Tíminn - 16.08.1995, Side 8

Tíminn - 16.08.1995, Side 8
8 Mibvikudagur 16. ágúst 1995 Eftir hrun Sovétríkj- anna eru dómar margra um Lenín á þá leiö aö hann hafi feng- /ð á sig „ betra orö en hann veröskuldaöi meö því aö deyja um aldur fram. Höfuöíkon og uppistaöa sjálfsímyndar Sovétríkj- anna og heimskommún- ismans var Vladímír Iljítsj Úlj- anov, kallaöur Lenín (1870- 1924). í samræmi vib þaö var viröing hans í flestra augum, meöan þessi tvö fyrirbæri í sög- unni, sem hann haföi forystu um aö koma á legg, voru og hétu. Hann stóö af sér fordæm- inguna á lærisveini sínum Sta- lín; var þá gjarnan látiö svo heita aö allt heföi átt aö geta fariö betur eöa vel ef fetaö heföi veriö í fótspor Leníns, en Stalín heföi afskræmt byltingu meist- ara síns. Nú, þegar risaveldið sem Lenín stofnaöi er ekki lengur og heims- kommúnisminn einnig í raun horfinn, hefur risiö á Lenín í aug- um heimsins lækkaö aö sama skapi. í skrifum um hann síöustu Falliö íkon árin er honum gjarnan lýst sem ómerkari og verri manni en van- inn var lengi. Eitt dæmiö um það er enn ein bókin um Lenín, eftir Dmitríj Volkogonov, fyrrverandi sovéskan hershöfðingja. Sú bók kom út fyrir skömmu í Rússlandi og er þegar farin aö birtast í þýð- ingum á Vesturlöndum. Verblaun fyrir hvern hengdan Við samningu bókar þessarar (sem heitir á ensku: Lenin: A New Biography) hafði höfundur abgang aö gífurlegu magni skjala vibvíkj- andi Lenín, bolsévíkabyltingunni o.fl., sem fram á allrasíöustu ár Sovétríkjanna var stranglega hald- iö leyndum. Á skrifum í vestræn- um blööum um bók Volkogonovs er samt svo að sjá, aö flest þaö, sem í henni stendur, hafi menn taliö sig vita aö einhverju marki fyrir eöa a.m.k. haft grun um þaö. En bókin er sögð gefa mikilvægar upplýsingar um sumt, sem menn áður vissu abeins takmarkað um með vissu og staðfesta annað sem menn e.t.v. höfðu aðeins grun um. T.d. var lengi algengt að láta svo heita að þótt Lenin hefði vissulega verið ábyrgur fyrir mikl- um illvirkjum, hefði jafnan verið viss fjarlægð milli hans og þeirra. En Volkogonov segir aðra sögu um það. Samkvæmt skjölum sem hann styöst við fyrirskipaði Lenín þannig sjálfur eitt sinn með ótví- ræbu orðalagi aö nokkur hundruð embættismenn og „menn af borg- arastétt" á svæði, sem var í þann veginn að falla Rauða hernum í hendur, skyldu hengdir. Hann stakk jafnframt upp á því að pen- ingaverblaunum yrbi heitið fyrir hvern hengdan mann, jafnframt því sem „græningjum" (skærulið- um bænda sem böröust gegn bol- sévíkum) skyldi kennt um illvirki BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON þessi. Þetta gerðist í borgarastríð- unum eftir byltinguna. Ættir af ýmsum toga Undirtónninn í grein Roberts Conquest, þekkts sovétfræðings, um bók Volkogonovs í The New York Review ofBooks er eitthvað á þessa leiö: Sagbi ég ekki ...? Þeir Volkogonov virðast báöir vera þeirrar skoðunar, að ógnarstjórn Stalíns hafi í öllu ríkari mæli grundvallast á fordæmum og um- mælum frá Lenín en lengi var vani ab láta heita. Conquest segist hafa fyllst jafnvel enn meiri óhugnaði við ab lesa ritverk Leníns en við að kynna sér Stalín. Hjá Lenín sé „þráhyggjukennd, ómengub tor- tímingarástríða" jafnvel enn fyrir- ferbarmeiri en hjá nefndum eftir- manni hans. Orwell á að hafa sagt