Tíminn - 16.08.1995, Page 10
10
Mibvikudagur 16. ágúst 1995
Vindheimamelar 4. og 5. ágúst 7 995:
Hestamót Skagfirðinga
Um verslunarmannahelgina
héldu Skagfiröingar sitt árlega
hestamannamót. Er um
tvennskonar mót að ræða,
hefðbundna gæðingakeppni
og opið íþróttamót. Þátttaka
var góð, alls voru skráningar
um 260 og um 50 kynbóta-
hross voru dæmd. Aðsókn var
nokkuð góð, um 480 manns.
Veðrið lék við hesta og menn,
logn og sólskin allan tímann.
Tókst mótið í alla stað vel,
hestakostur góöur og létt yfir
mönnum. Á laugardagskvöld-
iö var farið í reiðtúr um ná-
grenniö og tóku þátt í honum
á milli 40 og 50 manns. Síðan
var boðið upp á grillmat og
skemmtun sem Höröur G. Ól-
afsson sá um. Var þetta hin
besta skemmtun og létu menn
vel að þessari uppákomu sem
tókst í alla staði vel. í skeiðinu
var hart barist enda um góð
verðlaun 'að ræða, alls um
115.000 krónur. í þetta skiftið
voru Skagfirðingar sterkir í
skeiðinu, hirtu fimm peninga-
verðlaun af sex, en oftar en
ekki hafa þeir þurft að horfa á
eftir þeim suður yfir heiðar.
Gæbingakeppni
A-flokkur, úrslit
1. Bjarni Jónasson, Sendli, 8.29
2. Jón K. Sigmarsson, Frið, 8.31
3. Sigurbjörn Þorleifsson, Flosa, 8.11
4. Jóhann Þorsteinsson, Tópasi, 8.18
5. Egill Þórarinsson, Fróöa, 8.09
6. Bjarni Jónasson, Króki, 8.11
7. Páll Bjarki Pálsson, Þernu, 8.08
8. Ágúst Andrésson, Flugu, 8.03
Gæbingakcppni
B-flokkur, úrslit
1. Eyrún A.Siguröardóttir, Þór, 8.27
2. Ingimar Ingimarsson, Glóa, 8.27
3. Magnús Magnússon, Nökkva, 8.20
4. Ingimar Jónsson, Glanna, 8.13
5. Símon Gestsson, Gjafar, 8.15
7. Þórarinn Arnarson, Skutli, 8.11
8. Bjarni Jónasson, Hugleik, 8.13
Kvennaflokkur
1. Fjóla Viktorsdóttir, Stefni
2. Sólveig Einarsdóttir, Hálegg
3. Anna Jóhannesdóttir, Neista
4. Valgeröur Kristjánsdóttir, Glampa
5. Arnbjörg Lúövíksdóttir, Sælu
6. ValborgJ. Hjálmarsdóttir, Glóa
7. Sólveig Stefánsdóttir, Draupni
8. Anna Þóra Jónsdóttir, Vindi
Barnaflokkur
1. Heiörún Eymundsd., Sokka,
2. Áslaug Inga Finnsdóttir, Goöa,
8.16
3. Þórunn Eggertsdóttir, Stúf,
4. Eövarö Friöriksson, Glóblesa,
5. Tjörvi Geir Jónsson, Skugga,
6. Valgerður Bjamad., Lýsingi,
7. Magnús Ásgeir Elíasson, Pæju, 8.16
8. Elvar Logi Friöriksson, Vaski, 7.93
4. Ingimar Ingimarsson, Glóa, 6,53
5. Bjarni Jónasson, Hugleik, 6,42
Gæöingaskeiö
1. Jóhann Þorsteinsson, Tópasi, 102,4
2. Sveinn Ragnarsson, Framtíö, 95
3. Egill Þórarinsson, Gosa, 90,1
4. Þórarinn Arnarson, Mysing, 84,2
5. Svanur Guðmundss., Hólma, 83,1
6. Sigurður Sigurðarson, Edda, 81,3
7. Eysteinn Leifsson, Ögra, 71,6
8. Þórarinn Illuga, Fífli, 69,4
8.21 §x 33 > i f >9|
8,18 8,10 8 07 KARI ARNORS- SON
7.95
Fjórgangur
Unglingar 14-16 ára
1. Sigurjón P. Einarsson, Þresti, 8.34
2. Þuríður Ósk Elíasdóttir, Létti, 8.27
3. Jóhann Á. Lúövíksson, Hrafni,
8.15
4. Þorgils Magnússon, Fló, 7.63
5. Ólafur Magnússon, Gægi, 7.89
