Tíminn - 16.08.1995, Síða 5

Tíminn - 16.08.1995, Síða 5
Miövikudagur 16. ágúst 1995 iiM 5 Gubmundur Jónas Kristjánsson: Á tali hjá Ingibjörgu Sólrúnu Fyrir skömmu skýröu fjölmiölar frá lokuðum fundi svokallaðs félagshyggjufólks hjá Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, þar sem umræðu- efnið var möguleikinn á sam- einingu félagshyggjufólks í einn stjórnmálaflokk. Fundarstaður- inn var ekki af verri endanum. Sjálft Ráðhús Reykjavíkur, tákn- rænn samstarfsvettvangur R- listans. Nafngreindir „samein- ingarsinnar" Alþýðublaðið nafngreindi nokkra þeirra „sameiningar- sinna" sem sátu þennan fundu, svo sem þau Kristínu Árnadótt- ur og Þórunni Sveinbjarnardótt- ur, sem báðar eru eins og Ingi- björg Sólrún úr Evrópusam- bandsarmi Kvennalistans. Þá voru þarna einnig á tali hjá Ingibjörgu Sólrúnu Evrókrat- arnir Össur Skarphéöinsson og Margrét S. Björnsdóttir, og auk þeirra þau Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, Bryndís Hlöðvers- dóttir, Halldór Guðmundsson, Einar Kárason og Bolli Héðins- son. Þann 20. júlí sl. greindi Tím- inn svo frá því á forsíðu að sum- ir borgarfullltrúar R-listans væru ekki par hrifnir af þessum lokaða fundi borgarstjóra, og horfur séu á að nokkrir borgar- fulltrúar R-listans muni óska eftir fundi með borgarstjóra þar sem skýringa verði leitað á fundahöldum þessum. Og í Tímanum þann 21. júlí er viðtal við Bolla Héðinsson sem upp- lýsir að hann hafi verið eini framsóknarmaðurinn á þessum rabbfundi, en vildi að ööru leyti lítið gera úr þessum sameining- arfundi félagshyggjufólks í Ráð- húsinu með Ingibjörgu Sólrúnu borgarstjóra. í DV þann 9. ágúst sl. er svo Ingibjörg Sólrún spurð hvort hægt sé að túlka rabbfund þennan sem byrjun á samein- ingu vinstri aflanna, og hún svarar: „Maður veit náttúrulega aldrei hvernig og hvar hlutirnir byrja, en orð eru að minnsta kosti til alls fyrst." Hafna þátttöku Nú er það svo, að umræðan um sameiningu vinstrimanna (félagshyggjufólks) í einn stjórnmálaflokk er alls engin ný bóla, og ættu rabbfundir eins og sá sem hér hefur verið gerður að umtalsefni ekki að koma á óvart. Allra síst nú, þegar vinstrimennskan er á algjörum villigötum, og upplausnar- ástand ríkir svo að segja í öllum herbúðum vinstrimanna í dag. Hins vegar vekur það óneitan- lega nokkra athygli, ef fram- sóknarmenn sækja slíka fundi. Því margoft hefur forysta Fram- sóknarflokksins lýst því yfir að flokkurinn hafni alfarið þátt- töku í sameiningaráformum til vinstri. í síðustu alþingiskosn- ingum skilgreindi flokkurinn sig mjög ákveðið sem frjálslynd- an miðjuflokk í íslenskum stjórnmálum, með góöum ár- angri. Þátttaka framsóknar- „Framsóknarmenn sem miðjumenn hljóta því að hafna R-listanum og bjóða fram sinn eigin lista á sín- um eigin forsendum við nœstu borgarstjómarkosn- ingar. Nýjasta leynimakk Ingibjargar Sólrúnar og margar mjög vafasamar pólitískar yfirlýsingar hennar að undanfómu, svo og slœleg frammistaða hennar í forystu borgar- málefha yfrleitt, hljóta að flýta fyrir þeirri fram- vindu." VETTVANGUR manna í einhverjum funda- höldum um stöðu svokallaðra félagshyggjuafla í dag, og jafn- vel með áformum um víðtækari samvinnu á landsvísu í huga, getur því ekki verið í samræmi viö þessa yfirlýstu stefnu flokks- ins, og skilgreiningu hans sem miðjuflokks. Og í raun má með gildum rökum segja, að þátttaka Framsóknarflokksins í R- listan- um í dag sé heldur ekki í anda þessarar skilgreiningar. Alla vega viröist það vera mat margra miðjumanna, þ.