Tíminn - 10.08.1995, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.08.1995, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 10. ágúst 1995 Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfai eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 - 15. útdráttur 3. flokki 1991 - 12. útdráttur 1. flokki 1992 - 11. útdráttur 2. flokki 1992 - 10. útdráttur 1. flokki 1993 - 6. útdráttur 3. flokki 1993 - 4. útdráttur 1. flokki 1994 - 3. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. október 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaói. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í Alþýðublaðinu fimmtudaginn 10. ágúst. Upplýsingar um út- dregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. C§h húsnæðisstofnun ríkisins LJ HÚSBRÉFAOEILD • SUOURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900 SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ Farþegaflutninqar meo hópbifreiöum Ab gefnu tilefni vill samgöngurá&uneytið vekja athygli á því að til að stunda fólksflutninga í atvinnuskyni með hópbifreiðum sem rúma níu farþega eða fleiri þarf lögum samkvæmt hópferðaleyfi. Jafnframt þarf hópbifreiðin að vera tryggð til fólksflutninga og bifreiðastjóri hennar að hafa tilskilin ökuréttindi. Til að öðlast hópferðaleyfi þarf að uppfylla skilyrði laga um óflekkað mannorð, fullnægj- andi starfshæfni og fjárhagsstöðu. Samgöngurábuneytið, 9. ágúst 1995 Aðsendar greinar sem birtast eiga í blaðinu þurfa að vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eöa Macintosh umhverfi. Vélrit- aðar eða skrifaöar greinar * geta þurft aö bíða birtingar vegna anna við innslátt. mm * Tjarnarbíó „ Söngleikurinn jOSEP og hans undraveröa skrautkápa eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber. Fimmtud. 10/8 — mi&nætursýning kl. 23.30 - Föstud. 11/8 — mi&nætursýning kl. 23.30 - Laugard. 12/8 — mi&nætursýning kl. 23.30 - Sunnud. 13/8 — fjölskyldu- sýning kl. 17.00 (lækka& ver&) Sunnud. 13/8 — sýning kl. 21.00 Mi&asala opin alla daga í Tjarnarbíói frá kl. 12.30 — kl. 21.00. Mi&apantanir símjir: 561 0280 og 551 9181, fax 551 5015. „Þab er langt síban undirritabur hefur skemmt sér eins vel í leikhúsi." Sveinn Haraldsson, leiklistargagnrýnandi Morgunblabsins. f "" \ Ástkær afi okkar Jakob Frímannsson lést 8. ágúst í Hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri. Útförin veröur auglýst sí&ar. Jakob Frímann Magnússon Borghildur Magnúsdóttir og fjölskyldur Sigurbur Magnússon, framkvœmdastjóri ÍSÍ: Hefur svipaba þýð- ingu og Olympíuleik- ar hafa fvrir Grikki Sigurður Magnússon, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, kom í fyrsta skipti til að fylgjast með heimsmeistaramóti ís- lenskra hesta á keppninni í Sviss í síðustu viku. Hann seg- ir þessi hestaíþróttamót hafa svipaða þýðingu fyrir íslend- inga og Ólympíuleikarnir hafa fyrir Grikki. "Þetta er með ólíkindum hversu vel er að þessu staðið og hversu margir koma hingað til þess að fylgjast með þessu," sagði Sigurður Jónsson í samtali við blaðamann í Sviss. -Nú hafa menn stundum haldib því fram að hestaíþrótt- irnar hafi lent útundan í í- þróttagreinunum heima. Hvað finnst þér um það? "Þab er sem betur fer liðin tíð. Það er reyndar einkennilegt að hestaíþróttagreinarnar hafa átt erfitt uppdráttar í nútíma- samfélagi, sér í lagi í ljósi þess að hestamennskan er ein elsta íþróttagrein okkar íslendinga. í Sigurbur Magnússon. dag er hestamennskan orðin eitt áhugaverðasta og vin- sælasta viðfangsefni unglinga í þéttbýli og það gerir það að verkum ab viðhorfið hefur breyst og fordómarnir í garð hestamennskunar eru að hverfa. Hestaíþróttirnar njóta sívaxandi vinsælda og það segir sína sögu að Hestaíþróttasam- bandið er orðið það 5.-6. stærsta af 22 aðildársambönd- um ÍSÍ." Nýtist okkur sú landkynning, sem íslenski hesturinn er? "Svo sannarlega. Þetta er ekki bara landkynning, þetta eru hreinar tekjur fyrir íslenskt þjóðfélag. Allt sem hér er gert er meira og minna í nafni ís- lands og við höfum líkt hlut- verki heimsmeistaramótanna við þýðingu Ólympíuleikanna fyrir Grikki. Frá okkur er þetta komið og þetta veröur aldrei frá okkur tekið. Það eru farin að koma þúsundir manna á hvert landsmót heima á íslandi og þúsundir koma á heimsmeist- aramótin sem haldin eru úti og það eru ekki margir íþróttavið- burðir sem draga 3-4 þúsund útlendinga til landsins eins og talið er að síðasta landsmót hafi gert." ■ Tone Kolnes, Noregi, formaöur íþróttasviös FEIF: Næsta HM í Noregi "Mótsstaðurinn er góður og sömuleiðis fólkiö sem stendur að því," sagði Toni Kolnes, formaöur íþróttasviðs FEIF. Það eru mjörg mjög sterk hross sem taka þátt í keppn- inni núna. Sumir gamal- reyndir keppnishestar koma á óvart eins og Baldur frá Sand- hólum,'sem skeiöaði á nýju heimsmeti, 22.1sek. Þaö er sjaldgæft að sjá slíka tíma. -Nú hefur verið ákveðið að næsta heimsmeistaramót verði haldið í Noregi. Er undirbún- ingur þegar hafinn? Eg vil taka fram að ég get ekki talaö fyrir abstandendur keppn- innar í heild, en það er þegar byrjab að vinna að þessum málum í Noregi og við væntum þess að geta boðið upp á skemtilegan mótsstað og vel undirbúna keppni. Reyndar stendur til að strax á næsta ári verði unglingakeppni FEIF í hestaíþróttum á sama stað Tone Kolnes. þannig að sú keppni getur virk- að sem nokkurs konar gener- alprufa fyrir sjálft heimsmeist- aramótiö." Venjum unga hestamenn strax á að N0TA HJÁLM! ú UMFERÐAR RÁÐ Gubmar Þór Pétursson. Cuömar Þór Pétursson: "Þetta er búið aö vera mjög gott mót og íslendingar hafa staðið sig vel. Það er auövitaö alltaf hægt að gera betur en í heildina hefur okkar lið staöið sig vel," sagði Guömar Þór Pét- ursson, unglingalandsliðsmað- ur og einn af efnilegri yngri knöpum landsins. "Libið er sterkt. Vib vorum ó- heppnir að missa hesta út úr keppni vegna meiðsia. Hestarnir okkar eru góbir en það kemur á móti ab mótherjarnir frá öðmm löndum hafa líklega sjaldan ver- ið jafn sterkir og nú." -Á þvaða hesta hefur þú horft með mestri athygli? "Mabur horfir að sjálfsögðu alltaf með mestri athygli á ís- lenska landslibið, en efstu hest- arnir frá síðasta heimsmeistara- móti eru margir hverjir mjög glæsilegir og í góöu formi." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.