6. Hildurjóhannesdóttir, Irpu, 7.47
7. Heiðar Logi Jónsson, Sokka, 8.19
Töltúrslit
Unglingar
1. Sigurjón P. Einarsson, Þresti, 5,92
2. Þuríður Ósk Elíasdóttir, Létti, 5,6
3. Heiðar Logi Jónsson, Sokka, 5,39
4. Halldóra Andrésdóttir, Vin, 4,68
5. Áslaug I. Finnsdóttir, Goða, 4,63
Fullorönir
1. Sveinn Ragnarsson, Tindi, 7,4
2. Erling Sigurösson, Feldi, 6,86
3. Eysteinn Leifsson, Huga, 6,8
Fullorönir
1. Sveinn Ragnarsson, Tindi, 6,66
2. Erling Sigurösson, Feldi, 6,44
3. Elvar Einarsson, Glitni, 6,28667
4. Eysteinn Leifsson, Fiðlu, 6,04
5. Snorri Dal, Loga, 5,93333
6. Sölvi Sigurðsson, Boða, 5,66
Unglingar
1. Þuríður Elíasdóttir, Létti, 5,92667
2. Sigurjón P. Einarss., Þresti, 5,57333
3. Áslaug I. Finnsd., Goða, 5,51333
4. Þorgils Magnússon, Fló, 6,17333
5. Valgerður Bjamad., Meitli, 6,08
Fimmgangur
1. Sigurður Sigurðsson, Prinsi
6,36667
2. Benedikt Þorbjörn, Sval, 6,22857
3. Erling Sigurðsson, Þokka, 6,22381
4. Bjarni Jónasson, Sendli, 6,02381
5. Sveinn Ragnarss., Framtíð, 5,61429
Þýska kynbótasveitin á Heimsleikum íslenskra hesta. Fremst á myndinni er
Lokka frá Störtdal sem var efst í flokki yngri hryssna. Knapi er jóhann G. ]ó-
hannSSOn. TímamyndÁC
Úrslit kynbótasýningar
á HM í Sviss 1.-6. águst
Stóðhestar sjö vetra og eldri
1. Prúður frá Neðrá Ási II, íslandi, f:
Hervar 963, Skr., m: Þokkadís 4803,
Neðra Ási, bygging: 7,93, hæfileikar:
8,60, aðaleink.: 8,33.
2. Godi frá Valen, Noregi, f: Kulur,
Eyrarbakka, m: Gló, Laugalandi, b:
7,71, h: 7,72, s: 7,72.
3. Mergur frá Wendalinushof, Þýska-
landi, f: Magnús, Grenzlandhof, m:
Lýsa, Skeljabrekku, b: 7,89, h: 7,57, a:
8,38.
Hryssur 7 vetra og eldri
1. Hnosslotta frá Wiesenhof, Þýska-
landi, f: Gjafar, Hafsteinsst., m:
Skessa, Stokkhólma, b: 7,99, h: 8,12,
a: 8,07.
2. Brynja frá Hafsteinsstöðum, ís-
landi, f: Þáttur 722, Kirkjubæ, m:
Kylja, Kjartansstöðum, b: 7,83, h:
8,19, a: 8,05.
4. Askja frá Elmelund, Danmörku, f:
Darri, Kampholti, m: Tritla, Bauneley,
b: 7,65, h: 8,02, a: 7,87.
Stóöhestar 5 og 6 vetra
1. Fáni frá Hafsteinsstöðum, íslandi, f:
Feykir 962, Hafst.st., m: Kylja, Kjart-
ansst., b: 8,01, h: 8,62, a: 8,38.
2. Litfari frá Aubachtal, Þýskalandi, f:
Náttfari, Wiesenhof, m: Stella, Aub-
ach, b: 8,13, h: 7,92, a: 8,00.
3. Hilmir frá Skjóðu, Hollandi, f:
Högni, Wiesenthof, m: Fála, b: 7,52,
h: 8,16, a: 7,90.
Hryssur 5 og 6 vetra
1. Lokka frá Störtal, Þýskalandi, b:
8,14, h: 8,41, a: 8,30, f: Kolskeggur,
Ásmundarstöðum, m: Ljónslöpp,
Störtal.
2. Embla frá Miðengi, b: 7,9, h: 8,44,
a: 8,22, f: Náttar, Miöengi, m: Eva,
Tindum.
3. Bjalla frá Bourbon, Frakklandi, b:
8,12, h: 8,12, a: 8,05, f: Ófeigur 882,
Flugumýri, m: Ljóska, Ey.
Draumur L. Grubers og skilningur á stjörnusambandi
Þaö er ekki ofsagt að hin íslenska
kenning um eðli svefns og drauma
er víða farin að eignast fylgjendur.
