því hlutverki ab draga fram helstu kosti og galla vib sameiningu þessara þriggja sveitarfélaga. Ef af yrbi myndu verba um 380 íbúar í hinu nýja sveitarfélagi, en í dag em um 100 íbúar í Skrib- daishreppi, 117 í Fljótsdals- hreppi og um 160 í Valla- hreppi. Hjörtur E. Kjerúlf oddviti í Fljótsdalshreppi telur áhugann á sameiningu misjafnan eftir hreppum: „Ég held ab þab sé töluverbur áhugi fyrir því í Vallahreppi, en ég verð nú ekki var við mikinn áhuga hér í Fljótsdalshreppi. Það hefur verib haft á orði að þar sem sveitar- stjórnarmenn eru áhugasamir um sameiningu þá smiti það viöhorf útfrá sér og það tel ég ab sé vel líklegt," segir hann. Hirti virðist ekki áhugi fyrir sameiningu hjá a.m.k. meiri- hluta hreppsnefndar í Fljóts- dalshreppi. Hann telur að í Skriðdalshreppi standi afstaða manna til sameiningar nokkuð á jöfnu. „Ég er ekki sameiningarsinn- aður. Ég sé ekki í rauninni hverju þetta mundi breyta til velfarnabar og er ekkert hlynnt- ur breytingum bara til þess að Athugasemd frá Hollustu\ breyta einhverju þegar maður veit ekkert hver verður niður- staðan. Mér finnst maður vera að afsala sér verulegum sjálfs- ákvöröunarrétti. Viö Fljótsdæ- lingar höfum náttúrulega aldrei fimm sveitarstjórnarmenn í sameinaðri sveitarstjórn. Ég sagði þeim á Völlunum það, meira í gamni en alvöru nátt- úrulega, að ef það væri tryggt að við fengjum alla hreppsnefndar- mennina og oddvitann, þá skyldi ég vera talsmaður þess að sameina," segir Hjörtur. „Þessi nefnd hefur frest fram í september til að skila af sér og hefur verið að láta vinna fjár- hagsdæmi og reyna aö stilla þessu þannig upp að menn geti sagt hverjir séu kostirnir og gall- arnir, svo langt sem það er hægt. Sjálfsagt er það nú aðal- lega á fjármálasviðinu sem hægt er að sjá það eitthvað," segir Margrét Sigbjörnsdóttir oddviti Vallahrepps. „Svo verða menn alltaf að vega og meta það sem t.d. margt eldra fólk horfir svolítið í að menn vilja áfram heita Fljóts- dælingar, Vallamenn o.s.frv." „Þetta er mál sem þýðir ekkert að vaða neitt í. Þaö þarf að skoða þetta almennilega og svo þarf að kynna þetta vel fyrir fólki. Svo er það auövitað fólkið sjálft sem ákveður hvernig það vill hafa þetta. En þab hafa ver- ið óþarflega miklir fordómar gagnvart svona hlutum," segir Margrét. -TÞ Notkun tækja og efna ekki bönnub í greininni „Fjárfesting bænda oft um 650 þúsund kr." sem birtist í Tímanum 24. júní 1995, er vísað í reglur sem tóku gildi um áramótin síðustu, um að bannað sé að nota efnið „Freon 12" í kæli- vélum. Hér gætir ákveðins misskilnings á reglugerð um- hverfisráðuneytisins um varnir gegn mengun af víld- um ósoneyðandi efna. „Freon 12" er í flokki efnasambanda sem nefnast klórflúorklórefni (CFC) og er innflutningur og sala á CFC og á vörum sem innihalda CFC, bannaður frá síðustu áramótum. Notkun efnisins eba tækja sem eru með CFC og fyrir eru í land- inu, er ekki bönnuð. Klórflúorkolefni, þar á meðal CFC- 12, hafa mikið verið not- uð sem kælimiöill og er að finna mjög víða. Þar á meðal má nefna á mjólkurtönkum bænda víðsvegar um landið og einnig í flestum ísskápum sem fluttir hafa verið inn til lands- ins á undanförnum árum, ef frá eru talin allra síðustu árin. Notkun þessara tækja þótt þau innihaldi klórflúorefnin (R-12, „Freon-12") er heimil. Ofan- greind reglugerð nær ekki til notkunar á efninu. Hins vegar má gera ráð fyrir aö leki kæli- miðill af kælikerfinu, eða í til- fellum mjólkurtanka þar sem kælikerfi tankanna er ekki þétt og þarf aö bæta á kælimiðli til að viðhalda kæligetu vélanna, geti reynst erfitt að fá kæliefni til áfyllingar vegna banns við innflutningi og sölu klórflúor- kolefna sem tók gildi um síð- ustu áramót. F.h. Hollustuverndar ríkisins, Gunnlaug Einarsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.