um Lenín að liann hafi verið einn þeirra stjórnmálamanna „sem fá á sig betra orð en þeir verbskulda með því að deyja fyrir aldur fram." Conquest vitnar í því sambandi í Bertrand Russell, sem segir „blóðið hafa kólnað í æðum sér" við „hrossahlátur" er Lenín hafi rekið upp „er hann hugsaði til hinna drepnu." Volkogonov fjallar auk annars um ættir Leníns. Lengi hefur verið vitab ab þær voru af þó nokkrum þjóðum, en sovésk stjórnvöld voru ekki örlát á upplýsingar um það. Sænskir fróðleiksmenn um ættfræöi hafa lengi talið sig vita aö langalangafi byltingarforingja þessa í móöurætt hafi veriö gull- smiður í Uppsölum, sem flutt hafi til Pétursborgar einhverntíma á ríkisárum Katrínar miklu (1762- 96). Dóttir hans hafi gifst þýskum manni og sonur þeirra flutt austur í Volguhéruð og kvænst þýskri konu. Dóttir þeirra hafi orðið móðir Leníns. Volkogonov segist hafa séö staðfest í áður óbirtum skjölum að afi Leníns í móðurætt hafi verið af gybingaættum. Afi Leníns í föðurætt var að sögn Volkogonovs Rússi en amman Kalmúki. Einn þýskra frænda Len- íns - fjarskyldur honum að vísu - hafi verið Model marskálkur, yfir- hershöfðingi þýska hersins á vest- urvígstöðvunum 1944-45. Herr Doktor Lenín mun um sumt hafa svip- að til móður sinnar, dugnaðar- manneskju sem hafði allt í röð og reglu á sínu heimili. Félagar hans í byltingarhreyfingunni kölluðu hann „Þjóðverjann" og „Herr Doktor" vegna snyrtimennsku hans og sjálfsaga, „sem flestir aðr- ir í þeim hópi voru áberandi lausir við," skrifar Conquest. Þrátt fyrir að nokkru vestrænan uppruna segir Conquest Lenín hafa verið með því marki brennd- an aö honum hafi verið gj;:rnt að loka sig af frá heiminum, að frá- töldu Rússlandi, og er svo að heyra á sovétfræðingi þessum að hann telji að svoleiðis sé nokkuð al- gengt um Rússa. Til dæmis um það segir hann Lenín hafa verið tvö ár í Kraká án þess að læra neitt í pólsku og ár í Lundúnum án þess að koma á einn einasta fund hjá bresku verkalýðshreyfingunni. Skilningur hans á Vesturlöndum hafi í stórum dráttum verið mis- skilningur. 1904 sagði Lenín: „Ég kynnti mér ritverk Marx, Engels og Plekhanovs (sem kallaður hefur verið stofnandi rússneska marx- ismans), en aðeins (rússneski rit- höfundurinn og byltingarsinn- inn) Tsjernýsjevskíj (sem ekki var marxisti) hafði yfirþyrmandi áhrif á mig." Höfuðrit Tsjernýsjevskíjs, ritað 1863, var „Hvað ber að gera?, „ein- hver herfilegasta skáldsaga sem nokkurntíma hefur komið út," að sögn ungversk-rússneska sagn- fræðingsins Tibors Szamuely. Þar er byltingarsinnum lýst, eins og höfundur taldi að þeir ættu að vera, og jafnframt vandamála- lausu dýrðarríki sósíalismans, sem þeir myndu stofna. Tsjernýsjevskíj fyrirleit frjálslynt fólk og mála- miðlara, sem og fjöldann. Lenín, skrifar Conquest, var alltaf fjand- samlegri umbótasinnum og vinstrimönnum, sem ekki vildu feta sama veg og hann, en keisara- dómnum og því sem honum heyrði til. Að sögn Szamuelys leyna «áhrifin frá skáldsögu Tsjer- nýsjevskíjs sér ekki í því riti Leníns sem yfirleitt er mikilvægast talib, þó ab málflutningurinn þar sé eitt- hvað fræðilegri en í fyrirmynd- inni. Og titill þessarar bókar Len- íns, sem kom út 1902, var einnig Hvað ber að gera?

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.