Það að skilja þá kenningu og vilja
segja frá skilningi sínum er hið
sama og fylgja henni. Einn þeirra,
sem þaö gera, er Loren Gruber,
kennari við háskóla í Marshall,
Montana. Hann skrifar:
„Það kemur fyrir að ég veit af því
í draumi að mig er að dreyma og
þykir þá sem ég hafi sérstakt sam-
band við þann sem ég veit nú að er
draumgjafinn...Mig dreymdi afar
skemmtilegan og einkennilegan
draum þar sem fríð og fönguleg
ljóshærð kona var aðalgerandinn.
Aðalatriði draumsins blönduðust
saman við atvik úr æsku minni og
einnig yngri atburðir, svo sem hér
segir:
Eg sveif yfir stóru breiðu fljóti
(stærra en Missisippi!) og stefndi í
norður. Ég leit niður fyrir mig og
mér til undrunar sá ég farþega-
pramma sem líktist járbrautarlest
og var á einhver konar „teinum" þó
að hún héldi sína leið eftir fljótinu.
Forvitni rak mig til að líta nánar á
þetta og þá sá ég að síðasti vagninn
líktist dráttarvagni, en var þrefalt
breiðari, eins og þrír eimvagnar
stæöu þar við hlið. A bak við þá var
lítill reitur eða garður svo að starfs-
lið lestarinnar gæti þar haft gælu-
dýr sín og húsdýr. Þrjár geitur voru
á beit og hundur hjá þeim.
Skyndilega kom þarna fram
þvaga af eiturnöörum, líkum „ana-
kondu", lögðu undir sig vagninn
og átu geiturnar og líklega hund-
inn. Nöðrur þessar brutust gegnum
garöinn og „eimvagninn" og fóru
hratt yfir. Það sem mér kom fyrst í
hug, eftir aö mér brá nokkuð við
þessar aðfarir, var að reyna að hafa
hemil á slöngunum, halda áfram
ferðinni og tala fyrir því að temja
þær til að hafa gagn af þeim í feröa-
lögum. Ég geri mér þó grein fyrir að
slík tilraun yrði afskaplega hættu-
leg og að sumir myndu drukkna, ef
þá ekki verða étnir af slöngunum.
Áður en lent væri í hinni norð-
lægari höfn, fór hin fagra ljóshærða
að segja mér frá felustað sínum,
sem líktist timburhúsi, og hafði
svip af hlöðunni sem móöir mín og
hinir krakkarnir höföu leikiö sér í;
venjulegur timburveggur, sem krít-
arkort var á (móðir mín þóttist þá
vera kennari og skrifaði fyrirmæli á
veggina). Þaö sem sú ljóshærða
skrifaði voru rómantískir unglinga-
órar.
Hún var líka að segja syni sínum
og dóttur frá því, með minni hjálp,
hvemig þekking sín á stæröfræði,
brotareikningi og annarri „full-
kominni þekkingu" (eins og landa-
fræði og sögu sem kennd eru við
fimmta og sjötta bekk) kæmi að
gagni við hluti eins og frímerkja-
söfnun.
Konan mín var aö bera fram
ýmsar kræsingar, en sérfræðingur í
nýklassískum bókmenntum og líf-
fræðingur, sem líktist núverandi
deildarforseta mínum og einnig
forseta vísindadeildar skólans sem
ég kenni við, vom að hreinsa til í
vísindabyggingunni. Ég leit á
mynd af „lotukerfi" sem var undar-
legt sambland af fmmefnaskrá, líf-
fraeðilegu nafnakerfi og málfræði.
Ég sneri mér viö og tónsmiður
sem líktist Mozart álitum var að
skýra sambandið milli stærðfræði-
legrar nákvæmni nýklassískrar
tólnistar og háttbundinna náttúru-
hljóða eins og þau koma fyrir í
rómantískum verkum. Grasið, sem
óx í aðgreindum röðum eða beð-
um, bylgjaðist fram og aftur og það
þaut í því, þannig að hljómfall
myndaðist.
Afríkumaður með kjálka sem
sköguðu fram eins og ofvöxtur væri
í þeim, stýrði tónum þar sem hann
stóð í mýrlendi næst hinu bylgj-
andi grasi og lauk konsertinum
með nótu frá ósýnilegu píanói; en
sýn þessi minnti mig á mynd eftir
franska málarann Rousseau.
LESENDUR
Ég aðhafðist lítið sjálfur í þessum
draumi, en var nú að horfa á nýja
landslagið hinu megin við ána sem
ég hef annars virt svo oft fyrir
mér." (Draumi lýkur).
