Tíminn - 10.08.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.08.1995, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 10. ágúst1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tfmamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Fátækt heil- brigðiskerfi Allur vandi heilbrigðiskerfisins er rakinn til ónógra fjár- framlaga. Þaö er sama þótt framlög til heilbrigöis- og tryggingamála sé hartnær helmingur ríkisútgjalda, aö alltaf er beöiö um meira til aö halda uppi þjónustu viö sjúka og þurfandi. Verður fjárskorturinn þeim mun til- finnanlegri sem meira af opinberum útgjöldum fer í þessa málaflokka. Þeir sem stýra faglegum rekstri spítala og heilbrigðis- stofnana kasta allri ábyrgö yfir á stjórnmálamenn og framkvæmdavald þegar kreppir aö og dregið er úr starf- seminni vegna fátæktar samfélagsins. Stjórnmálamenn taka þessu af ótrúlega miklu langlundargeöi og eru reyndar sjálfir sekir um aö taka ávallt undir samsöng- inn um aö veita beri meira fé til heilbrigðismála og trygginga. Við ástandið sé aldrei unandi. Alltaf er verið aö hagræöa í heilbrigðiskerfinu, loka deildum, sameina stórspítala og viðvarandi eru miklar ráöagerðir um aö segja upp starfsfólki. Þannig er stór- um hópum þeirra sem starfa viö heilbrigðisstofnanir haldið í óvissu um framtíö sína og atvinnuöryggi. Hálaunaöir stjórnendur og yfirmenn sjá aldrei neitt athugavert við reksturinn nema þaö aö ekki sé veitt nægilega miklu fé til heilbrigöismála. Deildum og álm- um sjúkrahúsa er lokað að geöþótta og ekki er hægt aö ráða fólk til aö halda uppi eðlilegri starfsemi vegna ei- lífs nöldurs um fjárskort. Af sjálfu leiðir að nýting sjúkrahúsa er léleg og á þaö ekki síður viö um heilbrigðisstofnanir vítt og breitt um landiö. Hundruö íslenskra lækna komast ekki aö til aö starfa viö íslenska heilbrigöiskerfiö. Samt er fjöldi lækna í mörgum störfum samtímis og komast ekki yfir þau mögu verkefni sem þeir fela sjálfum sér innan hins opinbera heilbrigöis- og tryggingakerfis. í sjúkrastofn- unum sýnist vera mikil andstaöa viö aö taka við nauð- synlegum starfskrafti og sjúklingum. Stjórnkerfi heilbrigöismála er mjög dýrt og illa skil- virkt. Stjórnir stofnana eru nær níutíu og er illskiljan- legt hvernig búið er aö þvæla þau mál öll og hefur margur misvitur lagt þar hönd á plóginn. Deilur sérfræðinga og annarra lækna fleyttu valda- og tekjubrölti stéttarinnar upp á yfirboröiö. Hefur álíka skörp gagnrýni á læknastéttina og tekjuöflunarleiðir ekki sést í annan tíma en þegar læknarnir sjálfir tóku til viö naflaskoðun og var ekki allt fagurt sem þeir sáu um og upplýstu. Vel má færa aö því rök aö sjúkrastofnanir séu í fjár- svelti og bæta megi heilbrigði landsmanna méö meiri fjárútlátum. Forgangsrööun sjúklinga og verkefna eru mál sem fæstir vilja koma nærri. Hins vegar er sjúkra- deildum hiklaust lokaö og ráönir sífellt fleiri og dýrari yfirmenn og skriffinnskubáknin aukast jafnt og þétt. Illa nýttar sjúkrastofnanir eru víöa til og annars staö- ar er mikiö sjúkt fólk látið liggja á göngum, eins og sést á fréttamyndum frá stríöshrjáöum löndum. Mjög illa nýtt hátæknisjúkrahús og biöraöir sjúkra og þjáöra er eitt af einkennum íslenska heilbrigöiskerfisins. Hér er sitthvað mikiö að, sem aldrei fæst rætt á hrein- skilinn hátt. Hver vísar á annan og enginn er ábyrgur nema framkvæmdavaldið sem aldrei getur útvegað nægilegt fjármagn til aö þjóöin megi búa viö nútíma- legt og skilvirkt heilbrigöiskerfi. Hin bláa breiða Þegar Garri las íslandssögu Hriflu Jónasar í æsku stóö þar að landið hafi verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru