Tíminn - 10.08.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.08.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 10. ágúst 1995 _ mmmu 7 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . Króatískir hermenn skjóta fallbyssuskotum á bœkistöbvar Bosníu-Serba. Víða er Iitib svo á að skyndiárás Króata inn í Kraínu-hérað, sem Serbar hafa hingað til haft á valdi sínu, hafi breytt stöðunni í átökunum á Balkanskaga á af- gerandi hátt sem hugsanlega gæti auðveldað fyrir friðarum- leitunum. Hins vegar er engin trygging fyrir því að „tengsla- hópurinn" svonefndi, þ.e. sam- ráðshópur Rússlands, Banda- ríkjanna, Þýskalands, Frakk- lands og Bretlands, geti komið sér saman um næsta skref þrátt fyrir stöðugar viðræður. Rússar hafa meiri samúð með Serbum og eru tortryggnir á íhlut- un Vesturlanda á Balkanskagan- um. Þeir hafa kvartað yfir því hjá Sameinuðu þjóðunum að innrás Króata inn í Kraína-héraö hafi skemmt fyrir friðartilraunum en þeim hefur þó ekki tekist að sann- faera Bandaríkin og aðra um að rétt sé að hóta Króatíustjórn refsi- aðgerðum. Vesturveldin eru ennþá að reyna að koma sér saman um ályktun sem lögð yrði fyrir Sam- einuðu þjóðirnar enda þótt vart sé hægt að reikna með því að slík ályktun hefði mikil áhrif þegar hernaðaraðgerðum Króata er lok- iö og markmiði þeirra er náð. Boris Jeltsín Rússlandsforseti hefur boöið leiðtogum Króata og Serba til viðræðna í Moskvu til að reyna aö ná fram samkomulagi. Vesturveldin tóku þessum hug- myndum Jeltsíns fálega frá upp- hafi. Þau setja þab fyrir sig ab Bo- sníustjórn, sem er í höndum Múslima, var ekki boðið til við- ræðnanna í Moskvu, og hafa auk þess áhyggjur af því aö Serbar og Króatar hafi gert leynisamkomu- lag um aö skipta Bosníu á milli sín og yrði þá framtíð múslima alls óviss. „Ef eitthvað verður úr þessum viðræöum má það ekki verða til þess að múslimar bíði skaða af," sagði Klaus Kinkel, ut- anríkisráðherra Þýskalands, í blaöaviðtali í gær. Franjo Tu- djman Króatíuforseti sagðist í gær ekki koma til viðræðnanna nema þær væru betur undirbúnar, auk þess sem hann gerði þab að skil- yrði að Alija Isetbegovic, leiðtogi Bosníu, myndi einnig koma til viðræðnanna. Bandaríkjastórn hefur ekkert sagt opinberlega um heimboð Jeltsíns, en á þriðjudaginn til- kynnti hún að sendinefnd hátt settra aöila myndi halda til Lond- on, Parísar og Bonn til viðræðna nú í vikunni — en ekki til Moskvu. Þessi sendiför var greini- lega ákveöinn í nokkrum flýti, og að því er virðist einkum vegna harðrar gagnrýni innanlands á stefnuleysi stjórnarinnar í mál- efnum Balkansskagans. Evrópskur stjórnarerindreki, sem vildi ekki láta nafns síns get- ið, sagöi auk þess: „Það er 'engu líkara en að Rússar og Bandaríkja- menn séu komnir í samkeppni og það er ekkert sem bendir til þess að þeir hafi neitt sem máli skiptir til málanna ab leggja." Vesturveldin eru enn að reyna ab fá Serba til að samþykkja frið- aráætlun sem felur það í sér að Bosníu yrði skipt nokkurn veginn jafnt á milli Serba annars vegar og sambandsríkis Króata og múslima hins vegar. En Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu- Serba, hefur ekki sýnt minnsta áhuga á að sam- þykkja þá áætlun. Vonir Vesturveldanna eru nú bundnar við það að Karadzic verði undir í valdabaráttu við Ratko Mladic, yfirmann herliðs Bosníu-Serba, sem er í nánu sam- bandi við stjórnina í Belgrad. Ef það gengur eftir er hugsanlegt að Slobodan Milosevic forseti gæti fengið Mladic til að fallast á frið- aráætlunina. Eini raunverulegi valkosturinn sem fram hefur komið er sam- komulag, sem Carl Bildt gerði viö Milosevic, um að refsiaðgeröum Sameinuðu þjóðanna yrði létt af Serbíu gegn því að hún viður- kenni formlega sjálfstæði Bosníu. Slík viðurkenning myndi hugsan- lega binda endi á allar vangavelt- ur um að Bosníu yrði skipt upp og fyrir vikið yrðu Bosníu- Serbar einangraðri en nokkru sinni fyrr, sem