á m. greinarhöfundar. Frambob frá miðju Hin þjóðlega miðja var sigur- vegari síöustu alþingiskosninga. Við komandi borgarstjórnar- kosningar hlýtur það að verða sjálfsagt metnaðarmál allra miðjumanna aö standa að eigin framboði. Því R- listinn er ein- ungis tímabundiö fyrirbæri. Sundrungin til vinstri er slík í dag að hann mun ekki langlífur verða. Allra síst undir forystu Ingibjargar Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra, og þess kjarna sem um hana er að myndast. Alla vega munu þeir fjölmörgu reyk- vísku kjósendur sem skilgreina vilja sig á miðju íslenskra stjórn- mála ekki una því að fá ekki framboð við sitt hæfi. Þá er einnig ástæðulaust í dag að gera Sjálfstæðisflokknum það hátt undir höfði, að það þurfi nánast allsherjar hræðslubandalag honum til höfuðs. Alla vega eiga framsóknarmenn ekki að vera- þátttakendur í slíku hræðslubandalagi til vinstri. Því ljóst er að við næstu borgar- stjórnarkosningar mun Sjálf- stæðisflokknum ekki reynast auðvelt að ná meirihluta, allra síst ef sterkt miðjuframboð kemur fram. Þá stæðu sjálfstæð- ismenn í fyrsta sinni frammi fyrir því að þurfa að skoða þann möguleika að mynda meiri- hluta í borgarstjórn með öörum flokki. Framsóknarmenn sem miðju- menn hljóta því að hafna R-list- anum og bjóða fram sinn eigin lista á sínum eigin forsendum við næstu borgarstjórnarkosn- ingar. Nýjasta leynimakk Ingi- bjargar Sólrúnar og margar mjög vafasamar pólitískar yfir- lýsingar hennar aö undanförnu, svo og slæleg frammistaða hennar í forystu borgarmálefna yfirleitt, hljóta að flýta fyrir þeirri framvindu. Hið breytta pólitíska landslag á íslandi í dag mun beinlínis knýja á um það. Höfundur rekur bókhaldsþjónustu. Vill leggja báöa stofnatvinnuvegina nibur Þorvaldur Gylfason er vel menntaður maöur og af góðu fólki kominn í bæði föður- og móðurætt. En hann kemur fólki mjög á óvart meb skrifum sín- um. Þannig hefir hann lengi viljað frjálsan innflutning ódýrra bú- vara frá ESB-löndum, þar sem þær eru reyndar niðurgreiddar. Slíkt myndi kollsteypa íslensk- um landbúnaði og koma þorra bænda á skrá atvinnulausra. Ekki hefir Þorvaldur þó sýnt, hvernig afla eigi fjár til svo stór- felldra atvinnuleysisbóta. Hug- myndir hans hafa að sjálfsögðu mætt mikilli andstöðu, því að landbúnaður er elsti atvinnu- vegur þjóöarinnar og stofn ís- lenskrar menningar. Finna verður leiðir til að auka fram- leiðni hans og gefa nægan tíma til þess. í því efni þurfa hæfir menn að leggja sitt af mörkum. í Morgunblaðsgrein 4. ágúst leggur Þorvaldur til, að íslend- ingar gangi í ESB, enda þótt bandalagið viðurkenni ekki fisk- veiðilögsögu. Samþykktir ESB segja afdráttarlaust að allt haf innan 200 mílna og upp í fjörur LESENDUR sé sameiginlegt aðildarríkjun- um og að allir íbúar landanna eigi aðgang að því. Þorvaldur viðurkennir raunar, að sjávarút- vegsstefna Evrópusambandsins sé röng, en að við eigum að reyna að breyta henni innan frá. Nánast engar líkur eru til þess, að viö gætum haft nokkur teljandi áhrif í ESB, jafnvel þótt Noregur stæði með okkur, en einmitt Norðmenn höfnuðu að- ild vegna sjávarútvegsstefnunn- ar. Hagsmunir okkar í fiskveið- um eru miklum mun meiri en Norömanna, sem eiga aðra aub- lind, olíuna. Önnur ESB-ríki láta sig sjávarútvegamál litlu skipta. í samningaumleitunum Norð- manna við ESB kom fram, að bandalagið viðurkennir ekki framseljanlegan kvóta, sem hér viðgengst, og því væntanlega ekki veiðigjald, enda ekki sam- rýmanlegt sjónarmiði ESB að selja eba leigja það, sem menn eiga ekki. Þorvaldur kveður Evrópusam- starfið ekki snúast um atkvæöa- vægi eöa sjósókn, heldur sé það tilraun Evrópuþjóðanna til að tryggja friö og framfarir í álf- unni. Vib erum í NATO og höf- um varnarsamning við Banda- ríkin, en viljum ráða efnahags- málum okkar sjálfir. Fróðlegt væri að heyra frá Þor- valdi, á hverju við eigum að framfleyta okkur, þegar land- búnaðurinn er orðinn gjald- þrota og fiskveiðilögsagan úr höndum okkar. Viðskiptafrceðingur