þegar land- námsmenn komu hingað. Nú vantar mikið upp á að svo sé og ekki er nóg með það að skógur- inn hafi vikið um set, heldur er jarðvegurinn sjálfur óðum að fjúka á haf út. Ótal skálarræður hafa verið haldnar um þessa vá, og sýnist sitt hverjum um or- sökina. Sumir kenna óargardýr- inu rollunni um þetta, aðrir truntum hestamanna og enn aðrir kenna bara vindinum um. Orsakir landeyðingarinnar eru eilíft umræðuefni, meðan norð- anstormurinn vinnur sitt verk. Deilumálib eilífa Landgræðslan hefur í gegnum árin sent flugvélar yfir fjöll og firnindi og sturtað dönsku gras- fræi og tilbúnum áburði yfir mela og rofabörð. Það er einnig vinsælt deilumál hvað hafi spír- að og hvað ekki og hvað mikið af þeim gróðri sem upp hefur komist hafi drepist, og hvað rollurnar hafi hirt. Margur ró- legheitamaðurinn hefur getab talab í sig hita vegna þessara mála. Jurtin sem vex Mitt í þessum umræöum kom svo blessuð lúpínan til Iandsins og svo langt er síðan að henni var í fyrsta skipti sáð ab enginn vafi er á að hún lifir góðu lífi hérlendis og það þarf ekki að ríf- ast um það. Hún breiðir sig yfir blásna mela og dafnar vel. Þá bregður svo við ab hún verður að jafnvinsælu þrætuepli og gróðureyðingin sjálf. Lúpínan er nú ab verða hápólitísk planta, eftir að R-listinn í Reykjavík sagði henni stríð á hendur fyrr í sumar. Stríðsmenn GARRI Náttúruverndarráðs hafa lumbrað á þessari plöntu austur í Skaftafelli í ein tvö ár, en svo lífseig er lúpínan að ekkert er út- séð um hver fer með sigur af hólmi í því stríði, og jafnvel hef- ur verið talað um eiturefna- hernað. Nýjum vígstöðvum hefur nú verið komið upp í Öskjuhlíðinni, og styrjöldin komst þar meö á nýtt stig. Verkefni fyrir Árna Sigfússon Nú berast hins vegar fréttir sem geta enn aukið á pólitíska þýðingu lúpínunnar. Tíminn upplýsir í gær að tveir valin- kunnir menn hafi hugmyndir í þá átt ab framleiða eldsneyti á bíla úr lúpínunni. Þarna er komib verkefni fyrir olíufélögin að snúa sér að lúpínuræktun. Máske verður þetta fyrsta verk- efni Irving Oil hér á landi. Þá getur Árni Sigfússon, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, einnig tekib plöntuna upp á sína arma og gert veg hennar sem mestan. Þarna er kominn alveg nýr flöt- ur upp á málinu og getur þá Árni Sigfússon borgarfulltrúi jafnframt haldið uppi vörnum fyrir plöntuna í borgarstjórn Reykjavíkur. Sameiningartákn vinstri flokkanna? Það má því búast við fjörug- um umræðum á næstunni um lúpínuna. Hjörleifur Guttorms- son hefur þegar sagt sitt álit á málinu og lagt fjandmönnum lúpínunnar lið. Stuðningsmenn plöntunnar safna einnig liði og í uppsiglingu er lúpínuvinafé- lag, svona í líkingu við tófu- vinafélagið. Nú er bara að bíða og sjá hvernig þessu lúpínustríði lykt- ar, en Garri er ekki sannfærður um ab þab verbi á næstunni. Kannske getur eybing lúpín- unnar orðið sameiningartákn vinstri flokkanna á landsvísu eins og í borgarstjórn Reykjavík- ur, og auðvaldib svo tekið plöntuna í fóstur. Þá er Garri sannfærður um að verður gam- an. Garri Sötrað úr skónum sínum Menningarsjóöur útvarpsstöðva er skrýtin skepna eins og margt það annaö sem menningarfor- skeyti er klínt framan vib. Sjób- urinn varð til á Alþingi, eins og fleira gott en misjafnlega gagn- legt. Samt hefur sjóðurinn svo- lítið annað yfirbragð en önnur menningaraukandi hugverk sem samin eru við Austurvöll. Þaö sem einkum sker sig úr við abra löggilda menningu sem sköpuð er á Alþingi, er að ekki er farið beint í vasa skatt- borgara til að fjármagna sjóð- inn. Aurana á útvarpsmenning- in að fá af gjaldi sem