gæti þýtt ab þeir neyddust til að fallast á einhver konar sam- komulag. Frumbyggjar Astralíu: Hvab varb um „stolnu kynslóðina"? Sydney — Reuter Ríkisstjórnin í Ástralíu lét í gær hefja rannsókn á afdrif- um „stoinu kynslóðarinnar" svonefndu, tugþúsundum frumbyggja sem neyddir voru til þess að yfirgefa fjölskyldur sínar samkvæmt stefnu stjórnvalda allt fram á miðjan sjöunda áratuginn. Frumbyggjar hafa kallað þessa aðskilnaðarstefnu þjóöar- morð vegna þess að markmiðið með henni var að frumbyggj- arnir myndu smám saman sam- lagast öðrum íbúum Ástralíu, sem þá voru í yfirgnæfandi meirihluta af engilsaxnesku bergi brotnir. Robert Tickner ráðherra, sem fer með málefni frumbyggja í ríkisstjórninni, segir rannsókn- ina vera mikilvægt skref í þá átt að koma á sáttum milli frum- byggja og annarra íbúa Ástral- íu. „Flestir íbúar Ástralíu sem ekki eru innfæddir gera sér enn í dag enga grein fyrir því hvað þessar aðskilnaðaraögerðir voru umfangsmiklar," sagöi hann. Börnunum sem tekin voru frá fjölskyldum sínum var í fæst- um tilvikum sagt frá því aö þau væru frumbyggjar, og þá ekki fyrr en þau komust á fullorðins- aldur. Og menn geta rétt ímyndað sér þau áhrif sem þetta hafði á fjölskyldurnar sem þurftu að horfa upp á börnin sín tekin burt. „Það eru bókstaf- lega tugþúsundir fullorðinna frumbyggja sem hafa beðið var- anlegt sálrænt tjón af þessari aðskilnaðarstefnu," sagði Brian Butler, yfirmaður Barnavernd- arstofnunar frumbyggja. Fjöldi frumbyggja hefur höfðað mál gegn stjórnvöldum og krefst skaðabóta fyrir aö- skilnaðinn frá fjölskyldum sín- um. „Þetta mál er óskrifað blað í sögu Ástralíu," sagði Butler. „Það er kominn tími til aö rikis- stjórnin taki opinberlega á sig ábyrgð á gerðum sínum og greiði bætur til þeirra sem uröu fyrir þeim." ■ Sendiherra Rúmeníu í Túnis í viötali viö ítalskt dagblaö: Ceausescuhjónin voru pyntuð fyrir aftökuna Gelu Voican-Voiculescu, sá sem hafði yfirumsjón með af- töku rúmenska einræöisherr- ans Nicolaes Ceausescus og eiginkonu hans Elenu árib 1989, hefur nú upplýst, í vib- tali við ítalska dagblaðið L'Es- presso, ab þau hafi bæði verið pyntub ábur en aftakan fór fram. Einnig upplýsir hann að hluti vídeómyndanna sem teknar voru af aftökunni hafi enn ekki verib sýndar í rúm- enska sjónvarpinu. í viðtalinu segir Voican-Voicu- lescu meðal annars: „Jafnvel enn í dag, að fimm árum liðnum, finn ég ekki til neinnar meðaumkunar þegar ég horfi á þá hluta mynd- bandsins þar sem bundið er fyrir augun á Ceausescu hjónunum, þau lamin og pyntuð og síðan skotin — myndir sem rúmenska þjóðin hefur ekki enn séð." Voican-Voículescu er nú séndiherra Rúmeníu í Túnis. Hann hafði sem fyrr segir yfir- umsjón með aftökunni árið 1989, en síðan var hann vara- forsætisrábherra landsins þang- að til fyrstu kosningarnar fóru þar fram áriö 1990. ■ Afsökunarbeiðni ókomin í gær var þess minnst í Nagasaki ab fimmtíu ár eru libin frá því Bandaríkjamenn vörpubu kjarnorkusprengju á borgina. Við þab tækifæri sagbi borgarstjórinn í Nagasaki ab vart væri vib því ab búast að mark yrbi tekið á áskorun um eyöingu allra kjarnorkuvopna, sem borgarbúar sendu frá sér til heimsbyggb- arinnar í gær, fyrr en japan hefði bebist með formlegum hætti afsökunar á framferbi sínu f seinni heimsstyrjöldinni. Að drukkna í pappírsflóði Ráðherraráð Evrópusambandsins er ab drukkna f pappírs- flóði og skortir tilfinnanlega aðstöbu til ab geyma allar þær skýrslur og skjöl sem rábinu bæbi berast og sem þab sjálft gef- ur út. Hefur ráðib gripib til þess rábs að hætta ab senda frá sér prentabar fréttatilkynningar, héðan í frá verða þær eingöngu fáanlegar í gegnum tölvupóst. Sumarauki í Eystri-Rangá Gó& tilbob í gangi í ágúst, t.d. frí gisting fyrir þrjár stang- ir saman o.fl. Hringiö og kynnið ykkur málib. Ásgar&ur viö Hvolsvöll, sími 487 8367, fax 487 8387.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.