Gruber heldur áfram: „Dagleg at-
vik eins og það að konan mín beri
fram veitingar, deildarforsetar
vinni saman í vísindabyggingunni,
að frænka mín ung fæst við frí-
merkjasöfnun jafnhliða mennta-
skólanáminu, „Hlöðu-" líkingarnar
frá æskuárum mínum og móður
minnar fyrr) eru auðsjáanlega „yfir-
vörp" (hinna raunverulegu draum-
atburða), en eru e.t.v. líka „teng-
ingar" við annað annars staðar —•
samlíkingar úr stjörnusambandi,
svo að segja — þannig gætum við
komist að orði.
Ég er aö segja þér frá þessu vegna
þess að
a) skýrleikinn er framyfir það
sem gerist í flestum draumum.
b) þetta er einskonar röð endur-
tekinna sjónmynda þar sem sama
landslag, dýr og farartæki koma fyr-
ir í réttri viðburðaröð og
c) á sér hliðstæður í öðrum
draumum sem birst hafa í II & M,
eins og um einkennilega flutninga
og hvernig farið er með skepnur.
Ég hef mikinn áhuga á þessu en
get ekki bætt fleira við, nema hvaö
ég var alveg sáttur við það (í
draumnum) hvernig samtengudst
vísindi, tungumál, list og tónsmíði
við það „samanfall andstæðna"
(concidence of oppositions), sem
flestir setja svo mjög fyrir sig."
Þetta skrifaði Loren Gruber.
Sklilningur hans er furðrlega nærri
hinu rétta. Þó veröur hér að taka
fram, aö sú stóra ljóshæröa getur
ekki verið draumgjafi hans, a.m.k.
ekki meðan hann sér hana í
draumnum heldur sá maður sem
sér hana. En sá maður mun hafa
gert sér lítt við hana.
Vel kemur fram í frásögn Gru-
bers, ekki aðeins skilningur á sam-
bandinu og því, aö þessi raunveru-
lega atburðarás átti sér staö á öðr-
um hnetti, heldur einnig á lögmál
rangþýöinganna; það er hin nýja
athugun tengist eldri minningu;
tónsmiðurinn minnir á Mozart,
líffræðingurinn á deildarforsetann,
afríkumaðurinn kjálkamikli kallar
fram minningar um hitabeltis-
myndir Rousseau’s, „nýja landslag-
iö" hinu megin við ána er ólíkt því
sem er, en minnir um leiö á það,
tengist minningum draumþega um
það.
Athyglisvert er hvernig sögu-
maður rekur saman hugsanir hinn-
ar „stóru ljóshærðu" við áhugamál
ungrar frænku sinnar. Það eru stilli-
áhrif hinnar síðamefndu sem lita
og móta áhrifin frá hinni fyrr-
nefndu.
Svo er að sjá sem í byrjun
draumsins hafi verið eins og horft
ofan á „ferjuna" úr háa lofti. Mún
slíkt ekki óalgengt um bjarta
drauma, og vera að rekja til ein-
hverra sem frá „æðri stöðum" líta
eftir atburðum í álíka stöðum og
jörö okkar er.
Hvað sögumaður á við með orö-
unum „tengingar annars staðar að"
veit ég vel að vonlaust er að setja
fram hér aö svo stöddu (minninga-
fræöi). Draumur þessi er mjög „aka-
demískur" að efni, ber keim af
áhugamálum háskólafólks og venj-
um; ekki er þetta viö „góðan hnött"
allskostar, en fullkomnun á sum-
um sviðum er allmikil, sbr. sam-
stillingar grassins og fagran þyt frá
því, sem draumgjafi skynjar.
Hvað er ég að segja frá þessu. Sá
sem séð hefur eöli drauma í réttu
ljósi, það er gert sér grein fyrir
kenningu doktors Helga um það
efni, hlýtur að spyrja sjálfan sig,
hvort íslendingar hljóti ekki að
vera það skynsamir, að þeir eigi
auðvelt með að skilja svona einfalt
mál? Það sem kirkjan boðar, er ekki
nein lausn á málinu, ekki neinn
sannur fróðleikur, þó að sumstaðar
glitti í gull. En framlíf á öðrum
stjörnum, í lifandi líkömum,
líkömum hinum fyrri, er því „álit-
legri kostur" sem hann er betur at-
hugaður. Trúið okkur til þess, að
það er hvorki af hégómaskap eÐa
þrákelkni sem við höfum veriö að
leitast við að vekja athygli á því
máli áratugum saman. Vísinda-
leg ráðvendni hefur verið leiðar-
stjarnan hér. Kynnum okkur málið
og hugleiðum það — í kyrrð.
Þorsteinn Gtiðjónsson