Tíminn - 24.08.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.08.1995, Blaðsíða 4
4 WÍMlMU Fimmtudagur 24. ágúst 1995 iiwlimt STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmibja hf. Mánabaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk. Landflótti eba útþrá Aö undanförnu hafa verið vaxandi umræöur í þjóðfélaginu um landflótta. Vaxandi flutningur búslóða hér úr landi með skipafélögunum eru sagðar benda til aö fleiri hugsi sér til hreyfings úr landi en fyrr til langdvalar. Við íslendingar höfum um langa hríð verið aðilar að sameiginlegum vinnumarkaði Norður- landa. Jafnframt hefur vinnumarkaður ESB- landanna opnast. Sameiginlegur vinnumarkað- ur hefur ávallt verið nýttur meira af íslending- um erlendis, en öðrum þjóðum hérlendis. Hins vegar veldur það vissulega áhyggjum ef fólk leit- ar úr landi vegna þess að það sér ekki framtíð hérlendis. Spurningin er sú hve mikið af flutn- ingum fólks til útlanda á rætur sínar að rekja til vonleysis um afkomu fólks hér heima. Vitað er að námsmenn leita erlendis í verulegum mæli. Ungt fólk leitar einnig til útlanda í leit að lífs- reynslu með útþrána í farteskinu. Við þessu er ekkert að segja. Það er hverjum einstaklingi hollt að skipta um umhverfi og afla sér þar nýrr- ar reynslu. Hitt er mjög miður ef einhver hluti fólks sem flytur úr landi finnur sig sem hálf- gerða flóttamenn. Það fólk sem hefur tjáð sig um þessi mál nefn- ir lág laun og háan framfærslukostnað sem ástæðu fyrir áformum sínum. Tíminn leggur ekki dóm á samanburð í þessu efni, en þó er ljóst að launataxtar eru lágir á íslandi og arðsemi ís- lenskra fyrirtækja er minni en í nágrannalönd- unum. Það er afar áríðandi að þessi vandi sé greindur og áreiðanlegur samanburður gerður á lífskjörum hér á landi og Norburlöndunum. Frásagnir þeirra sem flust hafa erlendis af því hve auðvelt er að fá atvinnu, t.d. í Danmörku, hljóta að vekja athygli. Skráb atvinnuleysi þar í landi er nú 10,6% af mannafla móti um það bil 5% hér. Þetta hlýtur að leiða til spurningarinnar hvort atvinnuleysistölurnar séu raunhæfar. í Noregi er atvinnuleysi árið 1994 5,5% og er áætlað 4,9% 1995. Þó er ljóst að þar er þensla og spurn eftir nýju vinnuafli, enda var hagvöxtur þar 5,14% árið 1994 og 4,4% í Danmörku þrátt fyrir 10,6% atvinnuleysi. Hagvöxtur virbist því ekki hafa leitt til minnkandi atvinnuleysis í þessum löndum, a.m.k. ekki á pappírunum. Þegar tölur um fólksflutninga til Norðurland- anna eru skoðaðar fyrstu sex mánuði ársins kemur í ljós að brottfluttir umfram aðflutta eru 1141 á móti 2457 í fyrra. Tölur sýna því ekki neinn sérstakan landflótta nú, en eigi að síður ber að taka þá umræðu sem nú er um flótta fólks úr landi alvarlega og draga fram ástandið eins og það er í raun. Það er engin ástæða til að missa trúna á landinu. Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika eig- um við íslendingar mikla framtíðarmöguleika á landi. Hin góðu tíbindi Veðrið hefur ekki aldeildis leikið við fólk á suðvesturhorninu síð- ustu viku. Himinninn hefur verið þrunginn með vindaskýj- um, grár og þungbúinn, og steypiregn hefur komið upp á hvern dag sem guö gefur. Á sama tíma og þetta gerist berast fregnir af sól og blíðu fyrir norð- an og austan. Allt hefur þetta farið í skapið á fólki, ekki síst þeim sem sitja í skrifborösstól- um sínum og horfa á dimmviðr- ið úti fyrir og regnið hamast á