lagt er á auglýsingatekjur útvarpanna. Aðferbin er ekki aöeins sú að pissa í skóinn sinn, heldur líka að sötra það sem í skóinn fer. Eða sú er hugsunin af hálfu löggjaf- ans. En þanka- gangurinn er sá að útvörþin skattleggi sjálf sig til að láta þar til útvalda stjórn úthluta styrkjum til útvarpsstöðvanna til að búa til menningarlega dagskrá. Lítið kom í sjóðinn frá frjáls- um útvörpum og skulduðu þau sjálfum sér brátt stórfé í eigin dagskrársjóð og stóbu fyrir miklum rukkunarherferðum til aö hressa upp á Menningarsjóð útvarpsstööva. Ríkisútvarpið eitt greiddi sinn hluta í sjóðinn og er það gert af praktískri ástæbu. Því var lofað að ríkisrekna útvarpiö losnaði vib Sinfóníuna af launaskrá. En útvarpsmenningin æxlaðist svo að helmingur af útgjöldum sjóðsins fer í að halda spilverk- inu starfhæfu og er peningur- inn fenginn frá Ríkisútvarpinu. Brestur í bákni Nú hefur einn af stjórnar- mönnum .Menningarsjóðs út- varpsstöðva lagt til að sjóburinn verði lagður niður. Ástæðan er sú að starfsemi hans og tilgang- ur samrýmist ekki hugsjónum Sjálfstæðisflokksins. En stjórn- armaburinn er formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna. Seta Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar í stjórn sjóbsins er glöggt dæmi um hvernig valiö er í áhrifastöður þess víðfeðma bákns sem nefndir, stjórnir og ráb á vegum ríkisins eru. Uppar flokkakerfanna og afdankaðir flokksjálkar eru uppistaðan í Á víbavangi þeim misfríba flokki sem stjórn- ir, ráö og nefndir samanstanda af. Formaður SUS er sjálfsagður og eðlilegur hluti BÁKNSINS sem stjórnmálaflokkarnir skapa og hafa sér til trausts og halds til að vera meb nefið niðri í öllum kyrnum þjóðlífsins og rábskast með sjóöi, skammta og úthluta og mismuna mönnum og mál- efnum hver sem betur getur. Menningin fer síst varhluta af ríkisrekstrinum og er þjóöarsátt þar um og eru mikil ósannindi á borð borin til ab sýna fram á að íslenska ríkið standi sig illa í framlögum til kúltúrsins miðað við almennilegar menningar- þjóðir. Mibstýrb menning Það má Guðlaugur Þór eiga, að hann hefur komið auga á að þab er ekki á stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins að menningin eigi að vera miðstýrð og ríkis- rekin, eins og flokksforystan og Mogginn og Alþýðubanda- lagið vilja hafa hana. Þess vegna leggur hann til að Menningarsjóöur útvarps- stöðva verði lagður niður, þótt þab kosti hann dægilega setu í stjórn sem fær að úthluta menningu. Þar með skerðir hann mjög gengi sitt í útmetn- um hanastélsboðum og er sú fórn mikil. Að leyfa útvörpum að ráða sjálfum í hvab aflafé þeirra fer og hvaða menningu þau vilja koma á framfæri er auðvitaö andstætt ríkisrekinni menn- ingarstarfsemi. Því var Menn- ingarsjóður út- varpsstöðva stofnaður og þótt rekstur hans hafi aldr- ei verið á ann- an veg en efni stóbu til er hann virðing- arverð tilraun til að sleppa menningunni ekki úr vibjum ríkisvaldsins, sem alltaf er að styðja hana og styrkja og hlúa að nefndum, ráðum og stjórn- um sem sjá um að halda kúl- túrnum gangandi, eins og öðr- um atvinnuvegum. Vonandi verbur unggæðis- legt frumhlaup formanns SUS ekki til þess að Menningarsjóð- ur útvarpsstöðvar verði lagður niður. Hann skilur greinilega ekki að íslensk menning þrífst á opinberum úthlutunum og styrkveitingum. Hins vegar er það stílbrot að láta menningar- fyrirbæri eins og útvörp standa undir framlögum til sjálfs sín. Svoleiðis á alltaf ab sækja beint í ríkissjóö samkvæmt mibstýr- ingaráráttu allra flokka og samtaka. Athugið það, unga íhald. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.