Lokun tinda Skattskráin hefur nú verið birt og eins og jafnan, kemur í ljós, hversu átakanlega fátækir þeir eru, auömenn Islands, margir hverjir. Þótt villurnar þeirra séu hundruð fermetra að stærð, þá eru tekjurnar svo smáskítlegar, að ekki ieynir sér, að Félagsmála- stofnun þarf að hlaupa undir bagga með þessum vesalingum, eigi þeir ekki að svelta heilu hungri. Og kviösmognar hljóta þær að vera, blessaöar frúrnar þejrra. Um börnin þori ég ekki að hugsa, enda hafa þau sjálfsagt oröið hungurmoröa í bernsku, öll upp tii hópa. Nei, ríkissjóbur fyllir ekki sekki sína af gulli frá þessu bónbjarg- arliði. Aftur á móti græðir.hann bærilega á brennivínssölu. Sá galli fylgir því miður brennivínsgróðanum, að hann kallar á útgjöld á öðrum sviðum, s.s. innan heilbrigðiskerfisins og í dómsmálakerfinu. Skuggalegasta hliðin á sprútt- sölunni er sívaxandi barna- og unglingadrykkja í kjölfar „bjór- frelsisins" margrómaða. Þessi drykkja hefur tvöfaldast síðan bjórsala hófst. Og eins og menn gátu séð fyrir, láta börnin sér ekki alltaf nægja, að lepja bjór. Andlegt og líkamlegt mótstöðu- afl þeirra er minna, en hinna sem eldri eru. Leiðin til vímu- efna er því oft harla stutt. Undanfarin ár hefur ríkissjóð- ur orðið sér úti um smá syndaaf- lausn, með rekstri meðferðar- stöðvar fyrir unglinga að Tind- um á Kjalarnesi. Þar munu um 250 unglingar hafa notiö með- ferðar. Hér skal ekkert fullyrt um árangur þessarar viðleitni, en samkvæmt könnun á vegum meðferðarstöðvarinnar sjálfrar, hættu um 40% vistmanna sem fengu fulla mebferö, vímuefna- neyslu í a.m.k. tvö ár. Því miður kemur ekki fram í SPJALL PJETUR HAFSTEIN LÁRUSSON frétt um þetta í DV þann 10. þ.m., hver sé munurinn á vist á staðnum og fullri meðferð. Hins er getiö, að könnunin náði til 123 unglinga, þ.e.a.s. um helm- ings vistmanna. Nú veit ég ekki hvernig þessi könnun var framkvæmd. En hafi spurningalisti verið sendur fyrr- verandi vistmönnum, eins og SÁÁ gerbi að minnsta kosti á ár- um áður, þá má reikna með, að fleiri hafi svarað úr hópi þeirra, sem náb höfðu árangri, en hinna, sem enn voru í sukki. Það þýðir, að þessum forsendum gefnum, að árangurinn af rekstri Tinda, er eitthvað lakari, en könnunin segir til um. Eigi að síður má fastlega reikna með, að hann sé all nokkur. Því hlýtur það að koma eins og blaut tuska í andlit þeirra, sem áhyggjur hafa af vaxandi vímuefnaneyslu barna og unglinga, að ríkið skuli hafa ákveöið, að loka meðferöar- heimilinu að Tindum nú um næstu mánaðamót. Ekki bætir úr skák, að svo virb- ist, sem ekkert eigi ab koma í stað Tinda, nema einhver dag- deild í samvinnu við Landspítal- ann. Að vísu er rætt um, að hefja í haust, byggingu meðferðastöðv- ar í Grafarvogi og er vonast til þess, að framkvæmdum ljúki næsta vor. Slíkt tal verður að teljast heldur ámátlegt kontó- ristatuldur. Dagdeilir eru flestum fíkni- efnasjúklingum vita gagnslaus- ar. Þetta á þó einkum og sér í lagi við um börn og unglinga, sem þarfnast grundvallarbreytinga á öllum sínum aðstæðum, meðan á meðferð stendur. Auk þess fer ekki slíkt orð af „alkameðferð- inni" á Landspítalanum, að menn hafi hingað til séð ástæðu til að hrópa húrra fyrir henni. Grundvallaratriðið hlýtur að vera þetta: Ríki og sveitafélög- um, ber, í samvinnu við einstak- linga og félagasamtök, aö gera allt sem í þeirra valdi stendur, til ab berjast gegn drykkju og dóp- rugli ungmenna. Þab þarf sam- ræmt og skipulagt átak á svibi forvarna, mebferðar og samfé- lagshjálpar að meöferð lokinni. Þaö þarf vilja til dába, en ekki eitthvert steinsteypukjaftæbi, jafnvel þótt þaö komi úr háæru- verbugum barka forstjóra Barna- verndarstofu, hver fjandinn sem það nú er. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.