glugganum. Verri en veðrið Hins vegar er eitt fyrirbrigði sem skrifstofumenn þurfa aö handfjatla en það er símaskráin sem út kemur á hverju ári. Út- gáfa þessi er sú viðamesta hér á landi og er Póstur og sími stærsta forlagið. Símaskráin sem kom út í vor er með þeim ósköpum gerð aö hún er upp- spretta meiri skapvonsku en veörið og er þá mikið sagt. Hún skiptist í almenna skrá og við- skiptaskrá og er svo snilldarlega úr garði gerð ab sé til dæmis flett upp á fyrirtæki í almennu skránni finnst nafn þess á sín- um staö í stafrófsröðinni og allt finnst nema símanúmerið, en prentað er með breyttu letri að fara í næstu bók. Garri hefur ekki haft nennu til að rannsaka hin fínni blæbrigði þessara bók- mennta, hvernig stemdur á því að sum þjónustufyrirtæki og stofnanir eru í atvinnuskránni, en önnur í almennu skránni. Tölva tekur ráðin Nu berast hins vegar þær gleðifregnir aö næsta símaskrá muni veða með gamla laginu og anda þá örugglega margir léttar. GARRI Hins vegar er það hulin ráðgáta hvað rak þá hjá Pósti og síma til þess að fara út í þessa tilrauna- starfsemi með hina stórmerku bók sem út kemur hjá stofnun- inni. Þær skýringar hafa heyrst að tölvuforrit hafi brugðist og því fór sem fór. Nú eru tölvur merkilegt fyrir- brigði. Hins vegar hélt Garri í einfeldni sinni að þær gerðu ab- eins það sem þeim er fyrir lagt meb forritum sem mannsheil- inn vinnur. Það getur svo sem vel verið að tölva Pósts og síma sé svo fullkomin að hún sé farin að taka af þeim ráðin. Garri vill ráðleggja útgefend- um símaskrárinnar aö vera jafn tortryggnir á tæknina og skrif- stofumaðurinn sem fékk sam- lagningarvél í hendur eftir að hafa lagt saman í huganum langár talnaraðir. Hann notaði vélina en lagði jafnframt saman á gamla mátann. Ef ekki stemmdi heyrðist hann tauta fyrir munni sér: „Nú, kemur hún með það vitlaust enn." Ef hin afspyrnuvitlausa síma- skrá er tölvuforritum að kenna og þau hafa komið með hana vitlausa er best að henda þeim forritum og nota þau gömlu. „Samt yar hún grá7/ Mestu máli skiptir hinsvegar að von er á gömlu símaskránni næst og hafi forráðamenn Pósts og síma þökk fyrir að taka söns- um. Nóg er nú til að ergja menn þótt þeir sem þurfi að leita ab símanúmeri verði ekki alltaf óð- ir áður en því verki er lokið. Garri er þess fullviss að útkoma annarrar viðlíka símaskrár hefði aukið mjög kostnað í heilbrigð- iskerfinu með því stressi sem hún veldur. Það er hins vegar ágætur eig- inleiki ab vera þrjóskur og hann hefur póst- og símamálastjóri. Hann kom í fréttirnar og sagði það sína sannfæringu að þab væri mikill missir að þessari símaskrá fyrir símnotendur, en eigi að síður mundi nú verða breytt í gamla horfið. Garri Barnapössun einkavædd Háleitasta kosningaloforð R-list- ans var að reisa leikskólana úr rústum íhaldsmennskunar og fullnægja allri þörf fyrir opin- bera barnapössun í Reykjavík. Mikið var byggt og mikið vígt af leikskólum þar til hagræðingin tók í taumana og geta yfirvöldin nú hvergi nærri annað eftir- spurn dagvistunar, sem er brýn- asta hagsmunamál borgarbúa og hlýtur að hafa algjöran for- gang. En meirihlutinn svíkur ekki kosningaloforð og nú er séð fyr- ir nægri dagvistun með einu pennastriki. Drræöin eru sótt til Hreins Loftssonar og þeirra fé- laga, því nú á að einkavæða dagvistunina. Borgarráð hefur ákveðið að greiða niður dagvistun barna í einkaleikskólum og það, sem kallað er á emb- ættismanna- máli, foreldra- reknir einkaskól- ar. Borgarstjór- inn lét svo um mælt að niður- greiðslur og einkavæðingin spöruðu mikinn stofnkostnað. Þar meb er sýnt fram á að einka- reksturinn er hagkvæmur þótt honum sé varpað yfir á herðar skattborgaranna. Þarna er fagurt dæmi um ís- lenska hagræðingu þar sem hið opinbera hagnast á einkarekstri og einkareksturinn byggist á framlögum frá því opinbera. Einkavæöingarhug- myndir Davíös Þarna er borgarkapítaiisminn í sinni hugþekkustu mynd og er minnihlutinn væntanlega ánægður meb ab meirihlutinn skuli vera farinn að dusta rykið af gömlum íhaldsúrræðum. En svona er til dæmis einkaskólinn hinu megin við Tjörnina rek- inn, sem marxistum þótti vera ógn mikil við menntakerfið og jafnréttiö á sínum tíma. Þegar R-listinn er farinn ab feta slóð íhaldsins aftur á bak og einkavæða barnauppeldib kem- ur aö þeim áfanga, sem illu heilli var aldrei farinn. En það var þegar Davíð, þáverandi hæstráðandi til lands og úti í Tjörn, datt það snjallræði í hug að létta á dagvistuninni meb því að borga mæðrum laun fyrir að gæta barna sinna á eigin heimil- um. Hugmyndin var sú að gera genetískar mæöur líka að dag- mæðrum og setja þær á launa- skrá borgarinnar. Reiknað var út að konur sem áttu tvö börn eða fleiri á dag- vistunaraldri gætu haft dágóðar Á víbavangi tekjur fyrir ab passa krakkana sína og ab jafnframt myndu op- inber útgjöld lækka verulega. Ekki gallalaust Þessar hugmyndir Davíðs Oddssonar féllu í grýtta jörð og þótti hann sýna lítinn skilning á þörfum barna og að þarna væri karlrembunni rétt lýst. Þá bakkaði borgarstjórinn þáver- andi og bauð að feður gætu líka gengið í hlutverk dagmæðra og fengiö kaup fyrir. En þá var búiö aö klúðra öllu málinu, því það var aldrei mein- ingin með kynjastríðinu að for- eldrar pössuðu eigin börn á eig- in heimilum. Hins vegar brýtur það hvergi í bága við jafnréttis- baráttuna að konur sem karlar passi annarra manna börn í öðr- um húsum. Þetta skildi Davíð ekki þegar hann í barnalegu sak- leysi sínu viðrabi hugmyndina um að foreldrar færu að annast um börn sín. En það er nú svo margt sem hann Davíö skilur ekki svo sem samtök sjálfstæðiskvenna og og stefnu Jóns Baldvins í Evrópu- málum. Það er með herkjum að hann skilji landbúnaðarstefnu Egils á Seljavöllum. Vafalítið verður framhald á hagræðingu meirihluta borgar- stjórnar, enda kvab ekki veita af að rétta við hallann á borgar- sjóði, og hlýtur meiri einkavæð- ing umönnunar barna að vera álitlegur kostur og spara stórfé. En þegar niðurgreiðslurnar duga ekki lengur til að efla einka- væðingu í barna- pössun er næsta skref að fara í hugmynda- smiðju Davíðs og borga foreldrum kaup fyrir um- önnun barna sinna frá kl. níu til fimm. Sú tilhögun gæti líka orðið til að slá á atvinnu- leysib, sem er helsta böl stjórn- málamanna um þessar mundir. Það er einkum vegna þess aö þeir finna engin ráð til að tryggja Atvinnuleysistrygginga- sjóbum framlög. Opinber framlög til einka- rekstrar eru nú líka orðin viður- kennd pólitík R-listans og næsta skrefið er að gera hverja barna- fjölskyldu að einkafyrirtæki, sem gerist verktaki hjá borginni og annast eigin krakka á kaupi frá því opinbera. Þá verða margar flugur slegn- ar í einu höggi, en gallinn er ab- allega sá að ofboöslega dýru og fínu heimilin gætu öðlast til-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.